Núna er ég búin að fara í Liseberg. Ég keypti mér svona árskort fyrir inngöngu. Maður þarf bara að fara 3x og þá er það búið að borga sig, maður getur líka notað það á jólamarkaðinum... kostar bara 140kr sek.
En það var mjög gaman þó að ég hafi verið skíthrædd í rússíbönunum og ekki liðið sérstaklega vel á meðan á því stóð. Td eftir fyrsta þá skulfu á mér lappirnar :Þ
Síðan manaði Marie mig og kærastan sinn til að fara í svona þar sem maður er lyft hátt upp og svo sleppt og látinn falla niður... hún þorði ekki sjálf... en mér fannst þetta mun auðveldara heldur en rússíbanarnir. Svo var nýr rússíbani opnaður í ár sem er kallað Kanonen.. frekar stutt en mjöööög mikill hraði. Ég myndi giska á að augun mín hafi verið lokuð svona ca. 2/3 hluta... eftir á sagði ég: ég sá ekki þegar við fórum þarna og þarna og þarna... !!! hehe var með augunlokuð...
En þetta var mjög gaman allt saman. Á alveg eftir að fara oftar og kannski að maður venjist að lokum ;)
Svo var prófið í morgun og ég er bara þokkalega jákvæð, ég skrifaði og skrifaði og þegar ég var hálfnuð var mér orðið ill í úliðnum. Það voru nú ekki allir sáttir við prófið en ég held að við Marie og Sofia höfum lagt áherslu á réttu hlutina. Það var meira að segja eitt verkefnið(spurning) þar sem við höfðum svarið og áttum að búa til spurninguna sjálfa.
Svo er einn áfangi og 1 próf eftir...já og eitt upptökupróf. Og í dag er akkúrat mánuður þar til ég kem heim...9. júní. Það verður ágætt að koma heim og hætta að læra í smá tíma... þetta er búin að vera mikil törn núna með mörgum litlum kúrsum sem þýðir oftar próf. En núna er ekki próf í 4 vikur...jeijí.. :)
09 maí 2005
08 maí 2005
Próf á morgun
Ég vil byrja að óska öllum mæðrum til hamingju með daginn :)
Ég er nú búin að vera frekar upptekin upp á síðkastið við að læra enda að fara í próf á morgun... Við vinkonurnar, þe. ég, Marie og Sofia, erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og læra fyrir prófið. Enda vil ég alls ekki falla aftur. En þetta er ekki nema 3ja eininga próf svo maður ætti að ná því, en reyndar er þetta frekar flókið efni. Svo er næsta próf síðasta prófið, 3. júní, og ég ætla að reyna að vera dugleg við að læra vel með áfanganum.
Svo 19. maí verður Íslendinga félagið hér með konukvöld þar sem fylgst verður með frammistöðu Selmu. Þó að ég verði með öllum líkindum ynst á svæðinu þá ætla ég nú samt að mæta því ég var með í því að styðja að þetta væri góð hugmynd. Enda eru Svíarnir ekkert rosalega spenntir fyrir þessari forkeppni.
Núna er kærasti Marie, Englendingurinn, hér í heimsókn. Við gerðumst því ferðamenn í gær og fórum í síkjasiglingu sem var bara mjög fínt, lærði smá um Gautaborg sem ég vissi ekki, t.d. það er hús hérnar sem er númer 17 og hálft, það var víst eitthvað rugl þegar þeir númeruðu húsin þannig að eitt hús varð eftir. Ég held að abc kerfið hafi ekki verið komið í gagnið þannig að það varð bara 17 1/2.
Svo fórum við í bíó á Kingdom of Heaven, sem er bara fín mynd.. enda Orlando Bloom ótrúlega fallegur :)
Svo er planið að fara í Liseberg í dag, og fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það þekktasta tívolí Svía, jæks... Ég hef nú bara 2svar sinnum farið í tívóli. Það er spurning hvað ég þori miklu í dag:)
Þetta er ágætt í bili ég segi ykkur svo hvernig var í Liseberg og hvernig prófið gekk seinna/næst :)
Ég er nú búin að vera frekar upptekin upp á síðkastið við að læra enda að fara í próf á morgun... Við vinkonurnar, þe. ég, Marie og Sofia, erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og læra fyrir prófið. Enda vil ég alls ekki falla aftur. En þetta er ekki nema 3ja eininga próf svo maður ætti að ná því, en reyndar er þetta frekar flókið efni. Svo er næsta próf síðasta prófið, 3. júní, og ég ætla að reyna að vera dugleg við að læra vel með áfanganum.
Svo 19. maí verður Íslendinga félagið hér með konukvöld þar sem fylgst verður með frammistöðu Selmu. Þó að ég verði með öllum líkindum ynst á svæðinu þá ætla ég nú samt að mæta því ég var með í því að styðja að þetta væri góð hugmynd. Enda eru Svíarnir ekkert rosalega spenntir fyrir þessari forkeppni.
Núna er kærasti Marie, Englendingurinn, hér í heimsókn. Við gerðumst því ferðamenn í gær og fórum í síkjasiglingu sem var bara mjög fínt, lærði smá um Gautaborg sem ég vissi ekki, t.d. það er hús hérnar sem er númer 17 og hálft, það var víst eitthvað rugl þegar þeir númeruðu húsin þannig að eitt hús varð eftir. Ég held að abc kerfið hafi ekki verið komið í gagnið þannig að það varð bara 17 1/2.
