30 apríl 2006

Breyting

Ég er sem sagt búin að breyta síðunni aðeins... ekki alveg eins og ég hafði ætlað en smá breyting alla vegana. Það er á planinu að breyta henni aftur yfir í eitthvað sem er sérhannað fyrir mig(af mér), ekki bara eitthvað tilbúið.

Því miður hurfu öll commentin þar sem ég tók aftur upp "blogger"-commentin til þess að fá upplýsingar um að einhver hafi skrifað eitthvað.

Ef einhver veit hvernig maður á að fjarlægja þennan Blogger-NavBar þarna efst uppi þá má hinn sami láta mig vita ;)
Eða hvernig maður á að setja mynd eftst á síðuna undir/bakvið titilinn?

Og ef einhver er tilbúinn til að hjálpa mér að hanna nýtt útlit þá má alveg hafa samband.

29 apríl 2006

Með engil og djöful á sitthvorri öxlinni

Vá hvað það getur verið erfitt þegar manni langar að dansa en nennir því samt engan veginn. Ég er búin að dansa mikið þessa vikuna til að taka upp tíma sem að ég missti úr þegar ég var heima og í Berlín. Á miðvikudaginn var ég búin að ákveða að fara í dans en ég nennti því eiginlega ekki ég ákvað að koma mér af stað en var alltaf nærri búin að snúa við... Svo þegar ég átti 2m eftir í hurðina þá hugsaði ég "kannski er dansinn ekki á sama tíma og ég er vön á mánudögum!!!" og viti menn ég hafði rétt fyrir mér ég var 10-15 mín of sein og of mikið búið af upphituninni svo ég ákvað að fara bara heim. Djöfullinn vann í þetta skiptið en engillinn stóð sig samt mjög vel að sannfæra mig. Ég hef bara aldrei séð neinn mæta of seint í tíma, svo ég gat ekki hugsað mér að troða mér þarna inn.

Annar þá voru mamma og pabbi hér um dagin... svolítið langt síðan ég hef skrifað... Það var mjög gott að fá þau í heimsókn, mér tókst reyndar aldrei að fá þau að ferðast um í sporvagni en það verður bara að láta reyna á það næst :þ
Það er mjög gott að fá foreldra sína í heimsókn af og til, þá eignast maður kannski hluti sem maður hefur verið að spá í að kaupa en talið sig getað verið án í smá tíma í viðbót ;) Við fórum til Marstrand sem er lítil eyja hér rétt fyrir norðan Gautaborg en á henni eru engir bílar en eitt stórt virki sem létt er að týnast í ef maður skilur ekki kortið eða einfaldlega hefur það ekki. Svo var auðvitað farin ein ferð í IKEA og keypt skápahurð og stóll. Kíktum á Volvo-safnið sem ekki var auðvelt að finna enda voru göturnar, skiltin og kortið ekki alveg sammála. Svo fórum við út að borða á Heaven 23 sem er fínn veitingastaður sem minnir mig á Perluna nema hann snýst ekki... en með gott útsýni af 23ju hæð. Mjög góður matur.

Ég fór á IceAge 2 með Öllu á miðvikudaginn, þetta er mjög góð mynd :) Ég ætlaði að vera búin að horfa á hina aftur áður en ég færi en hef ekki haft tíma.

Ég er núna í barna-heyrnarfræði sem er mjög áhugaverð að mínu mati... fullt að lesa. Við vorum að heyrnarmæla(screena) börn á leikskóla í gær, bara svo við fengjum að æfa okkur. 2 saman í hóp og hvor mældi 2 börn. Ég og Marie vorum saman, ég tók fyrsta strákinn og það var ekkert vandamál enda skildi hann vel fyrir mælin, taka kubb úr pokanum og leggja hann niður í tilteknar holur þegar hljóð heyrðist í hátalaranum. Svo kom næsti stákur sem Marie mældi, með þessar líka geðveiku lamba krullur í hárinu... hann var svo sætur.. tók smá tíma að fatta hvað hann ætti að gera en svo kom það og þá sagði hann í hvert skipti sem tónn heyrðist "jag hörde det!"(ég heyrði þetta)... þvílík dúlla. Svo átti ég að taka næsta en við ákváðum að það væri betra að láta Marie mæla hann því hann var ekki með sænsku sem móður mál og ekki var víst hve mikið hann skildi. Hann skildi örugglega ekki hvað hann ætti að gera svo það endaði með því að hann beinti á heyrað þegar hljóð heyrðist. Svo síðasta barnið var stelpa sem var mjög feimin, fóstran þurfi að koma með inn í herbergið. En mér tókst vel að ná til hennar og allt gekk vel. Marie vill meina að börnum líði vel í kringum mig og þess vegna sér hún mig vel fyrir sé sem barnaheyrnarfræðing, sem er auðvitað bara gott mál :)
Jæja þetta er nóg í bili... reyni að skrifa aftur fljótlega og setja inn myndir ;)

