24 desember 2007

Gleðileg Jól

Núna styttist í jólahátíðina og ég vil óska öllum lesendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla.

Annars átti Jón, uppáhalds bróðir minn, afmæli í gær þannig að við fórum í Perluna á hið árlega jólahlaðborð. Fengum mjög gott að borða.
Svo átti móðursystir mín afmæli einnig í gær en hún varð 45 ára.
Og til að toppa þetta allt saman eignaðist Andrea frænka mín(dóttir móðursystur minnar) lítinn dreng í gær, 48cm og 13 merkur(skv nýjustu fréttum).
Og óska ég henni innilega til hamingju með drenginn. Hann kom í heiminn stuttu fyrir miðnætti, þannig að hann rétt náði að verða smá auka afmælisgjöf til ömmu sinnar :)
Það er búið að vera mikið í umræðunni hvort hún myndi eignast barnið á þorlák, en meira í gríni en alvöru þar sem að hún var sett 29. des. Svo okkur fannst þetta frekar ólíklegt en eitthvað annað... en alltaf er hægt að koma manni á óvart.
Ég sem sagt náði að sjá frænku mína óletta og ætla pottþétt að ná að sjá litla drenginn áður en ég fer aftur út.

Við heyrumst svo eftir jólahátíðina :o)

13 desember 2007

árekstur...

Ég var að rölta úti í gær hérna í næstu götu en þar er mikið af gangandi verfarendum svo allir bílar þurfa að keyra rólega.
Einn leigubíll keyrði framhjá mér og ég var svo sem ekkert að pæla neitt í því þar til að ég heyrði áreksturshljóð. En þá hafði leigubíllinn gleymt að virða hægriregluna en til hægi sniglaðist lögreglubíll... vá hvað ég grenjaði úr hlátri... hjálpaði ekki að leigubílsstjórinn var svona ekta "sænskur" leigubílsstjóri(eða innflytjandi/múslimi) talandi á sinni bjöguðu sænsku. Löggan sat í raun ótrúlega lengi inni í bílnum hjá sér, gat bara ímyndað mér hann blótandi í sand og ösku. Í fljótu bragði sá ég ekkert að bílunum...

Ég reyndar sá annan árekstur fyrir ca. mánuði síðan en það var aðeins harðari árekstur, einn sem fór yfir á rauðu og beint inn í annan bíl. Sá sem var í rétti þar hann var nú ekki alveg beint sáttur.

12 desember 2007

Allt að koma...

Núna eru dagar af pínu búnir... ekki nóg að hafa verið með verk í tönninni en ég þurfti auðvitað að fá svaðalegt kvef í leiðinni. Og á sama tíma átti ég að vera að læra fyrir umræðu tíma og próf. Endirinn var sá að ég mætti frekar óundirbúin í umræðutíma og prófið gekk ekki jafn vel og ég hafði vilja, en ég næ nú samt örugglega.

Sem sagt núna á ég bara eftir að fara í einn tölvutíma í tölfræðinni, sem er á þriðjudaginn, og svo kem ég heim. Reyndar í milli tíðinni á ég eftir að fara til Köben að ná í mömmu og Lilju, en við ætlum að eyða eftirmiðdeginum á laugardaginn í Köben og taka svo síðustu lestina til Gautaborgar.
Ég skrópaði óvart/óviljadi í fyrri hluta tölfræði tímans á mánudaginn. Var alveg 100% viss um að við ættum að byrja kl 13 en við byrjuðum víst kl 9... úps... en ég held að ég hafi nú ekki misst af miklu. Þetta eru ekki mestu tölvusnillingarir sem eru í bekknum svo það tekur smá tíma að fara í gegnum þetta.

Annars er planið núna fyrir í dag, á morgun og föstudag, að þrýfa íbúðina, þeas taka hana alveg í gegn, klára jólagjafirnar og kaupa jólakjól :) Jú og svo ætla ég aðeins að rölta um Liseberg í dag.

Var að skoða sænsku fréttirnar áðan og rakst ég á þessa skemmtilegu frétt sem ég var reyndar búin að sjá á mbl.is. Finnst bara mjög fyndið að hún hafi komist út fyrir landssteinana... hihihi... það er nú ekki oft sem að ísland er á síðum blaðana hér.

Best að fara að ryksuga og skúra...

05 desember 2007

Sjálfsvorkun

Það er nú lagt frá því að ég geti sagt að það hafi verið gaman hjá tannsa í gær. Ég sat í stólnum í 2 tíma og 20 mín og þar af voru 2 tímar þar sem ég sat með galopinn munninn án þess að fá að loka. Vá hvað þetta tók á.
Það munaði litlu að ég þrufti að koma aftur seinna því það gekk illa að deyfa eina rótina en sem betur fer gat ég harkað þetta af mér... sh#& hvað þetta var vont. Ég vildi frekar pína mig en að þurf að koma aftur...

Þegar ég kom heim tók ég strax verkjalyf þar sem að sársaukinn var mikill. Ég get nú ekki sagt að verkjalyfin hafi gert mikið en þau tóku svona rétt mesta sársaukann. Tannsi sagði að ég gæti verið með verk í 2-5 daga.
Vaknaði í nótt kl 4 með þennan svaðalega verk.

Verkjalyfin taka aðeins betur á verknum í dag, eða alla vegana það sem liðið er af deginum... Þó að stundum reyni ég að harka af mér verki í stað þess að taka verkjalyf en það er ekki þannig núna... Þvílikt hvað þetta er óþæginlegur verkur... Svo gera lyfin mann frekar sljóan, maður á víst að passa sig ef maður ætlar að keyra bíl(sem er svo sem ekkert að fara að gerast núna)

Ég átti í vandræðum með að borða Cheeriosið mitt í morgun því að hringirnir leituðu alltaf undir tönnina en það er ekki þæginlegt að nota hana núna. Tilfinningin er eins og þegar maður var með lausa tönn hérna áður fyrr... nema að hún er ekki laus.

Jæja ég er hætt að vorkenna sjálfri mér hérna í bili... Verst að maður hefur engan hérna heima til að vorkenna manni og stjana við sig. En jæja þetta ætti nú að vera búið að jafna sig á sunnudaginn.

03 desember 2007

Fréttir og brandari ársins

Ég er fór til tannlæknis á fimmtudaginn og fékk þær "frábæru" fréttir að það þyrfti að rótfyllatönnina... og það kostar einungis 3000kr sek(ísl 30.000), jább rán um hábjartandag. En það verður sem sagt gert á morgun.

Ég fór svo og hitti Marie í Växjö um helgina, mömmu hennar fannst orðið allt of langt síða ég kom síðast og vildi endilega að ég kæmi fyrir jólin. Við fórum út í skóg og huggum tré, til að hafa úti. Síðan bökuðum við piparkökur og lussekatter. Annars tókum við því líka bara rólega og slöppuðum af.

Þegar ég kom heim í gær setti ég upp nýju jólagardínurnar mínar og aðventuljós og gerði smá jólalegt. Síðan fór ég að skoða jóla-föndurdót sem Marie hafði ætlað að henda þegar hún flutti en ég tók það hins vegar til mín. Þegar ég tók kassan, sem er gegnsær plastkassi, fannst mér hann frekar þunngur miðað við innihaldið(efni og eitthvað meir) og það heyrðist eitthvað hljóð í kassanum þegar maður hristi hann sem ég gat ekki alveg skilið, en pældi svo sem ekki meira í því. Þegar ég opnaði kassan blasti við mér myndavél sem Marie týndi fyrir 3 árum síðan. Hún var viss um að einhver hefði stoðið myndavélinni því hún fann hana hvergi... enda dettur engum í hug að leyta í kassa með jólaföndri... Ég vissi ekki hvert ég ætlaði af hlátri... Hún hafði meira að segja fengið nýja myndavél út úr tryggingum... Þegar ég sá e-mailið frá mér hló hún sig vitlausa úr hlátri :Þ


Ég veit ekki með ykkur en ég get ekki sagt að ég fyllist öryggis tilfinningu þegar ég labba framhjá einkennisklæddum lögreglumanni með hríðskotabyssu. Það gerðist sem sagt í morgun. Hérna hinu megin við garðinn er Göteborgs tingsrätt(eða Héraðsdómur Gautaborgar?) en ég labba þar framhjá á leið í strætó. Í morgun var örugglega verið að fara að dæma einhvern svaka glæpamann en það stóðu 5 einkennisklæddir lögreglumenn með hríðskotabyssur þarna fyrir utan á meðan bílinn fór inn í skúrinn.
Í síðustu viku var Sveriges Radio þarna fyrir utan, svo hefur maður séð 2 lögreglu menn fara með einn krimma inn í handjárnum... En þetta er nú ekki svona dagsdaglega hérna.

