27 febrúar 2007

Það eru allir mannlegir...

Ég sem sagt svaf yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna kl 8:00 til að taka lífinu með ró kannski liggja í rúminu í smá stund áður en ég færi á færtur til að ná strætó kl 8:55 og vera mætt í tíma kl 9:20. En ég setti símann á 0:00 í staðinn(stillti símann eftir miðnætti) og vaknaði 9:25. Hoppaði upp úr rúminu fór í fötm, setti á mig smá maskara og kl var orðin 9:30, næsti strætó fer 9:35 í óvissu um að ég næði fékk ég mér morgunmat og fór svo út og náði örðum strætó kl 9:40 sem fer aðra leið. Var kom í skólann kl 9:55. Ég var hissa að ég hafði ekki fengið sms frá Marie kl 9:20 en komst svo að því að hún hafði sjálf verið sein og kom ca kl 9:35 en þá fékk ég sms. Það getur verið kostur að mætla alltaf á réttum tíma og á alla fyrirlestra því þá vita aðrir í bekknum að það er eitthvað að ef ég er ekki mætt þegar fyrirlesturinn byrjar.
En já ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessu námi sem ég hef sofið yfir mig(þannig að ekki væri hægt að redda neinu) og mætt seint.

Ég geri mér grein fyrir að sumir skemmta sér ágætlega við þessum fréttum, þess vegna ákvað ég nú að láta umheiminn vita af þessu :Þ Þetta er nú í fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég sef yfir mig og mæti þar af leiðandi seint í skólann...

26 febrúar 2007

Innipúki helgarinnar

Jæja kominn mánudagur og farinn
Ég og Lottie fórum á djammið á föstudaginn en það endaði ekki alveg skv planinu... Fyrst vorum við hjá henni í smá stund þar sem ég þurfti að hjálpa henni með klæðnaðinn og svo fórum við til mín og héldum áfram að koma okkur í stuð og svo fórum við í heimsókn til stráksins sem hún deitar og vin hans, en þeir voru bara edrú og ekkert á leiðinni út. Svo fórum við þaðan rúmlega hálf eitt á einn skemmtistað en þegar við vorum búnar að vera þar í röðinni í smá stund segir Lottie við mig "eigum við kannski bara að fara heim?" og ég endaði með að samþykkja það bara, en við vorum búnar að ákveða að hún myndi gista á sofanum hjá mér. Það var bara í raun fyrir bestu að við fórum heim. Ég endaði með að skila hluta af áfenginu og kvöldmatnum áður en ég fór að sofa. Ég hef aldrei þjáðst að þynnku eftir djamm hingað til en núna veit ég hvað það er. Þegar ég vaknaði um morguninn snérist allt í hringi og maginn í vonu skapi. Ég tók því nú bara rólega allan laugardaginn... ca um 15 leitið gat ég farið að horfa á tölvuskjáinn án þess að líða illa og þá var ég orðin góð í hausnum en maginn með mótþróa. Ég var heima allan daginn fyrir utan þegar ég fór og keypti mér kebab sem tók 15 mín. Ég fékk reyndar næturgest en Ragnar var á djamminu og vildi ekki labba heim enda frekar langt heim til hans úr bænum svo hann fékk að gista.
Á sunnudaginn var ég mest heima allan daginn nema að ég fór út i búð og það tók klukkutíma svo var ég bara heima og gera mest lítið... jú ég lærði smá... ég varð að gera eitthvað gáfulegt. Svo var ekki skóli í dag þannig að ég var bara heima :þ Var reynar að vinna í lokaverkefninu mínu, gera ýmsar æfingar í excel :) Ég skrapp svo í heimsókn til Lottie, gott að komast út.
Ég er mest hissa á að hvað helgin var fljót að líða og mér leiddist ekki neitt, þó að flestir hafi ekki verið heima eða uppteknir um helgina. Það getur stundum bara verið gott að taka því rólega og gera EKKERT.

22 febrúar 2007

Bullu-Sprengi-Öskudagur... búið

Ég er alla vegana ekki búin að fá flensuna ennþá sem er auðvitað bara gott mál og vona að ég sleppi við hana.

