Mælirinn sýndi -2,6 í morgun þegar ég vaknaði til að fara að þvo, en það hlýnaði svo eftir því sem leið á daginn og fór alveg upp í 2°C þegar ég sá mælirinn í sem mestum hita.
En vá hvað það tók langan tíma að þvo, ég var á stöðugu röllti fram og til baka því vélarnar voru ekki jafn lengi að þvo, svo þurfti ég auðvitað að setja smá í þurrkarann. Mér tókst meira að segja að þvo naglaþjölina mína, veit ekki hve góð hún er núna en hún er alla vegana hrein, en ég ákvað samt að setja hana ekkert í þurrkarann :þ Ég held að ég hafi rölt 5x í og úr þvottahúsinu... nennti ekki að hanga þar og bíða. En það er ágætt að halda á sér hita svona í kuldanum.
Ég er að reyna að breyta heimasíðunni svo ekki láta ykkur bregða ef hún breytist einhvern daginn. Ég held að ég hafi náð að plata Ragnar til að hjálpa mér með þetta svona þegar hann hefur tíma... sjáum til hvenær það verður :þ
16 nóvember 2005
Kuldi
Nú er farið að kólna all svakalega, þessa stundina segir mælirinn 0.3...burrrr held að ég hafi séð mest 4 í dag en það var samt fínt veður í dag... sólin lét sjá sig :)
Ég er búin að vera í skólanum í heilar 3 klukkustundir, í gær var ég í 1,5 tíma og í dag líka. Ég skil ekki alveg afhverju tímarnir eru ekki lengur því kennarinn hefur svo mikið að segja að hann nær ekki að fara í allt sem hann ætlar sér. Og við erum alveg til í að hlusta á meira... áhugavert efni. Við eigum víst að nota tímann til að lesa heima... sem gegnur mis vel.
Ég er búin að komast af því afhverju flestir fara niður í herbergi að borða kvöldmatinn sinn, ekki bara af því að enginn er í eldhúsinu, heldur borðar maður miklu hraða... alla vegana ég. Var rosalega duglega áðan og eldaði mat þar sem urðu 4 skammtar afgangs. :)
Því miður er ég ekki enn búin að fá staðfest hvort að við byrjum 9. jan eftir jólafríið. :/ en ég fæ örugglega að vita það fljótlega.... vonandi :þ
Ég er búin að vera í skólanum í heilar 3 klukkustundir, í gær var ég í 1,5 tíma og í dag líka. Ég skil ekki alveg afhverju tímarnir eru ekki lengur því kennarinn hefur svo mikið að segja að hann nær ekki að fara í allt sem hann ætlar sér. Og við erum alveg til í að hlusta á meira... áhugavert efni. Við eigum víst að nota tímann til að lesa heima... sem gegnur mis vel.
Ég er búin að komast af því afhverju flestir fara niður í herbergi að borða kvöldmatinn sinn, ekki bara af því að enginn er í eldhúsinu, heldur borðar maður miklu hraða... alla vegana ég. Var rosalega duglega áðan og eldaði mat þar sem urðu 4 skammtar afgangs. :)
Því miður er ég ekki enn búin að fá staðfest hvort að við byrjum 9. jan eftir jólafríið. :/ en ég fæ örugglega að vita það fljótlega.... vonandi :þ
14 nóvember 2005
Mánudagur
Helgin er búin en þetta var hin rólegasta helgi. Fór í bíó með Öllu á laugardaginn á In Her Shoes eða I hennes skor eins og svíarnir vilja kalla myndina. Bara hin fínasta mynd. Svo las ég smá í skólabókunum svona fyrir vikuna. Annars bara hin rólegasta helgi, sem var kannski alveg þörf á.
Komst að því í gær að ég byrja líklega ekki í skólanum fyrr en 9.jan. En þetta er ekki orðið 100% en ef svo er þá verð ég lengur heima auðvitað. Færi þá til baka 6 eða 7. jan. En ég vil fá þetta betur staðfest áður en ég fagna of mikið. Ég er að pressa á umsjónarmenn kúrsins til láta okkur vita þetta sem fyrst.
Svo fór ég í ljós áðan, sem var eiginlega bara frítt. Ég hafði fengið auglýsingu um sólbaðstofu hérna nálægt og ég gæti farið í ljós fyrir 10kr sænskar. Svo þegar ég kom á staðinn þá var þetta svona sjálfsali sem maður þufti að setja mis mikið af 10kr eftir því sem maður ætlaði að vera lengi. Ég borgaði auðvitað mínar 10kr og fékk af manninum 6x10kr því honum fannst ég ætti alveg að geta verið í 18 mín en mér þótti 15 mín alveg vera nóg svo ég setti bara 5x10kr í sjálfsalann og þá stóð ég uppi með auka 10kr sem ég var ekkert að skila. En ég fer bara aftur bráðum svona til að friða samviskuna ;)
Komst að því í gær að ég byrja líklega ekki í skólanum fyrr en 9.jan. En þetta er ekki orðið 100% en ef svo er þá verð ég lengur heima auðvitað. Færi þá til baka 6 eða 7. jan. En ég vil fá þetta betur staðfest áður en ég fagna of mikið. Ég er að pressa á umsjónarmenn kúrsins til láta okkur vita þetta sem fyrst.
