21 júní 2009

Hið hinsta blogg

Jæja þettta er 300asta bloggið mitt og hef ég ákveðið að það verði það síðasta. Mér finnst 300 fín tala. Og þar sem að ég er nú flutt heim nenni ég minna að skrifa eitthvað hérna, enda var tilganurinn með þessari síðu að fólk gæti fylgst með mér í útlandinu.

Íbúðin er alltaf að fá betri og betri mynd. Svo er ég að fá sænskan gest til mín á fimmtudaginn en hann er fyrrverandi kærasti Marie. Og afhverju er hann að koma til mín... honum hefur langað til að koma hingað að kafa í einhvern tíma. Svo á hann svo mikið af flugpunktum að hann þarf eiginlega ekkert að borga fyrir flugið.

Annars var ég fyrir norðan um helgina í fínni afslöppun sem var vel þegin. Bakaði pönnukökur sem komu bara vel út, reyndar frekar fáar. Ætli maður fari ekki að paka oftar pönnukökur í framtíðinni. Orðin stoltur eigandi af pönnukökupönnu ömmu minnar.

Núna tekur bara við fyrsta 5 daga vinnuvikan hjá mér, en ég er strax farin að ýta undir breytingar í vinnunni. En það getur stundum verið erfitt að breyta til. Maður þarf bara að vera harður á sínu :)

Ef fólk er forvitið hvað ég er að gera þá er velkomið að slá á þráðinn eða koma í heimsókn í Ofanleitið, aldrei að vita nema að maður gæti boðið uppá eitthvað nýbakað ;) Ávalt velkomin.

kv.
Krissa

17 júní 2009

Gleðilega þjóðhátíð

Ég hjólaði í vinnuna í gær, tók innan við 10 min sem er bara mjög gott. Ég slepp eiginlega alveg við umferð á leiðinni nema á gatnamótunum Kringlumýarbraut og Háaleitisbraut.

Annars labbaði ég líka heim úr vinnunni á mánudaginn og það tók ca 20 mín.

Það er alveg ótrúlegt hvað maður er lengi að ná í ALLT dótið sem er heima hjá foreldrunum, það er alltaf eitthvað eftir. Er eiginleg búin að ákveða að taka þetta bara í nokkrum hollum.

Ég er búin að raða smá dóti, en á eftir að setja öll fötin mín inn í skáp, það kemur á næstu dögum. Hlakka líka til þegar allir pappakassarnir eru farnir, þeir eru frekar mikið fyrir.

Það var alveg nauðsinlegt að vera með frí í dag, náði að sofa fram undir hádegi og er alveg að ná að jafna mig á svefnleysi sl. daga.
Gleðilega þjóðhátíð

15 júní 2009

Fyrsta nóttin

Fyrsta nóttin var sofin í nótt, þetta dógst aðeins vegna þess að ísskápurinn var ekki kominn. Það er ekki hægt að vera ekki með ísskáp. En annars svaf ég alveg ótrúlega illa þessa fyrstu nótt. Ég var alltaf að líta á klukkuna en mig dreymdi þarna eitthvað á milli 4 og 6 þannig að ég býst við að hafa sofið eitthvað þá. En fall er fararheill.

Búið er að setja saman allt IKEA dótið, ótrúlegt hvað það gekk í rauninni vel, þrátt fyrir að vera ekki með leiðbeiningar.

Svo er bara að taka allt upp úr kössum og koma dótinu á sinn stað og ákveða hvað á að vera hvar.

Annars þá fór ég að Reunion á föstudaginn. Vá það eru 10 ár síðan við kláruðum grunnskóla. Sumir virtust ekkert hafa breyst sl. 10 ár en aðrir voru allt að því að vera óþekkjanlegir en það var gaman að sjá þetta lið aftur :)

Við stórfjölskyldan og nágrannar fórum svo út að borða á laugardaginn til að fagna útskriftinni hjá mér. Það var mjög gaman og við fengum mjög góðan mat. Endaði svo niðri í bæ á Kúltúra til kl 5 með J. Hildi og Jóa :)

11 júní 2009

Fluttningur

Við fjölskyldan kítum upp í íbúð í dag líka, það þýðir ekkert að slaka á :)
Fyrst fórum við í að bletta í það sem var málað í gær. Og svo var geymslan og þvottahúsið málað.

Síðan komu húsgögnin og allir kassarnir. Það var smá puð að koma öllu dótinu upp en það gekk samt alveg ótrúlega vel. En ég held að við höfum verið öll alveg ótrúlega þreytt eftir þetta.

Núna er bara komið að því að setja saman allt IKEA dótið sem var tekið í sundur í Svíþjóð til að auðvelda fluttninga.

