10 janúar 2007

Hæhæ

Vá hér hef ég ekkert skrifað mjööög lengi...
Ég var sem sagt í Växjö um jólin og það var bara mjög fínt og notalegt. Ekki alveg jafn formlegt eins og ég er vön en samt þæginlegt og heimilislegt. Jólasveinninn kom meira að segja... :þ
Svo fór ég heim Annan í Jólum... alltaf voðalega gott að koma heim. Svo kom Marie til mín 29. des og var til 3.jan... Hún viðikenndi fyrir mér að ég hefði haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að það væri svolítið erfitt að útskýra fjölda flugelda á gamlárskvöld. En hún var mjög ánægð með áramótin sín.
Svo fór ég aftur til Gautaborgar þann 7.jan og þá hófst lærdómurinn... Við áttum að byrja á planinu fyrir lokaverkefnið okkar, en mér tókst ekki að gera mikið heima þar sem ég var einhvern vegin föst. Svo fór ég á smá fund með kennaranum mínum sem leysti alla þá hnúta sem festu mig. Þannig að í gær sat ég við tölvuna allan daginn og gerði þetta verkefni sem ég hafði átt að gera dagana 2.-5.jan það tókst. Við eigum að skila þessu inn í dag fyrir kl 16. Leiðbeinandi minn fyrir lokaverkefnið mun vonandi fara yfrir þetta í dag svo ég hafi möguleika á að skila þessu inn í ágætu lagi.
Núna er bara að læra fyrir tölfræðipróf á föstudaginn.

Annars vil ég bara óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla :)

16 desember 2006

Mikilvægi sænskrar málfræði...

Ég og Marie vorum að læra á mánudaginn uppi í skóla fyrir prófið sem var sl þriðjudag. Og við erum eitthvað að tala um námsefnið, þar á meðal heyrnartæki. Ég á alltaf í vandræðum þegar ég á að setja "en/ett" fyrir framan orðið "hörapparat" ég segi þetta alltaf vitlaust... maður á að segja en hörapparat en ég segi svo oft já eða oftast ett hörapparat... sem er örugglega vegna þess að á íslensku er þetta hvorukyn. En alla vegana við fórum eitthvað að ræða þetta og svo segi ég: "ég myndi aldrei segja hörapparatet, ég veit að maður á að segja hörapparaten" Og þá segir Marie allt í einu "en bil - bilen, et bord - bordet... ætli það sé einhver regla til um að ef maður segir en fyrir framan að þá endi orðið á -en líka þegar það er með áherslu???" Ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið. Ég man alveg eftir að hafa lært þetta í dönsku að þetta væri regla, og mér finnst þetta mjög sjálfsögð regla. En... svíinn sjálfur hafði ekki hugmynd um þessa reglu og þetta er örugglega eina eða eina af fáum málfræðireglunum sem hafa engar undantekningar. Hún hafði bara lært í skólanum að það væri engin regla yfir að orð væri annað hvort samkyn eða hvorukyn.
Svo varð hún auðvitað að spyrja stelpurnar í bekknum daginn eftir og vitið með nokkrar voru bara alveg sammála um að hafa ekkert heyrt um þetta.

Þetta segir mikið hvað svíar vita mikið um sænskamálfræði.

12 desember 2006

Horfið...

Hvað er lægra en að stela jólapappír?? Já sem sagt ég og Sandra vorum að rölta um í bænum áðan og ég keypti jólapappír í síðustu búðinni áður en við fórum heim til mín. Þegar ég kom heim var enginn jólapappír í pokanum en ég man vel eftir að hafa haldið á pokanum og horft á pappírsrúlluna upp úr pokanum. Við röltum alla leiðina til baka en enginn pappírsrúlla. Ég vil ss halda því frama að einhver hafi tekið rúllurnar upp úr pokanum án þess að ég tæki eftir því... þegar við löbbuðum fram hjá einhverju fólki... mér finnst frekar ólíklegt að rúllurnar hafi bara dottið uppúr eins og mér datt í hug í fyrstu...

Nú er jólaandinn alveg að gera sig eða þannig.

Best að skrifa eitthvað...

Nohh... ég var bara með nettengingu alla helgina... hvað er að gerast?? Ég er búin að vera nettengd stannslaust í viku. Ætli nýja snúran sé betri en sú gamla??