19 apríl 2006

Komin frá Berlín og m&p á leiðinni

Það var mjög gaman í Berlín. Ég og Alla lögðum af stað þanngað á miðvikudaginn eftir hádegi. Fyrst fórum við með lest til Köben og flugum svo þaðan. Flugvöllurinn í Berlín(1 af 3) var þannig að við þurftum að fara út í rútu sem flutti okkur upp að flugstöðvarbyggingunni. Okkur tókst svo að finna underground-ið og kaupa viku miða í almenningssamgögnu kerfið og koma okkur á réttan stað. Ég nenni ekki alveg að skrifa alla ferða söguna hér en ég get svona sagt þetta í grófum dráttum.
Við sáum Berlínarmúrinn eða það sem er eftir af honum, ég held að áhugi minn á að sjá múrinn hafi verið aðeins misskildur í byrjun. Ég vildi bara sjá hann en ég hafði engan áhuga á mynjagripum um múrinn. Svo sá ég líka Brandenburgar hliðið, þinghúsið (fór inn), Postamer plats, Under den Linden, Dýragarðinn, kastalana í Postam, kyrkju sem eyðilagðist í stríðinu og... ég er örugglega að gleyma einhverju.

En mamma og pabbi eru að koma á eftir og þau verða hér til mánudags. Ég býst ekki við að skrifa mikið hér á meðan þau eru hér. En ég mun setja inn myndir frá Berlín fljótlega.

Skrifa meira seinna

11 apríl 2006

Komin til baka og á leið til Berlin

Þá er ég komin frá Íslandi, en það var alveg nauðsinlegt að komast aðeins heim... hefði meiglað hér. Ég gerði kannski ekki mikið heima en ég hitti þessar helstu vinkonur mínar... reyndar ekki allar. Hitti líka Daða en hann hef ég ekki hitt í ár eða meira. Þó að ég hefði svo sem ekki gert mikið þá var þetta ekki hangs. Ég fékk loks að sjá íbúðina hennar Hildar B, en síðan hún flutti inn hefur allaf staðið illa á þegar ég hef verið heima... enginn tími eða hún ekki á landinu.

Og núna er ég búin að prufa að fara í gegnum Osló og það gekk bara vel. Og núna kemst Osló á listan yfir borgir sem ég hef komið til... meira að segja hef ég labbað í miðborginni... frá rútustöðinni yfir á lestastöðina og til baka aftur :)

En svo er Berlin á morgun... já það er mikið að gera hjá mér... fyrst skóli um morguninni milli 8:30 og 12 og svo er lest um kl 13:30 til Köben og þaðan flug til Berlin. Kem svo aftur aðfaranótt þriðjudags ca kl 2 og á að mæta í skólann 8:30... vá hvað ég verð mygluð í skólanum... En það verður þess virði :o)

03 apríl 2006

Nettur pirringur og tilhlökkun

Við byrjum fyrst á pirringnum. Ég komst að því í dag að Öldrunarfræði kúrsinn var í raun bara kúrs í sænsku(málfræði). Málið er það að ég fór upp í skóla í dag að sækja verkefnið sem við vorum að fá til baka loksins. Hjá mér stóð: Rättar inte grammatiska fel: Be svensktalandi gruppkamarat att läsa igenom. Det finns ett antal ? som behöver rätas ut! Vill Du skriva på engelska.(í ísl. þýð. Leiðréttir ekki málfræði villur: Biddu sænsktalandi hópmeðlim að lesa i gegnum þetta. Það eru nokkur ? sem þarf að leiðrétta.
Ok. ? voru 5. Meðlimir hópsins lásu í gegnum þetta áður en við sendum þetta inn en fannst ekkert að þessu. Ég er mjög móðguð...
Ég var ekki sú eina sem var með málfarsvillur enda held ég að allir hóparnir hafi þurft að leiðrétta málfarið hjá sér... eða nota þau orð sem kennarinn vildi að væru notuð því hún í raun leiðrétti þetta sjálf við þurftum bara að breyta og skila inn aftur. Ég talaði við einn kennara(Inger) sem sagði mér svo að þessi(AK) hefði spurt sig út í þetta með málfræðina mín og Inger sagði henni að vera ekkert að spá í málfræðina mín, sænska væri ekki mitt móðurmál og ég ætlaði ekki að vinna í Svíþjóð. En hvað gerir tussan(AK) röflar um að ég skrifi vitlaust... kræst..

