16 október 2005

Helgin

Jæja ég er búin að komast að því að ég geti komist heim 21. des. En það er samt líka möguleiki að ég komist fyrr eða fara til baka seinna... fer eftir hvernig tímunum verður raðað niður.

Ég var í smá partýi hjá Ragnari á föstudaginn. Við vorum 6, 3 ísl. og 3 svíar. Reyndar var kynjahlutfallið ekki jafnt. Ég og Magga og svo Ragnar og 3 sænskir vinir hans. En við skemmtum okkur mjög vel. Planið var að fara í bæinn en það varð víst ekkert úr því. Strákarnir fóru heim 3:30 en ég og Magga gistum. Magga svaf í rúminu, Ragnar á dýnu á gólfinu og ég í sófanum. Ég svaf reyndar alveg ótrúlega miðað við aðstæður... þe sófinn var ekki alveg nógu langur þannig að ég svaf í fósturstellingu. :þ En ég er að vinna í að koma upp nýrri myndasíðu og þá verða einhverjar myndir úr partýinu þar inni.

Svo í gær átti ein bekkjasystir mín afmæli, sem ég umgengst smá í skólanum. Svo ég fór til hennar... nennti reyndar ekki að fara. En við vorum 7 stelpur, af okkur 7 voru 3 vinnufélagar hennar. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið það skemmtilegasta en þetta var allt í lagi. Ég var líka svo ótrúlega þreytt eftir nóttina áður.

En svo er það bara afslöppun í dag. Mér finnst reyndar eins og ég sé að fá hálsbólgu eða eitthvað álíka en ég vona að ég nái að stoppa það áður en það verður eitthvað meira.

14 október 2005

Jólin

Ég var að komast að því að ég mun verða líklega mjööög lítið heima um jólin. Getur verið að ég komist ekki fyrr en 23. des og þarf að mæta í tíma 2.jan. ....grenj...

en þetta er ekki 100% ég vona að þetta verði ekki svona..

12 október 2005

Ímyndunarveiki á háu stigi

Ég var sem sagt áðan með íslendingu og einum svía á pub að "horfa" á leikinn Svíþjóð - Ísland. Var eiginlega búin að ákveð að fara ekki en svo var verið að suða í mér að koma þannig að ég lét undan. Við vorum meira að segja með ísl.fánann og hengdum upp fyrir ofan borðið. Stoltir Íslendingar...

Og ég er sem sagt búin að komast að því að ég þjáist af ímyndunarveiki á háu stigi. Ég er meira að segja orðin þreytt á þessri ímyndunarveiki í sjálfri mér. Ég ætti kannski að fara slappa af og þá kannski verð ég minna pirruð á þessu.
Þetta er það slæmt að ég get alveg ímyndað mér að leikurinn áðan hafi farið Íslendingum í vil...

En ég ætti bara að fara sofa núna og slappa af og athuga hvort að ímyndunarveikin gangi ekki yfir á næstu dögum... hún verður eiginlega að gera það annars fer ég yfirum og kannski fleiri með mér.

Annars þá var ég rosalega dugleg í praktíkinni í dag. Leiðbeinandinn var rosa stolt(ur). Sá alveg sjálf um viðtal við sjúkling sem er að spá í að fá sér heyrnartæki...stolt...stolt... ;)
Ég ætla að reyna að vera jafn dugleg á morgun... og kannski duglegri..

11 október 2005

Dagbók helgarinnar

Núna er ég byrjuð á annarri viku í praktík. Ég var í fríi í gær og það var mjög þæginlegt. Í dag var ég svo spurð að því hvort ég væri með norskan hreim, en ég gerði manneskjunni ljóst að ég væri íslensk en ekki norsk. Reyndar er það kostur að vera spurð hvort ég sé norsk því þá er maður að ná hreimnum meir... en ef maður er spurður hvort maður sé finnskur þá gefur það til kynna að maður noti íslensku hljóðin of mikið.

