22 desember 2005

Heima

Núna er ég komin heim...loksins.

Það var mikið að gera í dag að redda öllu sem átti eftir að redda fyrir jólin... þe það sem ég gat ekki reddað úti.

Ég býst ekki við að skrifa meira hér inn á meðan ég er heima, alla vega ekki fyrst um sinn. En ég er í góðu símasambandi... þe með 2 síma bæði ísl og sæn númerið. Og auðvitað er ég með sama ísl númerið enda ætla ég ekki að gefa það neitt :p

Gleðileg jól!!!

20 desember 2005

Næsti sólahringur...

...mun einkennast af stressi, tilhlökkun og þreytu.

Ég tók sem sagt þá ákvörðun að fara með töskuna niður á lestarstöð núna í kvöld, svo ég þyrfti ekki að gera það í fyrramálið, þar sem ég var búin að pakka og sá ekki fram á að ég myndi setja neitt meira ofan í töskuna. Þá er bara eftir að fara í skólann á morgun, sem er víst skildumæting komst að því í dag og var líka skildumæting í dag. Reyna að halda einhverri einbeitningu í þessa 3 tíma. Koma sér svo niður á lestarstöð og fara í lestina. Líka best að muna eftir töskunni :p

En jæja það er best að fara og þrífa baðið, lakka á sér neglurnar og fara að sofa. og vera tilbúin, andlega og líkamlega fyrir morgundaginn.... lending eftir ca 25 tíma.

18 desember 2005

3 dagar í heimkomu + myndir

Ég get eiginlega ekki beðið lengur... svo ég er byrjuð að pakka :) Reyndar er ég ekki búin að þvo allt sem ég þarf að þvo en ég er búin að taka hluti frá sem ég ætla með heim. Svo er ég búin að sækja ferðatöskun og hún er komin hér á gólfið og það er ágætis hrúa ofan á henni... ætli ég komi öllu ofan í tösku??

Svo þegar ég var að sækja spariskóna sem ég fer með heim... haldið þið ekki að ég hafi ekki bara fundið K-hálsmenið mitt sem er búið að vera týnt í ca. 2 mánuði og ég hafði sárt sakknað. En það var ofan í skónum... ég varð rosalega glöð. Og auðvitað búin að setja það á mig.

Ég er búin að setja inn myndir á myndasíðuna undir 'byrjun des'. En þetta er bara svona sitt lítið af hverju.

17 desember 2005

4 dagar í jólafrí

Það fer að styttast ógurlega í heimkomu sem er auðvitað ekkert nema gott. Ég er búin að gera verkefnið í taugasálfræði sem ég á að skila inn á þri.d/miðv.d. Ég var uppi í skóla frá 10:30 til 15 að gera þetta verkefni. Og það var varla pásað svo ég var þokkalega þreytt á eftir og gerði mest lítið í gærkvöldi nema að hluta á tónlist. Ég held að ég hafi verið komin með svefngalsa um 23 leytið og var á leiðinni í rúmið í tæpa 2 tíma áður en ég loksins fór að sofa.

Það er kalt hér í dag ég sá mælinn sýna -5,9°C fyrir ca 2 tímum en hljómar ekki vel. Svo var 18°C hér inni þegar ég vaknaði, en ég setti ofnana á fullt til að hita herbergið sem gengur eitthvað dreglega. En það er búið að hlýna ótrúlega á stuttum tíma, en núna er -3,5°C reyndar er hitinn alltaf að rokka eitthvað. Ég þarf að fara með pakka niður í bæ en ég nenni ekki út í þennan kulda.

Ég get varla beðið þanngað til á miðvikudaginn. En þar sem þessi önn er búin að vera ótrúlega fljót að líða þá hljóta þessir 4 dagar vera fljótir að líða. Ég er í skólanum á milli 9 og 12 á mið.v.d og svo fer lestin kl 13:25 þannig að ég ætla ekki að treysta á að ég nái heim í milli tíðinni. Þannig að ég verð með ferðatöskuna í skólanum.... mjög gaman. Og svo á ég frammi hið skemmtilega 10 tíma ferðalag. En svo hitti ég líklega Tinnu, vinkonu Öllu í Köben, en hún er fara með sama flugi. Svo ég verð ekki ein alla leiðina.