En annars var ég á jólahlaðborði uppi í skóla á föstudaginn. Fyrst um morguninn var ég í mótatökuprófi, þeas próf í að taka mót af eyrum. Við fengum 3 tilraunir og við þurftum að ná 2 mótum sem voru 99% í lagi, ég þurfti bara að taka 2 mót því mín bæði fyrstu voru innan marka... flestir þurftu að taka 3... sumir náðu ekki einu sinni eftir 3 tilraunir.
Síðan fór ég og Marie út í búð að versla í matinn fyrir hlaðboðið og svo fórum við heim til hennar að elda matinn. Áður en ég fór upp í skóla fór ég svo heim að taka mig til.
Um tíu/hálf ellefu leitið var ég alveg á því að fara út á djammið en svo þegar klukkan fór að nálgast miðnætti og ég var enn uppi í skóla þá komst ég að því að ég myndi ekki meika að fara út að skemmta mér... labbirnar alveg búnar og ég orðin mjög þreytt eftir langan dag.
Restin af helginni var bara notalega, reyndi að þykjast læra smá þar sem ég var að fara í próf... og það próf var ég í áðan og gekk vara vel. Mér fannst ég kunna efnið nokkuð vel svo löngunin til að læra var ekki mikil. Svo þegar ég kom í prófið áðan sá ég að við þurftum að ná 70% rétt til að ná, óvenju hátt %, en ég hef engar áhyggjur.

Ég set inn myndir af jólahlaðborðinu fljótlega, ég gleymdi að taka myndir frá byrjun svo það eru ekki of margar myndir. En ég setti myndir af því þegar ég fór út með Peter og vinum hans um daginn, ég er ekki alveg að fíla sjálfa mig á þessum myndum enda var ég búin að drekka þó nokkuð þegar þær voru teknar :þ

04 desember 2006

#$&@#! net en góð helgi

Ég missti aftur internettenginguna á föstudaginn og var því netlaus aðra helgina í röð. Tengingin datt út fyrir kl 17 á föstudaginn og auðvitað er netþjónustan ekki opin á föstudögum eins og ég sagði í síðasta bloggi, svo mín var netlaus um helgina.

En helgin var samt fín, fyrir utan smá raddleysi af völdum kvefs. Á föstudaginn fór ég út með strák sem ég kannst aðeins við í gegnum Ragnar og Möggu, hef reyndar ekki séð hann síðan í fyrra haust, og 2 vinum hans. Þegar ég mætti á svæðið pantaði ég Smirnoff Ice og þegar ég spurði hvað hann kostaði þá sagði þjónninn við einn gaurinn við borðið "á ég að setja þetta á sameiginlega reikninginn" gaurinn svarði játandi. Svo seinna pantaði hann 2 diska með Tryffle og auðvitað kampavín með... svo aðra kampavín og aðra svo shot fyrir alla á boðinu(4) og svo eina kampavín í viðbót. Gaurarnir höfðu svo drukkið 1-2 bjóra áður en ég kom svo reikningurnn var upp á rúmlega 1600 sænskar krónur... Og mín var orðin full. Svo ákváðum við að fara eitthvað annað til að dansa en við vonum búin að býða í röð í svolítinn tíma og það var farið að renna af manni smá þá komst ég að því að kostaði 100kr að koma inn svo ég ákvað að sleppa því og fara heim. Sem var örugglega sniðugt því þegar ég vaknaði hafði ég svo gott sem misst röddina.

Á laugardaginn fór ég svo með Marie, bróður hennar, konu hans og 2 börnum raddlaus í Liseberg. Við skemmtum okkur bara vel. Svo borðaði ég heima hjá Marie en ákvað svo að fara heim og hvíla mig og sérstaklega röddina.
Röddin er skítsæmilega í dag mun betri en á laugardag en verri en á föstudag... þetta er allt að koma.

29 nóvember 2006

Netið komið upp aftur...