Á föstudaginn var ég og Magga heima hjá Ragnari að horfa á sjónvarpið. Við horfðum á hvern þáttinn/myndina á færur annari og þegar klukkan var að verða 5 þá fannst mér þetta orðið gott og ákvað að fara heim. Það er ótrúlegt hvað maður getur setið fyrir framan sjónvarpið og bara horft á eitthvað.
Svo á laugardaginn hitti ég loksins Söndru og fór með henni í óvissu ferð með 3 kunningjum hennar. Þetta var það mikil óvissuferð að tilgangur ferðarinnar er ekki enn vitaður. Svo um kvöldið fór ég út að borða með Öllu, bekkjarsystur hennar og 3 öðrum. Við fórum á mexikanskan stað, aðeins öðru vísi en það sem ég var vön en mjög góður matur. Við mættum ekki á staðinn fyrr en 21:30 en svo breyttist staðurinn í skemmtistað þegar klukkan nálgaðist meira miðnætti. Svo eftir matinn vildi helmingurinn fara heim og helmingurinn fara á djammið, en það var ég, Alla og strákur að nafni Emil sem fórum á djammið. Svo vissi ég að Ragnar og Magga ætluðu í bæinn svo ég hafði samband við Möggu og við hittum þau. Við vorum ekkert sérstaklega lengi úti, til rúmlega 2, en það var líka bara ágætt.
Sunnudagurinn var svo bara tekinn rólega.

Vaknaði svo snemma í gær(mán) aðalega til að geta sofnað um kvöldið. Var rosalega dugleg að vinna smá í verkefni og þvo. Svo fór ég að hitta Möggu í bænum. Kíktum smá í búðir og settumst svo niður og fengum okkur næringu... og spjölluðum þar örugglega í 2 tíma.
Svo í gærkvöldi reyndu Alla, Magga og Ragnar að sanfæra mig um að koma með þeim á pub og horfa á Svíþjóð-Ísland... Ég er ekki enn búin að ákveða mig, en það gæti verið smá stemning í því að sjá Ragnar málaðan í framan í íslensku fánalitunum. En við sjáum til hvernig stuði ég verð í á morgun.

En jæja þetta er orðið þokkalega langt held ég bara.

10 október 2005

Ekki leiðum að líkjast...

giggles
You're Little Miss Giggles!! :D You have a good
sense of humour and you're probably a bit of a
flirt!


Which Little Miss are you?
brought to you by Quizilla


Hefur þetta einhverja merkingu...? Góð spurning.
Ég held að ég geti ekki þverneitað þessu... einhvern vegin er hægt að finna út úr þessu :þ

07 október 2005

1. praktík vikan er búin

loksins föstudagur ... mmmmm ...
Ég tek alltaf meiri og meir þátt í heimsókn sjúklingana á Heyrnarstöðina í Alingsås, og það er auðvitað bara ekkert nema gaman. Fæ reynar frí á mánudaginn þar sem allt staffið er að fara á fund eða eitthvað álíka. Má reyndar ekki segja kennurunum mínum frá þessu :þ ekki líklegt að þið getið lekið þessu í kennarana.

Ég skil ekki þetta með hásinina á mér. Þegar ég var að fara að sofa í gær þá sá ég að ég var að fá marblett þar sem mér er búið að vera illt. Mjög einkennilegt. Svo var mjög sérstök tilfinning í hásininni þegar ég labba. Ég er búin að hugsa mikið um hvernig er hægt að lýsa þessari tilfinningu og fann það út að þetta sé eins og þegar maður nuddar saman rússkinni... sem mér finnst einstaklega klígjulegt. Heyrnarfræðingurinn sem ég var hjá í dag sagði mér að tala við lækni ef þetta lagast ekki. Kannski ráðlegt... sjáum tilhvað gerist um helgina. Mér er samt ekki illt í þessu eins og mér var, þegar ég hélt að þetta væru harðsperrur.