Það er eins gott að ég sé á leiðinni heim og þokkaleg tilhlökkun þar á ferð. Verð mætt á klakann á morgun þriðjudag kl 15:25

02 apríl 2006

á heimleið ... aftur... :o)

Ég ætti kannski að fara að koma mér í að skrifa það sem ég ætlaði að skrifa á föstudaginn.
Málið er nefnilega það að ég er að koma heim í tæpa viku... 4. - 10. apríl :) Mömmu fannst ekki nógu gott að ég væri bara að hanga hér og gera ekki neitt í tæpar 2 vikur svo hún vildi fá mig heim í staðinn. Og þar sem að ég er engan vegin fyrir stórar ákvarðanir sem eru teknar á stuttum tíma þá var þetta frekar erfitt og stressandi. En eftir smá hugsum þá var þetta ákveðið... ég mun flúga í gegnum Osló... alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt ;) Og svo er ég búin að panta mér klippingu sem var ágætt... ég treyti ekki fólkinu hér :/ og ef ég færi ekki fyrr en í júní þá færi hárið orðið þokkalega vel úr sér vaxið og vitlaust.

Í gærkvöldi var mér og Gauta boðið í mat til Öllu... allir hinir voru uppteknir, þe Ragnar í afmæli og Bjössi og Rakel á Íslandi. Það var bara mjög góður matur hjá henni.

Svo núna er planið að taka til og þrýfa. Marie ætlaði að koma í mat í kvöld en hún komast síðan ekki. Svo á morgun á að klára að setja saman verkefnin og skila inn.
Og þessa stundina er alveg grenjandi rigning.

28 mars 2006

Farið að hlýna

Það er farið að hlýna hér... búið að vera 5-7°C sl 2 daga og á að vera á morgun líka ;) Enda kominn sumartími og 2ja tíma munur milli Íslands og Svíþjóðar.

Partýið sem ég fór í á laugardaginn var bara fínt... fyrst vorum við í íbúðinni hjá strák sem heitir Tryggvi og svo þegar allir vorum komnir sem ætluðu að koma fórum við niður í kjallara í sal með sófum. Svo fórum við á Vårkalaset í Chalmers, sem er vorhátíð. Ég keypti miða að einhverjum sem var að fara í sporvagninn því það var orðið uppselt. Við komumst ekki öll úr partýinu því það voru ekki allir búnir að kaupa miða ... svo ég var eina stelpan með 4 strákum... og það var ca hvernig kynjahlutfallið var þarna inni þar sem stór hluti Chalmerista eru karlkyns.

Það var ótrúlega þæginlegt í skólanum í dag þegar ég sofnaði í hádeginu í sófanum í kaffiteríunni með úlpuna yfir hausnum... hrikalega var það gott... þar til síminn hringdi. Ég tók upp símann og sá ég að Marie var að hringja og var viss um að hún væri að fíflast í mér, því jú hún sat auðvitað þarna við borðið... en neinei hún var komin niður á bókasafn... ég var greinilega alveg út úr heiminum... Enda var ég miklu hressari en Marie og Sofia þegar við fórum á kaffihús eftir skóla... þær voru þvílikt meiglaðar.

En frá og með morgundeginum og til 12. apríl er fólk velkomið í heimsókn. Það er enginn skóli en við eigum að vera að gera 2 verkefni... erum að verða búnar með það fyrsta og hitt verður líklega fljótgert... vá ég er ekki alveg klár á hvað ég á að gera nema að dansa á mánudögum og fimmtudögum. Kannski að ég fari að lesa fyri næsta kúrs... barna-heyrnarfræði... sem ég hlakka mest til ;)

25 mars 2006

Hvað er málið með þennan snjó... á fimmtudaginn fór allt í einu að snjóa aftur og það ekkert smá...ca 5cm... þannig að í gær þurfti sólin fyrst að bræða nýja snjóinn til að geta haldið áfram með þennan gamla. ussss....