Jæja ég þarf að fara koma þessum pakka niður í bæ. Gott að vera búin að því!!

Svo vil ég endilega rukka Jón og Lilju um parketmyndir. En þau ákváðu að ráðast í að leggja parket... sem er auðvitað bara flott.

14 desember 2005

Vika í heimkomu :Þ

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er þreytt eftir daginn. Ég var í skólanum milli 10 og 12. Svo hitti ég Öllu og við fengum okkur að borða í hádeginu og röltum í bænum og ég keypti jólagjafir, en ég er bara orðin í góðum málum í þeim efnum... sem er auðvitað bara gott mál.
Svo fórum við í Liseberg og röltum þar um heillengi, og auðvitað keyptum ýmislegt, jólaskraut og jólagjafir. Jú og svo auðvitað lakkrís og brenndar möndlur... mjög gott.
Ég er að spá í að vera mjög dugleg í fyrramálið og fara upp í skóla kl 9 og fara að lesa taugasálfræði og gera verkefnið úr því... en við eigum að skila því inn áður en við förum í fyrirlestur um það... einkennilegt mál. Ég á að vera á fyrirlestri milli 13 og 15 svo ég ætti að geta gert nokkuð mikið fyrir fyrirlesturinn, milli 9 og 12 en svo þarf ég alveg klukkutíma í að borða og rölta niður í Handelshögskola þar sem við erum á fyrirlestrum núna því við erum svo mörg(Heyrnarfræði-, iðjuþjálfa- og sjúkraþjáfanemar)... og já við erum meira að segja með strákum í tímum :) Sem er auðvitað bara skemmtileg tilbreyting :)

En núna ætla ég að fara að leggja mig... kannski lesa smá, þe ekki skólabók.

13 desember 2005

Sálfræðin er byrjuð

Nú er síðasti áfangi annarinnar byrjaður og ég sé fram á mikinn lestur í hinum ólíku útgáfum af sálfræði...Heilsusálfræði, vinnusálfræði, viðtals- og samtalsvinnubrögð, Taugasálfræði, erfiðleikasálfræði og félagssálfræði(nb beinar þýðingar)
Og þar sem mér þykir ekkert sérstaklega gaman að lesa fræðibækur þá er ég ekkert í skýunum yfir þessu. Mig langar bara að komast heim í jólafrí eins og aðrir. Ég kemst ekki alveg jafn vel upp með lítinn lærdóm þessi jól eins og síðustu jól, þegar ég lærði í 3 eða 4 tíma.

En í gær fór ég til Ragnars og fékk að skrifa nokkur lög en drengurinn á rúmlega 1500 lög á tölvunni sinni. Ég skrifaði ca 270 lög niður á disk og á núna slatta af tónlist, auðvitað fyrir utan það sem ég átti fyrir.

En jæja best að hlada áfram að lesa Som man frågar får man svar, ein af þessum 9 bókum sem við þurfum að lesa. Sem betur fer þurfum við bara að lesa valda kafla úr nokkrum bókum en aðrar eigum við að lesa alla. Eins og staðan er núna er ég búin með 57 bls af þeim 961 sem ég á að lesa... engin frábær frammistaða enda lengi að lesa.

11 desember 2005

Sú fríska skrifar.. :þ

Þá er síðasta prófið búið fyrir jól en engin sérstök ástæða fyrir að fagna þar sem sálfræðin byrjar á morgun, en ég hef ca. 1000 bls að lesa um jólin.

Á föstudagskvöldið fór ég með Marie og foreldrum hennar á söngleikin Kharmen,(venjulega er þetta ópera) en það var búið að setja þetta í nútímabúning. Þetta var bara mjög skemmtilegt. Átti stundum erfitt með að skilja það sem sagt var(ekki ein um það) en ég náði alveg söguþræðinum.