Svo fórum við í bíó á Kingdom of Heaven, sem er bara fín mynd.. enda Orlando Bloom ótrúlega fallegur :)
Svo er planið að fara í Liseberg í dag, og fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það þekktasta tívolí Svía, jæks... Ég hef nú bara 2svar sinnum farið í tívóli. Það er spurning hvað ég þori miklu í dag:)
Þetta er ágætt í bili ég segi ykkur svo hvernig var í Liseberg og hvernig prófið gekk seinna/næst :)
29 apríl 2005
1. fallið
Jæja þá er maður búinn að falla á fyrsta prófinu sínu. Ég get nú ekki sagt að ég hafi alveg fallið en prófinu var skipt í 3 hluta og maður þurfti að ná bara hverjum fyrir sig, en ég náði ekki einum hluta. Ég bjóst svo sem alveg við því þar sem það efni er það sem var farið í að mestum hluta þegar ég var heima á Íslandi. Ég held að ég viti á hverju ég hafi fallið, ég er ekki búin að fá prófið ennþá. Og ef ég hef rétt fyrir mér þá er ég svo sem sátt. En í þokkabót þá er endurtektarprófið sama dag og ég kem heim. Ég á flug 9. júní kl 19:45 en prófið er milli 8:30 og 12. En ég tek bara próf úr þessum eina hluta svo þetta reddast.
Annars þá er búið að vera ótrúlega gott veður hér alla vikuna en ég dag var ákveðið að hafa smá ský og vökva blómin aðeins enda voru þau örugglega farin að þorna all verulega.
Í gær keypti ég mér rosalega sætt og sumarlegt pils. Ég ætla að reyna að venjast því að vera í pilsi svona við og við, ekki endilega bara spari. Það er svo sumarlegt að vera í pilsi.
Það var svolítið fyndið þegar ég var að koma heim í gærkvöldi og var að ganga meðfram blokkinni sem ég bý í að mínum stigagang. Þá var leit ég inn um einn gluggan á fystu hæðinni og þá var einn maður að vesenast inni í eldhúsi á nærbuxunum, og það eru ekkert litlir gluggar hér á húsinu, svo labbar maður líka í 2-3m fjarlægð svo allt sést vel. Ég get nú ekki heldur sagt að hann hafi verið eitthvað vel vaxinn. Ég held að ég hefði ekki verið á svona strippi án þess að hafa gardínurnar dregnar fyrir.
Svo daga í þessari viku þegar ég hef verið á leiðinni í skólann þar sem ég labba í gegnum smá skóg, þá hef ég rekist á svolítið ógeðslegt. Fyrst þá var ég bara að labba og heyrði eitthvað þrusk og bjóst bara við að þetta væri fugl, en svo leit ég við og sá eitthvað hreifast og hélt að þetta væri íkorni en neinei þetta var stór rotta. Svo daginn eftir sá ég hana aftur á sama stað en þá sá ég hvar hún hvarf inn í holu milli steina. ojjjj....
En ég er að spá í að leiga mér DVD og hafa það næs í kvöld enda þreytt eftir vikuna, búið að vera mikið að gera. Gott að slappa af í róleg heitum.
Annars þá er búið að vera ótrúlega gott veður hér alla vikuna en ég dag var ákveðið að hafa smá ský og vökva blómin aðeins enda voru þau örugglega farin að þorna all verulega.
Í gær keypti ég mér rosalega sætt og sumarlegt pils. Ég ætla að reyna að venjast því að vera í pilsi svona við og við, ekki endilega bara spari. Það er svo sumarlegt að vera í pilsi.
Það var svolítið fyndið þegar ég var að koma heim í gærkvöldi og var að ganga meðfram blokkinni sem ég bý í að mínum stigagang. Þá var leit ég inn um einn gluggan á fystu hæðinni og þá var einn maður að vesenast inni í eldhúsi á nærbuxunum, og það eru ekkert litlir gluggar hér á húsinu, svo labbar maður líka í 2-3m fjarlægð svo allt sést vel. Ég get nú ekki heldur sagt að hann hafi verið eitthvað vel vaxinn. Ég held að ég hefði ekki verið á svona strippi án þess að hafa gardínurnar dregnar fyrir.
Svo daga í þessari viku þegar ég hef verið á leiðinni í skólann þar sem ég labba í gegnum smá skóg, þá hef ég rekist á svolítið ógeðslegt. Fyrst þá var ég bara að labba og heyrði eitthvað þrusk og bjóst bara við að þetta væri fugl, en svo leit ég við og sá eitthvað hreifast og hélt að þetta væri íkorni en neinei þetta var stór rotta. Svo daginn eftir sá ég hana aftur á sama stað en þá sá ég hvar hún hvarf inn í holu milli steina. ojjjj....
En ég er að spá í að leiga mér DVD og hafa það næs í kvöld enda þreytt eftir vikuna, búið að vera mikið að gera. Gott að slappa af í róleg heitum.
25 apríl 2005
Reyna að skrifa eitthvað
Jæja kannski tími til kominn að blogga smá.
Það er búið að vera frekar gott veður hérna undan farið. Þannig að í gær fórum við Marie út til að liggja í sólinni. Við vorum ekki í nema 2 tíma en vá hvað ég varð rauð í framan. Það fór ekki fram hjá neinum í skólanum í morgun að ég hafði verið úti í sólinni. Ég vogaði mér ekki að setjast út í dag, enda var líka skýjað á köflum. Svo er Edda, sem ég bý hjá, eiginlega flutt í burtu, þannig að ég hef eiginlega alla íbúðina fyrir mig. Get notað sófann hennar og sjónvarpið sem hún mun ekki taka strax :)
Við erum ekki enn búin að fá út úr prófinu en það hlítur að koma í vikunni.