Svo fór ég í ljós áðan, sem var eiginlega bara frítt. Ég hafði fengið auglýsingu um sólbaðstofu hérna nálægt og ég gæti farið í ljós fyrir 10kr sænskar. Svo þegar ég kom á staðinn þá var þetta svona sjálfsali sem maður þufti að setja mis mikið af 10kr eftir því sem maður ætlaði að vera lengi. Ég borgaði auðvitað mínar 10kr og fékk af manninum 6x10kr því honum fannst ég ætti alveg að geta verið í 18 mín en mér þótti 15 mín alveg vera nóg svo ég setti bara 5x10kr í sjálfsalann og þá stóð ég uppi með auka 10kr sem ég var ekkert að skila. En ég fer bara aftur bráðum svona til að friða samviskuna ;)
11 nóvember 2005
Föstudagspælingar
Ég og Alla fórum að tala um stráka á tímabili í rútunni á leið til og frá Köben, samt ótrúlega lítið. En það kom upp smá pæling... sem er að í rauninni höfum við(sem íslendingar) ekki úr of mörgum strákum að velja, sérstaklega ekki ef að við gerum kröfur um aldur. Svo ég ákvað að kanna þetta aðeins betur, fór inn á vef hagstofunnar þar sem maður getur skoðað tölur um mannfjölda á ýmsan hátt.
Svo auðvitað miðaði ég við mínar eigin aldurs(og kyn) kröfur sem er karlmaður fæddur '82 til '79 og fékk það út að ég hef um 9091 karlmann að velja. En inn í þetta er ekki tekið að einhver hluti þessara karlmanna er nú þegar í sambandi og kannski giftir(ónákvæm tala giftinga karlmanna fyrir þetta aldursbil er 120) og að hluti þeirra býr kannski í öðru landi sem ég hef engin samskipti við.
Svo er það auðvitað líka þannig að maður heillast ekki af öllum þessum tæplega 9000 karlmönnum, sem maður hefur möguleika á. Og ofan á það þá, af þessum sem maður heillast af þá er hluti af þeim þar sem tilfinningarnar eru ekki gagnkvæmar þannig að það gegnur heldur ekki upp. Hvað ætli það séu eiginlega margir karlmenn?
Ég býst ekki alveg við neitt sérstaklega hárri tölu.
Niðurstaða: Lífið er erfitt og karlmenn flóknir.
En ég segi það kannski ekki að ég geti ekki minnkað kröfurnar aðeins, fært aldursbilið aðeins upp eða niður ef sú staða kæmi upp en ég sé ekki tilgang í því eins og staðan er í dag.
Svo auðvitað miðaði ég við mínar eigin aldurs(og kyn) kröfur sem er karlmaður fæddur '82 til '79 og fékk það út að ég hef um 9091 karlmann að velja. En inn í þetta er ekki tekið að einhver hluti þessara karlmanna er nú þegar í sambandi og kannski giftir(ónákvæm tala giftinga karlmanna fyrir þetta aldursbil er 120) og að hluti þeirra býr kannski í öðru landi sem ég hef engin samskipti við.
Svo er það auðvitað líka þannig að maður heillast ekki af öllum þessum tæplega 9000 karlmönnum, sem maður hefur möguleika á. Og ofan á það þá, af þessum sem maður heillast af þá er hluti af þeim þar sem tilfinningarnar eru ekki gagnkvæmar þannig að það gegnur heldur ekki upp. Hvað ætli það séu eiginlega margir karlmenn?
Ég býst ekki alveg við neitt sérstaklega hárri tölu.
Niðurstaða: Lífið er erfitt og karlmenn flóknir.
En ég segi það kannski ekki að ég geti ekki minnkað kröfurnar aðeins, fært aldursbilið aðeins upp eða niður ef sú staða kæmi upp en ég sé ekki tilgang í því eins og staðan er í dag.
10 nóvember 2005
Húsmóðir dagsins
Ég er sko í fríi í dag, eins og gerist oftast einu sinni í viku eða oftar, og ákvað að vera rosalega dugleg.
Ég bakaði köku, og hún lítur bara vel út miðað við að vera fysta tilraun mín til að baka þessa köku, appelsínukaka. Svo er bara að bíða og sjá hvernig hún smakkast.
Svo bauð ég Öllu að koma í mat í kvöld svo ég þarf að elda handa okkur en það verður bara einfaldur BBQ kjúklingaréttur, en samt mjög góður :)
Svo það er bara að fara að koma sér út í búð að kaupa kjúklinginn, en ég kaupi hann tilbúinn úti í búð ;)
En svo er fólk bara velkomið að koma í heimsókn og fá köku. Þið látið bara vita áður en þið komið :)
Ég bakaði köku, og hún lítur bara vel út miðað við að vera fysta tilraun mín til að baka þessa köku, appelsínukaka. Svo er bara að bíða og sjá hvernig hún smakkast.
Svo bauð ég Öllu að koma í mat í kvöld svo ég þarf að elda handa okkur en það verður bara einfaldur BBQ kjúklingaréttur, en samt mjög góður :)
Svo það er bara að fara að koma sér út í búð að kaupa kjúklinginn, en ég kaupi hann tilbúinn úti í búð ;)
En svo er fólk bara velkomið að koma í heimsókn og fá köku. Þið látið bara vita áður en þið komið :)
08 nóvember 2005
Hvernig tröll ert þú?
Partítröll
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.
Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.
Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.
Hvernig tröll ert þú?
100asta bloggið
... mikið eða lítið ?? svo sem skiptir ekki máli
En já það er víst verið að býða eftir að ég skrifi um helgina.