Í gær fór ég með Marie og foreldrum hennar að rölta í gegnu jólamarkaðinn í Haga, en hann var ekki alveg jafn góður og í fyrra kannski hafði rigningin sitt að segja. Svo eftir það röltum við í gegnum bæinn og fórum í Liseberg á jólamarkaðinn þar. Ég keypti glögg og sinnep til að fara með heim. Keypti eina jólagjöf og fann aðra sem ég mun kaupa næst þegar ég fer. Vorum ekkert voðalega lengi þarna þar sem það rigndi og manni varð hrollkalt inn að beini. Og þó að ég væri í íþróttaskóm í þetta skiptið varð mér samt kalt á tánum. Svo þegar við vorum á leiðinni út hringdi Chris frá USA... hef ekki heyrt í honum í langan tíma, alltaf gaman að fá hringingu frá útlöndum.

Svo var Alla að klára prófin sín í gær svo við fórum út að borða á O'Lerys og fengum okkur hamborgara og djúpsteiktan ís... mjög gott en við vorum ekkert smá saddar. Fórum svo og hittum vini Öllu sem voru að fara á djammið en við ákváðum bara að fara heim því við vorum svo þreyttar. En ég var komin heim um eitt leytið svo þetta var ágætt.

Nú er bara spurning hvað maður gerir í dag. Það sést í eitthvað blátt á himni svo það er spurning hvort maður fari út!!??!!

08 desember 2005

dagurinn í hnotskurn

Eftir að hafa sagt mömmu frá þessu yfirliði þá vildi hún að ég færi í blóðprufu. Svo sagði ég Marie frá þessu og hún vildi að ég færi á slysavarðsstofuna(bráðamóttökuna) eða hringdi og talaði við einhvern(þe hjúkrunarkonu).
Eftir smá pressu hringdi ég og talaði við einhverja hjúkku sem vildi að ég færi upp á slysó sem ég og gerði.
Fyrst tók tíma að bíða eftir að vera kölluð upp til að vera skráð inn og borga(300 sek kr takk fyrir), þó enginn væri á undan mér í röðinni. Svo var ég kölluð inn ótrúlega fljótt í eitthvað tékk. Þar sem ég fór í hjartalínurit, blóðþrýstingsmælingu og sýrustigsmælingu(en þá var einhverjum svampi(2cm í þvermál) stungið upp í nefið á mér á frekari viðvarannar eða upplýsinga. Svo var mér sagt að bíða í biðstofunni og það gæti tekið smá tíma. Sem betur fer spurði ég hvað smá tími gæti verið langur... tja.. "ett par timmar" ss ca. tveir klukkutímar... vegna þess að ég var ekki alvarlega veik. Og þá hófst biðin. Sem betur fer kom Marie og stytti mér stundir. Eftir eins og hálfs tíma bið var ég kölluð inn þar sem ég átti að bíða inni á stofu eftir lækni, sem tók ca. klukkutíma, ræddi við hana í smá stund en hún var viss um að það væri ekkert að mér og þar sem ég var ekki lífshættulega veik hefði ég ekki þurft að koma. En hún lét taka blóðprufu til að athuga hvort nokkuð væri að. Allt var í góðu lagi. Ég held að ég hafi verið að eyða tímanum hennar og annarra á að hafa komið. Ég spurði hvað ég ætti að gera ef þetta gerðist aftur en ég fékk lítil sem engin svör.
Sem sagt eftir 4 tíma sjúkrahúsvist held ég að ég gæti ekki verið frískari.

yfirlið 2

Í nótt gerðist það í annað skiptið á hálfu ári að ég vakna upp um miðja nótt og er það illt í maganum og flökurt að það líður fyrir mig... ekki skemmtilegt. Ég vona bara að ég sé ekki að fara að taka þetta upp í vana. En í þetta sinn tókst mér að koma frá þessu yfirliði ósködduð. En það er svo skrítið að ég bara dett út... það er ekki eins og allt verði svar og mig svimar neinei ég bara vakna upp á gólfinu... tekur smá tíma að fata hvar ég er og hvað hefur gerst.