Það er alveg ótrúlegt hvað er óþæginlegt að vera án internets, ég er alveg háð því. Á fimmtudaginn var ég að snúa við skrifborðinu hjá mér og það tognaði aðeins á netsnúrinni... ekkert sérstaklega mikið... en þegar ég leit svo á tölvuna var ekkert netsamband. Ég hélt að ég hefi kannski eyðilag snúruna, eitthvað í tölvunni eða tengngilinn. Þetta geriðst það seint að ég vildi ekki banka upp á hjá nágrönnunum til að athuga hvort allt væri í lagi. Þannig að þegar ég kom heim úr praktíkinni á föstudaginn bankaði ég upp á hjá íslenskri konu sem býr næstum því við hliðina á mér, ein íbúð á milli okkar, hún var ekkert smá hissa að sjá íslending :þ Ég fékk að prufa snúruna mína og tölvuna í nettengingunni hjá henni og allt var í lagi. Þannig að ég var búin að útiloka allt nema tengilinn. Og það var auðvitað búið að loka skrifstofunni hjá stúdentagörðunum, hún lokar 15:30. En ég skildi eftir skilaboð á símsvaranum. Svo ég var netlaus alla helgina... :( Á mánudaginn var enginn búinn að hafa samband við mig né koma í íbúðina og kíkja á tengilinn og þar sem ég kom heim eftir kl.16 þýddi ekkert að hringja. Í gær í hádeginu hringdi ég og mér var sagt að einhver frá þeim væri að vinna í húsinu í dag(miðv.d) Þegar ég kom heim í dag hafði ekkert gerst. Þannig að ég ákvað að ryksuga... þegar ég var búin að ryksuga leit ég á tölvuna og þá var einhver búinn að senda mér skilaboð á MSN... netið var komið í lag... stuttu seinna fékk ég svo e-mail frá internetþjónustunni um að þetta ætti að vera komið í lag og vandmálið hafði verið "link-flap".... En netið er komið í lag og það er það sem skiptir máli...

Með þessa íslensku konu, Þóru... ég hef vitað af henni síðan ég flutti inn en ekki haft ástæðu til að banka upp á. Þegar ég fór út á föstudagskvöldið var hún einmitt á leiðinni út líka... og á leiðinni á sömu stoppistöð og að fara út á sama stað ;p Svo í sporvagninum kom Siggi inn svo allt í einu vorum við 3 íslengingar saman í sporvagninum af tilviljun, þetta gerist ekki oft. Svo hitti ég Þóru á ganginum áðan. Fyrst sé ég hana ekki í 2 mánuði og svo hitti ég hana 3x á tæpri viku!!

Ég alla vegana komin í samband við umheiminn aftur... :D

19 nóvember 2006

Myndir af sófanum

Núna eru myndir af sófanum komnar inn á myndasíðuna :)

Í gær var milli 20 og 25° hita munur á Íslandi og Gautaborg... þetta er klikkun...
Mælinn minn sagði +10° en mbl.is sagði -10° í Rvk og -15° á Akureyri.

En ég er að fara á jólamarkaðinn í Liseberg á eftir, en það mun líklega vera í fyrsta skipti þar sem ég mun ekki frjósa á tánum og á puttunum á Jól í Liseberg.

18 nóvember 2006

SÓFI

ég er komin með sofa :)

ég tek myndir fljótlega og set hér inná.

Þreytt - þreytari - þreyttust

Þá er fyrsta vikan af praktíkinni(verknáminu) búin. Það er alveg órtúlega hvað það tekur á að breyta til og fara að "vinna" rúma 8 tíma á dag og þurfa að vera vel vakandi allan tíman. Þegar ég mætti í morgun þá veit ég ekki hvert leiðbeinandi minn ætlaði, ég settist í stólinn inni hjá henni og leit út fyrir að hara sofið í max 2 tíma. Ég lifði á svefgalsa í dag, en ég og leiðbeinandinn skemmtum okkur vel sama yfir því og hæfilega alvarlegar þegar þarf. En ég hef orðið þreyttari með hverjum deginum, það skipti engu hvenær ég fór að sofa. Málið er bara að slappa af um helgina og safna orku til að takast á við næstu viku.

Svo fékk ég ánægjulegustu hringingu áðan í langan tíma. Sófinn minn sem ég búinn að bíða eftir í 7 vikur kom í búðina áðan og það er auka útkeyrsla á morgun svo ég fæ sófa á morgun. JÚÚHHÚÚÚ.... JIBBÝÝÝ!!!!

Svo fékk ég pakka frá mömmu áðan en hún quiltaði fyrir mig dúk á mataborðið og hann er bara mjög flottur, passar vel.