En í dag er búið að vera sólskin og 20° hiti... mjög næs. Ég vona að morgundagurinn verði svipaður :)

06 október 2005

Faaaaaaan!!!!!!

...eins og maður segir á góðri sænsku. Það var búið að stela út ísskápnum mínum þegar ég kom upp í eldhús í morgun. Heilu skinnkupakka... ég var búin að taka eina sneið úr og svo pokanum mínum sem hafði að geyma Smirnoff Ice 2 st... en það sást ekki á pokanum hvað var í honum. Ég fór svo að athuga hvort ég fyndi eitthvað í honum ísskápunum og viti menn ég fann skinnkupakkan nema hann var tómur. Og svo skrifaði ég á krítartöfluna okkar að einhver hafði verið að stela. Og viti menn þegar ég kom upp áðan þá var pokinn minn á borðinu og auðvitað tómur.. mér datt svo sem ekkert annað í hug... En hvað er málið með að stela heilum skinnkupakka og skilja pakkan eftir tómann inni í ísskáp..ég hefði skilið ef einhver hefði tekið eina sneið en HALLÓ!!!!

En það er rosalega gaman í praktíkinni. Reyndar bara gamalt fólk en það getur verið svo fyndið stundum. Það hefur ekki enn verið vandamál með tungumálið ;) Fólk verður bara hissa þegar ég segist vera frá Íslandi. Svo í dag var ein kona svo ánægð með þjónustuna sem hún fékk hjá okkur að hún gaf okkur 20kr(sek), til að kaupa eitthvað gott með kaffinu. Heimsóknin kosta 80kr og sonur hennar sá um að borga úr hennar veski en svo vildi hún fá veskið og gaf okkur 20kr. Þetta held ég að fólk geri hreinlega ekki á Íslandi. Svo líka í fyrra dag þá harð neitaði ein kona að fá 20kr sínar til baka.

Ég skil ekki hvað mér er illt í hásininni... mér byrjaði að vera smá illt á sunnudag en það var ekkert slæmt en núna versnar þetta með hverjum deginu. Það er eins og sé verið að rífa hana í sundur þegar ég geng meir heldur en 50 metar í einu. Hvað á maður eiginleg að gera??



P.S. fyrir þá sem ekki vita er "fan" blót á sænsku :þ

03 október 2005

Mamma Mia

Þá er ég komin aftur frá Stokkhólmi. Ég og Marie flugum þanngað á föstudaginn eftir skólann og vorum komnar um 6 í íbúðina. Við vorum 6 sem bjuggum í pínkulítilli eins herbergja íbúð, hún hefur líklega verið ca. 35 fermetrar. Við sváfum 4 í stofunni og svo voru 2 í pínku lítlu herbergi.
Á laugardaginn sáum við vaktaskipti við höllina þar sem var verið að skipta um flokkinn sem sér um að vakta höllina. En þetta gerist á 6 mánaða fresti.
Um kvöldið fórum við svo á Mamma Mia söngleikinn sem var alveg frábær. Ég mæli með honum ef einhver hefur möguleika á að sjá hann.
Á leiðinni til og frá leikhúsinu sáum við ótrúlega marga strætóa með sama númer, 47. Það mætti halda að þeir keyrðu á 5 mín fresti og þá alltaf 2 í einu. Það er greinilega ekki verið að spara í samgöngum í Stokkhólmi.

Ég fór í mína fyrstu praktík í morgun. Vaknaði kl 6 og það var myrkur úti... úfff.
Sú sem að ég var með í dag ætlaði að byrja bara strax á því að láta mig gera allt sem ég á að læra en mér tókst að hægja fljótt á henni. En ég gerði samt eitt heyrnartest, sem var reyndar svolítið erfitt þar sem að tækin sem þau eru með eru ekki sömu og ég er vön við.
En svo verð ég hjá annari á morgun, og svo fæ ég frí næsta mánudag því allt staffið er að fara á eitthvað námskeið/fund. En annars verð ég þarna næstu 4 vikurnar frá 8:30 til 16:15 alls ekki svo slæmt

Þegar ég kom heim og kítið í póstinn minn sá ég mér til mikillar furðu mjúkan pakka frá Skattinum(Sænska RSK) en ég hafði fengið handklæði. Það tók mig svolítinn tíma að fatta afhverju en svo mundi ég að ég hafði tekið þátt í einhverri spurninga keppni hjá skattinum.... og ég vann... cool. Það eru ekki allir sem eiga handklæði merkt Sænska Skattinum :þ

Svo er það bara afslöppun í kvöld... held ég bara.