Ég fór á íslendingapub á fimmtudagskvöldið, var að láta sjá mig eftir að hafa eiginlega lofað því í partýi hjá Söndru um daginn. Þegar ég kom voru þar 4 strákar(einn var í heimskókn frá Íslandi) og svo bætist einn við. Svo var ákveðið að vera með partý um helgina og ég er sem sagt að fara í það á eftir, gaman að vita hve margir mæta.

hehe... ég fór upp í eldhús áðan að ná mér í kvöldmat, ég var búin að taka mig að mestu leiti til fyrir partýið (eins og vanalega tímanlega með að gera mig tilbúna fyrir partý). Þegar ég kom inn var sú kínverka og sá gamli... og sú kínverska sagði: "You look beautiful today!!" ég þakkaði bara fyrir mig. Ég meina hvað er málið með kommentin hjá henni... mér fannst alla vegana þetta hljóma undarlega.

Vonandi verður stuð í kvöld :) ég ætla að taka myndavélina og vonandi man ég eftir að taka myndir....

...já ég man allt í einu eftir núna að klukkan breytist í nótt, sem gerir 2 tíma mun á milli Svíþjóðar og Íslands ...aaaa... böggandi

20 mars 2006

Matur í boði Gautaborgar Háskóla

Ég sem sagt fór áðan út að borða í boði Háskólans í Gautaborg... hljómar ekki illa, enda var það alls ekki slæmt. Málið er ss að framkvæmdastýra Heyrnar- og Talmeinastöðvarinnar(HTÍ) er hér í heimsókn að skoða hvernig Svíar setja upp Heyrnarstöðvarnar sínar, sem er auðvitað bara gott mál. Og þar sem ég er að fara að vinna hjá HTÍ í sumar... byrja 15. júni... þá fannst Claes Möller(kennari) að það væri tilvalið að ég kæmi með fólkinu út að borða, þe nokkrum kennurum og fleirum sem vinna á heyrnarstöðinni... og ég auðvitað þáði það... fannst þetta frekar skrítið fyrst en svo var þetta bara mjög fínt.

Annars þá er ég að fá upp í kok af hópverkefnum en ég sé ekki alveg fram á endan á þeim fyrr en í lok annar :S

Svíar voru með loka keppni söngvakeppninnar um helgina og útkomar bara fín... alla vegana ekki sami skandall og í fyrra. Lagið sem fékk flest stig frá almenningi vann með hjálp af dómnefndinni. Svo sjáum við til hvort lagið fær fleiri stig í forkeppninni Silvía Nótt eða Carola :þ

16 mars 2006

hlýnun á frumstigi

Vá fysta skipti í 3 vikur fór hitamælirinn uppfyrir 0 gráðuna, það var reyndar bara 1°C þegar ég kíkti á weather.com og reyndar "feels like" -4 en þessi plúsgráða var auðvitað bara yfir hábjartandaginn og svo er auðvitað komið aftur -4 núna... þetta kemur allt í hægum skrefum en skrefin eru í rétta átt. Mamma sagði mér að það hefði verið 11°C á klakanum sem þýðir 10° mun á Gautaborg og Reykjavík... og fólk er að röfla yfir því að mér eigi ekki að vera kalt þar sem ég kem nú einu sinni frá ÍS-landi...

En ég skil ekki alveg hvað er málið með næstu helgi... þe ekki helgin sem er að koma núna heldur helgina 24-26. mars... það virðist enginn ætla að vera heima. Marie er að fara til Växjö, Alla er á Íslandi og kemur 26. og svo var ég að komast að því að Sandra er að fara til Íslands líka... og það eru líka fleiri sem verða ekki heima. Ég er að sjá fram á frekar leiðinlega helgi... :/

Annar er allt í gúddí fyrir utan mjög stíflað nef... búin að bíða eftir hnerra í allan dag en hann vill bara ekki koma, búin að gera allar kúnstir. Ég er svona að gera mér vonir um að fá ekki hósta en miðað við fyrri reynslu þá er líkurnar ekki miklar að ég sleppi.