Svo er próf eftir viku... reyndar bara eitt próf fyrir jól... svo ég þarf að lesa alveg helling... best að fara að koma sér að því.

28 nóvember 2007

Pína

Ég er með tannpínu... ég hef ekki verið með tannpínu í mörg ár, var ég að komast að. Hrikalega er þetta vont.

Ég er að fara til Växjö á föstudaginn og verð þar yfir helgina. Ég mun hitta Marie þar en við erum að fara að baka piparkökur og föndra. Hlakka til að hitta hana, mér finnst enn skrítið að hún sé flutt héðan, venst því örugglega aldrei.

Annars er veðrið ekkert skemmtilegt, það er kallt og það rignir. Búið að fara niður fyrir 0°C... sem væri allt í lagi ef það kæmi nú snjór.

Á sunnudaginn fór ég út í apótek og þegar ég kom út lengi ég í "gallup"-könnun. Ég hef aldrei lent í jafn fáránlegri könnun, sem var ekki búin til fyrir apótek heldur bara verlsun yfirhöfuð. T.d. var þetta ánæguleg heimsókn? (Halló!!! þetta er apótek, hvað er ánægulegt við að fara í apótek og þurfa að kaupa lyf?) fleiri spurningar voru svipaðar. Ég veit ekki alveg hvort að þetta hafi verið sanngjörg könnun eða hvort apótekið hafi fengið sanngjarna einkunn, þar sem ég hef ekkert á móti apótekinu, en ég hafði enga ánægju af heimsókninni og bjóst svo sem ekkert við því heldur.
Hún sem gerði könnunina fannst spurningarnar jafn fáránlegar og mér, en hvað maður gerir það bara gerir það besta úr þessu og hlær... :þ

Vá tíminn er svo fljótur að líða... og ég er að fara í próf eftir innan við 2 vikur og það var svo langt í prófið, það eru bara 2 fyrirlestrar eftir í þeim kúrsi.
Svo eru bara rétt rúmar 2 vikur þanngað til mamma og Lilja koma í heimsókn, og bara 3 vikur í að ég komi heim í jólafrí... Og ég sem hélt að það væri svo langt í þetta allt saman... Ég þarf að reyna að fylgja með...

Þetta tímaflug er ein af ástæðum fyrir að ég skrifa ekki svo oft hérna... áður en maður veit af er ein vika búin og svo önnur og önnur... osfrv...
Sem þýðir líka að vikur tvær í jólafríinu eiga eftir að hverfa á "no time"...

18 nóvember 2007

Tíminn líður áfram...

Ég byrjaði í kúrsi í Tölfræði í sl viku. Ég er annað hvort yngst í bekknum eða næst yngst. Það eru 3 karlmenn, einn á mínum aldri, annar nær fertugu og svo þriðji nálægt eftirlaunaaldrinum. Restin eru 28 konur svona 35-60 ára. Fyrir utan að fólk virðist þekkja hvort annað, það eru örugglega 3 hópar sem þekkjast. Þannig að maður er frekar einn á báti þarna. Við munum fá heimapróf í kúrsinum en við fáum það síðasta daginn, það var einhver sem spurði hvort við gætum ekki fengið það í byrjun til að geta spurt spurninga á meðan kúrsinn er í gangi... ein að reyna að komast létt undan prófi.

Ég er búinn að vera að drepast úr vöðvabólgu núna í 2 vikur, þannig að ég fór í nudd á föstudaginn, ég get ekki sagt að það hafi verið leiðinlegt. Fer örugglega aftur í vikunni... spurning hvort ég ætti að tala við sjúkraþjálfara í staðinn til að vinna á öxlinni...

Annars fór ég í 2 innfluttningspartý í gær hjá bræðrum. Fyrsta var í Kungsbacka en Peter flutti þanngað með kærustunni núna í haust. Við byrjuðum á að fara í keilu, get ekki sagt að mér hafi gengið vel kannski hafði öxlin eitthvað með það að gera, en ég skemmti mér vel sem er auðvitað mikilvægast. Svo fengum við tacos-buffé, ótrúlegt hve karlmenn geta borðað mikið. Síðan fóum við heim til Peters en fleiri komu svo þanngað. Síðan var haldið til Gautaborgar og skroppið heim til að taka sig til og svo var partý hjá Henrik. Og svo var auðvitað farið niður í bæ að vanda. Kom svo heim um 4... en ég og Therese vorum aðeins lengur en hinir, sátum legin og voru að spjalla við hina og þessa gaura, og auðvitað fannst þeim svakalega merkilegt að ég væri frá Íslandi.

Liseberg opnaði á föstudaginn... ég er ekki búin að fara ennþá þar sem að ég á ekki árskort en það kostar 70 kr inn. Reyni að redda mér árskorti, þó að það sé ekki nema bara lán. Svo er líka búið að kveikja jólaljós um borgina, reynar er ekki búið að kveikja öll en þetta er orðið mjög huggulegt hérna.

Bara mánuður í að ég komi heim :)

10 nóvember 2007

Búin í Lundi

Þá er ég búin að fara í síðasta skipti til og frá Lundi í þessu kúrsi. Kúrsinn þar kláraðist í gær, en við vorum 2 sem vorum að hætta. Það er einn dani búinn að vera með þeim í einhverjum kúrsum, þeas eitthvað meira en ég. Þannig að á fimmtudaginn fórum við út að borða í hádeginu, það komust því miður ekki allir en fínt að gera eitthvað með hópnum svona undir lokin.
Þannig að núna er ég búin með fyrstu 11 einingarnar í masternum og bara 79 eftir í bóklegu plús 30 eininga ritgerð (þeas ein önn)

Eitt skil ég ekki alveg, ég er sem sagt búin að vera með myspace síðu síðan einhvern tíman í sumar/vor, fyrir þá sem ekki vissu það þá er hún myspace.com/krissapals, ekki það að ég noti þessa síðu mikið. En á innan við viku núna hafa 4 gaurar búsetir í Svíþjóð sem mér privat-skilaboð í von um eitthvað meira. Ég get nú ekki alveg sagt að ég hafi áhuga að hitta fólk í gegnum myspace, og fyrir utan er ástæða að allt á síðunni er á íslensku. Einn byrjaði á eftirfarandi hátt:
"My name is Kais I'm single man living in Sweden. I want we know each other to be good friends then we will see what is next in our lives, If we will have good understand between us..."
Fólki er ekki viðbjargandi...
Ég ætla frekar að sjá hvort maður hitti ekki einhvern fínan gaur á djamminu í kvöld... er sem sagt að fara á djammið með stelpunum.

heyrumst seinna

31 október 2007

*grenj*

NEEEEI... ég sat í makindum mínum og var að horfa á Grey's Anatomy og þá allt í einu slökknaði á útsendingunni og það var bara snjór á skjánum og líka á öllum hinum stöðvunum... og það er ekkert sem ég get gert. Þetta gerðist reyndar líka í september en þá var ég ekki að horfa á neitt sérstakt. Það er eins og einhver hafi bara fengið þá hugmynd að kippa úr sambandi tenginu fyrir sjónvarpssendinguna inn í húsið... *pirr,pirr*