28 september 2005

Kokkur

Váá.... Ég var að prufa að elda mér eitthvað nýtt áðan og þvílík snilld. Kjúklingur í ostasósu með pasta, úr þeirri ágætu bók Hristist fyrir notkun, sem Karól og Ragnheiður gáfu mér í fyrra... alveg snilldar bók. Ég held að ég sé bara að verða meirstara kokkur... ne ég segi það nú kannski ekki. Mér finnst reyndar miklu skemmtilegra að baka.

En á meðan ég er að tala um eldhúsið... ég held að fólkið sem býr hér séu sem skrítnustu eldhúsvenjur, reyndar er Spánverjinn búinn eð uppgötva skál. En ég kom inn í eldhús í morgun og þá var einhver að smyrja sér brauð sem er svo sem ekkert skrítið nema að hann notaði ostaskera þe. smurði brauðið með ostaskera í staðinn fyrir hníf.

Ég er að fara til Stokkhólms um helgina að sjá Mamma Mia. Ég fer á föstudaginn eftir prófið og kem aftur í hádeginu á sunnudag.
Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag að læra fyrir prófið og svo er bara að sjá hvernig gengur.

27 september 2005

Of snemma...

Rosalega var ég utan við mig í morgun.. eða þetta byrjaði allt saman í gærkvöldi þegar ég stillti vekjaraklukkuna. Ég sem sagt stilti hana 1 tíma of snemma, enda fannst mér frekar dimmt. Síðan var svo skrítið að þegar ég fór upp í eldhús hugsaði ég "það er eins og búið sé að breyta klukkunni og að ég sé 1 á undan öllum" Ég skil ekki alveg afhverju ég pældi í þessu því ég sé aldrei neinn í eldhúsinu á morgnanna. En svo fór ég bara í gegnum mína rútinu og fór upp í skóla... ég var ekki einu sinni að fara í tíma heldur ætluðum við bara að hittast uppi í skóla kl 9 og læra. Svo þegar ég var að koma að skólanum lít ég á klukkuna bara til að athuga hvað klukkan sé... og svo hugsaði ég "Var hún 8!!!" og leit aftur jájá hún var 8. Ég mæti ekki einu sinni svona snemma þegar ég er að fara á fyrirlestur því þeir byrja í fyrstalagi kl 8:30. En ég fann mér einhvern sofa og lagði mig þar.

Svo fór ég í dag að athuga með hvernig ég á að koma mér til Alingsås þegar ég fer í praktíkina. Þurfi að kaupa kort sem gildir í öll zone, og kostar 1050kr(sek) með stúdenta afslætti. Ég þarf líklega að leggja af stað frá herberginu kl 6:45 og á að vera mætt 8:30... úff... sporvagnin og lestin passa bara svo illa saman...
sporvagninn kemur 1 mín áður en lestin á að fara og lestin kemur 5 mín áður en ég á að mæta og það tekur kannski 10 mín að labba :/

En ég ætla að læra núna... það er próf á föstudaginn, eins gott að ná því.

24 september 2005

Alvöru dæmi...