Ég bakaði bollur um síðustu helgi, já maður verður að fá bollur í útlandinu, þær sænsku eru ekki alveg nógu góðar. Svo var ég með bollukaffi hér fyrir nokkra íslendinga, eða íslendingana mína eins og ég hef nefnt hópinn að undanförnu :þ, þe Alla, Ragnar, Gauti, Bjössi og Rakel. Rakel var nú bara í heimsókn hjá Bjössa sínum en fékk auðvitað að fljóta með. Svo bauð ég Marie og Lottie líka upp á bollur en ekki á sama tíma og íslendingunum. Marie hafði smakkað þær hjá mér áður og fannst þær mjög góðar... Lottie vara að smakka þær í fyrsta skipti og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Það snjóaði bara hér í gær, flestum (alla vegana mér) að óvörum. Þetta var nú ekki svo mikil snjókoma þannig séð... varði bara í langan tíma. En alla vegna þá fór allt almenningssamgögnukerfið hér í rúst allt að 40 mín seinkun á sporvögnum og stundum komu 2-3 í röð. Þegar það snjóar hér að einhverju smá viti þá er eins og íbúarnir hér hafi aldrei séð snjó og vita ekki alveg hvað á að gera með þetta hvíta.

Svo er það bara djamm á föstudaginn... Lottie er rosalega mikið fyrir að djamma núna undanfarið og ekki kvarta ég... Við eigum bara eftir að redda okkur fyrirpartýi :þ

17 febrúar 2007

flensa eða ekki

Góðan og blessaðan daginn...
Ég er sem sagt búin að vera með illt í hálsinum síðan á miðvikudagskvöld og einkennin eru þau að það er vont að kyngja og ekkert annað, jú var smá slöpp á fimmtudag en það var kannski bara vegna þess að ég mátti það, frí í skólanum og svona. En ég er orðin frekar þreytt á þessu... von bara að þetta verði ekkert meira. Það er fullt af fólki í kringum mig veikt eða búið að vera veikt... nenni því ekki núna.

Annars vorum við í skólanum í gær á fyrirlestri þar sem dani var að fyrirlesa fyrir okkur. Í byrjun spurði hann hvort hann ætti að tala dönsku eða ensku, þeir sem sögðu eitthvað upphátt sögðu honum að tala bara dönsku og við myndum svo spyrja ef við skyldum hann ekki. Ég gat auvitað ekki beðið um ensku "HALLÓ!!! ég lærði dönsku í 7 ár!!" þannig að ég sá þetta bara sem ögrun að reyna að skilja... ég var reyndar sú eina í bekknum sem hafði séð þetta sem hann var að tala um. En svo allt í einu heyrðist hljóð frá hinum sem ekki hafa sænsku sem móðurmál... þær treystu sér engan vegin að reyna að skilja dönskuna og vildu frekar ensku. Þær hafa nú haldið því fram áður að skilja ekki ensku, svona þegar við vorum að byrja í náminu og ég talaði bara ensku. En vá hvað ég var stollt af sjálfri mér að vera ekki sú sem var með tungumálavandamál núna... hihihihi!!!
Svo þegar maðurinn byrjaði að tala þá var ég nú nokkuð viss um að ég hefði skilið dönskuna hans betur... vá hvað maður inn var með mikinn danskan hreim... það tók smá stund að stilla sinn til að geta skilið manninn.

Annars er planið að baka bollur í dag þar sem bolludagurinn er jú á mánudaginn, maður verður að sjá til þess að hinir íslendingarnir á svæðinu fái bollur :þ Annar bað Marie líka um bollur svo ég er að koma svíunum upp á þetta líka... Þeir hafa svo sem sínar eigin bollur en þær eru ekki næstum því eins góðar, rúnstykki með rjóma möndlumassa og flórsykri ofaná. Jæja best að koma sér út í búð og kaupa hráefnin.