En yfir í annað. Ég var rosalega dugleg í gær, fór í sund, búin að vera að hugsa um þetta í ár og loksins varð að því. Ætla að reyna að gera þetta einu sinni í viku, sjáum til hvernig það fer. Er með smá harðsperrur á hinum ýmsu stöðum en ekkert óbærilegt.
En ég verð að segja ykkur frá einu sem ég sá í sundi. Ég sem sagt var í sturtu og var í raun að horfa bara á gólfið á meðan ég stóð þarna undir bununni og svo rek ég augun í lappir sem mér þóttu frekar furðulegar. Þetta voru lappir sem litu út eins og á vel hárugum karlmanni og ég er ekkert að grínast með hárin váá... getur kvennmaður virkilega verið með svona mikinn fjölda af þykkum og löngum hárum á löppunum og þetta var ekkert bara á kálvanum heldur líka upp aftanverð lærin... ég þurfti hreinlega að líta aðeins ofar til að vera viss um að þetta væri kvennmaður. Ég meina ég hef alveg séð stelpur sem hafa ekki nennt að raka á sér lappirnar í þó nokkurn tíma en ég vissi ekki að það væri hægt að gera þetta svona slæmt...!!!!

Annars held ég að foreldrarnir séu að tryggja sér það að ég flytji heim. Já það er verið að pæla í íbúð, er búin að vera að kíkja á fasteignavefinn á hverjum degi sl. daga til að skoða íbúðir.
Held að mamma og pabbi ætli að skoða eina fyrir mig sem er á Nesinu, sem okkur líst áægtlega á. Lilju fannst pabbi ekki alveg vera að klippa á naflastrenginn :P þeas að ég flytji ekki nógu langt frá m&p. En Lilja: hvernig var það með Jón? Fluttin hann ekki í bakgarðinn hjá ömmu, þar sem hann hafði leikið sér þegar hann var lítill?? hihihi... Og er ég ekki búin að búa í útlöndum í 3 ár(fyrir utan að þá á alla vegana eitt eftir að bætast við áður en ég flyt heim) :P
En þetta er ekkert ákveðið, það er nægur tími.

Annar er kúrsinn í Lundi alveg að verða búinn, þessi vika og næsta. Fer niðureftir í fyrramálið og svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku. Þannig að það er rétt rúm vika eftir. Vá hvað ég hlakka til að hætta þessum þvælingi fram og til baka.
Svo er að farið að styttast í jólin... bara rétt rúmur 1 og 1/2 mánuður þar til að ég kem heim :)
Það er búið að breyta klukkunni þannig að núna er bara klukkutíma munur á milli Íslands og Svíþjóðar. Skil ekki að fólk nenni að vera að hræra svona í klukkunni.

En ég er hætt þessum skrifum í bili... Endilega látið heyra í ykkur :)

25 október 2007

Orðin ónæm fyrir veseni

Það væri synd að segja að þetta sé mín besta vika lengi, kannski að versta sé nær því, þó kannski ekki alveg svo langt.
Á mánudaginn leigði ég bíl til að keyra til Hässleholm sem tekur 2:20 að keyra, ég vara að fara í vinnustaðaheimsókn sem er tengd lokaverkefninu í kúrsinum þannig að ég vildi ekki missa af því, en ég þurfti að vera komin til Gautaborgar 2:30 eftir að heimsóknin var búin en lestin tekur 4 tíma þar sem að hún fer ekki beint og maður þarf að skipta 1-2 á leiðinni.
Ferðin niður eftir gekk vel, og upp eftir aftur gekk líka vel. Svo hafði ég ekki tíma til að skila bílnum fyrir tímann sem ég var að fara í. Ákvað þess vegna að leggja bílnum fyrir utan hjá mér, lagði fyrst í eitt stæði þar sem að kostaði 20kr/klst til kl 22, þegar ég fattaði það þá flutti ég bílinn á stæði þar sem kostaði 20kr/klst til kl 18 því að ég vissi að ég hefði nægan pening fyrir það... en þegar þangað var komið komst ég að því að ég hefði týnt einni 10 sem ég var með og þar með átti ég ekki nægilegt klínk. Það sem klukkan var orðin 17 og ég átti að mæta kl 17 gat ég lítið annað gert en að borga það sem ég átti og vona það besta... En auðvitað fékk ég stöðumælasekt upp á 400kr sek(ca 4000 kr ísl) Mín var ekkert rosalega sátt en lítið við því að gera.

Síðan fór ég niður til Lundar í dag, get ekki sagt að það byrjaði eins og til var ætlast. Vaknaði rúmlega 6 þar sem ég var að fara að taka lest kl 7:40, fór aðeins fyrr út á lestastöð þar sem að ég var ekki búin að sækja miðana eins og ég er vön. Þegar ég leit á miðann stóð 9:40 sem sagt ég var 2 tímum of snemma, svo mín fór bara aftur heim enda stutt heim og lagði mig í 1,5 tíma. Fór svo aftur út á lestastöð og upp í mína lest. Í Gautaborg fengum við að vita að raflínana fyrir lestina var slitin milli tveggja staða svo við þurftum að fara í rútu á milli. Kellingin sem sat við hliðina á mér í lestinni áður en við komum að rútunni sagði mjög hneyksluð "hver rífur í sundur raflínu" þetta hljómaði eins og hún héldi að einhverjir unglingar hefðu verið að fikta í línunni. Svo þegar við vorum aftur komin í lestina(eða hina lestina) þá var ljóst að það væri seinkunn og konan við hliðina á mér var ekki lítið pirruð og svo þegar kom upp eitt vandamál í viðbót þá fór að sjóða verulega á henni. Ég var komin til Lundar hálftíma eftir áætlun og náði akkúrat á réttum tíma í skólann :)

Svo var auðvitað þetta vanalega íbúðarvandamál hér í Lundi. Ég hef ekki skrifað mikið um það hér en það hefur verið þannig í hvert einasta skipti(fyrir utan fyrsta) þegar ég hef komið til Lundar að það er óljóst hvar ég mun sofa. En það hefur alltaf reddast, búin að sofa á 5 mismunandi stöðum. Krakkarnir í bekknum vorkenna mér svo mikið svo þeim finnst ekkert mál að leyfa mér að gista hjá sér. En þetta er að verða búið, bara tæpar tvær og hálf vikur eftir en á bara eftir að gista í nótt og svo eina nótt í viðbót.

Þetta er nóg í bili

20 október 2007

Bloggtími

Núna er besti tíminn til að blogga, já þegar ég virkilega þarf að læra en nenni því alls ekki. Á að skrifa 3-4 bls skýrslu/ritgerð og skila á mánudaginn og tala um í 10-15 mín. Ég er bara búin með 1 bls og veit ekki alveg hvað ég get bullað um í viðbót.

Það fer að styttast í að kúrsinn í Lundi fari að klárast, bara 3 vikur eftir; 2 mánudagar, 3 fimmtudagar og 2 föstudagar. Svo fer ég að byrja í tölfræði og málþroska, en kennslu/uppeldis kúrsinn heldur áfram þar til í janúar.

Þegar ég tók lestina frá Lundi í gær var einn maður í lestinni sem komst að því að hann var í vitlausri lest. Við vorum í hraðlest til Gautaborgar en hann átti að fara í hraðlest til Stokkhólms sem var hinumegin á brautapallinum og var að fara á svipuðum tíma. Hann fattaði þetta ekki fyrr en lestin okkar var að leggja af stað og ekki mikið hægt að gera. Hef oft pælt í því hvað maður myndi gera ef maður færi óvart upp í vitlausa lest sem væri að fara í þveröfuga átt miðað við það sem maður ætlar... Þetta var nú samt svolítið fyndið :þ

Ég er búin að kaupa flugmiða til Íslands um jólin, sem sagt ég kem 19. des og fer aftur 2. jan. Hefði alveg verið til í að vera aðeins lengur en ég þarf að skila verkefni kl 8 þann 4.jan og ég veit að ég mun ekki geta lært heima, búin að prufa það oftar en einu sinni.
En mamma ætlar að koma í heimsókn 15. des og við ætlum að jólastússast hér í Gautaborg í nokkra daga en svo förum við saman heim. Fínt að þurfa ekki að ferðast ein.