Svo á morgun þarf ég að taka til og þarf að vera búin að því um hádegi, því sófinn kemur um 13 eða 14. Svo þegar sófinn er kominn get ég farið að raða almennilega. Og þá er íbúðin bara að veða fullkomin.

Ég ætti að fara að koma mér í rúmið... það lokkar mig alla vegana...

09 nóvember 2006

Sænskar möppur og gatarar


Hvaða vitleysingur fann upp sænska holukerfið fyrir möppur, gatarana og möppurnar!?!

Ég þoli ekki þessar möppur og þessa gatara... það komast kannski 2mm blaðabunki í gatarann til að gata og ef það er fræðilega að koma þessu í gegnum blöðin og svo lokst þegar maður kemst í gegn á fer þetta ekki til baka og blöðin eru föst í gataranum... Svo er ekki hægt að vera með þessara gatara í einhverri standard stærð, götin fara mis mikið inn á pappírinn

Og svo þessar helv. möppur... já við förum ekkert út i það...

Þessar möppur sem eru á Íslandi eru svokallaðar EU-möppur... en HALLÓ.. ég hélt að svíþjóð væri í EU.

08 nóvember 2006

Þreyta...

Það er ótrúlegt hvað það getur tekið á að vera í skólanum heilan dag. Ég var alveg búin áðan þegar ég kom heim enda fór kvöldið alveg í að slappa af, fyrir utan þegar ég fékk æðiskast í að flokka skóladótið mitt loksins. Það var nú enginn æsingur í því en núna er allt skóladótið sem var óflokkað fyrir í 9 bunkum sem ég á svo eftir að fara í gegnum.
Annars þá held ég að svefnrútínur mínar sé farnara að brenglast, ég er farin að vakna á miðri nóttu... eða svona hálf vakna... og er ekki viss hvað klukkan er. Það skiptir ekki málið hvað ég horfi mikið á klukkuna... ég hef ekki hugmynd hvað klukkan er í raun og veru alla vegana þá tekur smá tíma að fatta það. Td. í fyrrinótt vaknaði ég(að ég held) ca 2:20 en þurfi að vakna 7:15 og var að hafa áhyggjur af því að ég hafði sofið yfir mig.... ég meina HAAALLLLLÓÓÓ.... Þetta gerðist aftur sl nótt en ég man ekki hvað klukkan var þegar ég vaknaði.

Annars býst ég við að fá sófann í næstu viku... vá hvað ég hlakka til...
Ég byrja svo í praktík(verklegu) í næstu viku, ég bæði hlakka til og kvíð fyrir. En við ætlum að hittast nokkrar stelpur um helgina og djamma smá saman svona áður en við förum í praktíkina þar sem að við erum allar á sitthvorum staðnum og munum ekki hittast of mikið.

En bakið er orðið þreytt núna og heimtar að fá að leggjast í rúmið... svo ég læt undan.

03 nóvember 2006

Kuldinn getur verið þæginlegur

Hér er orðið kalt en við sjáum bara til hve lengi þette helst.
Eftir skóla í gær ákvað ég að rölta aðeins um í bænum áður en ég færi heim. Það var kallt og dimmt en samt einhver þæginlegur andi. Þetta minnti mig á þegar maður er að rölta í bænum fyrir jól, kalt og myrkur en samt koma ljósin frá búðagluggunum og lýsa upp, maður labbar um dúðaður til að verða ekki kalt. Sem betur fer eru búðirnar ekki farnar að skreyta með jólaskrauti en þær eru nú samt farnar að selja jólaskraut, IKEA byrjaði að selja jólaskraut í septemer, sem er heldur snemma fyrir minn smekk.
Það er enginn skóli hjá mér í dag svo ég er að spá í að fara að rölta aðeins í bænum og taka því rólega.
Heimalærdómurinn má bíða þar til um helgin :þ

Svo ætlum við Alla að kíkja saman út að borða í kvöld, en það er frekar langt síðan við hittumst. Ég hef ekkert séð hana eftir að ég flutti... og ég flutti fyrir mánuði síðan... það er ss mjög mikið að gera hjá henni og svo var hún líka heima á klakanum.

01 nóvember 2006

Snjór...


Fyrsti snjórinn í vetur... ef snjó má kalla. Alla vegana á eru 0°C úti og það fer kannski niður fyrir frostmark af og til.