Eftir nokkra daga stress þá gerðum við heyrnarpróf á okkar fyrsta alvöru sjúkling. Við vorum 2 og 2 saman og ég var fyrst, að mínu mati var það betra því þá var maður búinn með þetta fyrr og gat slappað af.
Minn sjúklingur var fæddur 27 sem gerir hann 78 ára, en fyrst hélt ég að hann væri fæddur 1918, en þá var hann fæddur 18. dag mánaðarins... ég rugla stundum íslensku og sænsku kennitölunum saman... Svíjar verða auðvitað vera svolítið örðu vísi og skrifa dagsettningar þver öfugt við okkar... 050924 í staðinn fyrir 240905 sem er í dag ;p
En annars þá gekk þetta bara ágætlega vel að minni hálfu þótt að ég hafi verið að drepast úr stressi... ég til og með titraði, sem er svo sem ekkert nýtt.
Annars þá var karlinn með mjög slæma heyrnaskerðingu og ekki tókst að mæla allt sem þufti því... hann heyrði ekki rassgat...

Svo í gærkvöldi bauð einn íslendingurinn hér, Vilmar, okkur hinum íslendingunum heim. En auðvitað gátu ekki allir mætt og við enduðum bara að vera 4, ég, Vilmar, Ragnar og Alla. Sem var bara ágætt... ég varð bara smá full :þ Vilmar átti tóbasvodka sem við vorum að staupa. Þetta er órtrúlega gott en mér fannst best að taka bara lítinn sopa í einu annars var eins og maður settu upp í sig einn heilan tópaspakka. Við vorum svo aðeins of þreytt til að fara í bæinn svo við 3 tókum bara sporvagnin heim um 2 leitið minnir mig.

NB bara fyrir þá sem eru að spurja sig þá er ég ekki þunn... eftir mín 3 tópasvodka staup og 3 Smirnoff Ice/Breezer.

En ég nenni alls ekki að læra núna... einbeitningaskortur dauðans

19 september 2005

Skemmtilega reynsla í eldhúsinu

Ég bara verð að skrifa um það sem ég varð vitni af í eldhúsinu áðan...
Ég sem sagt kom inn og þar var spánverji sem er nýfluttur inn og greinilega þekkir ekki lífið hér á í norðurhluta Evrópu.
Fyrst ætlaði hann að opna mjólkurfernuna með skærum en mjólkurfernan er með svona topp eins og 1,5 lítra mjólurfernan heima. En ég var svo góð að ég sýndi honum hvernig átti að opna þetta.
Svo náði hann sér í glas og helti mjólk í glasið sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema að hann var að fá sér kronflex... tók smá kornfelx í hendina og setti út í mjólkina og át svo upp úr glasinu méð skeið... það var til nóg af hreinum skálum og djúpum diskum...
Svo þegar ég var búin að hita upp matinn minn þá settist ég niður og hann spurði MJÖG hissa... "ertu að fara að borða kvöldmat núna??" (klukkan var rúmlega 19) ég svaraði "jáa" hann: "á Spánu borðum við alltaf kl 22" ég "ookiiii" wow hvað ég gæti ekki hugsað mér að fara að sofa kannski rúmlega klukkutíma eftir að ég væri búin að borða.

Helgin

Jæja þá er aftur kominn mánudagur... en tíminn er svo fljótur að líða það það verður kominn föstudagur áður en ég veit af... svo maður ætti kannski að fara að plana helgina ;þ

Ég fór aðeins út á laugardaginn með Öllu. Það var gott að komst aðeins út. En það var svolítið fyndið að við sátum bara á einum stað og töluðum saman og drukkum cider, sem var svo sem allt í lagi. En þegar við ákváðum að fara og ég stóð upp...woooow... þá fann ég fyrir áfenginu. Mér fannst þetta ekkert smá óþæginlegt að þetta gerðist svona bara allt í einu um leið og ég stóð upp...