Ég ætla að reyna að skrifa nokkrar línur í viðbót í þessu verkefni, minn að gera á morgun.

09 október 2007

Viðbót

Ég verð að deila með ykkur einni upplifun. Ég fékk privat-skilaboð á Facebook frá einhverjum Olaniyan Olayemi.
Subject: Sweetie !!!
Wow,Nice picture,nice profile nice heading......i really love everything i have gotten from your profile and that has promt me to wanna get to know you more,be your friend and even more later on.......it will be the greatest thing that will ever happen to me only if you can reply my mail back to this site or to my regular email address oauniggaz@ .com.....i will be waiting to hearing from you...take care of urself and be good.
Olayemi.

Ég verð nú að segja að ég vissi ekki hvert ég ætlaði... hló og hló og hló... Eru sumir desperate eða hvað...

Vildi bara deila þessu með ykkur, nb: ég ætla ekki að svara.

Lundur hálfnaður

Besta að skrifa eitthvað... vá hvað ég er orðin ódugleg við það.
Ég er hálfnuð með Lundinn, að vissuleiti verður fínt að klára þar. Kúrsinn er fínn en þetta ferðalag á milli verður þreytandi til lengdar, aðalega að pakka áður en ég fer.

Þegar ég fór niðureftir á fimmtudaginn þá var ekki alveg komið á hreint hvar ég gæti gist í það skiptið. Ég hef búið hjá íslenskum manni í bekknum og fjölskyldu hans. En núna var hann að fá mömmu sína í heimsókn svo ég þurfti að finna mér annan svefnstað. Ég hef verið í sambandi við annan íslending sem er á Íslandi en hefur íbúð í leigu í Lundi. Ég fékk að búa þar fyrstu vikuna en síðan var einhver annar með íbúðina vikuna á eftir. Síðan ætlaði ég að reyna að fá íbúðina á fimmtudaginn, var í sambandi við manninn á Íslandi og eftir svona ca. 3 tíma bið fékk ég að vita að það væri ekki möguleiki að fá íbúðina. Endaði með að redda mér gistingu hjá einni stelpu í bekknum, síðan á föstudagskvöldið fékk ég að gista hjá annari í Malmö þar sem við vorum að fara í partý þar.
Við vorum mætt 10 af 14 úr bekknum í partýið. Fórum í tónlistarkeppni, og ég get ekki sagt að ég hafi farið á kostum þar, gat ekki einu sinni svarað einu spurningunni sem var nánast búin til alfarið fyrir mig; Nefnið 2 hljómsveitir sem söngkonan(Björk) hefur varið í, auðvitað gat ég svarað sykurmolarnir en mundi enga aðra hljómsveit.
Ég fór svo aftur til Gautaborgar kl 9:25, mjög gaman að vakna svona snemma þegar maður er búinn að vera að djamma, þetta var nú kannski ekkert svaðalegt djamm. Kíkti svo í partý hjá vinkonu minni á laugardagskvöldið.

Er eitthvað að berjast við heilsuna þessa dagana. Er búin að vera svona hálf slöpp í viku núna en samt líður mér ekkert of illa. Bara böggandi að vera ekki bara almennilega veik í nokkra daga í staðinn fyrir að vera eitthvað svona hálf meigluð í marga daga.

25 september 2007

Flakkari

Það eru ekki margir sem geta sagt að það taki þá 3 tíma að fara í skólann. Ég sem sagt fór til Lundar í gærmorgun, fór á fyrirlestur og fór svo aftur heim. jámm eyddi sem sagt 6 klukkutímum í lest, gat nú alveg notað tímann til að læra aðeins en það er ótrúlegt hvað það er miklu léttara og skemmtilegra að lesa pocketbók en að lesa ljósrit úr einhverri bók sem tengist kennslu/uppeldisfræði.

Annars gengur þessi Lundar vitleysa mín bara ágætlega. Fólk er alltaf að spyrja mig hvort þetta sé ekki dýrt og hvernig ég nenni að flakka svona mikið á milli fyrir einn kúrs, en ég nenni ekki að hugsa þetta svoleiðis. Svíar eru líka aðeins of mikið að hugsa um sín problem(vandamál), það er allt svo erfitt. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri alltaf að hugsa hve leiðinlegt það sé að taka lest í 3 tíma hverja leið 2 eða 4 sinnum í viku.

Annars er bara fínt hérna í Gautaborg, lífið gengur einn vanagang. Ég er búin að setja inn myndir, fyrir ykkur sem ekki voruð búin að taka eftir því. Þær eru kannski ekki mjög margar né fjölbreytilega en það var ekki ég sem var á bakvið myndavélina.

Ég fékk þá frábæru hugmynd og löngun til að setjast niður og senda myndir í framköllun. Var búin að gera tilraunir 2x áður en það fraus alltaf svo núna ákvað ég að senda þetta í 2 hollum. Auðvitað var búið að bætast eitthvað í bunkann síðan ég brufaði þetta síðast. Alls urðu þetta 296 myndir fyrir 2 ár, ég á svo eftir að setja þetta inn í myndaalbúm og skrifa við myndirnar, gaman gaman!! Ég gleymdi reyndar nokkrum myndum sem ég ætlaði að nota til að setja í ramma til að hengja upp á vegg. Ætla aðeins að bíða með að senda inn fleiri myndir.

17 september 2007

Önnur Lundar vikan búin

Núna er ég búin að fara til Lundar tvisvar. Gengur bara vel að flakka á milli. Gisti hjá einum íslenskum í bekknum, en hann býr í Lundi með konu og barni. Ég fékk að sofa í barnaherberginu og þar af leiðandi í barnarúminu, svona stækkanlegt rúm með svapdýnu. Hef sofið í þægilegra rúmi en líka óþæginlegra svo þetta var ágætt.

Skrapp svo til Köben eftir fyrirlesturinn á fimmtudaginn og hitta mömmu og pabba þar. En pabbi var á ráðstefnu og mamma skellti sér með til að rölta um í Köben. Og svona eins og gengur og gerist þegar ég hitti mömmu og pabba í úlöndum þá græðir maður nú aðeins á því og það var ekkert öðru vísi í þetta skiptið, peysa, fín svört stígvél og vertrarskór.
Fór svo aftur til Gautaborga á föstudaginn. En Magga var í heimsókn í Gautaborg og við vorum búnar að ákveða að hittast, fyrst ætluðum við að vera ég, Magga, Peter og Ragnar og rifja upp gömlu góðu dagana frá því fyrir 2 árum, en svo þurfti Ragnar að fara til Íslands. Svo við Magga og Peter hittumst hjá mér og elduðum mat og fórum svo á djammið. Skemmtum okkur bara mjög vel.
Af völdum þreytu á laugardaginn var lítið gert nema að hafa það notalegt fyrir framan sjónvarpið, en það getur verið bara mjög fínt. Magga gisti svo hjá mér á laugardagskvöldið, þar sem það var styttra í flugrútuna frá mér og ég var líka búin að bjóða henni það. Sunnudagurinn endaði í algjörri afslöppun.

Var á röltinu í bænum áðan og þé rekst ég á hana nöfnu mína úr vinnunni en hún flutti hingað fyrir ca. viku síðan, þvílík tilviljun. Hún var að rölta með manninum og dótturinni. Við ætlum að reyna að hittast á morgun.

Svo eftir hálftíma byrjar 3 fyrirlesturinn í kennslufræði en þetta verður minn fyrsti þar sem ég er búin að vera niðri í Lundi fyrstu tvo. Ég get nú alveg viðurkennt að ég er smá stressuð.