Helgin var bara frábær. Ég og Alla tókum rútu upp úr hádeginu á föstudaginn og vorum komnar í Köben rétt eftir 18, en tímin leið fljótt þar sem að við töluðum alla leiðina. Ég hitti svo Karól á lestarstöðinni. Eftir að hafa fenigð okkur að borða fórum við á fredagsbar í skólanum hjá henni þar sem var íslenskur DJ og þar af leiðandi fullt af íslendingum sem var ekki í skólanum... kannski 30 stk eða meira... Eitthvað af þessu liði var í Köben út af tónleikunum.
Svo á laugardaginn röltum við Karól um í bænum... auðvitað á Stikinu. Og hittum svo Öllu og Tinnu(vinkonu Öllu) og fórum á kaffihús. En svo var bara farið heim til að gera sig tilbúna fyrir kvöldið. Tókst að leggja mig enda heilsan ekki alveg 100%. Fyrir tónleikana fórum við svo út að borða og borðuðum mjög góðan mat á Jensen's Bøfhus. Karól þurfti reyndar að fara fyrr því hún var að fara á aðra tónleika þannig að hún missti af eftirréttinum.
Svo voru það bara tónleikarnir. Þetta var ekta íslensk stemning og ekkert smá ólíkar týpur af fólki. Það var eitt par þarna sem var örugglega yfir sextugt. Fyrir suma var þetta bara höslferð. En það voru 1200 manns þarna og þar af voru 900 sem komu frá klakanum. Ég hitti þarna Beggu Gunnars úr Való en hún býr í DK. Svo var þarna fullt af fólki sem maður kannaðist við út MH og frá Símanum. En Sálin var dugleg að spila gömlu lögin sem en auðvitað spiluðu þeir nýju lögin inni á milli. Svo í lokin tókst Karól að koma sér inn því hún nennti ekki að bíða eftir okkur fyrir utan. Tónleikarnir voru búnir kl 3 og húsið var opið til 4 en ég var alveg búin á því kl 3:30 þannig að við fórum heim.
Það var ekki mikið gert á sunnudaginn enda lítið hægt að gera í Köben á sunnudögum. En við Alla tókum svo rútuna til baka kl 14:30 og eins og fyrri daginn töluðum við alla leiðina. Höfðum kannski átt að leggja okkur miðað við hvað ég var ótrúlega þreytt þegar ég kom heim, nennti ekki einu sinni að borða matinn minn.
Ég get nú ekki sagt að þessi mánudagur sem var í gær væri skemmtilegur dagur. Byrjaði með því að ég svaf yfir mig, vaknaði á sama tíma og strætóinn kom en það tekur mig nokkrar mín að rölta út á stoppistöð. En ég kom mér út á 10 mín og tók næsta. Mætti 10 mín of seint en við áttum að hittas nokkrar kl 10:30 og taka upp samtal en ég var víst ekki sú eins sem var sein svo þetta hafði engin áhrif. Fór svo heim í hléinu sem var 2 hálfur tími og hressti mig við. En svo var ég með höfuðverk allan daginn og ibufen gerði hjálpaði lítið.
En við vorum að byrja á nýjum kúrs, Málvísindi. Og kennarinn talaði smá íslensku, en það var frekar lítið og einfalt, en samt var gaman að því. Þetta virðist mjög áhuga verður kúrs þó að það sé voða mikið verið að tala um sænsku núna, en það verður vonandi meira almennt.
Þetta er orðið frekar langt svo ég hætti hér ;) enda þarf ég að fara að taka til og þrífa.
En já það er víst verið að býða eftir að ég skrifi um helgina.
Helgin var bara frábær. Ég og Alla tókum rútu upp úr hádeginu á föstudaginn og vorum komnar í Köben rétt eftir 18, en tímin leið fljótt þar sem að við töluðum alla leiðina. Ég hitti svo Karól á lestarstöðinni. Eftir að hafa fenigð okkur að borða fórum við á fredagsbar í skólanum hjá henni þar sem var íslenskur DJ og þar af leiðandi fullt af íslendingum sem var ekki í skólanum... kannski 30 stk eða meira... Eitthvað af þessu liði var í Köben út af tónleikunum.
Svo á laugardaginn röltum við Karól um í bænum... auðvitað á Stikinu. Og hittum svo Öllu og Tinnu(vinkonu Öllu) og fórum á kaffihús. En svo var bara farið heim til að gera sig tilbúna fyrir kvöldið. Tókst að leggja mig enda heilsan ekki alveg 100%. Fyrir tónleikana fórum við svo út að borða og borðuðum mjög góðan mat á Jensen's Bøfhus. Karól þurfti reyndar að fara fyrr því hún var að fara á aðra tónleika þannig að hún missti af eftirréttinum.
Svo voru það bara tónleikarnir. Þetta var ekta íslensk stemning og ekkert smá ólíkar týpur af fólki. Það var eitt par þarna sem var örugglega yfir sextugt. Fyrir suma var þetta bara höslferð. En það voru 1200 manns þarna og þar af voru 900 sem komu frá klakanum. Ég hitti þarna Beggu Gunnars úr Való en hún býr í DK. Svo var þarna fullt af fólki sem maður kannaðist við út MH og frá Símanum. En Sálin var dugleg að spila gömlu lögin sem en auðvitað spiluðu þeir nýju lögin inni á milli. Svo í lokin tókst Karól að koma sér inn því hún nennti ekki að bíða eftir okkur fyrir utan. Tónleikarnir voru búnir kl 3 og húsið var opið til 4 en ég var alveg búin á því kl 3:30 þannig að við fórum heim.
Það var ekki mikið gert á sunnudaginn enda lítið hægt að gera í Köben á sunnudögum. En við Alla tókum svo rútuna til baka kl 14:30 og eins og fyrri daginn töluðum við alla leiðina. Höfðum kannski átt að leggja okkur miðað við hvað ég var ótrúlega þreytt þegar ég kom heim, nennti ekki einu sinni að borða matinn minn.