13 mars 2006

Sænskan er skrítin

Stundum er sænskan mjög einkennileg og ekki alveg samkvæm sjálfri sér... Í fyrra var ég allaf að segja "jag går till Island" (ég fer til Íslands) en það var allaf verið að segja mér að maður ætti að segja "jag åker till Island" þar sem "går" þýðist sem ganga og auðvitað gengur maður ekki til Íslands. Það var of sem ég notaði "gå" í staðinn fyrir "fara"(ísl) en átti að nota "åka" því það er ekki til neitt almennt orð yfir að koma sér frá A til B eins og í íslensku og ensku... fara og go.
Svo í dag var ég og Marie að rölta úr skólanum í átt að stoppistöðinni... þegar hún segir "där går min buss" og þá hófst smá umræða... strætó gengið burt... flugvél getur víst gengið líka (När går flygplanet... hvenær fer flugvélin) en ég má ekki "gå" til Íslands... Þegar við fórum í gegnum þessa umræðu þá fattaði Marie að hún hafði ekki pælt í þessu áður og fannst þetta sjálfri frekar einkennilegt... En ég verð víst að lifa bara við þetta :/

Bíó og matur

Heglin var nú bara í rólegri kanntinum. Á föstudaginn fór ég með Marie til Johans og við horfðum á 2 myndir sem hann náði í á netinu... já sem sagt hann á ekki sjónvarp svo hann downloadar bara þeim þáttum og myndum af netinu sem honum langar að sjá. Í þetta sinn sáum við Transamerika sem var allt í lagi fyrir utan mónótónarödd leikkonunnar, svo sáum við Fun with Dick and Jane sem var líka ágæt... svolítið mikið rugl.

Á laugardaginn fór ég svo í bíó með Öllu og Rakel, en Rakel var ein heima svo við dróum hana með okkur... það er ekki holt að hanga heima og læra á laugardagskvöldi... Við sáum Prime... sem heitir á sænsku Nära og kära (Nær og kær) Hún var bara mjög fín... mæli alveg með henni. Svo eftir bíó röltum við um bæinn og það endaði með að við röltum heim. En það var skít kalt... eins og er búið að vera undanfarið.

Svo í gærkvöldi fékk ég loksins kvöldmatinn sem Ragnar skuldaði mér frá því að gardínusaumurinn átti sér stað, fyir jól. Fór til hans að horfa á One Tree Hill eins og venjulega og svo bauð hann mér í mat í leiðinni. Og þar sem hann skuldaði mér líka nudd þá ákvað hann bara að klára þetta og nuddaði á mér bakið... Svo nú skuldar hann mér ekkert lengur. Ég kom með þá hugmynd að gera þetta að vana að borða saman yfir OTH þar sem það er kl 19... en honum fannst hugmyndin ekkert sérstaklega góð :Þ

Svo er nýr áfangi að byrja í dag, vísindalegarkenningar og vísindalegaraðferðir, og í honum verð ég fram að páskum.

09 mars 2006

Sund tekur á...

í morgun vaknaði mín alveg hrikalega þreytt í öllum líkamanum og það var mjög erfitt að koma sér á lappir en að lokum tók samviskan yfrir... hefði örugglega getað sofið í 2 tíma í viðbót. Svo er ég ekki frá því að vera með harðsperrur eftir sundið... já ég held að maður sé að fara oftar í sund og koma upp smá þoli... dans 2x í viku og sund 1x-2x í viku hljómar ekki svo illa.

08 mars 2006

Ennþá kalt

... já það er ennþá kalt, -13°C í morgun.
Við vorum á síðustu kynningunni hjá heyrnartækjaframleiðandanum í þessari lotu.

Svo fórum við nokkrar upp í skóla til þess að klára að ákveða heyrnartæki fyrir sjúklingana sem við eigum að hitta á morgun og skoða prógrömmin smá og æfa sig. Svo þegar ég var búin að ákveða 1 og var næstum því búin að ákveða hitt fékk ég að vita að tölvukerfið krassaði hjá þeim sem ég á að vera hjá á morgun og þau sáu ekki fram á að það væri komið í lag á morgun svo þau afbókuðu alla sjúklingana í morgun... svo það verður enginn praktíkdagur á morgun... sem hefur sína kosti og galla. Við sem fáum ekki að fara í praktík núna veðum samt að gera verkefnið og skila inn upplýsingum um valin heyrnartæki... þetta verður eitthvað skrautlegt.