Næstu dagar fara í að ganga frá og koma sér fyrir. Svo er bara spurning hvenær maður ákveður að sofa fyrstu nóttina.

Annars byrjaði ég að vinna í dag, sem er bara mjög fínt. Veit ekki hvenær ég fatta það að ég er ekki að fara aftur í skólann og er ekki bara að vinna í 3 mánuði eins og vanalega. En núna getur maður farið að kynnast einhverjum kúnnum betur sem koma reglulega, sem er bara jákvætt :)

09 júní 2009

Málun

Jæja þá var íbúðin máluð í dag :)
Ég var komin í íbúðina kl 12 og fór að planera aðeins hvernig ætti að gera þetta. Kristín systir hennar Lilju kom svo til að hjálpa um 14 leitið og svo komu mamma, pabbi, Jón og Lilja eftir vinnu. Þetta gekk vara vel hjá okkur.
Stofan og herbergin voru máluð, veggir og loft. Þvílíkur muuuunur!!!
Okkur tókst að mála 2 umferðir þannig að það þarf ekki að mála meira.

Eldhúsið og baðið er eftir, en ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að gera það. Var jafnvel að spá í að mála flísarnar inni á baði.

Þetta kemur bara í ljós, þarf bara að finna út hvað ég vil gera en það kemur þegar maður er búinn að vera að í íbúðinni í smá tíma.

08 júní 2009

Skólalok

Staðan núna er sú að ég er búin að verja ritgerðina og gekk það bara vel. Þarf bara að laga smá en fæ líklega ekki einingarnar fyrr en í ágúst útaf sumarfríum.

Ég var svo bara í þægindum í Gautaborg, gisti fyrst hjá Elínu og svo hjá Krissu en Brynhildur dóttir hennar lánaði mér herbergið sitt með glöðu geði :)
Ég fór svo og hitti Marie um helgina. Á föstudaginn fórum við á Öland og skoðuðum um þar en það var mjög gaman að skoða þarna. Fórum á syðsta oddann og fórum upp í vita þar en það voru 197 tröppur upp, ég er ekki frá því að hafa fundið fyrir því daginn eftir.
Svo fórum við í Eketorp sem er gamalt víkinga þorp inni í hringmúr.
Við skoðuðum líka Borgholms slot sem eru rústir gamals kastala á Öland sem brann fyrir mjög löngu síðan. Ætluðum að skiða Solloden sem er höll sem kónungsfjölskyldan er að nota en það kostaði 70 kr inn og það var innan við hálftími í að svæðið yrði lokað. Þrátt fyrir að Marie suðaði í afgreiðslukonunni og laug því að ég væri svo hrifin af Viktoríu... Mátti reyna.
Við fórum líka inn í eina kirkju frá 1100 e.Kr. og klifruðum upp í turninn, það var smá krípí þar sem að stigarnir voru úr timbri og mjög gamlir. Fyrir utan að við höfum ekki hugmynd hvort við máttum fara þarna upp.

Svo var þjóðhátíðardagur Svía á laugardaginn. Það var hátíð í þorpinu sem er rétt hjá þar sem að við gistum. Ég held að það hafi verið svona 30-40 manns að fylgjast með lúðrasveitinni spila og formann sveitastjórnar halda ræðu. That was it :)

Sunnudagurinn fór svo bara í snatt. Kíktum inn til Växjö og kíktum á bróður Marie og fjölskyldu.

Ég hitti svo Öllu á flugvellinum á leiðinni heim svo ég þurfti ekki að ferðast alla leiðina ein, sem er orðið frekar þreytandi svona í gegnum árin. En ég er ekkert að fara að ferðast í nánustu framtíð.
Skrítið að vita ekki hvenær maður fer aftur til Svíþjóðar.

25 maí 2009

Allt að koma

Jæja þá er ég búin að skila ritgerðinni, en það var gert kl 14:29 á miðvikudaginn síðasta. Mjög fínt, get ekki annað sagt að þungu fargi var af mér létt.
Ég fór svo bara norður um helgina og hafði það fínt, gott að fá svona langt og gott frí og svaf líka alveg nóg.
Fékk svo ritgerðina, sem ég á að gagnrýna, í dag en ég átti að fá hana á fimmtudaginn. En mér skilst að manneskjan hafi skilað of seint.

Annars er ég búin að vera að vinna í dag sem var bara fínt, líka gott að fá smá pening. Gott að breyta smá til :)

Annars er ég að fara að fljúga út á föstudaginn og svo er vörnin á mánudaginn 1. júní. Og það er nóg að gera í vikunni :) Mögulega upptekin öll kvöld, en það er sjaldgjæft hér á bæ :Þ