14 febrúar 2007

Já já

Jæja það er besta að skrifa eitthvað hérna.
Ég kom til baka til Svíþjóðar á sunnudaginn en ég var heima í viku. Það gekk bara vel að safna þeim upplýsingum sem ég þurfti fyrir utan að ég hafði ekki lista með öllum börnunum. Þannig að ég notaði tíman og fór á leikskólan Sólborg, en þetta var vinnustaðaheimsókn í sambandi við kúrs sem ég var í fyrir jólin. Það var ekkert smá gaman að kíkja á leikskólan... var þar í 4 tíma og var alveg búin eftir á. Væri alveg til í að kíkja aftur í heimsókn en við sjáum til, þá væri það meira á mínum eigin forsendum. En þarna var notað bæði táknmál og talað mál svo allir starfsmennirnir á deildinni kunnu táknmál. Ég fór svo með 4 krökkum í táknmálssögustund þar sem heyrnarlaus kona sagði sögu, og þá voru þau ekki með tækin á sér á meðan. Svo var einn strákur að reyna að ná sambandi við annan með því að kalla á hann en það gekk auðvitað engan veginn. Svo þegar við fórum aftur til hinna þá réttu 2 strákar með heyrnartækin sín eins og ekkert væri sjálfsagðara en að ég gæti hjálpað þeim með að setja tækin á/í eyrun. Það var svo sem ekkert vandamál fyrir mig en þeir vissu það ekkert... þeir skildu ekkert afhverju ég var þarna í raun.

Svo er nýr kúrs byrjaður núna sem inniheldur svona sitt lítið af hverju... og 2 frekar stór verkefni sem hef ekki alveg fattað enn út á hvað ganga enda þjáðist ég af athyglisbresti á háu stigi á mánudaginn í skólanum, sem gerði það að verkum að fattðai engan veginn hvað var í gangi á meðan fyrirlestrinum stóð. Ég vona bara að ég finni mér eitthvað skemmtilegt að gera um helgina :þ

06 febrúar 2007

Heima á Íslandi

Já ég er sem sagt ekki búin að skrifa neitt hér frekar lengi... svo ég ætla að skrifa eitthvað núna...

Á föstudaginn fór ég og Lottie í partý til gaura sem komu í partýið til mín um daginn í smá stund áður en við fórum í bæinn. Lottie tókst að hösla einn gaurinn og fór á deit með honum á fimmtudag svo okkur tókst að næla okkur í partý hjá þeim. Þetta var bara fínasta partý og svo fórum við á djammið. Á laugardagskvöldið vorum við Lottie og Marie svo með smá tapas-kvöld og horfðum saman á 1 hluta af sænsku söngvakeppninni. Þær fóru svo í bæinn en ég ákvað að sleppa því þar sem ég átti að taka rútu kl 7:30 til Osló. Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að gleyma hinum ýmsu hlutum... t.d. snyrtidótinu mínu, hleðslutæki fyrir mp3 spilarann og fl.

Annars kom ég á klakann á sunnudaginn eftir ferðalagið í gegnum Noreg, það er svo fyndið að hlusta á norsku... sérstaklega þegar að maður er vanur sænsku.
Svo núna þessa vikuna er ég uppi á HTÍ að skoða sjúkraskírslur barna sem geind eru með heyrnarskerðingu 2002 til 2006. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma. Á 2 dögum er ég búin að fara í gegnum 25 stk. Tíminn líður hratt en vinnan gengur hægt :S

31 janúar 2007

praktík og komment

Það má segja að það er búið að vera ágætlega mikið að gera hjá mér sl. daga. Á sunnudaginn fór ég í keilu með nokkrum kunningjum(Lottie, Peter, Dansken, Henrik og Söru) er búin að setja myndir inn á netið.
Svo er ég í praktík á Sahlgrenska sjúkrahúsinu þessa vikuna og það gengur bara vel, er reyndar frekar þreytt því þetta er ekkert auðvelt. Svo í gær eftir praktíkina fór ég í bæinn með Lottie, hún þurfti að finna föt til að vera í á deiti sem hún er að fara á á morgun og svo fyrir djamm á föstudaginn... Við vorum í Vera Moda í ca 1,5 tíma og fengum þessa þvílíku hjálp frá afgreiðslukonunni, fundum 2 outfit fyrir Lottie, góður árangur :)
Svo er djamm á föstudaginn og svo hin sænska Melodifestivalen á laugardaginn... svo er bara ferðalag heim á klakann á sunnudag :)