En svo er prófið í málvísindum á morgun, eins gott að geta myndað sér skoðanir og rökrætt þær. Dæmi um spurningu á prófinu frá því í fyrra: Getur maður tjáð sig um sömu hluti á öllum tungumálum? Rökstuddu svarið. Ég get ekki alveg ákveðið mig hvort ég myndi svara já eða nei...

07 desember 2005

Sniðugt

Þetta fólk sem sér um þetta stúdentasvæði hérna er stundum ekki alveg heilt held ég. En alla vegana í gær þegar ég var að fara upp í eldhús að fá mér morgun mat, þá sé ég að gólfið á stigaganginum er blaut og miðað við lyktina þá var örugglega verið að lakka/bera á gólfið. Ég svona reyni að ganga á þurrusvæðunum en undra mig á afhverju við vorum ekki látin vita að. Svo fer ég að þvo sem þýðir að ég þarf að fara nokkrum sinnum inn og út og ekkert mál með það. Gólfið, að ég held, orðið þurrt. Svo fer ég út og hitti Marie í einhverja klukkutíma. Svo kem ég heim og fer svo til Marie um kvöldið og þegar ég kem heim þá stendur miðið á hurðinni um að það búið sé að bóna gólfið og vinsamlegast ekki ganaga á blautu gólfinu... Þessi miði var hengdur upp á kolraungum tíma þar sem gólfið var orðið þurrt enda bónuðu um ca 10 leitið um morguninn en ég kom heim rétt fyrir 23. Það hefði verið betra hefðum við fengið miða þar sem stæði... Gólfið á stigaganginum verðu bónað á morgun svo vinsamlegast reynið að vera ekki á ferðinni milli 10 og 11. En ekki setja miða á útidyra hurðina.

Svo eitt annað sem ég rakst á um daginn... Sígarettu-sjálfsala sem er ekki frá sögu færandi fyrir utan að þetta var á skemmtistað, og hér er bannað að reykja inni á skemmtistöðum... En eitt tók ér sérstaklega eftir á þessum sjálfsala, það var límmiði sem á stóð "Sýnið skilríki" þar sem bannað er að kaupa sígarettur ef maður er undir 18 ára... Ég skildi nú bara ekki alveg hverjum maður átti að sýna skilríkið...?

Svíar geta stundum verið undarlegir

05 desember 2005

16. dagar þar til ég lendi á klakanum

Það styttist óðfluga í jólin annar í aðventu er búinn.
Ég fór í Liseberg með Öllu og Mariu(sænsk vinkonu Öllu) á laugardagskvöldið. Mjög gaman að komast í smá jólafíling. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið mjög hlýtt úti en maður lét það ekki hafa áhrif á sig. Ég á örugglega eftir að fara svona 2-3 í viðbót í Liseberg... kaupa smá jólaskraut en nú var ég bara að skoða.

Svo í gær kom Marie í heimsókn til mín og ég eldaði fyrir hana. Ég borða svo oft eitthvað hjá henni að ég verð að gera eitthvað á móti líka. Hún fékk hjá mér BBQ kjúklingakássuna en hún er alveg í uppáhaldi hjá henni.

Í dag var svo síðasti skóladagurinn fyrir próf í málvísindum sem er á föstudaginn. Ég skil ekki alveg afhverju við fáum svona langan tíma til að lesa fyrir þetta próf þar sem prófið samanstendur af 3 spurningum sem maður á að segja sitt viðhorf og rökstyðja. En það er líka ágætt að fá smá pásu :þ

E-mailið(ísl) mitt er búið að vera í einhverju veseni í nokkra daga núna en það lagaðist í dag loksins en viti menn þá lokaðist skóla e-mailið og verður lokað þar til á morgun.

03 desember 2005

Jólin nálgast greinilega

Það er nú svo sem ekki mikið að frétta héðan. Ég kíkti aðeins í bæinn áðan og þvílíkt magn af fólki. Ég ætlaði aðeins að athuga hvort maður gæti fundið einhverjar jólagjafir en ég ákvað fljótlega að skoða bara og kaupa seinna, þar sem það var ekki fræðilegur að ég nennti að bíða í röð. En útkoman var bar góð er komin alveg með einhverjar hugmyndir. Mun geta reddað nokkrum gjöfum hér en svo verður restin bara ákveðin á síðustu mínútu eftir að ég kem heim.