09 september 2007

Það væri kannski rétt að skrifa eitthvað...

Partýið sem ég var með um daginn fór bara mjög vel, vorum örugglega 15 þegar mesta var í 32 fermetrunum mínum. Marie var hérna í borginni þar sem hún var að fara í 35 ára afmæli fyrr um daginn, svo það var gaman að hún gat komið. Svo var Lottie að fara að flyta til Stokkhólms á sunnudeginum svo það var líka gaman að hún ákvað að kíkja. Við fórum síðan í bæinn, reyndar í 2 hollum þannig að hópurinn skiptist svolítið. Ég fór með 3 strákum í bæinn, sem er svo sem ekkert verra... Dansaði við einhver gaur þarna en fór ekkert of seint heim... komin heim kl 4. Frekar þunn daginn eftir og hlakkaði ekki til 3 tíma rútuferðar til Lundar... en það gekk.

Þannig að já ég er búin með fyrstu vikuna í Lundi, lifði það alveg af. Við erum samtals 14 í bekknum, flest allir búnir að vera saman í bekk í 3 ár. Það er búið að ákveða að vera með partý í bekknum og það á að vera á meðan ég er þarna svo að ég komist... ekki leiðinlegt.

Ég fór svo í keilu á föstudaginn með Theres, Eriku og Henrik(fyrir ykkur sem ekki eru komin með þessu nýju nöfn á hreint þá er Theres og Erika stelpur sem ég kynntist í vor, Henrik er bróðir Peters sem er vinur Ragnars. Og Henrik og Erika eru núna saman) Ss ég var 2 í keilunni... gekk bara ágætlega miðað við "aldur og fyrri störf". Ég og Theres röltum síðan um bæinn og hittum einn vin Ragnars sem var í patrýinu hjá mér um daginn. Kíktum aðeins á hann og vini hans spila póker á einum skemmtistað, spjölluðum við einn vininn sem ekki nennti að spila. Svo var ákveðið að við myndum hafa samband við gaurana kvöldið eftir svo þeir gætu hjálpað okkur með að komast inn á skemmtistað(gegnum sambönd)

Í gærkvöldi djömmuðum við Theres, Erika og vinkona þeirra Emma saman og höfðum svo samband við gaurana áður en við fórum út, hittum þá svo niðri í bæ og fórum inn á einn góðan stað. Ekkert að fara í díteils hvað gerðist þar. Hitti reyndar vini hennar Marie sem hún hafði verið í 30 afmæli hjá. Þeir höguðu sér eins og bræður mínir, geðveikt að passa mig, en þeir eru ágætir greyin. Eða eins og ég sagði í gær(ekki við þá), Marie er eins og systir mín, þeir eru eins og bræður hennar svo þá eru þeir eins og bræður mínir... svo næstum því.

Smá þynka í gangi í dag, en ekkert alvarlegt. Fer svo til Lundar í fyrramálið, fyrirlesturinn er ekki fyrr en kl 13:15 svo ég þarf ekki að taka lestina fyrr en 9:40... ekki slæmt... en það er komið nóg í bili... set inn myndir seinna... þegar ég fæ einhverjar...

30 ágúst 2007

Á maður kannski að skrifa eitthvað...

Ég er sem sagt búin að vera hér í Gautaborg í ca eina og hálfa viku. Búin að hafa ýmislegt að gera til að dunda mér.
Ég fór í heimsókn til Marie í Karlskrona á föstudaginn og kom aftur á mánudaginn. Þetta var mest afslöppun, lékum túrista; fórum í "lestarferð" um bæinn, fórum út að borða, spiluðum minigolf... ofl.

Ég er búin að búa til myndir úr efnum, samtals 4 myndir. Og er íbúðin orðin aðeins hlýlegri.
Ég setti inn myndir á myndasíðuna frá sumrinu(sumar 2007) og frá ferðalaginu til Marie(ágúst 07) og þar eru einnig myndir af myndunum mínum.

Fór á einn fund í sambandi við einn kúrsinn sem ég er að fara í. Eftir fundinn átti að vera svona smá "spjall" meðal nemenda til að þjappa hópinn saman. En það var boðið upp á smá nammi og cider... varla nóg fyrir alla. Sumir voru líka að skrá sig, ég var búin að gera það, en sú sem vara að taka við skráningunum stóð alveg ofan í borðinu þar sem nammið var. Þannig að fólk úr bekknum stóð þarna eins og illa gerðir hlutir, sumir búinir að skrá sig aðrir ekki. Þannig að ég lét mig bara hverfa.

Svo er ég að fara til Lundar á morgun, fer með lestinni kl 6:55 og kem til baka kl 18:15. Þetta verður svolítið spennandi.
Marie kemur svo til Gbg um helgina og mun gista hjá mér, hún er að fara í 30 afmæli hér í borg.
Annars er planið að vera með partý á laugardaginn... allir velkomnir ;)

21 ágúst 2007

Komin út til Gautaborgar...

Ég er komin aftur út eftir gott sumar heima á klakanum.
Um verslunarmannahelgina fór ég upp í sumó, svona eins og venjulega, en með smá stoppin á Akureyri í Elvis/Hawaii-útskriftarpartýi. Ég fór svo á seglbretti á vatninu við bústaðinn. Notaði græur sem eru orðnar 15 ára gamlar en það kom ekki að sök. Fyrsta daginn gekk þetta hálf brösulega enda ekki allt eins og það átti að vera, svo daginn eftir komst ég á skrið og einnig þriðja og síðasta daginn... en vá harðsperrurnar sem ég fékk... úfff...

Ég kom til Gautaborgar á sunnudaginn, flugið var bara 2 tímar og 35 mín... ekki slæmt. Eftir að hafa þvegið það helsta, þeas handklæði og sængurver, kíkti ég aðeins út. Það voru tónleikar hérna rétt hjá, ókeypis svo mín rölti þar inn á svæðið og fór að skoða fólk. Það er frekar mikill munur á svíum og íslendingum, sérstaklega þegar ég hugsaði um hvernig fólk var klætt á laugardalsvellinum á föstudaginn.

Vinur minn hafði svo samband og ég kíkti með honum og kærustu hans í Liseberg, en þar var frítt inn... ekki slæmt, þó að ég hafi ætlað að kaupa mér árskort.. :þ geri það bara næst.

Í gær fór ég í verslunarleiðangur og tókst að eyða frekar mikið af peningum.

Ég ætla svo að kíkja til Marie um helgina... en það tekur 4 og hálfan tíma að komast til hennar... :( Svo er Lottie líklega að fara að flyta til Stokkhólms. Líst ekkert á þetta...

31 júlí 2007

já ok...

ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa hér lengi... enda gleymi ég alltaf að skrifa hér þegar ég er hérna heima á klakanum.
Ég er alla vegana að vinna uppi á HTÍ og það gengur bara vel og er bara nokkuð gaman, þrátt fyrir að vera að vinna eingöngu með fullorðnum.
Reyndar þessa vikuna og síðustu viku er ég að vinna hjá Barnaspítala Hrinsins við að heyrnarmæla(skima) nýdædd börn. Þannig að ég er að hitta 10-20 börn á dag sem eru 1-5 daga gömul, sem er bara mjög skemmtilegt. Ég er reyndar bara að vinna hálfan daginn eða tæplega, en HTÍ er lokað núna í 2 vikur, fer aftur að vinna þar eftir verslunarmannahelgina.
Já og bæ ðe vei þá fer ég norður um versl.m.helgina... supræs!!! Svona ef eihverjum datt í hug að ég væri kannski að fara eitthvað annað. Ég fer norður í bústað á fimmtudaginn en svo til Akureyris á föstudaginn í útskriftarveislu, svo til baka á laugardag að ég held, annars er ég ekki búin að kynna mér það.
Aldrei að vita nema að ég haldi í hefðina um versl.m.h. og hitti Hildi A á Akureyri. Þar endilega að sjá íbúðina hennar.
Annars er allt í sómanum hér, skillst að ég sér að far út eftir tæpar 3 vikur... eða 19 ágúst. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er farin að sakna kunningjana úti svona þegar ég fer að hugsa út í það. Líka svolítið spennta að byrja í skólanum.