Æ ég hef ekkert meira að segja sem ég man eftir, en endilega hafið samband og segið hvað er að gerast hjá ykkur. Ég nota enn MSN e-mailið. Það væri gaman að heyra frá ykkur sem ég hef ekki heyrt í lengi og auðvitað ykkur hinum líka.
Það er búið að vera frekar gott veður hérna undan farið. Þannig að í gær fórum við Marie út til að liggja í sólinni. Við vorum ekki í nema 2 tíma en vá hvað ég varð rauð í framan. Það fór ekki fram hjá neinum í skólanum í morgun að ég hafði verið úti í sólinni. Ég vogaði mér ekki að setjast út í dag, enda var líka skýjað á köflum. Svo er Edda, sem ég bý hjá, eiginlega flutt í burtu, þannig að ég hef eiginlega alla íbúðina fyrir mig. Get notað sófann hennar og sjónvarpið sem hún mun ekki taka strax :)
Við erum ekki enn búin að fá út úr prófinu en það hlítur að koma í vikunni.
Æ ég hef ekkert meira að segja sem ég man eftir, en endilega hafið samband og segið hvað er að gerast hjá ykkur. Ég nota enn MSN e-mailið. Það væri gaman að heyra frá ykkur sem ég hef ekki heyrt í lengi og auðvitað ykkur hinum líka.
18 apríl 2005
úr prófi til Köben
Jæja það er svolítið síðan ég skrifaði síðast, ég var nefnilega í 7 eininga prófi á föstudaginn og var lítið heima, mest að lesa. Svo var Ola frændi Marie í heimsókn, hann er í Lögregluskólanum í Växjö og var í praktík hér í síðustu viku, svo ég var mikið með þeim þegar við vorum ekki að læra. Marie er búin að vera að segja lengi að hún vilji að ég og frændi hennar séum saman, en ég er ekki alveg á því að það muni virka. Í fyrsta lagi þar sem ég þekki hann lítið og hann býr í 3 tíma fjarlæð. Og svo líka miðað við fyrri reynslu. Og ég ætla ekki að búa hér "forever", þannig að svíi er ekki besti kosturinn. Enda er hún líka mest að grínast, en öllu gríni fylgir alvara :þ
Svo fór ég og Marie til Köben um helgina, vorum að hitta mömmu, pabba, Jón og Lilju. Þetta var bara fínasta helgi. Enda var ég alveg dauð af þreytu í gærkvöldi þegar ég kom heim. Það var rosalega gott veður allan tíman, smá vindur en ekkert svakalegt. Ég keypti mér buxur, bol og veski... rosalega sumarlegt. Svo hitti ég líka Karól, fórum saman á kaffihús.
Landsvirkjun var með árshátið á hótelinu sem við vorum á svo þið getið ímyndað ykkur hvað maður heyrði mikla íslensku, enda reyni ég að segja ekki of mikið þar inni.
Á föstudaginn fórum við í mat hjá dönskum vini pabba og þar var aðalega töluð enska svo allir skildu og ég átti í mestu vandræðum. Ég er eigilega ekkert búin að tala ensku upp á síðkastið, þar sem ég hef byrjað að reyna að tala sænsku í símann og skrifa á MSN á sænksu. Svo enskan ætlaði ekki að geta komið út, ég varð bara kjaftstop. En það lagaðist svo og við Marie töluðum bara saman á ensku til að vera ekki alveg að rugla öllu. Í byrjun vorum við að víxla tungumálunum, hún sagði eitthvað á sænsku og ég svaraði á ensku án þess að husga út í það :S
Svo er líka bara að fara að læra, enda nóg að gera á næstunni.
Svo fór ég og Marie til Köben um helgina, vorum að hitta mömmu, pabba, Jón og Lilju. Þetta var bara fínasta helgi. Enda var ég alveg dauð af þreytu í gærkvöldi þegar ég kom heim. Það var rosalega gott veður allan tíman, smá vindur en ekkert svakalegt. Ég keypti mér buxur, bol og veski... rosalega sumarlegt. Svo hitti ég líka Karól, fórum saman á kaffihús.
Landsvirkjun var með árshátið á hótelinu sem við vorum á svo þið getið ímyndað ykkur hvað maður heyrði mikla íslensku, enda reyni ég að segja ekki of mikið þar inni.
Á föstudaginn fórum við í mat hjá dönskum vini pabba og þar var aðalega töluð enska svo allir skildu og ég átti í mestu vandræðum. Ég er eigilega ekkert búin að tala ensku upp á síðkastið, þar sem ég hef byrjað að reyna að tala sænsku í símann og skrifa á MSN á sænksu. Svo enskan ætlaði ekki að geta komið út, ég varð bara kjaftstop. En það lagaðist svo og við Marie töluðum bara saman á ensku til að vera ekki alveg að rugla öllu. Í byrjun vorum við að víxla tungumálunum, hún sagði eitthvað á sænsku og ég svaraði á ensku án þess að husga út í það :S
Svo er líka bara að fara að læra, enda nóg að gera á næstunni.
