29 janúar 2008

Barna-alvaran er byrjuð. Mætingin hefur nú ekki verið 100%, af mismunandi ástæðum. En mér líst bara vel á þetta, auðvitað er alltaf auðveldara að koma inn í málin og þekkja ekki börnin þannig að ég nota mikinn tíma til að kynna mér mál þeirra barna sem eru að koma til mín. Auðvitað er þetta mjög krefjandi starf og mikið sem maður þarf að fylgjast með og vita en það er það sem að mér finnst svo spennandi. Foreldrarnir eru mismunandi eins og þeir eru margir. Sumir tala og tala aðrir segja ekki neitt og svo eru þeir sem eru bara vanir og hinur sem eru óvanir og ekkert af þessu fer eitthvað meira saman en annað. Krakkarnir eru svo misáhugasamir um að láta fikta í tækjunum sínum hvað þá að þurfa að taka þátt í stillingunum... auðvitað er miklu skemmtilegra að leika sér á bílateppinu á gólfinu með bílana og kubbana.
Stundum finnst mér ég ekki vita neitt og nánast fer að hugsa hvað ég hef verið að læra en svo þarf ég bara að minna mig á að mín reynsla er aðalega á fullorðnum. Þetta kemur allt saman. Sú sem ég er að leysa af kemur svo aftur í vinnu eftir 4 vikur og þá ræðir maður bara málin.
Svo er ég að fara til Akureyrar með vinnunni á föstudaginn... ég hlakka bara svolítið til verð ég að segja. Þetta verður langur dagur, tek fyrsta flug kl 7:45 og er ekki komin heim fyrr en einhvern tíman um kvöldið eða eftir 9 alla vegana.

Við stórfjölskyldan(ég, m&p og J$L) fórum norður um helgina. Ég veit ekki hvort fólkið í vinnunni trúði mér þegar ég sagðist vera að fara norður. Þegar við keyrðum kjalanesið þá sást ekkert of mikið. Þegar við áttum stutt í göngin skildum við ekki alveg afhverju bíllinn á undan keyrði svona mikið út í kantinum en föttuðum svo að hann var að leita af afleggjaranum í Hvalfjörðinn...hihihi... Svo á Holtavörðuheiðinni sást á milli stika... ekki mikið meira en það. Og þar sem að hann bróðir minn er nú ágætis bílstjóri þá komust við nú klakklaust alla leiðina. Svo á leiðinni tilbaka var ekki nema 35m/s á Holtavörðuheiðinni... kannski sem betur fer voru engar kviður :Þ
En annars var helgin bara ágæt... gott að komast í burtu og slappa af. Fór meira að segja í pottinn en það var líklega -4°C þá stundina... hressandi að fara upp úr :Þ