Samtal í hádeginu í gær:
Inngagnur: ég var í "vinnustaðaheimsókn" á sahlgrenska, og fylgdi einni sem er að vinna þar í 2 daga, í einni af fyrstu vikunum mínum hér í Svíþjóð og kunni þá enga eða svolítið sem enga sænsku.
Aðalatriði:
Ég ákvað að spyrja þá sem ég hafði fylgt hvort húnm myndi eitthvað eftir mér því að hún leit út fyrir að muna EKKERT hver ég var.
Ég: ég veit ekki hvort þú manst það en ég var hér í vinnustaðaheimsókn í 2 daga á minni fyrstu önn...
Hún: Nei ég man það nú ekki, maður hittir svo mikið af nemum hérna svo ég geti ekki sagt að ég muni það en ég kannast við andlitið...
En það var önnur íslensk stelpa hérna fyrir nokkrum árum en hún kunni enga sænsku, hún hætti.
Ég: uuu... nei það er ég!!
Hún: nú!!!
Svo skammaðist hún sín frekar mikið fyrir þetta... hihihi

Og svo svona í lokin þá vil ég bara óska Huldu og Gumma til hamingju með litla drenginn!! af myndunum af dæma er hann rosalega sætur og ég býst ekki við að myndirnar ljúgi :) Ég mun setja heimasíðuna hans á link hérna hjá hinum fljótlega.

27 janúar 2007

Partý

Fyrsta partýið mitt afstaðið og það heppnaðist bara vel, rúmlega helmingur íslendingar og þá tæplega helmingur svíar. Það er þegar búið að biðja mig um að halda annað partý og það er ekkert mál :)
Ég er nú bara frekar löt eftir gærkvöldið. Við fórum á einn skemmtistað og ég fór heim ca hálf 4, skemmti mér bara mjög vel. Svo þegar ég var rétt að koma heim þá fattaði ég að ég hafði bara tekið lykilinn af íbúðinni, en málið er að hann gengur ekki að útidyrahurðinni þar er notaður raflykill(og ég veit það) svo ég endaði með að hringja bjöllunni í einni íbúð þar sem ég sá að var kveikt og sá fólk á ferli.

Ég er búin að setja inn myndir á netið og líka myndir frá jólum og partýinu sem ég var í hjá Perter um daginn...hér

19 janúar 2007

Stolt en...

Ég var að fá út úr tölfræðiprófinu áðan og ég var með 17 rétt af 18 og er því mjög stolt af sjálfri mér. Ég veit ekki enn um neina aðra í bekknum sem var með jafn hátt eða hærra. En þetta var svo leiðinleg villa!!!... innsláttar villa í reiknivélina ...aaarrgh
Ég fékk 3,6*0,25=3,85 og hefði ég hugsað aðeins þá hefði ég vitað að þetta var ekki rétt. Ég held að ég hafi aldrei tekið stærðfræðipróf þar sem mér tekst ekki að gera einhverja svona klaufavillu. Það sem er mest böggandi að ef ég hefði slegið þetta rétt inn þá hefði ég fengið ALLT rétt á prófinu!!!

Ég held að ég sé með þessi álög á mér að gera heimskar villur á stærðfræðiprófi.

Svo er íslendingapartý í kvöld kannski einhverjir svíar líka.

18 janúar 2007

Projektplan

ritgerðaráætlun... er það góð íslenskþýðing, beinagrind finnst mér ekki alveg hljóma rétt... úff ég er að verða allt of útlensk.

Ég sem sagt var að verja ritgerðaráætlunina mín í gær... svona svipað og þegar maður ver lokaverkefni, bara aðeins óformlegra en þetta er gert til að æfa okkur fyrir þegar við þurfum að verja ritgerðina okkar í vor og gagnrýna einhverja aðra.
Mér gekk alla vegana mjög vel og er ég mjög ánægð með það. Ég þurfti mjög lítið að laga, sérstaklega miðað við aðra í bekknum. Einhverjar sem fengju verkefni frá heyrnardeildinni á spítalanum vissu ekki alveg hvað þær voru í raun að fara að skrifa um og þurftu oft að svara spurninum við "veit það ekki" sem er auðvitað engan vegin nógu gott. Hjá einum hóp komst upp um ritstuld en þær vildu ekki viðurkenna það, þetta er auðvitað alvarlegt mál en það er ekki gert svo mikið í því núna þar sem þetta er áætlun fyrir verkefnið. En ef þetta kemst upp aftur í vor eru þær í djúpum sk...