07 apríl 2005
Komin út aftur
Í gær lagði ég af stað til Svíþjóðar aftur eftir tæpar tvær vikur á Íslandi. Þetta er búinn að vera ágætis tími heima, og ég var bara alveg merkilega upptekin. Ég fór norður í bústað yfir páskahelgina svo var ferming hjá Björgvin frænda á Annan í páskum. Daginn eftir var svo kistulagning sem var frekar erfið fyrir mig og á miðvikudeginum var útförin sem var ekki heldur auðveld. En mér líður betur eftir þetta allt saman.
Ég píndi Tobba aðeins, fór í Melabúðina. Hann sagðist ætla að hringja um kvöldið en gerði það auðvitað ekki en sendi þó sms daginn eftir, eitthvað sem hann hefði getað gert 1 og hálfum mánuði áður. iss piss
Ég fór í heimsókn í Heyrnartækni en sú sem vinnur þar var í þessu sama námi og ég fyrir nokkrum árum, ég er búin að vera í msn sambandi við hana og það var gaman að hitta hana loksins. Ég fór líka með pabba í mælingu, hann er á mörkunum að þurfa heyrnartæki. Svo fór ég líka í kynningu upp á Heyrnar- og talmeinastöð. En þetta var bara allt mjög gaman.
Já og svo fór ég á Reunion, langaði ekkert sérstaklega að fara en ég lét mig hafa það fyrst ég var á landinu og þetta kom mér bara á óvart, svolítið skrítið að hitta allt þetta fólk aftur á saman. Sumir höfðu breyst en aðrir því miður ekki.
Ég held að þetta sé orðið nóg að dvölinni minni heima, enda þarf ég að fara að rölta upp í skóla.
Ég píndi Tobba aðeins, fór í Melabúðina. Hann sagðist ætla að hringja um kvöldið en gerði það auðvitað ekki en sendi þó sms daginn eftir, eitthvað sem hann hefði getað gert 1 og hálfum mánuði áður. iss piss
Ég fór í heimsókn í Heyrnartækni en sú sem vinnur þar var í þessu sama námi og ég fyrir nokkrum árum, ég er búin að vera í msn sambandi við hana og það var gaman að hitta hana loksins. Ég fór líka með pabba í mælingu, hann er á mörkunum að þurfa heyrnartæki. Svo fór ég líka í kynningu upp á Heyrnar- og talmeinastöð. En þetta var bara allt mjög gaman.
Já og svo fór ég á Reunion, langaði ekkert sérstaklega að fara en ég lét mig hafa það fyrst ég var á landinu og þetta kom mér bara á óvart, svolítið skrítið að hitta allt þetta fólk aftur á saman. Sumir höfðu breyst en aðrir því miður ekki.
Ég held að þetta sé orðið nóg að dvölinni minni heima, enda þarf ég að fara að rölta upp í skóla.
24 mars 2005
Heima
Núna er ég komin heim. Ég vakanði kl 4:40 í morgun og tók lest kl 6:10 sem tók 4 tíma, og hálfa leiðina sátu einhverjar fyllibyttur á móti mér og það var ekki alveg hægt að sofa. Svo fór flugið kl 12:15 eða u.þ.b. og svo lentum við 14:30.
En annars þá er gott að vera komin heim. Ég ætla að fara upp í sumó yfir helgina, kem aftur á sunnudag. Svo tekur við ferming á mánudag, kistulagning á þriðjudag og jarðarför á miðvikudag svo það er alveg nóg að gera.
En ég ætla að reyna að fara snemma að sofa í kvöld því að við munum leggja af stað snemma í fyrramálið.
En annars þá er gott að vera komin heim. Ég ætla að fara upp í sumó yfir helgina, kem aftur á sunnudag. Svo tekur við ferming á mánudag, kistulagning á þriðjudag og jarðarför á miðvikudag svo það er alveg nóg að gera.
En ég ætla að reyna að fara snemma að sofa í kvöld því að við munum leggja af stað snemma í fyrramálið.
22 mars 2005
21 mars 2005
Heimkoma...
...já ég mun koma heim yfir páskana, fyrir þá sem ekki þegar vissu það. Ég mun nú ekki stopa lengi. Ég kem á Skírdag og fer aftur á þriðjudag.. þe ef ekkert kemur í veg fyrir það. Fer kannski svolítið eftir líðan ömmu. Áður en að amma fékk blóðtappann var ætlunin að vera mestan tíman fyrir norðan í bústaðinn en núnar er ekki alveg víst hvað við gerum. Gætum skroppið smá norður. Svo ef allt fer á versta veg yfir páskana þá mun ég seinka fluginu út aftur.
En annars er bara allt í fína hér. Ég er að fara í smá próf á miðvikudaginn sem er það lítið að það er kallað "dugga" ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um hvað það merkir. Í dag vorum við í LAB(verkl.tíma) þar sem við vorum að pófa jafnvægis "líffærð" 2/3 hlutar testsins voru ágætir, þar sem maður lá bara inni í herbergi í kolniða myrkri og átti ýmist að horfa út í loftið eða fylgja ljósi en síðasti hlutinn var verstur þar sem sprautað var vatni inn í eyrað á manni, annað hvort 44°C eða 30°C, ég valdi 44°C, og svo erftir 5-10 sek,en í myrku herbergi, fannst manni eins og maður snérist í hringi og svo átti maður að horfa upp i lofið. Ekki beint besta tilfinning sem ég hef fundið. Mér leið hálf illa á eftir, langaði helst að æla en svo gekk það yfir. NB þetta test er gert á fólki sem er oft með svima til þess að staðsetja vandamálið, og þá er sprautað inn í eyrað 4 sinnum(2x hvort eyra) en við þurftum bara að gera þetta 1x hvort eyra og ég er fegin. En svo er bara eftir að læra fyrir þessa "duggu" þar sem við verðum að fá 2/3 rétt, en þetta er ekki svo mikið efni.