Ég fór svo til Marie að horfa á sjónvarpið og þegar ég fór til bara þá þurfti ég að skipta um sporvagn eins og vanalega. En þá var Magga á stoppistöðinni með alla fjölskylduna en þau voru í heimsókn hjá henni. Gaman að þessu ;)

Ég hef heyrt miklu oftar í íslendingum í bænum núna í haust en allt árið í fyrra. Ég var í bænum áðan og heyrði í einhverjum íslendingum en ég fattaði það ekki fyrr en of sein... það var eitthvað fólk sem gekk framhjá mér og svo segir stelpan "þetta er töff merki" og ég snéri mér við en ég sá bara í bakið á stáknum. Svo annars staðan heyrði ég í móður segja við dóttur sína "þú fékkst peysu um daginn..."
Hvað er málið með að heyra í íslendingum alls staðar núna.

16 september 2005

Kellingin

Ég held að ég verði bara að hella úr reiði minni núna.
Ég veit ekki leiðinlegri og sjálfselskaðri kellingu en Eva Andersson rektor heyrnarfræðideildarinnar í Gautborgar Háskóla.

Málið er að við erum að fara í praktík í október og við erum það margar að við getum ekki allar verið á Gautaborgarsvæðinu(Gbg).. ok allt í lagi með það. Það voru 16 sem sóttu um Gbg en bara 14 pláss. Kellingin bað þá sem voru með einhverja afsökun til að geta ekki farið eitthvað annað að tala við sig. Ég sótti auðvitað um Gbg og sagði svo við hana að það væri erfitt fyrir mig að ferðast eitthvað langt þar sem að ég þekkti mig svo lítið utan borgarsvæðisins... sem eru kannski ekki alveg bestu rök en samt... svo sagði hún "þú kannski þekkir þá Svíþjóð betur á næsta ári" Hún var að vissu leiti að segja að ég gæti fengið Gbg núna með því skilirði að ég færi út fyrir borgina á næsta ári sem er í raunninni ekkert mál.
Og svo án þess að hlusta á neina einustu skýringu frá nokkrum, ákvað hún að það yrði bara dregið um hver væri hvar í Gbg. Og auðvitað var ég ein af þeim 2 sem komust ekki inn, og Ann-Cathrine. Ann-Cathrine valdi stað sem heitir Varberg þar sem foreldrar hennar búa þar og hún gæti búið hjá þeim á virkum dögum. Ég valdi svo Alingsås sem er kannski 50 mín í burtu.
Svo hitti ég eina sem komst inn í Gbg en hún vildi ekki vera þar svo hún ætlaði að taka eitthvað annað. Þannig að ég sendi Kellingunni e-mail um að ég væri tilbúin að taka hennar pláss. En NEI það var ekki nógu gott!!! Það varð auðvitað að draga um hver fengi plássið. Og ég fékk auðvitað ekki plássið. Kellingin tók ekkert tillit til þess sem ég sagði við hana í byrjun og að ég hef enga tengingu við Alingsås en Ann-Cathrine hefur tengingu við Varberg.

Ég er svo sem búin að vera "problem(með sænskum hreim)" í augum Evu frá upphafi þannig að það er kannski ekkert skrítið að hún taki ekkert tillit til mín.

Svo er ekki nóg með þessa heldur er afmælishátið hjá Heyrnarfræði og Talmeinafræði deildunum síðasta daginn sem við erum í praktík og margir hefðu viljað fara á fyrilestrana sem verða þá. Þannig að við spurðum hana hvort það væri ekki lagi að þeim sem vildu fara á hátíðina myndum sleppa síðasta praktík deginum. Hún kom til okkar í tíma og bryjaði að dissa hátíðina og gera lítið úr henni. Sjálf gat hún ekki mætt. Allir uðru geðveikt pirraðir út í hana

Og hér með lýkir pistlinum um kellingar tussuna Evu Andresson rektor, vonandi var þetta ekki of langdregið... ég er bara pirruð. Skrifa vonandi um eitthvað skemmtilegt næst

11 september 2005

heimilisfang

Fyrir þá sem vilja fá heimilisfangið mitt þá er það hér:

Kristbjörg Pálsdóttir
Motgången 324:24 eða Motgången 324 läg: 24 bæði skilst
412 80 Göteborg
Sverige