Ég fór í partý og svo út á djammið um síðustu helgi. Peter var með partý þar sem vinur hans, dansken(sem er að mínu mati aðeins og langsótt gælunafn) og bauð mér að koma, maður neitar auðvitað ekki partýi. Ég þekkti svo sem ekki marga þarna en skemmti mér bara vel.
Við fórum svo í bæinn á skikkanlegum tíma. Svo á leiðinni nefndi ég í smá gríni að það væri eftirpartý heima hjá mér... maður býr nú einu sinni í bænum :þ
Svo ég var tekin á orðinu eftir djammið og Peter og "dansken" komu til mín eftir djammið. Ég held að það hafi verið aðalega vegna þess að það var rigning og þeir nenntu ekki að bíða eftir strætó. Þetta var ekki beint partý en ég fékk 2 næturgesti. Vá hvað gaurar geta verið viðkvæmir fyrir hárum á sjálfum sér og öðrum karlmönnum. Málið er að báðir voru í blautum buxum svo þeir fóru úr þeim og sátu saman í sófanum undir teppi og voru svo að röfla um hvað þeim fyndist hárin á löppunum ógeðsleg.

Svo fékk ég símhringinu í gær og það var Peter að spurja hvort ég vildi koma í biljard með sér, bróður sínum og "dansken". Svo ég ákvað að skella mér. Við vorum 2 og 2 í liði. Ég með bróðurnum, og við unnum alla leikina, en ég get alveg viður kennt það að það var ekki mér að þakka.

Það er svo sem ekkert plan komið fyrir þessa helgi en við sjáum bara til hvað verður úr henni. Svo er ég bara að fara að byrja á BS-ritgerðinni eftir helgi... vá hvað tíminn líður hratt.

13 janúar 2007

Próf

Vá ég held að ég geti sagt núna að ég hafi verið í mínu síðasta prófi fyrir BS-gráðuna í heyrnarfræði... vá!!
Önnin klárast í næstu viku en þá erum við að fara að "verja" beinagrindina/planið fyrir lokaverkefnið okkar. Hver og einn hópur(sumir hópar telja bara einn einstakling, eins og minn t.d.) er búinn að gera beinagrind(eða projektplan) fyrir verkefnið þar sem við skrifum inngang(bakgrunn) og tilgang með verkefninu, spurningalista sem mun verða svaraður í verkefninu ofl. Og á þriðjudag og miðvikudag mun einn hópur gagnrýna verkefni annans hóps, og svo þarf sá hópur sem er gagnrýndur kannski að laga eitthvað hjá sér og skila því inn, sama verður gert í vor þegar við erum búinar að skrifa BS-ritgerðina. Um helgina þar ég ss að lesa það plan sem ég mun gagnrýna á þriðjudag.
Svo eftir næstu viku byrjar ný önn og þá er bara að gjöra svo vel og byrja að safna meiri upplýsingum fyrir rigerðina og plana hana eitthvað. Svo vikuna þar á eftir fer ég í praktík og þar á eftir kem ég heim og verð í viku, ég ss kem 4. feb og fer aftur að morgni 11.feb. Það er svo böggandi að vera ekki heima heila helgi til að komast norður, en ég mun líklegast fara norður þegar ég kem heim í vor eða kringum páskana en þá verð ég líklegast í 3 vikur á klakanum :)
Það var svolítið skrítið að vera bara búin að vera hér í 3 sólahringa þegar ég var búin að kaupa mér ferð afur heim... :)