Það var mjög einkennilegt hér fyrir nokkrum dögum síðan þá var ég ein heima og ég heyrði geðveikt háa operutónlist einhver staðan utan frá. Svo eftir smá stund þá komst ég að því að tólistin kom frá íbúðinni fyrir neðan mig. En vá hvað það var hátt spilað, þetta hljómaði eins og sjónvarið inni í stofu væri geðveikt hátt stilt. Sumir taka lítið tillit til nágrannanna, svo var þetta líka af og á milli 22 og 23:30. Það var ekki alveg gert ráð fyrir að fólki langaði að fara að sofa á þessu tímabili. Mjög einkennilegt. Ég skil ekki hvernig fólk getur spilað svona hátt...vá!!!
En annars er bara allt í fína hér. Ég er að fara í smá próf á miðvikudaginn sem er það lítið að það er kallað "dugga" ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um hvað það merkir. Í dag vorum við í LAB(verkl.tíma) þar sem við vorum að pófa jafnvægis "líffærð" 2/3 hlutar testsins voru ágætir, þar sem maður lá bara inni í herbergi í kolniða myrkri og átti ýmist að horfa út í loftið eða fylgja ljósi en síðasti hlutinn var verstur þar sem sprautað var vatni inn í eyrað á manni, annað hvort 44°C eða 30°C, ég valdi 44°C, og svo erftir 5-10 sek,en í myrku herbergi, fannst manni eins og maður snérist í hringi og svo átti maður að horfa upp i lofið. Ekki beint besta tilfinning sem ég hef fundið. Mér leið hálf illa á eftir, langaði helst að æla en svo gekk það yfir. NB þetta test er gert á fólki sem er oft með svima til þess að staðsetja vandamálið, og þá er sprautað inn í eyrað 4 sinnum(2x hvort eyra) en við þurftum bara að gera þetta 1x hvort eyra og ég er fegin. En svo er bara eftir að læra fyrir þessa "duggu" þar sem við verðum að fá 2/3 rétt, en þetta er ekki svo mikið efni.
Það var mjög einkennilegt hér fyrir nokkrum dögum síðan þá var ég ein heima og ég heyrði geðveikt háa operutónlist einhver staðan utan frá. Svo eftir smá stund þá komst ég að því að tólistin kom frá íbúðinni fyrir neðan mig. En vá hvað það var hátt spilað, þetta hljómaði eins og sjónvarið inni í stofu væri geðveikt hátt stilt. Sumir taka lítið tillit til nágrannanna, svo var þetta líka af og á milli 22 og 23:30. Það var ekki alveg gert ráð fyrir að fólki langaði að fara að sofa á þessu tímabili. Mjög einkennilegt. Ég skil ekki hvernig fólk getur spilað svona hátt...vá!!!
15 mars 2005
Erfiður dagur
Mér tókst nú víst ekki að falla á þessu prófi, fékk 29 stig þar sem við þurftum 24 til að ná... ég var nú samt með 7,6, þar sem 29 af 38 er 7,63... eitthvað. En ég held að ég hafi fengið þessar örugglega ágætu upplýsingar á röngum degi til að vera ánægð... Í gærkvöldu hringdi nefnilega pabbi í mig og sagði mér að amma(mamma mömmu) hafi fengið blóðtappa í heilann og væri lömuð öðru megin og lægi á spítalanum. Ég talaði svo við mömmu og amma getur ekkert talað og hún horfir bara á þá sem eru í herberginu. Hún virðist vera búin að fá einhvern styrk í löppina aftur... en það getur víst brugðið til beggja vona svo það er bara að býða og sjá.
Ég fór svo í bíó áðan með Marie og Sofiu, það var ágætt til að hugsa um eitthvað annað. Og það tókst, enda fín mynd, Hitch, alveg hægt að hlægja.
En jæja ég vona bara að þessu erfiði dagur verðu búinn fljótlega.
Ég fór svo í bíó áðan með Marie og Sofiu, það var ágætt til að hugsa um eitthvað annað. Og það tókst, enda fín mynd, Hitch, alveg hægt að hlægja.
En jæja ég vona bara að þessu erfiði dagur verðu búinn fljótlega.
13 mars 2005
Lífið...
Ég held að ég hafi fallið í mínu fyrsta prófi á þriðjudaginn... en maður getur víst aldrei verið viss, en þetta er smá spark í rassinn til að læra meira án þess að vera pressuð til þess. Og ef ég hef fallið þá læri ég þetta bara betur og tek upptökupróf, ekkert slæmt þannig bara óþarfa aukalærdómur. Ég get nú ekki sagt að þessa hafi verið létt efni, sjúkdómafræði...