Later...

05 júlí 2007

konfekt!

Vá ég fékk konfekt frá einum kúnnanum í vinnunni á þriðjudaginn. Ég var ekkert smá hissa, 940 gr af Nóa Sirius konfekti!! En ég virðist líka vera að gera góða hluti. Það hefur líka einn sagt við mig "það er svo þæginlegt að tala við þig" Svo var einn hissa að við værum orðnar svo markar ungar sem erum að vinna þarna. En það er mjög gaman að heyra þegar fólk vill helst koma til mín þegar það þarf að koma aftur, ef ég hef verið að kenna þeim á tækin og stilla þau.

Æ ég ætla ekki að skrifa meira um vinnuna í bili. Hef kannski ekki heldur mikið annað að tala um þar sem að ég hef ekki gert svo mikið undan farið.

2 vinnuvikur búnar

Skrifað sunnudaginn 1. júlí
Þá er ég búin að vera hér heima í 2 vikur, alltaf fínt að vera á hótel Mömmu.
Það gegnur vel í vinnunni, ég hélt að það tæki aðeins meiri tíma að komast inn í þetta en þetta kom ótrúlega fljótt. Sem betur fer er ég ekki mikið í að ráðleggja fólki hvaða tæki þau eiga að fá enda engan vegin inni í verðinu, svo tekur líka tíma að muna hvaða tæki hefur hvaða möguleika en þetta kemur. En það gegnur mjög vel að láta fólk fá nýju tækin sín og stilla þau.

Ég fór í Þórsmörk um síðustu helgi og það var mjög gaman, við(þeas ég Jón Gústi og Kristoff) gegnum upp á Valahnjúk, stákarnir voru búnir að segja það við værum 30mín upp en 20 niður. En svo vorum við 30 mín upp en bara 13 mín niður... enda hálf hlupum niður. Svo fóru strákarnir að "synda" í einhverju gili. Það er langt síðan ég hef farið í svona almennilega útilegu... verð að gera þetta oftar.

Ég var bara heima þessa helgina enda komin mjög mikil þörf fyrir afslöppun og fá að sofa út... já eða svona þannig. Kíkti aðeins út á föstudagskvöldið með Maju, þvílíkur munur að það skuli vera búið að banna reykingar... en það var nú samt smá lykt af peysunni minni þegar ég kom heim.. það á örugglega bara eftir að hreinsa loftið inni á stöðunum almennilega.

19 júní 2007

Ræða

Hér er ræðan fyrir þá sem hafa áhuga, ég býst við að hún sé á léttri sænsku. Því miður er myndin tekin á hlið og ég veit ekki hvernig er hægt að laga það ef það er hægt yfir höfuð.

18 júní 2007

Heimkoma

Ég ákvað að heiðra þjóð mína á þjóðhátíðardaginn með komu minni, eftir viku ferðalag um Svíaríki með foreldrunum. Við fórum og heimsóttum foreldra Marie í Växjö, en áður fórum við og skoðuðum glerverksmiðjurnar, þið vitið: KostaBota, Orrefors og þetta flotta. Svo fórum við í Heim Astritar Lindgren, sem er auðvitað aðalega fyrir krakka en samt mjög gaman að koma þanngað. Við fórum í ferðalag út á Gotland, ferjan tekur einungis 3 tíma.. já þetta er ótrúlega langt í burtu. En það er mjög gaman að koma þanngað. Innribærinn, já það er múr í kringum bæinn, er allur í miðaldastíl. Öll húsin lítil og sæt, ég væri alveg til í að flytja út í eynna þegar ég fer á eftirlaun, sjáum til hvort ég muni eftir þessari setningu eftir 45 ár.
Við fórum líka í heimsókn til Marie á nýja heimilið hennar í Karlskrona. Hún er sem sagt alfarið flutt frá Gautaborg núna, sem er bara skrítið hún á að vera í Gautaborg. En við munum enn halda sambandi.

Já ég sem sagt kom heim í gær, úr hlýunni í kuldann :S
Kíkti niður í bæ í gærkvöldi með Lilju, Lindu og Gústa(Jón er ekki á landinu). Fyrst hitti ég bara fólk sem er búið að búa í Gautaborg, Bjössa frænda og Rakel konuna hans, svo hitti ég Söndru, Axel og Steinunni. Ég var farin að halda að eina fólkið sem ég þekkti á Íslandi væri fólk sem hefði búið í Gbg. Annars fékk ég næstum því menningarsjokk á röltinu í bænum hér, fólkið hér er einhvern vegin svo allt örðuvísi en svíarnir. Kannski er það eitthvað vegna þess að allir(eða svona næstum því) kappklæddir.

Svo er ég að fara að vinna á morgun. Ég ákvað að byrja ekki daginn eftir að ég kom heim. Gott að fá einn dag til að stilla sig af.

10 júní 2007

Orðin eitthvað...

Jæja núna er maður orðin eitthvað og komin með alvöru starfstitil... frk heyrnarfræðingur.
Öll fjölskyldan mín kom á fimmtudaginn, á föstudaginn var síðan farið í verslunarleiðandur og á þeim tíma tókst mér að brenna mig ágætlega á bakinu.
Á laugardaginn(í gær) var svo athöfnin, fyrst hittumst við flestar og drukkum saman freyðivín. Svo var sjálfathöfnin og þar héldum við Marie sitthvora ræðuna, mín var tekin upp á video svo það er aldrei að vita nema að hún komi á netið... lofa engu. En ég fékk mína Diplomu og er bara mjög sátt. Upp úr hádeginu settumst við fjölskyldan úti og skáluðum í kampavín. Þegar pabbi opnaði flöskuna var eitthvað verið að mana hann að skjóta tappanum út í loftið en hann vildi nú ekki drepan neinn og um leið og hann sagði þetta losnaði vírinn... og tappinn flaug um leið út í loftið og hvarf...
Svo seinna um kvöldið fórum við út að borða á fínann veitingastað með sjáfarréttum. Marie var þar með vinum og ættingjum en við fjölskyldan sátum saman. Þegar ég fór svo að sofa um kvöldið sofnaði ég um leið, enda mikið búið að gerast.

Það er búið að vera ótrúlega gott veður hérna sl daga svona frá 20° eftir sólarlag og upp í 34° um miðjan dag og heiðskýrt. Það er eiginlega of heitt hér :þ

Svo erum við að fara í Svíþjóðarferðalag á morgun og komum aftur til Gbg á laugardaginn. Svo er flug heim 17. júní, já á þjóðhátíðardaginn sjálfan.

Heyrumst seinna... Sólarkveðja :)

P.S. já ég er búin að óska eftir breytingu á starfsheiti í símaskránni, sjáum til hvenær það breytist :Þ

04 júní 2007

Var ég ekki í sömu stofu eða...?