Það er svo gaman að því hvað Svíar eru rosalega mikið fyrir Glögg. Það til svo mikið af allskonar ílátum fyrir glögg. En það er bara gaman af svona hefðum. Bjóða fólki heim í heitt glögg og piparkökur með. Það má vel vera að ég komi með þessa hefð með mér heim einhvern tíman.

01 desember 2005

Grátt, blautt og kalt

...já sem sagt það fór að rigna í dag og snjórinn er farinn, hann var reyndar farinn að minnka all verulega.

Ég sit hérna og er að reyna að skrifa umsögn um bók. Við áttum að velja okkur bók sem fjallaði um mál og/eða samskipti, með mál meina ég: leið til að tjá sig, tungumál, talmál, táknmál, skrifmál osfrv. Mér tókst nú ekki að velja mér skemmtilega bók en tókst samt að lesa í gegnum hana. Og nú sit ég og reyna að finna eitthvað úr bókinn sem ég get haft einhverja skoðanir um, en málið er að bókin gefur svo lítið svigrúm til að hafa skoðun. Við eigum að skrifa 2-3 bls og ég er komin með 1 1/3 bls... gengur frekar treglega. Svo er próf í Málvísindum á föstudaginn eftir viku...gaman gaman.

...en það er alveg að koma helgi...jibbý... reyndar hef ég ekkert planað fyrir helgina... en það er allt annað mál :þ

29 nóvember 2005

Myndir

...ennþá er allt hvít...

En það eru komnar inn myndir frá saumastundum okkar Ragnars... vá hvað þetta hljómar eitthvað asnalega...
...þátttaka mín í saumaskapnum kemur ekki vel fram á þessum myndum... enda voru myndirnar meira sem sönnun um að hann gæti gert þetta... og það er meira að segja til myndband (skoða) ...en ég sá mest um að mæla og títa faldinn svo hann gæti saumað :þ

... ég ætti kannski að gerast saumakennari... þetta kom svo vel út... eða taka að mér að saumagardínur :þ

28 nóvember 2005

Hvítt

wooow maður skrifar eitt blogg og lítur svo út og allt er orðið hvítt. Sem sagt fyrsti almennilegi snjór(sem festist) vetrarins er kominn. Spurningin er bara hve langt er þanngað til allt bráðnar ??

Saumadagur

Já sem sagt laugardagurinn fór í það að hjálpa Ragnari að saumagardínur. Sem var bara hin mesta upplifun, og bara mjög skemmtilegt. Réttu áhöldin voru nú af skornum skammti en við redduðum þessu, t.d. var notaður tommustokkur í stað málbands og nálar í stað títuprjóna. En hann var mjög duglegur og saumaði sjálfur á saumavélina og sýndi bara góða takta. En þar sem ég þurfi að fara áður en við kláruðum að sauma allar gardínurnar þá tók hann sig bara til og kláraði þær sjálfur.

Svo fór ég með Öllu í partý til vinkonu hennar. Þetta var bara ágætis partý þó að við þekktum fáa. En við reyndar lentum í einum gaur sem talaði stöðugt og af "miklum áhuga" við okkur um Íslands og það var í raun ekki hægt að losna við hann. En váá hvað maður verður þreyttur á þessum umræðum og heimskulegum spurningum um Ísland. Það er allt í lagi ef fólk spyr smá og sýnir áhuga en það má líka alveg tala um eitthvað annað.
En við vorum svo hvorugar í stuði til að fara niður í bæ, veit ekki einu sinni hvort að fólkið var á leiðinni þanngað. Þannig að Alla fékk þá hugmynd að koma við hjá Ragnari til að kíkja á gardínurnar. Klukkan var rétt fyrir 1 þegar við bönkuðum upp á.. og váá hvað sumir voru meiglaðir.. við vorum vissar að hann væri vakandi því kveikt var á sjónvarpinu en hann hafði sofnað...greyið..