En nóg um það. Í gær(laugardag) var ein bekkjarsystir mín með smá partý, en önnur stelpan sem hún býr með átti afmæli. Við vorum nokkrar úr bekknum sem mættu, mjög fínt. En besta við þetta var að fyrir um daginn fór ég í mitt fyrsta sinn í System Bolaget, sem er Ríkið hér. Og þar keypti ég með smá Smirnoff Ice og Bacardi Brezzer. S´vo byrjaði ég á því að fara til vinkonu minnar, Marie, og við elduðum saman og fórum svo saman í partýið... Svo á leiðinni komst ég að því að ég hafði gleymt áfenginu mínu heima hjá henni... Ég er snillingur!! En þetta var samt fínt partý og ég skemmti mér ágætlega, hitti þarf mismundi fólk sem var mismunandi erfitt að skilja.
Svo í dag fórum við Marie á leikrit, fengum frímiða svo það breytti ekki miklu hvort að ég skildi mikið eða ekki. En leikritið var bara ágætt, ég skildi auðvitað ekki 100% hvað þeir sögðu en ég náði þó samhenginu. Leikritið hét TOPDOG/DOWNDOG, og var eins konar tvíleikur ef maður getur notað það orð :) en það voru vara tveir leikarar sem léku bræður.
Svo fer maður víst aftur í raunveruleikann á morgun og er í skólanum í heilan dag, tvo daga í röð...gerist sjaldan að við tökum heilan dag.
En nóg um það. Í gær(laugardag) var ein bekkjarsystir mín með smá partý, en önnur stelpan sem hún býr með átti afmæli. Við vorum nokkrar úr bekknum sem mættu, mjög fínt. En besta við þetta var að fyrir um daginn fór ég í mitt fyrsta sinn í System Bolaget, sem er Ríkið hér. Og þar keypti ég með smá Smirnoff Ice og Bacardi Brezzer. S´vo byrjaði ég á því að fara til vinkonu minnar, Marie, og við elduðum saman og fórum svo saman í partýið... Svo á leiðinni komst ég að því að ég hafði gleymt áfenginu mínu heima hjá henni... Ég er snillingur!! En þetta var samt fínt partý og ég skemmti mér ágætlega, hitti þarf mismundi fólk sem var mismunandi erfitt að skilja.
Svo í dag fórum við Marie á leikrit, fengum frímiða svo það breytti ekki miklu hvort að ég skildi mikið eða ekki. En leikritið var bara ágætt, ég skildi auðvitað ekki 100% hvað þeir sögðu en ég náði þó samhenginu. Leikritið hét TOPDOG/DOWNDOG, og var eins konar tvíleikur ef maður getur notað það orð :) en það voru vara tveir leikarar sem léku bræður.
Svo fer maður víst aftur í raunveruleikann á morgun og er í skólanum í heilan dag, tvo daga í röð...gerist sjaldan að við tökum heilan dag.
11 mars 2005
04 mars 2005
Eftirlýstur
Hér með er lýst eftir 25 ára karlmanni að nafni Tobbi, hann er ljóshærður um 175 cm á hæð. Hann hefur ekki látið heyra frá sér í rúmar 4 vikur. Reynt hefur verið að senda honum e-mail og sms en ekkert fengið til baka. Gott væri að vita hvort hann væri látinn eða á líf, meðvitundalaus, eða bara með stæla. Ef einhver getur gefið mér einhverjar upplýsingar um högun hans þá endilega látið mig vita með tölvupósti á póstfangið krissap@simnet.is ... mín er nefnilega orðin frekar...
Það sem á dagana drífur
Jájá ég veit að ég hef ekki bloggað frekar lengi enda ekki verið í stuði. Ég er að fara í próf í Læknigfræði faginu á þriðjudag svo það er nóg að læra um sjúkdóma í eyranu og hvernig þeir eru með höndlaðir.
Annars þá er Sandra(úr MH) og Siggi(kærastinn hennar) hér í borg. En þau eru bæði í inntökuprófi í tónlistadeildina. Ég er búin að vera að hitta þau, svona á milli þess að ég er í skólanum og þau í inntökuprófi. Bauð þeim í mat á miðvikudaginn, mjög skemmtilegt. Svo er planið að fara út að borða í kvöld og svo í bíó á Closer. Þau eru nú ekki alveg búin að vera heppin með veður, kvöldið sem þau komu snjóaði og snjóaði og það er búið að vera -10°- -5°C frost allan tíman en það hlínaði allt í einu í dag og er svona 0°-1°C hiti. Ég er komin með leið á þessum kulda og vil bara að vorið komi. ;)
Svo erum við búin að vera að taka heyrnarpróf á hverri annari í gríð og erg svo ég er komin með ágæta niðurstöðu á hvernig heyrnin mín er, frekar mikill munur á hægra og vinstra, þar sem hægra er mun betra en samt vinstra mjög gott bara ekki eins gott. Við erum einnig orðnar sammála um að það er orðið þreytandi að láta taka próf á sér, enda búin að gera það mjög oft. Mun betra er að taka prófið þá er maður meira vaknadi heldur en að sitja inni í hljóðeinangraðu herbergi sem er illa loftræst, manni langar að sofna...