Ég var að gagnrýna eitt verkefni í dag, frekar óþæginlegt að gagnrýna fólk sem maður umgengst. Ég þurfti sem sagt að gagnrýna Lottie og hennar meðskrifara Jennie.
Ég las verkefnið þeirra, á þriðjudaginn í síðustu viku, frekar svona létt í gegn og skrifaði niður ábendingar þar sem mér fannst það þurfa en það var ekkert alvarlegt. Svo á laugardaginn sat ég á bókasafninu í kannski rúma 2 tíma og skrifaði niður það sem ég ætlaði að segja. Mér fannst ég hafa kannski ekki alveg setið nógu mikið með þetta en ég nennti ekki meir á laugardaginn. Ég vissi svo ekki hvað ég ætti að gera meir svo ég lét þetta nægja.
Svo í dag var komið að gagnrýninni. Ég las það sem ég hafði skrifað niður og það gekk svona allt í lagi, stundum fannst mér ég eiga erfitt með að koma út úr mér það sem ég vildi segja eða meinti. Þetta gekk svona allt í lagi... að mínu mati alla vegana.
Eftir gagnrýnina komu svo allir (eða svona næstum því) og voru að segja hve vel þetta haf gengið og hve vel ég hefði gert það sem ég gerði. Lottie og Jennie töluðu jafnvel um að þær voru mjög ánægðar með þetta. Svo er ég í mjög miklum samskiptum við hana sem sér um kúrsinn(Eva) útaf þessu leiðbeinanda veseni. Svo ég sendi henni mail áðan útaf því og svo fæ ég til baka um hve VEL ég hefði gert gagnrýnina í dag og hve mikill persónuleiki var í þessu miðað við allt sem er í gagni... Og svo hugsa "jájá... var þetta virkilega svona merkilegt, og stóð þetta svona uppúr...ok"

Á laugardagskvöldið var ég bara heima, nennti varla neinu bara að slappa af. Svo hringdi pabbi úr bústaðnum en þá var hann, mamma, Jón og Lilja þar. Þau voru nýbúin að borða og ákváðu að hringa í mig og að mér skilst búin með alla vegana 2 lítra af rauðvíni(sá 3 kláraðist á meðan samtalinu stóð). Svo sátu þau þarna og ég hérna megin í Gautaborg við tölvuna og vorum að spjalla. Pabbi setti setti hátalarann á símann og við spjölluðum í rúma 2 tíma eða þanngað til þau ákváðu að fara út í pott. Það var næstum því eins og ég væri á staðnum, heyrði í öllum og allir heyrðu í mér :þ og umræðurnar ekki á verri endanum :)

03 júní 2007

Allt í rugli

Ég er búin að verja ritgerðina... gerði það á fimmtudaginn... ég get ekki sagt að þetta hafi verið falleg sjón. Og sem betur fer eru alli sem voru á staðnum sammála mér. Fyrst horfði ég á þegar hópurinn á undan varði sitt, en leiðbeinandi þeirra var síðan prófdómari minn. Prófdómarinn þeirra var hins vegar gamall læknir sem er örugglega bara að vinna ennþá vegna þess að honum þykir það gaman. Hann vissi hreinlega ekki hvað hann var að gera þarna og það kom í ljós á fyrstu mínútunum "hva? er það ekki ég sem er gagnrýnandi?" "nei þú ert prófdómari" svo þegar búið var að gagnrýna verkefnið og prófdómarinn tók við "vá þið sáuð bara fullt sem ég var ekki búin að taka eftir"...(halló var hann búinn að lesa verkefnið yfir??) Það var víst mikið að þessu verkefni samkvæmt gagnrýnendum en prófdómarinn hafði ekki tekið eftir helmingnum af því... Og auðvitað var leiðbeinandinn ánægður með verkefni síns hóps...

Svo fór leiðbeinandinn hinum meginn við borðið og fór að dæma mig... og vá hvað manneskjan breittist... Það var allt að og stór hluti af því er að hún og leiðbeinandinn minn eru greinilega ekki bestu vinir en það frétti ég eftir á. Og þar sem leiðbeinandinn minn var ekki á svæðinu hafði ég engann til að stiðja mig. Stelpurnar í bekknum hætta varla að segja hvað þetta hafi ferið ósanngjarnar dæmingar... þeas að munurinn á mér og hópnum á undan hvernig þetta fór fram var var gýfurlegur. En því miður er þetta bara svona... ég get kannski sagt að verkefnið mitt verður bara betra fyrir vikið.

En svona til að toppa alla vitleysu með leiðbeinadann minn þá verð ég að bæta einu við. Hann talaði um að þegar ég væri búin að verja myndi hann hjálpa mér að laga. Svo fæ ég e-mail frá honum á föstudaginn um að ég gæti sent honum það á mánudaginn þannig að ég spyr til baka hvænær hann vildi fá það til að geta lesið yfir. Þá fæ ég svarið "ég get lesið það á mánudagsmorguninn en svo fer ég til Heidelberg á mánudagskvöld og kem á miðvikudag" HALLÓ!!! ég á að skila á fimmtudaginn í síðasta lagi... og hann var búinn að segjast ætla að hjálpa mér þegar ég væri búin að verja... Hann fer alltaf í burtu á verstu tímunum... En sú sem sér um kúrsinn ætlar að hjálpa mér frá og með mánudeginum... þetta er eiginlega hætt að vera fyndið... og var það svo sem aldrei

26 maí 2007

Búin að skila

Ég skilaði lokaverkefninu kl 16 á fimmtudaginn... án nokkurs múkk frá leiðbeinandanum fyrr en kl 18:42 og þá þurfti hann endilega að gera "reply all" þanni að allir(ég, prófdómari, sú sem sér um kúrsinn, og gagnrýnendur) fengu að heyra kommentin hans... jeeejjj... sem sagt þetta gerði mig bara aðeins pirraðari en ég þegar var...
Ég get nú alveg viðurkennt það að þegar ég var búin að skila á fimmtudaginn þá fékk ég smá frákvarfseinkenni og þau voru enn til staðar í gær. Ég var bara eitthvað að dúlla mér... hefði svo sem alveg örugglega getað kíkt eitthvað á þessa ritgerð til að sjá hverju ég gæti breytt til að þókknast leiðbeinandanum en ég ákvað að láta hana bara alveg vera og kíkja svo kannski á ritgerðina eftir nokkra daga pásu.

Ég fór í bíó í gær á Freedom Writers. Bara hi fínasta mynd sem vekur upp ýmis konar tilfinningar, allt frá hlátir til gráturs(eða svona næstum því). Alveg þess virði að sjá hana ef maður fílar myndir sem eru byggðar á sannsögulegum atburði.

Ég fór að rölt í bænum í gær og rakst á þessa líka flottu skó, ég er ekki manneskja sem finnur skó svo auðveldlega. Ég þurfti reyndar að finna mér eitthvað til að vera í á útskriftinni en svo langt hef ég ekki komist. Ég er komin með skóna og núna er bara að finna eitthvað til að fera við skóna... kannski ekki rétt leið að finna skóna fyrst. En svona er lífið.

Það var einhver rafvirki að vesenast eitthvað hérna fyrir utan hjá mér í gær sem er svo sem í góðu lagi. Og svo seinni partinn þegar ég fór út sá ég að hann var búinn að hengja upp ljós fyrir ofan plönturnar hér fyrir ofan svona til að lýsa þær upp, sem er svo sem ekkert verra. Nema að þessar ágætu plöntur eru í eingu glæsilega ástandi... nær dauða en lífi... svo það er ekki mikið til að lýsa upp...