Svo í gær fór ég í bíó með Öllu og Gauta á Harry Potter, sem var bara hin ágætasta mynd. Þær verða ofbeldisfyllri með tímanum. Svo var það bara tekið rólega í gærkvöldi.
Í kvöld er ég svo að fara til Ragnars að hjálpa honum með eina gardínuna sem varð of stutt, smá byrjendamistök í mælingu hjá Ragnari. En þá ætti þetta líka að vera komið hjá honum í bili... vonum bara að þetta reddist :)

26 nóvember 2005

Snjókorn í Gbg

Já sem sagt það snjóaði áðan... þó að það sé 3 stiga hiti, enda festist snjórinn ekki. En núna er bara allt blautt.

Í gær fór ég til Öllu og við breyttum flugmiðanum okkar, ætlum sem sagt að fljúga saman þann 8. jan aftur til Gbg, eða Köben og lest til Gbg.
Alla á inneign á Skype svo við hringdum þaðan... mjög sniðugt... en váá hvað konan í símanum var leiðinleg... Ég hafði nefnilega ekki tekið eftir því að ég hafði ekki fengið sendan E-miðan í e-maili... og þegar ég sagði henni það þá sagði hún strax: (leiðinlegur tónn)"Þú getur ekkert flogið án e-miðans" ég:(reyna hljóma góðlega)"en er ekki nóg að vísa kk-kortið" hún: jú en það eru ekkert allir sem skrá það inn!!... úff hún var bara leiðinleg...
En alla vegana þá kíkti ég með Öllu á æfingu... gaman að fá að sjá hvernig þetta lítur út þar sem hún, Ragnar og Gauti eru að æfa. Þetta var svolítið örðuvísi en ég bjóst við... en mjög gaman að sjá þetta... aldrei að vita nema að maður kíki aftur :)

Svo er ég að fara að hjálpa Ragnari að sauma gardínur á eftir... eða meira leiðbeina honum því hann ætlar að gera þetta sjálfur. En á meðan ætla ég að downloada tónlist frá hans tölvu fyrir á mína ...jej...

Svo í kvöld er ég að fara með Öllu í partý til bekkjasystur hennar... gott að komast á alvöru djamm... hef ekki farið á djammið lengi.

25 nóvember 2005

Fimmtudagsdjamm..

Ég er búin að fá verkefnið til baka sem við þurtum að gera um samskipti okkar við sjúklinga og ég náði(ekki alveg viss hvort ég fékk G eða G- en það skitir ekki öllu)... var eiginlega alveg viss um að ég myndi þufa að gera eitthvað aukaverkefni... meira að segja áður en ég skilaði þessu inn. En ég er alltaf að koma sjálfri mér á óvart.

Svo í gær var ég plötuð í eitthvað Landvetter(flugstöðin hér í Gbg) partý. Ann-Cathrine, sem er með mér í bekk og ég umgengst smá, er að vinna á Landvetter. Svo var eitthvað partý í gær á einum skemmtistað niðri í bæ. Ég get nú alveg viðurkennt það að ég nennti ekki að fara. Í byrjun var þetta eins og ég hafði ímyndað mér, við stóðum þarna 4, ég, Marie, AC og ein sem AC er að vinna með, og vorum að "spjalla". Og við Marie þekktum auðvitað engan þarna. Ég var ekki alveg í stuði til að vera þarna. En það skánaði þegar við fórum að dansa, þá skemmti ég mér ágætlega. En það stóð ekki lengi og við vorum farnar kl hálf tólf. Ég fatta ekki alveg þá pælingu að djamma á fimmtudegi... ekki alveg mín deild.