10 janúar 2007

Hæhæ

Vá hér hef ég ekkert skrifað mjööög lengi...
Ég var sem sagt í Växjö um jólin og það var bara mjög fínt og notalegt. Ekki alveg jafn formlegt eins og ég er vön en samt þæginlegt og heimilislegt. Jólasveinninn kom meira að segja... :þ
Svo fór ég heim Annan í Jólum... alltaf voðalega gott að koma heim. Svo kom Marie til mín 29. des og var til 3.jan... Hún viðikenndi fyrir mér að ég hefði haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að það væri svolítið erfitt að útskýra fjölda flugelda á gamlárskvöld. En hún var mjög ánægð með áramótin sín.
Svo fór ég aftur til Gautaborgar þann 7.jan og þá hófst lærdómurinn... Við áttum að byrja á planinu fyrir lokaverkefnið okkar, en mér tókst ekki að gera mikið heima þar sem ég var einhvern vegin föst. Svo fór ég á smá fund með kennaranum mínum sem leysti alla þá hnúta sem festu mig. Þannig að í gær sat ég við tölvuna allan daginn og gerði þetta verkefni sem ég hafði átt að gera dagana 2.-5.jan það tókst. Við eigum að skila þessu inn í dag fyrir kl 16. Leiðbeinandi minn fyrir lokaverkefnið mun vonandi fara yfrir þetta í dag svo ég hafi möguleika á að skila þessu inn í ágætu lagi.
Núna er bara að læra fyrir tölfræðipróf á föstudaginn.

Annars vil ég bara óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla :)

16 desember 2006

Mikilvægi sænskrar málfræði...

Ég og Marie vorum að læra á mánudaginn uppi í skóla fyrir prófið sem var sl þriðjudag. Og við erum eitthvað að tala um námsefnið, þar á meðal heyrnartæki. Ég á alltaf í vandræðum þegar ég á að setja "en/ett" fyrir framan orðið "hörapparat" ég segi þetta alltaf vitlaust... maður á að segja en hörapparat en ég segi svo oft já eða oftast ett hörapparat... sem er örugglega vegna þess að á íslensku er þetta hvorukyn. En alla vegana við fórum eitthvað að ræða þetta og svo segi ég: "ég myndi aldrei segja hörapparatet, ég veit að maður á að segja hörapparaten" Og þá segir Marie allt í einu "en bil - bilen, et bord - bordet... ætli það sé einhver regla til um að ef maður segir en fyrir framan að þá endi orðið á -en líka þegar það er með áherslu???" Ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið. Ég man alveg eftir að hafa lært þetta í dönsku að þetta væri regla, og mér finnst þetta mjög sjálfsögð regla. En... svíinn sjálfur hafði ekki hugmynd um þessa reglu og þetta er örugglega eina eða eina af fáum málfræðireglunum sem hafa engar undantekningar. Hún hafði bara lært í skólanum að það væri engin regla yfir að orð væri annað hvort samkyn eða hvorukyn.
Svo varð hún auðvitað að spyrja stelpurnar í bekknum daginn eftir og vitið með nokkrar voru bara alveg sammála um að hafa ekkert heyrt um þetta.

Þetta segir mikið hvað svíar vita mikið um sænskamálfræði.

12 desember 2006

Horfið...

Hvað er lægra en að stela jólapappír?? Já sem sagt ég og Sandra vorum að rölta um í bænum áðan og ég keypti jólapappír í síðustu búðinni áður en við fórum heim til mín. Þegar ég kom heim var enginn jólapappír í pokanum en ég man vel eftir að hafa haldið á pokanum og horft á pappírsrúlluna upp úr pokanum. Við röltum alla leiðina til baka en enginn pappírsrúlla. Ég vil ss halda því frama að einhver hafi tekið rúllurnar upp úr pokanum án þess að ég tæki eftir því... þegar við löbbuðum fram hjá einhverju fólki... mér finnst frekar ólíklegt að rúllurnar hafi bara dottið uppúr eins og mér datt í hug í fyrstu...

Nú er jólaandinn alveg að gera sig eða þannig.

Best að skrifa eitthvað...

Nohh... ég var bara með nettengingu alla helgina... hvað er að gerast?? Ég er búin að vera nettengd stannslaust í viku. Ætli nýja snúran sé betri en sú gamla??