Svo gerðist ég svo fræg að fara í sund í dag, fyrsta skipti í Gautaborg. Þetta er aðeins öðruvísi en á Íslandi enda fer fólk bara í sund til að synda ekki bara slappa af. Ég sem sagt komst að því að það er mjög erfitt að synda með hausinn upp úr allan tímann(mig vantaði sundgleraugu) en það virtust allir synda svoleiðis... frekar furðulegt.

Ég skrapp svo heim til Öllu áðan í smá heimsókn. Mér tókst að reka mig í fjarstýringuna hennar af DVD-spilaranum og hún datt akkúrat ofan í kókomjólkurglas... þvílík óheppni sérstaklega þar sem glasið var hálffullt. Við þurkuðum fjarstýringuna en hún vildi ekki virka... eftir smá tíma prófaði ég hana aftur og þá virtist hún virka ágætlega... ég meina hver hefur ekki gott af kókómjólk.

06 mars 2006

Kalt

jájá ég er kannski ekki búin að vera neitt dugleg að skrifa hér undanfarið... aðalega vegna þess að ég hef ekki nennt því.
Ég og fleiri erum að verða lang þreytt á veðrinu hér en það er búið að vera -10 - -5°C og meira að segja í morgun var -15°C og samkvæmt weather.com er "feels like" stigið oft 5 gráðum lægra... ss skítkalt. Það er mjög gaman að vita af því að mamma og pabbi eru í Flórída þar sem eru ca 25-30 gráður...

Ég fékk alveg frábærlega skemmtilegar upplýsingar í póstinum í dag... Upplýsingar um hvað ég á inni í lífeyrissjóði hér... sem er nákvæmlega EKKI NEITT enda ekki skrítið þar sem ég hef aldrei verið á vinnumarkaði í Svíþjóð. Alltaf þegar á að standa einhver upphæð þá sendur 0 eða -.... mjög sniðugt. Mér fannst mjög tilgangslaust að senda mér þetta.

Annars þá er ég að fara með Öllu til Berlin um páskana, við förum á miðvikudegi eftirhádegi(er í prófi fh) og svo komum við til baka á aðfaranótt þriðjudags þar sem ég er að fara í skólann þá þriðjudag kl 8:30, býst við að vera frekar meigluð.

Ég og Alla fórum í bíó á föstudaginn á Casanova, sem er mjög fín... væri alveg til í að eiga hana seinna meir. En ég held að við höfum hleigið allra mest í salnum. Hlóum að hlutum sem enginn hló af en það átti samt örugglega að vera fyndið :þ

Mér vað búið að detta eitthvað í hug að skrifa hér en ég er búin að gleyma því... ég man það kannski seinna.

27 febrúar 2006

Bolla, bolla...

Já sko það er kominn bolludagur og þó að maður búi ekki á klakanum þá er samt haldið upp á bolludaginn.
Ég er sem sagt búin að gera heiðarlega tilraun til bollubaksturs. Það tókst svo vel í fyrra að ég gat ekki slept því núna. Ég bakaði bollur á föstudaginn sem voru ekki alveg að gera sig þar sem það var smá vitlaust skirfað í uppskriftinni, þe bökunnartíminn. En ég er búin að fá leiðréttingu á því og geri aðra tilraun í dag á síðustu stundu. Svo fara bollurnar í ferðalag til Öllu í kvöld og þar ætlum við að vera nokkur saman með bollukaffi.

Um helgina fór ég til Växjö með Marie, en bróðurdóttir hennar átti 4 ára afmæli og amma hennar átti 85 ára afmæli. Það er svo langt síðan ég hef verið þarna og það er búið að breyta svo miklu heima hjá foreldrum Marie, svo það var gaman að koma í heimsókn. Við ætluðum að leggja af stað ekki seinna en kl 16 í gær en það dróst aðeins á langinn þar sem Svíþjóð var að keppa við Finna í hokký og miðað við ungafólkið í fjölskyldunni var ekki hægt að sleppa því að horfa á leikinn. Það er alls ekki leiðinlegt að horfa á hokký og þessi leikur var enginn undantekning... mjög spennandi... og það varð þvílík gleði þegar ljóst varð að Svíar urðu ólympiumeistarar.