Vika í herberginu

Þá er ég búin að vera hér í 2 vikur og þar af eina í þessu blessaða herbergi sem er kannski ekki svo slæmt.
ég fór í bæinn í gærdag, það var svo rosalega gott veður, alveg heiðskýrt. Mér tókst að kaupa mér 1 gallabuxur í Vero Moda og peysu þar líka... ekki slæmt

Svo vorum við með smá íslendinga partý í gær, það komust nú reyndar ekki nærrum því allir en það var samt gaman. Magga mætti á svæðið en Sandra sofnaði víst heima hjá sér, stundum er maður bara þreyttari en maður heldur. Gauti, hann flutti hingað í haust, mætti svo með systur sína sem var í heimsókn en þau fóru ekki með okkur í bæinn. Við vorum heima hjá Ragnari eins og síðast. Við þrjú, ég Ragnar og Magga, röltum svo í bæinn. Stór hluti af kvöldinu fór í að stríða Ragnari á sinni mjög svo sænsk singjandi íslensku, sem bara varð meiri eftir því sem leið á kvöldið og áfengis magnið í blóðnu fór hækkandi. Við fórum úr bænum um 4 leitið og héldum eftir partý hjá Ragnari þar sem hann átti svo mikið af eftirpartýs tónlist. Ég og Magga fórum svo heim um 6 leitið.

Áður en ég fór í partýið var ég að spá í að fara í nýju buxunum en hætti við það, sem betur fer, Magga var í alveg eins buxum. Það hefði verið fyndið ef við hefðum báðar mætt í alveg eins buxum, hehehehe

Nú er bara afslöppun í dag, er að reyna að lesa eitthvað af þessu efni fyrir skólan um samskipta leiðir og endurhæfingartækni fyrir fólk með heyrnarskerðingu. Þetta er nú ekkert leiðinlegt, ég bara nenni ekki að lesa.

04 september 2005

Nýtt húsnæði

Jæja núna er ég flutt inn í mitt nýja húsnæði, já eða herbergið. Mér leist ekkert of vel á þetta í fyrstu en núna eftir að ég er búin að koma mér nokkurn vegin fyrir þá er þetta bara ágætt.
Við fluttum allt dótið í gær. Fyrst hjálpaði Ásgeir(sá sem ég bjó hjá fyrstu vikuna í fyrra) mér með dýnuna og það sem komst með sem var í rauninni fullt. Svo kom Marie með dótið sem ég hafði verið með hjá henni og við fórum eina ferð að skækja restina af dótinu hjá Eddu.
Svo röðuðum við aðeins dótinu og komum þessu svona nokkurn vegin fyrir, þe tókum í burtu sem ég ætlaði ekki að vera með og setti það niður í geymslu.
Við fórum svo auðvitað í IKEA og keyptum nokkra nauðsinlega hluti, eins og dyramottu og baðherbergismottu. Já og auðvitað verkfæra settið mitt sem ég er rosalega stolt af, það inniheldur: Hamar, taung skiptilykil og skrúfjárn sem hægt er að skipta um hausa og 11 hausar.(stollt, stollt)

Ég gær kvöldi fór ég í smá partý með nokkrum íslendingum, við vorum 7 saman en 4 af þeim íslendingum sem ég vissi um hér voru uppteknir, svo held ég að þau hin hafi þekkt fleir þannig að við erum frekar mörg hér á svipuðum aldri.

Svo núna er ég loksins búin að taka upp úr öllum töskum og kössum og koma öllu fyrir. Dagurinn í dag var tekinn í það. Ég er líka að spá í að fara að rölta um svæðið og sjá hvort að ég finni ekki eitthvað skemmtilegt. Það á að vera sjónvarpsherbergi hér nálægt, sem kæmi að góðum notum þar till ég kaupi sjónvarp.