En annars var ég á jólahlaðborði uppi í skóla á föstudaginn. Fyrst um morguninn var ég í mótatökuprófi, þeas próf í að taka mót af eyrum. Við fengum 3 tilraunir og við þurftum að ná 2 mótum sem voru 99% í lagi, ég þurfti bara að taka 2 mót því mín bæði fyrstu voru innan marka... flestir þurftu að taka 3... sumir náðu ekki einu sinni eftir 3 tilraunir.
Síðan fór ég og Marie út í búð að versla í matinn fyrir hlaðboðið og svo fórum við heim til hennar að elda matinn. Áður en ég fór upp í skóla fór ég svo heim að taka mig til.
Um tíu/hálf ellefu leitið var ég alveg á því að fara út á djammið en svo þegar klukkan fór að nálgast miðnætti og ég var enn uppi í skóla þá komst ég að því að ég myndi ekki meika að fara út að skemmta mér... labbirnar alveg búnar og ég orðin mjög þreytt eftir langan dag.
Restin af helginni var bara notalega, reyndi að þykjast læra smá þar sem ég var að fara í próf... og það próf var ég í áðan og gekk vara vel. Mér fannst ég kunna efnið nokkuð vel svo löngunin til að læra var ekki mikil. Svo þegar ég kom í prófið áðan sá ég að við þurftum að ná 70% rétt til að ná, óvenju hátt %, en ég hef engar áhyggjur.

Ég set inn myndir af jólahlaðborðinu fljótlega, ég gleymdi að taka myndir frá byrjun svo það eru ekki of margar myndir. En ég setti myndir af því þegar ég fór út með Peter og vinum hans um daginn, ég er ekki alveg að fíla sjálfa mig á þessum myndum enda var ég búin að drekka þó nokkuð þegar þær voru teknar :þ

04 desember 2006

#$&@#! net en góð helgi

Ég missti aftur internettenginguna á föstudaginn og var því netlaus aðra helgina í röð. Tengingin datt út fyrir kl 17 á föstudaginn og auðvitað er netþjónustan ekki opin á föstudögum eins og ég sagði í síðasta bloggi, svo mín var netlaus um helgina.

En helgin var samt fín, fyrir utan smá raddleysi af völdum kvefs. Á föstudaginn fór ég út með strák sem ég kannst aðeins við í gegnum Ragnar og Möggu, hef reyndar ekki séð hann síðan í fyrra haust, og 2 vinum hans. Þegar ég mætti á svæðið pantaði ég Smirnoff Ice og þegar ég spurði hvað hann kostaði þá sagði þjónninn við einn gaurinn við borðið "á ég að setja þetta á sameiginlega reikninginn" gaurinn svarði játandi. Svo seinna pantaði hann 2 diska með Tryffle og auðvitað kampavín með... svo aðra kampavín og aðra svo shot fyrir alla á boðinu(4) og svo eina kampavín í viðbót. Gaurarnir höfðu svo drukkið 1-2 bjóra áður en ég kom svo reikningurnn var upp á rúmlega 1600 sænskar krónur... Og mín var orðin full. Svo ákváðum við að fara eitthvað annað til að dansa en við vonum búin að býða í röð í svolítinn tíma og það var farið að renna af manni smá þá komst ég að því að kostaði 100kr að koma inn svo ég ákvað að sleppa því og fara heim. Sem var örugglega sniðugt því þegar ég vaknaði hafði ég svo gott sem misst röddina.

Á laugardaginn fór ég svo með Marie, bróður hennar, konu hans og 2 börnum raddlaus í Liseberg. Við skemmtum okkur bara vel. Svo borðaði ég heima hjá Marie en ákvað svo að fara heim og hvíla mig og sérstaklega röddina.
Röddin er skítsæmilega í dag mun betri en á laugardag en verri en á föstudag... þetta er allt að koma.

29 nóvember 2006

Netið komið upp aftur...