Svo er Alla búin að bjóða mér með sér í partý á laugardaginn, sem verður örugglega gaman... ég er alla vegana í meira stuði fyrir það.
En ég ætla reynar að nota daginn í að læra smá svo er alveg óákveðið hvað maður gerir í kvöld... það kemur bara í ljós :)

23 nóvember 2005

Þá er skólinn þessa vikuna búinn... reyndar var ég ekki nema 2 sinnum í skólanum :þ
En ég fékk að vita það í dag að ég muni kannski ekki byrja fyrr en 11. jan í skólanum eftir áramót... sem er auðvitað bara snilld. Er þá að spá í að fljúga til baka sunnudaginn 8. eða mánudaginn 9.... hallast reyndar frekar að 8. en það kemur svo í ljós. Svo er Alla eitthvað að pæla að breyta kannski miðanum sínum líka og fljúga 8. sem er bara cool... þá getum við verið samfó :þ En það kemur bara í ljós seinna.

Annars er lítið að frétta héðan... bara að bíða með að fá þessa sálfræði stundatöflu.

HEY...já... ef einhver á/eða getur tekið mynd af umbúðum utan af gömlum hlutum(matvöru), einhverju sem er ekki til lengur í dag eða með öðruvísi lúkk... þá megið þið endilega senda mér mynd/ir... ég var nefnilega að spá í að teikna svoleiðs myndir en það er erfitt að finna svoleiðis á netinu. Þeir sem eru með eitthvað í huga geta líka haft samband eða þeir sem skilja ekki hvað ég meina en vilja hjálpa :)

19 nóvember 2005

IKEA dagurinn mikli

Í gær kvöldi fór ég í heimsókn til Öllu og við horfðum á 2 myndir sem eru enn í bíó hér. Crash, skil ekki alveg afhverju hún er enn í bíó en það örugglega búið að sýna hana í 3 mánuði, en við erum ekki klárar um hvað hún fjallar nema kynþáttafordóma, svo horfðum við á Monster-in-law sem var bara fín, ekta mynd þar sem allt er gott í byrjun og svo fer allt í klessu og endar á að allir eru sátti, mjög fyrirséð og fínt.

Svo í dag var IKEA dagurinn okkar Ragnars. Ég var komin til hans rétt fyrir 11 og þá byrjaði ferðalagið. Fyrst gleymdi hann að við ættum að fara út á einum stað svo við fórum einni stoppi stöð lengra og þegar við komum til baka var strætóinn sem fer upp í IKEA að fara. Svo eftir nokkrar stuttar sporvagna ferðir, til að þurfa ekki að bíða í 30 mín, náðum við örðum strætó sem fer líka upp í IKEA.
Vorum komin þanngað örugglega rétt fyrir 1 :þ Eyddum klukkutíma í gardínu/efnadeildinni þar sem Ragnar var að fá sér gardínur eða þeas efni í gardínur, en eftir símtal til Íslands og smá tíma í ákvörðunartöku þá héldum við áfram.
Mér tókst á 2 tímum að versla fyrir 1075kr... sem er bara ekki slæmt við vorum komin út um 3 leitið. Innkaupalisti:
2x skraut steinar = 30kr
rammi f/3 myndir = 99kr
2x tímastillt innstunga = 29 kr
2x fjöltengi = 24kr
3x kerti = 77kr
8x herðatré = 19kr
5x buxnaherðatré = 45kr
2x stórir koddar = 118kr
lak = 149 kr
rúmteppi = 89kr
2x koddaver = 178kr
borðlampi = 79kr
4x bollar = 76kr
mjólkurþeytari f/Öllu = 15kr
sítrónupressa = 19kr
plastdallar = 19kr
2x uppþvottaburstar = 5kr
IKEA poki(stór) = 5kr

Þetta gerir sem sagt 1075kr sem er skv. mbl.is í dag 8143kr ísl. Hvað ætli þetta kosti í IKEA á klakanum...? :þ
En þetta var bara hin skemmtilegasta IKEA ferð en það var samt rosalega gott að koma heim. Svo þegar ég er komin með alvöru íbúð sem inniheldur eigið eldhús þá fer ég aftur með bíl og kaupi stærri hluti en það verður ekki fyrr en á næsta ári.

Svo er bara bíó með Öllu í kvöld, ætlaði að fara með Marie en hún gat það svo ekki vegna mígrenis. Og Öllu langaði líka í bíó, planið er Legend of Zorro.