Ég get nú ekki sagt að þessi mánudagur sem var í gær væri skemmtilegur dagur. Byrjaði með því að ég svaf yfir mig, vaknaði á sama tíma og strætóinn kom en það tekur mig nokkrar mín að rölta út á stoppistöð. En ég kom mér út á 10 mín og tók næsta. Mætti 10 mín of seint en við áttum að hittas nokkrar kl 10:30 og taka upp samtal en ég var víst ekki sú eins sem var sein svo þetta hafði engin áhrif. Fór svo heim í hléinu sem var 2 hálfur tími og hressti mig við. En svo var ég með höfuðverk allan daginn og ibufen gerði hjálpaði lítið.
En við vorum að byrja á nýjum kúrs, Málvísindi. Og kennarinn talaði smá íslensku, en það var frekar lítið og einfalt, en samt var gaman að því. Þetta virðist mjög áhuga verður kúrs þó að það sé voða mikið verið að tala um sænsku núna, en það verður vonandi meira almennt.
Þetta er orðið frekar langt svo ég hætti hér ;) enda þarf ég að fara að taka til og þrífa.
04 nóvember 2005
Eldhúsupplifun
Morgunmatur: Upphituð mjólk í skál og Ballerina kex sem dýft er ofan í, rúmlega hálfur pakkinn... eigandi: Spænski gaurinn...
...á meðan sat ég og borðaði ristað brauð og drakk te... ætli hann haldi að ég sé skrýtin?
...á meðan sat ég og borðaði ristað brauð og drakk te... ætli hann haldi að ég sé skrýtin?
03 nóvember 2005
Hvað er eiginlega málið með þennan spænsk gaur sem deilir með mér og fleirum eldhúsinu... hann var að steikja sér kjöt í dag... sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema hann var með gúmmíhanska... Ég skil þennan gaur ekki alveg... ég er viss um að hann hafi aldrei komið nálægt eldamensku áður en hann flutti hingað og varla eldhúsi yfir höfuð.
Annar þá var ég á samkomu hjá heyrnarfræði nemum og kennurum í gær. Gaman að hitta fyrsta og þriðja ársnema líka. Ég hef víst verið nefnd(á jákvæðan hátt) í tímum hjá fyrsta ári sem er auðvitað bara gott mál.
En svo er það bara Köben um helgina. Svo þetta er síðasta blogg fyrir helgi. Ég kem svo með myndir frá samkomunni og Köben eftir helgi :)
Annar þá var ég á samkomu hjá heyrnarfræði nemum og kennurum í gær. Gaman að hitta fyrsta og þriðja ársnema líka. Ég hef víst verið nefnd(á jákvæðan hátt) í tímum hjá fyrsta ári sem er auðvitað bara gott mál.
En svo er það bara Köben um helgina. Svo þetta er síðasta blogg fyrir helgi. Ég kem svo með myndir frá samkomunni og Köben eftir helgi :)
01 nóvember 2005
31 október 2005
Þá er búið að breyta klukkunni og er ég núna bara einum tíma á undan Íslandi sem er auðvitað bara mjög gott.
Á laugardaginn fór ég út með Öllu og vinkonum hennar úr frjálsum, fórum fyrst á lítinn bar svolítið frá bænum og röltum svo í bæinn. Þegar við komum í bæinn skildum við við vinkonurnar og hittum aðra vini Öllu og fórum inn á skemmtistað. En þar sem var verið að breyta klukkunni þá voru skemmtistaðirnir opnir extra lengi.
Þegar ég var á leiðinni heim talaði ég við Ragnar og hann bauð mér að koma til sín í eftirpartý heima hjá sér með honum og frænda sínum, og ákvað að kíkja þar sem þetta var nú í leiðinni. Við sátum bara þarna og horfðum á sjónvarpið og spjölluðum.
Ragnar reyndar steinsofnaði í rúminu þannig að ég spjallaði bara við frænda hans. OG var komin mun seinna heim heldur en ég ætlaði mér, enda fór gærdagurinn í ekki neitt.
Reyndar kíkti ég á kaffihús með Öllu... gott að komast út meðal fólks ;)
Svo er bara að klára eitt verkefni og undirbúa 10 mín fyrirlestur um einn sjúkling úr praktíkinni og þá er þessi áfangi búinn. Í næstu viku er það svo málvísindi og næstu 5 vikurnar.
Á laugardaginn fór ég út með Öllu og vinkonum hennar úr frjálsum, fórum fyrst á lítinn bar svolítið frá bænum og röltum svo í bæinn. Þegar við komum í bæinn skildum við við vinkonurnar og hittum aðra vini Öllu og fórum inn á skemmtistað. En þar sem var verið að breyta klukkunni þá voru skemmtistaðirnir opnir extra lengi.
Þegar ég var á leiðinni heim talaði ég við Ragnar og hann bauð mér að koma til sín í eftirpartý heima hjá sér með honum og frænda sínum, og ákvað að kíkja þar sem þetta var nú í leiðinni. Við sátum bara þarna og horfðum á sjónvarpið og spjölluðum.
Ragnar reyndar steinsofnaði í rúminu þannig að ég spjallaði bara við frænda hans. OG var komin mun seinna heim heldur en ég ætlaði mér, enda fór gærdagurinn í ekki neitt.
Reyndar kíkti ég á kaffihús með Öllu... gott að komast út meðal fólks ;)
Svo er bara að klára eitt verkefni og undirbúa 10 mín fyrirlestur um einn sjúkling úr praktíkinni og þá er þessi áfangi búinn. Í næstu viku er það svo málvísindi og næstu 5 vikurnar.