Annars þá er Sandra(úr MH) og Siggi(kærastinn hennar) hér í borg. En þau eru bæði í inntökuprófi í tónlistadeildina. Ég er búin að vera að hitta þau, svona á milli þess að ég er í skólanum og þau í inntökuprófi. Bauð þeim í mat á miðvikudaginn, mjög skemmtilegt. Svo er planið að fara út að borða í kvöld og svo í bíó á Closer. Þau eru nú ekki alveg búin að vera heppin með veður, kvöldið sem þau komu snjóaði og snjóaði og það er búið að vera -10°- -5°C frost allan tíman en það hlínaði allt í einu í dag og er svona 0°-1°C hiti. Ég er komin með leið á þessum kulda og vil bara að vorið komi. ;)
Svo erum við búin að vera að taka heyrnarpróf á hverri annari í gríð og erg svo ég er komin með ágæta niðurstöðu á hvernig heyrnin mín er, frekar mikill munur á hægra og vinstra, þar sem hægra er mun betra en samt vinstra mjög gott bara ekki eins gott. Við erum einnig orðnar sammála um að það er orðið þreytandi að láta taka próf á sér, enda búin að gera það mjög oft. Mun betra er að taka prófið þá er maður meira vaknadi heldur en að sitja inni í hljóðeinangraðu herbergi sem er illa loftræst, manni langar að sofna...
21 febrúar 2005
Komin frá Köben
Þetta var bara fínasta helgi. Ég mætti í Köben rétt um fjögur á fimmtudag, og hitti Karól. Svo fórum við heim á herbergið hennar og skiluðum töskunni. Svo fórum við út að borða... nauðsinlegt að hafa það huggulegt :) Svo á föstudaginn var hún í skólanum og ég eyddi deginum í að rölta um Strikið - en ekki hvað - Svo eftir að Karól var búin í skólanum fórum við á kaffihús með Kæju vinkonu hennar og kærasta Kæju. Fengum myntu-kakó - snilld - Svo seinna um kvöldið elduðum við saman og fórum í afmæli til einhverrar stelpu sem Karól þekkir, vorum ekkert rosalega lengi þar því Karól þekkti ekkert marga þar. En við fórum svo í Stúdentahúið þar sem fullt af fólki, sem býr á sama gangi og Karól, var og auðvitað íslendingar sem hún þekkir. Það var meira að segja einn ísl. gaur þar sem vissi hver ég var úr MH en ég man eiginlega ekkert eftir honum, kannski að ég kannist aðeins við hann en tengi ekkert... oftast er það öfugt :þ Svo var bara slappað af á laugardaginn og gengið um borgina og langur tími tekinn í að skoða Illum Bolinghus(ef ég skrifa það rétt) en það var mjög fínt, gaman að skoða mismunandi hönnun :) Svo fórum við á kaffihús þar sem við sátum í 3 tíma ef ekki meir og svo fórum við á veitingastað sem var mjög ódýr og mjög góðan mat, góð steik og drykkur á undir 100 kr dankar. Kvöldið var svo bara tekið rólega og horft að flesta þættina í fyrstu seríu af Sex and the City :) Ég lagði svo lagði ég af stað kl hálf þrú og var komin til baka kl hálf sjö.
Í morgun komst ég svo að því að ég fékk 6 á síðasta prófi, eða 36 af 60. Málið er að til að ná þarf maður 36 svo ég náði en ég er ekki sátt. Reyndar er kennarinn þekktur fyrir snúnar spurningar svo ég bara verð að sætta mig við þetta :/ En kosturinn er að við fáum bara staðist.
Í morgun komst ég svo að því að ég fékk 6 á síðasta prófi, eða 36 af 60. Málið er að til að ná þarf maður 36 svo ég náði en ég er ekki sátt. Reyndar er kennarinn þekktur fyrir snúnar spurningar svo ég bara verð að sætta mig við þetta :/ En kosturinn er að við fáum bara staðist.
16 febrúar 2005
Á leið til Köben...
Ég er á leiðinni í heimsókn til Karólar í Köben. Ég fer í hádeginu á morgun á slaginu 12:00. Ég fer með rútu sem tekur 4 tíma og 5 mínútur. Svo á meðan Karól er í skólanum á föstudaginn ætla ég að rölta um Köben, aldrei að vita nema að maður taki Strikið. Nú er ég orðin svo vön að labba um allt þannig að ég er í góðum málum, þarf bara kort :) Svo kem ég aftur á sunnudaginn um kvöldmatarleytið. Það er ekkert búið að plana svo það kemur bara allt í ljós, ég er viss um að það rætist eitthvað úr þessu :) Ég verð með myndavélina og set inn myndir eftir að ég kem til baka!
Fyrir hádegi í dag vorum við í "medicin"tíma og í hléum fengum við að skoða hvor aðra í eyrun...iiúúú... Að vissu leit var þetta frekar ógeðslegt, en við verðum víst að venjast þessum merg sem er þarna. En það er ósköp venjulegt að vera með merg, það er enginn með 100% hreina hlust. Svona til upplýsinga þá er STRANGLEGA BANNAÐ að nota eyrnarpinna, eða eins og kennarinn sagði þá má pota í eyrað með olnboganum :) En sumir voru með meir merg en aðrir og tvær þurftu að láta hann fjarlægja merginn...jakk
Fyrir hádegi í dag vorum við í "medicin"tíma og í hléum fengum við að skoða hvor aðra í eyrun...iiúúú... Að vissu leit var þetta frekar ógeðslegt, en við verðum víst að venjast þessum merg sem er þarna. En það er ósköp venjulegt að vera með merg, það er enginn með 100% hreina hlust. Svona til upplýsinga þá er STRANGLEGA BANNAÐ að nota eyrnarpinna, eða eins og kennarinn sagði þá má pota í eyrað með olnboganum :) En sumir voru með meir merg en aðrir og tvær þurftu að láta hann fjarlægja merginn...jakk
13 febrúar 2005
Keila með myndum
Ég fór í keilu með Marie, vinkonu hennar Elenor, kærasta Elenor Daniel, vini Elenor Jörgen og kærustu Jörgens Maria. En ég fór einnig með Daniel og vini hans á djammið um daginn. En Daniel er einn fyndnasti gaur sem ég hef hitt. Maður er eiginlega í hláturs kasti frá því að maður hittir hann og í 10 mín eftir að hann er farinn. Það er ekki eins og hann sé stöðugt að segja brandara, hann er bara fyndinn og mjög fínn gaur. Svo fórum við á bar á móti keilustaðnum og þar var borðað smá og farið í foosball. Þetta var mjög skemmtilegt, svo þegar við vorum að býða eftir sporvagninum þá vildi Daniel meina að við færum á Íslandi, þar sem það var svo mikill snjór en það var um 15 cm snjór yfir öllu, og fór svo að búa til snjóbolta...