23 febrúar 2006

Ekki happadagur... nokkuð ljóst

Við vorum 3 sem mættum óvart of snemma í morgun... já ég veit að ég er stundvís þegar kemur að skóla en öllu má nú ofgera... En þannig er mál með vexti að við áttu að vera í tíma frá 8:30 - 12 og svo áttum við nokkrar að vera í verklegu eftir hádegi. En svo þurfti að bæta auka fyrirlestri inn í töfluna vegna þess að heyrnarfræðinar voru að fá löggildingu og það þarf víst að ræða. En sem sagt fyrir hádegis fyrirlesturinn var settur eftir hádegi og við gerum þetta verklega seinna... allt í góðu með það. En við 3 skoðuðum ekki nýju stundatöfluna betur en það að við mættum kl 8:30 en nýji auka fyrirlesturinn átti ekki að byrja fyrr en kl 9:20. Og ég í minni stundvísi mætti kl 8:10 í skólann :S Það bætir ekki að ég var frekar meigluð í morgun og var næstum því hætt við að fara í sturtu til að geta sofið aðeins lengur. En sem betur fer var ég ekki ein um þessa vitleysu... Svo þegar ég var að koma úr dansinum var ég að labba á smá þjöppuðum snjó... rann aðeins til og lenti ofan í polli sem var svona nógu djúpur þannig að það gæti alveg örugglega flætt vel ofan í skóinn... æðislegt... það er líka svo gott að vera í blautum sokk þegar maður er rétt að losna við hælsæri.

Kvöldmaturinn í kvöld... var kolamoli að hætti hússins...

Eitt sem mig langar að bæta við þetta sem kemur þessum degi ekkert við... Ég fór út í apótek um daginn og sá að það var búið að stilla sérstaklega upp Strepsil - Mentol og þar sem ég bíð er ég eitthvað að horfa á umbúðirnar... les á þær og sé að það stendur "Vid ont i halsen" svo sem ekkert merkilegt oft stendur líka utan á umbúðum á finnsku en ekki í þetta skiptið undir sænskunni stendur skýrum stöfum "Við óþægindum í hálsi"... jahá þetta var bara á íslensku... Svo sá ég einmitt þetta Strepsil - Mentol auglýst í sjónvarpinu og þá voru umbúðirnar líka á íslensku... þetta sér maður ekki oft... en ég sá líka einu sinni háreyðingarkrem með íslensku... Mér finnst þetta bara sniðugt.

En það er nokkuð ljóst að ég ætla að gera mitt besta til að fara snemma að sofa... sjáum til hvernig það fer :þ

Um helgina fer ég svo til Växjö.

22 febrúar 2006

eitthvað er betra en ekkert :þ

Mér datt í hug að skrifa eitthvað hérna...
Ég er byrjuð í nýjum kúrsi... Audiologisk Rehabiliterin eða heyrnarfræðileg endurhæfing... einn af mörgum með þessu nafni.

Ég er búin að kaupa mér 3/4 hluta af skáp, vantar bara hurðina en hún kemur. Mamma hennar Öllu var í heimsókn og þær voru að fara í IKEA á bíl svo ég fékk að fljóta með, mjög sniðugt :) En hruðin á skápin var uppseld... þar sem þetta er svona hilla sem hægt er að kaupa á hurð með gleri og verður þannig að skáp.

æ ég nenni ekki að skrifa meira núna...

17 febrúar 2006

Já maður er sem sagt kominn til baka úr hlýjunni í kuldan... ss það er snjókoma hér þessa stundina sem er svo sem ekkert nýtt.

En það var ótrúlega gott að koma heim... hugsaði ekkert um skólann í þessa 5 daga. Ég veit að ég náði ekki að hitta alla. Þið ykkar sem ég ekki hitti... ég vona að þið fyrirgefið mér... ég mun bara hitta ykkur í sumar :) Annars var ég frekar bissí

Ég væri alveg til í að við Íslendingarnir hér úti gætum verið með eitthvað smá Eurovision partý annað kvöld... bara vera með nettengda tölvu og þá er þetta komið :p Er einhver tilbúinn í smá partý ? :Þ

13 febrúar 2006

Ísland

Jamm ég kom heim á föstudaginn. Fór svo gott sem beint norður og var þar í algjöri afslöppun. Núna í dag er ég búin að fara í klippingu og líður vel. Búin að hitta fólk og á eftir að hitta fleiri :)

Fer aftur á miðvikudagsmorgun til Gbg...