Þetta er mynd út um gluggann hjá mér

29 október 2006

Rólegur sunnudagur

Eitthvað stóð bloggfærslan á sér í gær... en hún á að vera komin inn núna.

Núna er klukkan komin yfir í vetrartíma svo það er bara klukkutíma munur á íslandi og svíþjóð... þvílíkur munur... :D

Partýið í gær var bara vel heppnað, 11 íslendingar, 4 svíar og einn finni. Auðvitað var farið í að kenna íslensku á staðnum og saman stóð það af misfögrum orðum.

Það er búið að rigna mikið síðustu daga en í dag er heiðskýrt og 8°C, ennþá hef ég ekki séð hitamælinn fara undir 7° svo þetta er langt haust. Ég hef verið að lesa nokkur blogg í morgun og það hljómar eins og veðrið á klakanum sé ekki alveg það sem maður óskar sér. Þessar bloggfærslur gera það að verkum að ég þakka fyrir það veður sem ég hef hér.

Annars ætla ég að koma mér fyrir fyrir framan sjónvarpið, setja Nonna og Manna í spilarann og fara að sauma krosssauminn minn. Já, ég ss stóð í því seinni part sumars að setja N&M á digitalform. Og fyrir ykkur sem þekkja samband mitt við N&M ... jájá hlægið bara... mér finnst þetta alla vegana mjög heimilislegt.

28 október 2006

Helgi...jibbý

Loksins er þessi langþráða helgi komin... verst bara hvað hún er stutt :/
Ég var sem sagt í prófi í gær í áfanganum Pedagogik och psykologi i audiologisk rehabilitering eða í grófri þýðingu kennslu- og sálfræði í heyrnarfræðilegri endurhæfingu. Ég get nú ekki sagt að mér hafi gengið vel á prófinu þar sem að maður veit ekki almennilega hvað kennarinn er að sækjast eftir. En þetta voru svona ritgerðarspurningar þar sem möguleiki er á að maður misskilji spurningarnar gjörsamlega en í raun er ekkert beinlíns rangt svar þeas ef maður skilur spurninguna rétt. Við sjáum bara til hvernig mér gekk.... ég nenni bara ekki að taka þetta próf aftur.

Svo í gærkvöldi fór ég á tónleika þar sem Sandra og bandið hennar Moskvitsj var að spila, en það var rosalega flott hjá þeim. En fyrir þá sem ekki vita þá samanstendur þetta band af 80% íslendingum og 20% svía (en svíinn er kærasti Söndru). En tónleikarnir í gær voru samasettir af íslendingum, svíum og finnum. Ég dýrka að hlusta á finna tala sænsku þeir erum með svo skíran hreim... flestir. Eftir tónleikana var sett á almenn tónlist úr Ipod og við vorum að dansa og spjalla til 4.

Síðast liðina daga er búið að vera að tala um í fréttum að það væri að koma stormur hingað til Svíþjóðar og allir að hafa áhyggjur af þessum stormi sem átti að vera nóttina milli fimmtud. og föstudags. Það kom smá vindur og svo var þetta búið, í gærkvöldi var bara mjög gott veður.

Svo er ég að fara í blöndu af útskrifta og afmælispartý hjá íslendingi (Krissi) sem ég kannast aðeins við í gegnum Söndru.

Ég læt heyra í mér seinna.

23 október 2006

Ýmislegt...

Lesa... lesa... lesa... já það er mikið að gera... og að mínu mati aðeins of mikið.
Og ofan á skólann þá er ég að hugsa fram og til bara um hvað ég ætti að gera næsta ár... og á einni viku er ég örugglega búin að vera í ca. 3 hringi með það... svo ég veit ekkert hvað ég að gera. Ef einhver hér í svíaríki gæti nú bara sagt mér að "þetta virkar svona" "þú getur valið að gera þetta svona eða hin segin" "þú getur athugað þarna til að sjá hvað þú hefur áhuga á"... og svona fleiri góðar upplýsingar en ekki "Farðu heim og hugsaðu þetta aðeins betur"... það er nefnilega erfitt að hugsa eitthvað lengra þegar manni vantar grundvallar upplýsingar...

Hrikalega verð ég fegin þegar þessi vikar er búin og prófið á föstudaginn er búið. En prófið mun innihalda eingöngu ritgerðarspurningar og ég get ekki sagt að það sé mín sterkasta hlið... síður en svo.