En í dag er búið að snjóa meira og það er um 20-30 cm snjór yfir öllu.
Ég ákvað svo að baka kanilsnúða í dag, ég held bara að það hafi heppnast vel :) Ég er orðin rosaleg húsmóðir :) Fyrst bollur og svo snúðar...
Annars þá var ég að tala við Karól áðan á MSN og það getur verið að ég fari til Köben um næstu helgi, ég þarf bara aðeins að skoða þetta betur, alveg líklegra en ekki :)
En í dag er búið að snjóa meira og það er um 20-30 cm snjór yfir öllu.
Ég ákvað svo að baka kanilsnúða í dag, ég held bara að það hafi heppnast vel :) Ég er orðin rosaleg húsmóðir :) Fyrst bollur og svo snúðar...
Annars þá var ég að tala við Karól áðan á MSN og það getur verið að ég fari til Köben um næstu helgi, ég þarf bara aðeins að skoða þetta betur, alveg líklegra en ekki :)
08 febrúar 2005
Loksins...
Núna er ég loksins komin með betri myndasíðu og ég er búin að laga myndirnar svo þær eru ekki eins stórar og í gær. Ég ætla að reyna að setja inn myndir um leið og ég hef nýjar til að setja inn. Ég á nú oftast fleiri myndir heldur en ég set inn, set bara þær sem mér líst best og á lýsa því sem ég hef verið að gera :)
Endilega skoðið nýju myndasíðuna...
Endilega skoðið nýju myndasíðuna...
07 febrúar 2005
Myndir
Jæja það eru loks komnar inn myndir, Ný Myndasíða. Ég á reyndar eftir að minnka myndirnar og snúa einni, þær eru þokkalega stórar. Þetta kemur allt saman. En þar sem ég breytti um myndasíðu þá lítur þetta betur út, hitt var svo rosalega booooriiing.
Bæ ðe wei! Bollurnar voru bara mjög fínar, saknaði svolítið að hafa ekki rommfrómasinn eins og mamma gerir. Bjó reyndar til minn eiginn sem var ekkert of bragðmikill. En þetta heppnaðist ótrúlega vel fyrir fyrstu tilraun :)
Bæ ðe wei! Bollurnar voru bara mjög fínar, saknaði svolítið að hafa ekki rommfrómasinn eins og mamma gerir. Bjó reyndar til minn eiginn sem var ekkert of bragðmikill. En þetta heppnaðist ótrúlega vel fyrir fyrstu tilraun :)
06 febrúar 2005
Snillingur á ferð?
Ég var í prófi á föstudaginn sem ég var búin að kvíða fyrir, en 2 síðustu dagana fyrir prófið lærðum við eins mikið og við gátu svo kvíðinn skánaði. En svo kom prófið og mér fannst ég ekki kunna mikið þar sem við höfðum ekki farið yfir allt efnið sem kom á prófinu svo eftir prófið höfðu nokkrar stelpur talað við kennarann og þá kom í ljós að flestir höfði misskilið eina spurning illilega, ss þetta snérist ekki endilega um að skilja efnið heldur að fatta spurningar líka, en hvað með það við fáum líklega einkunnina fljótlega.
Svo í dag gerðist mín bara bakari :) Ég bakaði vatnsdeigsbollur eftir uppskrift og leiðsögn frá mömmu. Svo þar sem ekki er til frómas hér þá þurfti ég að búa til einn slíkann. Ég er núna búin að baka þessar elskur og þær líta bara þokkalega út þó þær hafi fallið eftir að ég tók þær út úr ofninum, sérstaklega miðað við þær fréttir að bollurnar hennar mömmu hafi bara alsekki lyft sér í þetta skiptið. En ég á svo eftir að setja inní þær og smakka og athuga hvernig þær bragðast. Vonandi eins og heima :)
Ég læt ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman.
Bless í bili
Svo í dag gerðist mín bara bakari :) Ég bakaði vatnsdeigsbollur eftir uppskrift og leiðsögn frá mömmu. Svo þar sem ekki er til frómas hér þá þurfti ég að búa til einn slíkann. Ég er núna búin að baka þessar elskur og þær líta bara þokkalega út þó þær hafi fallið eftir að ég tók þær út úr ofninum, sérstaklega miðað við þær fréttir að bollurnar hennar mömmu hafi bara alsekki lyft sér í þetta skiptið. En ég á svo eftir að setja inní þær og smakka og athuga hvernig þær bragðast. Vonandi eins og heima :)
Ég læt ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman.
Bless í bili
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)