29 október 2005
Lítill heimur!!!
Ég er alveg á því að heimurinn sé pínku lítill.
Ég fór sem sagt í partý í gær hjá íslensku pari(Bjössa og Rakel) sem flutti hingað út í haust. En ég þekki þau í gegnum Ragnar. Hef séð þau 2 sinnum áður hér.
Eftir smá umræðu um nöfn komumst við að því að ég og Bjössi værum frændskystkini, og það bara náskild, afar okkar voru bærður. Og hann var víst á fyrri hluta ættarmótsins sem haldið var fyrir 2 árum. Og ég er einmitt í mestum samskiptum við þessa ætt mína og sérstaklega bóðir mömmu Bjössa. HEIMURINN ER LÍTILL
Málið er líka að mér fannst ég kannast eitthvað við Bjössa þegar ég sá hann fyst en ég gerði mér ekki grein fyrir afhverju. En núna skil ég það :þ
Svo er líka eitt annað merkilegt við þetta par... sem ég reyndar vissi áður og er örugglega búin að skirfa um, er að Rakel er bekkjarsystir J Hildar úr MR. Og J Hildur vissi alveg að Bjössi væri að norðan.
En annars var partýið bara fínt, Alla, Ragnar, Gauti og frændi Ragnars(sem er í heimsókn) voru þarna líka. Það var ekkert farið niður í bæ en við fórum heim um 2, sem var bar ágætt. Þeim tókst að láta mig smakka íslenskt brennivín... þvílíkur viðbjóður.
En svona fyrir utan partý þá er ég búin í praktík. Skóli einn dag eftir hádegi í næstu viku.
Er að fara á Sálartónleikana í Köben um næstu helgi með Öllu. Mun gista hjá Karól, það verður gaman að hitta hana :)
Ég fór sem sagt í partý í gær hjá íslensku pari(Bjössa og Rakel) sem flutti hingað út í haust. En ég þekki þau í gegnum Ragnar. Hef séð þau 2 sinnum áður hér.
Eftir smá umræðu um nöfn komumst við að því að ég og Bjössi værum frændskystkini, og það bara náskild, afar okkar voru bærður. Og hann var víst á fyrri hluta ættarmótsins sem haldið var fyrir 2 árum. Og ég er einmitt í mestum samskiptum við þessa ætt mína og sérstaklega bóðir mömmu Bjössa. HEIMURINN ER LÍTILL
Málið er líka að mér fannst ég kannast eitthvað við Bjössa þegar ég sá hann fyst en ég gerði mér ekki grein fyrir afhverju. En núna skil ég það :þ
Svo er líka eitt annað merkilegt við þetta par... sem ég reyndar vissi áður og er örugglega búin að skirfa um, er að Rakel er bekkjarsystir J Hildar úr MR. Og J Hildur vissi alveg að Bjössi væri að norðan.
En annars var partýið bara fínt, Alla, Ragnar, Gauti og frændi Ragnars(sem er í heimsókn) voru þarna líka. Það var ekkert farið niður í bæ en við fórum heim um 2, sem var bar ágætt. Þeim tókst að láta mig smakka íslenskt brennivín... þvílíkur viðbjóður.
En svona fyrir utan partý þá er ég búin í praktík. Skóli einn dag eftir hádegi í næstu viku.
Er að fara á Sálartónleikana í Köben um næstu helgi með Öllu. Mun gista hjá Karól, það verður gaman að hitta hana :)
26 október 2005
Ekkert net en samt
Þegar ég kom heim áðan var ég kannski ekki í besta skapinu... af einhverri fáranlegri ástæðu. Og svo kveikti ég á tölvunni eins og vanalega nema að netið virkaði ekki... varð bara enn pirraðari. En svo fattaði ég að gæti ath hvort einhver í nágreninu væri með þráðlaust net sem ekki væri læst... og það reyndist vera svo :) Þá tók ég gleði mína af hluta til á ný. Og er sem sagt að vinna núna á neti í gegnum einhvern annan, en þar sem það kostar hinn aðilann ekkert þá hef ég engar ágyggjur... bara aðeins hægari tenging.
Svo opnaði ég e-mailið mitt og hafði þá fengið e-mail frá framkvæmdastjóra Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands. Og hún var bara að tékka á mér og athuga hvort ég væri til í að koma og vinna hjá þeim næsta sumar og gera hluta sf verknáminu hjá þeim... Sem er auðvitað bara cool... ætlaði að bíða þar til í jan/feb með að hafa samband um sumar vinnuna en það var haft samband við mig að fyrrabragði. Gerist varla betra. En þegar/ef ég mun vinna hjá þeim þá mun ég líklega vera með meiri þekkingu en allir sem vinna þarna. Því ég verð eina sem hef stundað þetta nám... 'stolt'...
Svo er síðasti praktíkdagurinn á morgun og ég er búin að kaupa smá súkkulaði bita kökur með kaffinu... By the way.. ég er farin að drekka te. Sem er auðvitað bara sniðugt... og það án mjólks og sykurs, hef ekki prófað ennþá.
Svo opnaði ég e-mailið mitt og hafði þá fengið e-mail frá framkvæmdastjóra Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands. Og hún var bara að tékka á mér og athuga hvort ég væri til í að koma og vinna hjá þeim næsta sumar og gera hluta sf verknáminu hjá þeim... Sem er auðvitað bara cool... ætlaði að bíða þar til í jan/feb með að hafa samband um sumar vinnuna en það var haft samband við mig að fyrrabragði. Gerist varla betra. En þegar/ef ég mun vinna hjá þeim þá mun ég líklega vera með meiri þekkingu en allir sem vinna þarna. Því ég verð eina sem hef stundað þetta nám... 'stolt'...