02 september 2005

Strætó/sporvagna ferðir gærdagsins

Í gær fór ég og Marie í skólann með sporvagni og svo strætó, þurfum að skipta á leiðinni. Svo í hádeginu fór ég á Olofshojd að ná í lykilinn og auðvitað var það strætóferð fram og til baka. Eftir skóla fórum við í strætó og sporvagn heim. Svo þurfti ég að fara aftur á Olofshojd til að sækja um netið svo það væri örugglega komið inn þegar ég flytti inn. Og auðvitað þurfti ég að taka 2 sporvagna þanngað fram og til baka. En í rauninni á leiðinni þanngað tók ég fleiri sporvagna þar sem að ég fattaði þegar ég var komin ca 5 stoppistöðvar í burtu að ég gleymdi lyklinum svo ég fór aftur til baka. En þá gat ég líka kíkt á herbergið og ég ætla að setja inn myndir af því.

En þetta verður kannski kallaður Almenningssamgangnadagurinn hinn mikli... vá hvað þetta varð langt orð.

En nú erð það bara að kaupa snúru til að geta tengst netinu... ég gleymdi að kíkja hvernig hún átti að vera á endanum. Ég tek bara sénsinn.

31 ágúst 2005

Minna stress

Jæja ég er loksins komin með samastað. Ekki íbúð eins og ég hafði vonað en þetta er herbergi upp á 18,5 fermetra. Ég er búin að skrifa undir og fæ lyklana á morgun eftir kl 12, ég býst við að skreppa í hádeginu. Svo get ég farið að flytja inn vibbíí. ;)
Það var svolíðið gaman að heyra eitt fyrsta daginn í skólanum. Í byrjun kennslustundar fór kennarinn að tala um hvað henni fyndist eins og við hefðum byrjað á 1. önn í gær, nema það var ein stór breyting og það var ÉG... ég skildi í þetta skiptið, mjög gaman að heyra svona.
Svo hringdi pabbi í mig áðan frá Færeyjum, og sagði mér að hann hafi hitt nokkrar konum frá Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra, og hann hafi spjallað heilmikið við þær. Hann mundi nú ekki nöfnin á þeim öllum en hann mundi eftir Júlíu. Hann hafði mjög gaman af því að spjalla svona í gegnum túlk. Og svo sagði hann að einhverjar/nokkrar/allar(ég man ekki alveg) hafi vitað hver ég var... sem mér fannst bara mjög gaman að heyra.

Jæja nú er bara að fara að finna einhvern sem getur hjálpað mér að flytja og fara að koma sér fyrir, já og auðvitað borga leiguna ;)

28 ágúst 2005

Komin aftur til Svíþjóðar

Ég veit að ég gleymdi að kveðja marga en þaðö var aðalega vegna þess hvað var mikið að gera. Marie var í heimsókn hjá mér frá 16. ágúst og svo kom Chris 20. ágúst svo það var nóg að gera með 2 útlendinga.
En ég er komin aftur út. Við komum hingað seinni partinn í gær. Ferðataskan mín var 20 kg og Marie 30 enda var hún með stærri tösku, ég átti örugglega 10 í hennar tösku. En Iceland Express var svo æðislegt að rukka okkur ekki um yfirvigt. Ég býð bara eftir þeim degi sem ég þarf að greiða yfirvikt á þessu ferðalagi mínu.

Skólinn er að byrja á morgun en við eigum ekki að mæta fyrr en kl 11. Sem er mjög fínt. Við erum loksins búin að fá stundatöflu fyrir þennan áfanga, frekar mikið af tímum en við fáum samt frí inni á milli. Svo kemur bara í ljós hvar ég lendi í praktíkinni en hún er allan október.

Ég er ekki enn komin með íbúð en ég er að reyna að leyta allra leiða til að redda mér einhverjum samastað þó það verði ekki nema tímabundið. Eins og er sef ég á svefnsofanum í stofunni hjá Marie.

Enn og aftur, mér þykir það leitt að hafa ekki náð að kveðja alla.

Ég set inn myndir fljótlega frá sumrinu.