Mér finnst veðrið hérna mjög furðulegt... það er seinni partur október og það er 15° hiti, það var mun kaldara á þessum tíma í fyrra man ég, ég held að ég hafi séð minnst 7°. Laufin eru enn á trjánum og frekar græn.

Mig langar í bíó....
Mig langar að kíkja í heimsókn heim...

Ég hlakka til að komast í praktíkina eftir 3 vikur því þá get ég slappað af þegar ég kem heim á daginn og ekki hafa áhyggjur að þurfa að lesa e-ð eða gera e-ð verkefni.

13 október 2006

Miðbær

Ég var að komast að því áðan hvar ég verð í praktíkinni ... og ég lenti þar sem ég valdi sem fyrsta val... Aleris, en það einkafyrirtæki. Mér finnst æðislegt að þurfa ekki að vera á sjúkrahúsi, svo er þetta bara í ca 5 mín göngufjarlægð heiman frá mér :D Þannig að ég mun vera mikið í miðbænum... get t.d. skroppið heim í hádeginu...

Sandra var að kalla mig miðbæjarrottu um daginn... en á meðan ég verð í praktíkinni þá verð ég eins og þeir sem búa í 101 og vinna í 101.

Svo var ég að fá heimild áðan fyrir að gera lokaverkefnið mitt á Íslandi og annað verkefni þar sem við þurfum að standa fyrir framan hóp og vera með smá fyrirlestur. En fyrirlestraverkefnið þurfum við bara að vera búnar að gera áður en við klárum námið, svo ég þarf að velja mér hóp og umræðu efni og þegar það er komið er bara að velja dagsetningu þegar ég er heima á klakanum.

11 október 2006

10 dagar

Þá er ég búin að búa hér á Kronhusgötunni í 10 daga og mér líður bara mjög vel hér. Er enn að býða eftir mataborðinu og sófanum en það styttist alltaf í það.

Ég er búin að vera að vesenast eitthvað með myndaalbúmin og er að dunda við að setja myndir á netið. Er einmitt búin að finna mjög auðvelda leið til að setja þetta inn á netið svo nú fer ég að gera það oftar. Ég ætla lík að setja inn myndirnar frá því í vor/vetur sem ég setti aldrei inn, þar má t.d. nefna Berlínar myndirnar.

Það er frekar mikið að gera í skólanum núna, aðalega að lesa, ég héld að því meira sem ég hef að lesa því minna les ég. Þetta stafar örugglega af því að ég sé ekki fram á að geta klárað að lesa þetta allt saman og þá einhvern vegin "gefst ég bara upp". En ég ætla að gera góða tilraun í dag að lesa... og baka í leiðinni ;)

05 október 2006

Myndir

Loksins er ég búin að setja inn nýjar myndir... var að fatta að ég hef ekki sett inn nýjar myndir síðan í janúar.

En myndir af íbúðinni eru komnar inn... undir: Myndir 2006 -> Kronhusgatan

Reyni að setja inn fleiri myndir fljólega með upprifjun frá feb til sept

03 október 2006

FLUTT!!!

Já ég er flutt... jibbýýý!!!!

Ég fékk lyklana af íbúðinni á sunnudaginn svo við fórum 2 ferðir á bílnum sem pabbi var með á leigu. Komumst nánast með allt í þeim ferðum og meira að segja dýnuna svo ég svaf fyrstu nóttina í íbúðinni á sunnudagsnótt(mánudagsmorgun)

Svo leigðum við flutningabíl á mánudaginn og kláruðum að flytja stóruhlutina sem ekki komust í bílinn. Svo var auðvitað farið í IKEA og það 2x eða í raun 3x en síðasta skiptið var bara til að kaupa það sem var uppselt.

Svo er pabbi búinn að vera rosalega duglegur að setja saman IKEA dótið mitt og mamma á heiðurinn að því hvernig raðað er upp í skápa.

Mér tókst svo að detta í stiganum áðan og skella bakinu í þrepin... frekar vont... en segir maður ekki bara fall er farar heill...

En annars þá er ég mjög ánægð með mig hér og plana ekki að flytja héðan fyrr en ég flyt heim.
Ég þarf reyndar að bíða í 2 vikur eftir að fá matarborð og stóla og 5-6 eftir að fá sófan minn... en ég lifi það af.

Ég ætla svo að taka myndir fljólega og setja inn á netið...