Svo er síðasti praktíkdagurinn á morgun og ég er búin að kaupa smá súkkulaði bita kökur með kaffinu... By the way.. ég er farin að drekka te. Sem er auðvitað bara sniðugt... og það án mjólks og sykurs, hef ekki prófað ennþá.
25 október 2005
Síðasta praktík vikan
Ég veit að ég er ekki búin að skrifa lengi... ég hef bara eiginlega ekki nennt því.
En helgin var fín. Á föstudaginn fór ég með Möggu út að borða þar sem þetta var nú síðasta helgin hennar hér í útlandinu í bili en hún fer heim á föstudaginn.. :(
Ég hitti reyndar leiðbeinandan minn úr praktíkinni þarna um kvöldið þegar ég og Magga sátum niðri í bæ og höfðum keypt okkur ís í eftirrétt... En hún(leiðbeinandinn) býr ekki einu sinni í Gautaborg.
Svo á laugardagskvöldið fór ég í smá bekkjarpartý með Ragnari. Ég var reyndar bara eina stelpan... en það skipti ekki svo miklu máli. Ég drakk reyndar einum of mikið og einum of hratt og er búin að ákveða að þetta geri ég ekki aftur, nú veit ég hvenær ég á að stoppa. Enda leið mér ekkert sérstaklega vel en það skánaði eftir að við vorum komin niður í bæ.
Í gær hringdi mamma í mig sérstaklega til að láta mig kíkja á RÚV fréttirnar um kvennafrídaginn. Ég var ekki heima þegar hún hringdi svo ég kíkti á þetta þegar ég kom heim áðan... og viti menn... mamma var bara í nærmynd í sjónvarpinu, þar sem kennfólkið á hennar deild hafði klætt sig upp eins og karlmenn... Ég held að mamma sé bara orðin fræg :þ
Svo er þetta núna síðasta vikan í praktíkinni... vá hvað þessar 4 vikur hafa liðið hratt. Ég held að tíminn gangi hraðar og hraðar. Svo er það bara einn skóladagur í næstu viku, þarf reyndar að skila inn verkefni og svo helgina þar á eftir er Sálin að spila í köben, 5. nóv. Við Alla erum ákveðnar að fara enda hún búin að redda sér miða. Svo er um við að spá í að reyna að fá fleira lið með okkur í ferðina.
En helgin var fín. Á föstudaginn fór ég með Möggu út að borða þar sem þetta var nú síðasta helgin hennar hér í útlandinu í bili en hún fer heim á föstudaginn.. :(
Ég hitti reyndar leiðbeinandan minn úr praktíkinni þarna um kvöldið þegar ég og Magga sátum niðri í bæ og höfðum keypt okkur ís í eftirrétt... En hún(leiðbeinandinn) býr ekki einu sinni í Gautaborg.
Svo á laugardagskvöldið fór ég í smá bekkjarpartý með Ragnari. Ég var reyndar bara eina stelpan... en það skipti ekki svo miklu máli. Ég drakk reyndar einum of mikið og einum of hratt og er búin að ákveða að þetta geri ég ekki aftur, nú veit ég hvenær ég á að stoppa. Enda leið mér ekkert sérstaklega vel en það skánaði eftir að við vorum komin niður í bæ.
Í gær hringdi mamma í mig sérstaklega til að láta mig kíkja á RÚV fréttirnar um kvennafrídaginn. Ég var ekki heima þegar hún hringdi svo ég kíkti á þetta þegar ég kom heim áðan... og viti menn... mamma var bara í nærmynd í sjónvarpinu, þar sem kennfólkið á hennar deild hafði klætt sig upp eins og karlmenn... Ég held að mamma sé bara orðin fræg :þ
Svo er þetta núna síðasta vikan í praktíkinni... vá hvað þessar 4 vikur hafa liðið hratt. Ég held að tíminn gangi hraðar og hraðar. Svo er það bara einn skóladagur í næstu viku, þarf reyndar að skila inn verkefni og svo helgina þar á eftir er Sálin að spila í köben, 5. nóv. Við Alla erum ákveðnar að fara enda hún búin að redda sér miða. Svo er um við að spá í að reyna að fá fleira lið með okkur í ferðina.
18 október 2005
heim um jólin
Núna er ég búin að kaupa flugmiða heim um jólin. Ákvað að gera það núna þó að ég sé ekki 100% hvenær ég á að vera í tímum í des og jan. Ég ákvað að vera svolítið djörf á því og panta flug 21. des. kl 20:10 og út aftur 2. jan. kl 8:15 þó að kennarinn í faginu sem við verðum í segir möguleika á að fyrsti tíminn verði kl 9:00 2. jan.
Þá frekar breyti ég því til 1.jan. Það verður örugglega fyrr fullbókað í flug 2. jan heldur en 1. jan
Svo er líka fræðilegur möguleiki á að ég gæti komið fyrr heim... og ég sé þá bara til hvort að ég breyti þessu. En ég kemst alla vegana heim og út aftur um jólin það er fyrir mestu.
Það væri gott að vera í mánaðar jólafríi eins og krakkarnir í Chalmers... frá miðjum des til miðjan Jan en við fáum ekki svo mikinn lúxus. En alla vegna er vikan milli jóla og ný-árs skráð sem frí... ekki "självstudy"(einstaklings lærdómur) eins og það var í fyrra...