Það er alveg ótrúlegt hvað er óþæginlegt að vera án internets, ég er alveg háð því. Á fimmtudaginn var ég að snúa við skrifborðinu hjá mér og það tognaði aðeins á netsnúrinni... ekkert sérstaklega mikið... en þegar ég leit svo á tölvuna var ekkert netsamband. Ég hélt að ég hefi kannski eyðilag snúruna, eitthvað í tölvunni eða tengngilinn. Þetta geriðst það seint að ég vildi ekki banka upp á hjá nágrönnunum til að athuga hvort allt væri í lagi. Þannig að þegar ég kom heim úr praktíkinni á föstudaginn bankaði ég upp á hjá íslenskri konu sem býr næstum því við hliðina á mér, ein íbúð á milli okkar, hún var ekkert smá hissa að sjá íslending :þ Ég fékk að prufa snúruna mína og tölvuna í nettengingunni hjá henni og allt var í lagi. Þannig að ég var búin að útiloka allt nema tengilinn. Og það var auðvitað búið að loka skrifstofunni hjá stúdentagörðunum, hún lokar 15:30. En ég skildi eftir skilaboð á símsvaranum. Svo ég var netlaus alla helgina... :( Á mánudaginn var enginn búinn að hafa samband við mig né koma í íbúðina og kíkja á tengilinn og þar sem ég kom heim eftir kl.16 þýddi ekkert að hringja. Í gær í hádeginu hringdi ég og mér var sagt að einhver frá þeim væri að vinna í húsinu í dag(miðv.d) Þegar ég kom heim í dag hafði ekkert gerst. Þannig að ég ákvað að ryksuga... þegar ég var búin að ryksuga leit ég á tölvuna og þá var einhver búinn að senda mér skilaboð á MSN... netið var komið í lag... stuttu seinna fékk ég svo e-mail frá internetþjónustunni um að þetta ætti að vera komið í lag og vandmálið hafði verið "link-flap".... En netið er komið í lag og það er það sem skiptir máli...

Með þessa íslensku konu, Þóru... ég hef vitað af henni síðan ég flutti inn en ekki haft ástæðu til að banka upp á. Þegar ég fór út á föstudagskvöldið var hún einmitt á leiðinni út líka... og á leiðinni á sömu stoppistöð og að fara út á sama stað ;p Svo í sporvagninum kom Siggi inn svo allt í einu vorum við 3 íslengingar saman í sporvagninum af tilviljun, þetta gerist ekki oft. Svo hitti ég Þóru á ganginum áðan. Fyrst sé ég hana ekki í 2 mánuði og svo hitti ég hana 3x á tæpri viku!!

Ég alla vegana komin í samband við umheiminn aftur... :D

19 nóvember 2006

Myndir af sófanum

Núna eru myndir af sófanum komnar inn á myndasíðuna :)

Í gær var milli 20 og 25° hita munur á Íslandi og Gautaborg... þetta er klikkun...
Mælinn minn sagði +10° en mbl.is sagði -10° í Rvk og -15° á Akureyri.

En ég er að fara á jólamarkaðinn í Liseberg á eftir, en það mun líklega vera í fyrsta skipti þar sem ég mun ekki frjósa á tánum og á puttunum á Jól í Liseberg.

18 nóvember 2006

SÓFI

ég er komin með sofa :)

ég tek myndir fljótlega og set hér inná.

Þreytt - þreytari - þreyttust

Þá er fyrsta vikan af praktíkinni(verknáminu) búin. Það er alveg órtúlega hvað það tekur á að breyta til og fara að "vinna" rúma 8 tíma á dag og þurfa að vera vel vakandi allan tíman. Þegar ég mætti í morgun þá veit ég ekki hvert leiðbeinandi minn ætlaði, ég settist í stólinn inni hjá henni og leit út fyrir að hara sofið í max 2 tíma. Ég lifði á svefgalsa í dag, en ég og leiðbeinandinn skemmtum okkur vel sama yfir því og hæfilega alvarlegar þegar þarf. En ég hef orðið þreyttari með hverjum deginum, það skipti engu hvenær ég fór að sofa. Málið er bara að slappa af um helgina og safna orku til að takast á við næstu viku.

Svo fékk ég ánægjulegustu hringingu áðan í langan tíma. Sófinn minn sem ég búinn að bíða eftir í 7 vikur kom í búðina áðan og það er auka útkeyrsla á morgun svo ég fæ sófa á morgun. JÚÚHHÚÚÚ.... JIBBÝÝÝ!!!!

Svo fékk ég pakka frá mömmu áðan en hún quiltaði fyrir mig dúk á mataborðið og hann er bara mjög flottur, passar vel.

Svo á morgun þarf ég að taka til og þarf að vera búin að því um hádegi, því sófinn kemur um 13 eða 14. Svo þegar sófinn er kominn get ég farið að raða almennilega. Og þá er íbúðin bara að veða fullkomin.

Ég ætti að fara að koma mér í rúmið... það lokkar mig alla vegana...