Þá frekar breyti ég því til 1.jan. Það verður örugglega fyrr fullbókað í flug 2. jan heldur en 1. jan
Svo er líka fræðilegur möguleiki á að ég gæti komið fyrr heim... og ég sé þá bara til hvort að ég breyti þessu. En ég kemst alla vegana heim og út aftur um jólin það er fyrir mestu.
Það væri gott að vera í mánaðar jólafríi eins og krakkarnir í Chalmers... frá miðjum des til miðjan Jan en við fáum ekki svo mikinn lúxus. En alla vegna er vikan milli jóla og ný-árs skráð sem frí... ekki "självstudy"(einstaklings lærdómur) eins og það var í fyrra...
16 október 2005
Helgin
Jæja ég er búin að komast að því að ég geti komist heim 21. des. En það er samt líka möguleiki að ég komist fyrr eða fara til baka seinna... fer eftir hvernig tímunum verður raðað niður.
Ég var í smá partýi hjá Ragnari á föstudaginn. Við vorum 6, 3 ísl. og 3 svíar. Reyndar var kynjahlutfallið ekki jafnt. Ég og Magga og svo Ragnar og 3 sænskir vinir hans. En við skemmtum okkur mjög vel. Planið var að fara í bæinn en það varð víst ekkert úr því. Strákarnir fóru heim 3:30 en ég og Magga gistum. Magga svaf í rúminu, Ragnar á dýnu á gólfinu og ég í sófanum. Ég svaf reyndar alveg ótrúlega miðað við aðstæður... þe sófinn var ekki alveg nógu langur þannig að ég svaf í fósturstellingu. :þ En ég er að vinna í að koma upp nýrri myndasíðu og þá verða einhverjar myndir úr partýinu þar inni.
Svo í gær átti ein bekkjasystir mín afmæli, sem ég umgengst smá í skólanum. Svo ég fór til hennar... nennti reyndar ekki að fara. En við vorum 7 stelpur, af okkur 7 voru 3 vinnufélagar hennar. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið það skemmtilegasta en þetta var allt í lagi. Ég var líka svo ótrúlega þreytt eftir nóttina áður.
En svo er það bara afslöppun í dag. Mér finnst reyndar eins og ég sé að fá hálsbólgu eða eitthvað álíka en ég vona að ég nái að stoppa það áður en það verður eitthvað meira.
Ég var í smá partýi hjá Ragnari á föstudaginn. Við vorum 6, 3 ísl. og 3 svíar. Reyndar var kynjahlutfallið ekki jafnt. Ég og Magga og svo Ragnar og 3 sænskir vinir hans. En við skemmtum okkur mjög vel. Planið var að fara í bæinn en það varð víst ekkert úr því. Strákarnir fóru heim 3:30 en ég og Magga gistum. Magga svaf í rúminu, Ragnar á dýnu á gólfinu og ég í sófanum. Ég svaf reyndar alveg ótrúlega miðað við aðstæður... þe sófinn var ekki alveg nógu langur þannig að ég svaf í fósturstellingu. :þ En ég er að vinna í að koma upp nýrri myndasíðu og þá verða einhverjar myndir úr partýinu þar inni.
Svo í gær átti ein bekkjasystir mín afmæli, sem ég umgengst smá í skólanum. Svo ég fór til hennar... nennti reyndar ekki að fara. En við vorum 7 stelpur, af okkur 7 voru 3 vinnufélagar hennar. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið það skemmtilegasta en þetta var allt í lagi. Ég var líka svo ótrúlega þreytt eftir nóttina áður.
En svo er það bara afslöppun í dag. Mér finnst reyndar eins og ég sé að fá hálsbólgu eða eitthvað álíka en ég vona að ég nái að stoppa það áður en það verður eitthvað meira.
14 október 2005
12 október 2005
Ímyndunarveiki á háu stigi
Ég var sem sagt áðan með íslendingu og einum svía á pub að "horfa" á leikinn Svíþjóð - Ísland. Var eiginlega búin að ákveð að fara ekki en svo var verið að suða í mér að koma þannig að ég lét undan. Við vorum meira að segja með ísl.fánann og hengdum upp fyrir ofan borðið. Stoltir Íslendingar...
Og ég er sem sagt búin að komast að því að ég þjáist af ímyndunarveiki á háu stigi. Ég er meira að segja orðin þreytt á þessri ímyndunarveiki í sjálfri mér. Ég ætti kannski að fara slappa af og þá kannski verð ég minna pirruð á þessu.
Þetta er það slæmt að ég get alveg ímyndað mér að leikurinn áðan hafi farið Íslendingum í vil...
En ég ætti bara að fara sofa núna og slappa af og athuga hvort að ímyndunarveikin gangi ekki yfir á næstu dögum... hún verður eiginlega að gera það annars fer ég yfirum og kannski fleiri með mér.
Annars þá var ég rosalega dugleg í praktíkinni í dag. Leiðbeinandinn var rosa stolt(ur). Sá alveg sjálf um viðtal við sjúkling sem er að spá í að fá sér heyrnartæki...stolt...stolt... ;)
Ég ætla að reyna að vera jafn dugleg á morgun... og kannski duglegri..
Og ég er sem sagt búin að komast að því að ég þjáist af ímyndunarveiki á háu stigi. Ég er meira að segja orðin þreytt á þessri ímyndunarveiki í sjálfri mér. Ég ætti kannski að fara slappa af og þá kannski verð ég minna pirruð á þessu.
Þetta er það slæmt að ég get alveg ímyndað mér að leikurinn áðan hafi farið Íslendingum í vil...
En ég ætti bara að fara sofa núna og slappa af og athuga hvort að ímyndunarveikin gangi ekki yfir á næstu dögum... hún verður eiginlega að gera það annars fer ég yfirum og kannski fleiri með mér.
Annars þá var ég rosalega dugleg í praktíkinni í dag. Leiðbeinandinn var rosa stolt(ur). Sá alveg sjálf um viðtal við sjúkling sem er að spá í að fá sér heyrnartæki...stolt...stolt... ;)
Ég ætla að reyna að vera jafn dugleg á morgun... og kannski duglegri..
11 október 2005
Dagbók helgarinnar
Núna er ég byrjuð á annarri viku í praktík. Ég var í fríi í gær og það var mjög þæginlegt. Í dag var ég svo spurð að því hvort ég væri með norskan hreim, en ég gerði manneskjunni ljóst að ég væri íslensk en ekki norsk. Reyndar er það kostur að vera spurð hvort ég sé norsk því þá er maður að ná hreimnum meir... en ef maður er spurður hvort maður sé finnskur þá gefur það til kynna að maður noti íslensku hljóðin of mikið.
Á föstudaginn var ég og Magga heima hjá Ragnari að horfa á sjónvarpið. Við horfðum á hvern þáttinn/myndina á færur annari og þegar klukkan var að verða 5 þá fannst mér þetta orðið gott og ákvað að fara heim. Það er ótrúlegt hvað maður getur setið fyrir framan sjónvarpið og bara horft á eitthvað.
Svo á laugardaginn hitti ég loksins Söndru og fór með henni í óvissu ferð með 3 kunningjum hennar. Þetta var það mikil óvissuferð að tilgangur ferðarinnar er ekki enn vitaður. Svo um kvöldið fór ég út að borða með Öllu, bekkjarsystur hennar og 3 öðrum. Við fórum á mexikanskan stað, aðeins öðru vísi en það sem ég var vön en mjög góður matur. Við mættum ekki á staðinn fyrr en 21:30 en svo breyttist staðurinn í skemmtistað þegar klukkan nálgaðist meira miðnætti. Svo eftir matinn vildi helmingurinn fara heim og helmingurinn fara á djammið, en það var ég, Alla og strákur að nafni Emil sem fórum á djammið. Svo vissi ég að Ragnar og Magga ætluðu í bæinn svo ég hafði samband við Möggu og við hittum þau. Við vorum ekkert sérstaklega lengi úti, til rúmlega 2, en það var líka bara ágætt.
Sunnudagurinn var svo bara tekinn rólega.
Vaknaði svo snemma í gær(mán) aðalega til að geta sofnað um kvöldið. Var rosalega dugleg að vinna smá í verkefni og þvo. Svo fór ég að hitta Möggu í bænum. Kíktum smá í búðir og settumst svo niður og fengum okkur næringu... og spjölluðum þar örugglega í 2 tíma.
Svo í gærkvöldi reyndu Alla, Magga og Ragnar að sanfæra mig um að koma með þeim á pub og horfa á Svíþjóð-Ísland... Ég er ekki enn búin að ákveða mig, en það gæti verið smá stemning í því að sjá Ragnar málaðan í framan í íslensku fánalitunum. En við sjáum til hvernig stuði ég verð í á morgun.
En jæja þetta er orðið þokkalega langt held ég bara.
Á föstudaginn var ég og Magga heima hjá Ragnari að horfa á sjónvarpið. Við horfðum á hvern þáttinn/myndina á færur annari og þegar klukkan var að verða 5 þá fannst mér þetta orðið gott og ákvað að fara heim. Það er ótrúlegt hvað maður getur setið fyrir framan sjónvarpið og bara horft á eitthvað.
Svo á laugardaginn hitti ég loksins Söndru og fór með henni í óvissu ferð með 3 kunningjum hennar. Þetta var það mikil óvissuferð að tilgangur ferðarinnar er ekki enn vitaður. Svo um kvöldið fór ég út að borða með Öllu, bekkjarsystur hennar og 3 öðrum. Við fórum á mexikanskan stað, aðeins öðru vísi en það sem ég var vön en mjög góður matur. Við mættum ekki á staðinn fyrr en 21:30 en svo breyttist staðurinn í skemmtistað þegar klukkan nálgaðist meira miðnætti. Svo eftir matinn vildi helmingurinn fara heim og helmingurinn fara á djammið, en það var ég, Alla og strákur að nafni Emil sem fórum á djammið. Svo vissi ég að Ragnar og Magga ætluðu í bæinn svo ég hafði samband við Möggu og við hittum þau. Við vorum ekkert sérstaklega lengi úti, til rúmlega 2, en það var líka bara ágætt.
Sunnudagurinn var svo bara tekinn rólega.
Vaknaði svo snemma í gær(mán) aðalega til að geta sofnað um kvöldið. Var rosalega dugleg að vinna smá í verkefni og þvo. Svo fór ég að hitta Möggu í bænum. Kíktum smá í búðir og settumst svo niður og fengum okkur næringu... og spjölluðum þar örugglega í 2 tíma.
Svo í gærkvöldi reyndu Alla, Magga og Ragnar að sanfæra mig um að koma með þeim á pub og horfa á Svíþjóð-Ísland... Ég er ekki enn búin að ákveða mig, en það gæti verið smá stemning í því að sjá Ragnar málaðan í framan í íslensku fánalitunum. En við sjáum til hvernig stuði ég verð í á morgun.
En jæja þetta er orðið þokkalega langt held ég bara.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)