24 maí 2007

My life(ritgerða) story

Í dag 24. maí kl 16:00, GMT +2, á ég að skila inn lokaverkefninu í heyrnarfræði og ef allt gengur að óskum mun ég taka við titlinum Heyrnarfræðingur laugardaginn 9. júní 2007. Þegar ég byrjaði að læra hér í Gautaborg bjóst ég aldrei við að klára þetta, já svona eins og þegar ég bjóst ekki við að klára Mýró, Való og MH, eða svona hugsunin sá tími mun aldrei koma. En viti menn hann kom og núna er ég að klára BS-nám í útlöndum, eitthvað ég hafði ekki pælt í fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Ég get ekki sagt að þessi ritgerðaskrif mín hafi gengið áfallalaust. Samband mitt við leiðbeinandann hefur verið frekar brösótt þar sem að ég náði ekki alltaf í hann. Og hvað gerir maður þega maður ekki nær í þann sem á að hjálpa manni, jú maður gerir þetta bara einn. Svo þegar fór að nálgast lokin þá fór maður svona að reyna að hafa meira samband. Svo einn daginn(þriðjudagur fyrir rúmri viku) þegar ég var að fara að skila inn einu uppkasti þá hefur leiðbeinandinn samband við kennarann og er að hafa áhyggjur að ég hafi ekki sent honum neitt... HALLÓ...tala við mig!! ekki kennarann. Ég sendi honum svo uppkastið og bíð eftir svari sem kom á mánudaginn... HALLÓ!! Fyrst kvartar hann yfir því að ég hafi ekki samband og svo er hann bara eitthvað að dúlla sér í tæpa viku að lesa 4 bls... fyrir utan að svara ekki þeim spurningum sem ég spyr hann :S Svo tala ég við hann á mánudaginn í símann og þá segir hann mér að ég sé sein... hvað er málið hvar er hann búinn að vera sl mánuði... arrgh... svo frétti ég frá kennaranum, sem á þessum tíma punkti er farinn að hjálpa mikið, að leiðbeinandinn sé að fara til USA á miðvikudagskvöld... ok... takk fyrir að segja mér þetta fyrr(ég fékk líka að vita að hann hefði verið í fríi um daginn, fínt að vita það svona eftir á) Svo kemur miðvikudagsmorgun og ég fæ e-mail um að hann sé að fara í flug þann morguninn... jahá... miðvikudagskvöld varð allt í einu að miðkikudagsmorgni... ok... what do to? Hann ætlar að lesa ritgerðina á leiðinni til USA og mun svo hafa samband, en hann er ekki farsímafær fyrr en í fyrramálið(fimmtudag) og svo kom husgun eftir samtalið "að mínum tíma eða hans tíma" því það skipti mjög miklu máli sérstaklega þar sem að ég veit ekki hvort að hann sé á austur ströndinni eða vestur eða þar á milli sem þýðir 6-9 tíma mismun.

Og núna er ég sem sagt að býða eftir að hann sendi mér eitthvað... spurning hvort að það verði fyrir kl 16 að mínum tíma eða ekki.

Þannig að ég hef ekki mikið annað að gera núna en að bíða...til kl 16:00 til að senda þetta inn.

18 maí 2007

þreytt...

Jæja þetta er alveg að verða búið... eða þannig lítur það út. Ég á að skila ritgerðinni inn á fimmtudaginn í næstu viku og svo viku seinna mun ég verja ritgerðina, eftir það hef ég viku til að laga það sem er að. Og það er ótrúlegt hvað vikurnar fljúga áfram núna, ég held að hver sekúnda styttist með tímanu...
Ég var rosalega dugleg að koma mér upp á bókasafnið í skólanum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Svo á miðvikudagseftirmiðdag kom eitt heyrnatækjafyrirtæki og var með kynningu fyrir okkur og bauð okkur svo út að borða á frekar fínan veitingastað, sem er með frægustu rækjusamlokurnar í bænum. Það var skálað í hvítvín og ekkert sparað :Þ Eftir þetta fórum við í Liseberg og kepptum í svokölluðu 5-kamp en þar keppir maður í alls konar þrautum. Mitt lið vann... jíbbý!! Marie fékkk fyrst hugmynd til að kalla liðið okkar surprice... og ég bætti -land aftan við í smá gríni sem var samþykkt. En síðan var ákveðið að við myndum kalla okkur MACKT en það var samsettning af upphafstöfunum (makt þýðir máttur). Eftir Liseberg fórum við 5 saman upp í Skybar sem er á 23 hæð í háhýsi hér í borg. Í gær var frídagur hér eins og annarsstaðar sem þýðir að bókasöfn eru ekki opin. Ég var heima að læra *hóst*... ég næ því ekki alveg hvað ég var þreytt... það mætti halda að ég hefði verið á djamminu til 4. En ég lærði nú samt alveg eitthvað... ég meina þegar maður situr á sófanum með tölvuna á hnjánum allan daginn þá hlýtur eitthvaða að gerast :þ
Ég hélt að ég ætlaði ekki að geta komið mér á fætur í morgun en að lokum tókst það og ég var komin á bókasafnið kl 9:45 og sat fyrir framan tölvuna til 15:30... með smá matarpásu... við tölvuna. Þegar ég hætti var ég gjörsamlega búin... og er það enn. Svo það verður enginn lærdómur í kvöld... bara afslöppun... ætla að reyna að læra á morgun.
Ég ætti kannski að setj inn nýjustu myndirnar...

13 maí 2007

Stokkhólmur

Ég fór til Stokkhólms á seinni part mánudags og kom aftur til Gautaborgar á miðvikudagskvöld. Ég var að skoða barnadeildina á heyrnarmiðstöðinni á spítalanum á Huddinge. Ég vissi nokkurn vegin ekki neitt hvað ég var að fara að gera þarna en það rættist mjög úr heimsókninni, ég var þarna í 2 daga og fékk að ég held heilmikið út úr þessu. Á þriðjudaginn þegar ég var búinn rölti ég um miðbæinn í Stokkhólm og gerði góða tilraun til að týnast þar sem að ég var ekki með neitt kort og vissi ekkert hvert ég var að labba, ég fann götuna sem ég var að leita að(verslunargötuna) og rölti þar um og hélt svo eitthvað áfram og beygði hér og þar og svo allt í einu þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að ég var komin á götuna sem að ég bjó við, þvílík tilviljun. Eina málið var að ég var þar sem gatan byrjar en ég bjó á hinum endanum og þetta er frekar löng gata, ég rölti örugglega í hálftíma og allt í allt rölti ég um bæinn í 2,5 tíma.
Ég er svo búinn að vera að vinna í ritgerðinni og er búinn að fá að vita að ég á að verja ritgerðina 31. maí sem þýðir að ég þarf að vera búin að skrifa hana 24. maí... ég vona bara að það takist. 31. maí er fyrsti dagurinn sem við verjum ritgerðirnar og það þýðir að ég verð ein af þeim fyrstu... svo sem ágætt að vera búin að þessu. Ég hef þá líka lengri tíma til að laga það sem þarf mögulega að laga.
Ég var svo í grillpartýi í gær einhvers staðar sem maður getur kallað úti á landi, já þegar maður þarf að taka strætó í 30 og hluti af leiðinni er að maður sér bara tún og hesta, þá er maður komin upp í sveit hér... Ég get nú ekki sagt að ég hafi horft á mikið að Eurovision enda ekki alveg spennandi keppni. En við skemmtum okkur ágætlega í pratýinu og þetta hefði verið enn betra ef vissir hlutir hefðu ekki gerst en það er víst ekki hægt að "undo" vissa hluti.
Ég held að ég sé bara farin að hlakka til að fara heim í sumar og komast í burtu í smá stund.

06 maí 2007

það sem ekki kom fram

ég átti alveg eftir að bæta við hvernig þetta fór í gær...
Ég sem sagt beið heima hjá grannanum til kl 13, það er gott að hafa íslenska granna, svo fór ég niður í kjallara kl 13 til að bíða eftir næsta sem ætlaði að nota þvottahúsið. Svo kem ég niður og lít á hurðina og þá virðist hún ekki alveg lokið og svo sé ég bandið sem hangir á lyklakippunni fast á milli stafs og hurðar. Sem gerir það að verkum að það var ALDREI læst... hurðin náði ekki að skellast í lás eins og ég var alveg 110% viss um þar sem að hún er frekar þung, svo ég reyndi aldrei að opna...
Ég hló mikið af sjálfri mér í gær... þvílík vitleysa.
Svo núna er ég að þvo restina frá því í gær en í þetta skipti eru vasar á buxunum svo lyklarnir eru geymdir þar.

05 maí 2007

klaufi dauðans...

þetta er ekki alveg minn dagur í dag...
Ég var að þvo og það gerir maður niðri í kjallara hér í húsinu og auðvitað læsir maður íbúðinni sinni þegar maður fer niður í kjallara. Nema hvað, ég var að vesenast með þvottinn minn og ætla svo upp í íbúð aftur en nei... ég læsi lyklana inni í þvottaherberginu og það ganga ekki lyklar að hurðinni bara svona rafmagnslykill og ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera... klukkan rétt fyrir 12 og ég hef tímann til kl 13. Sem betur fer var íslenska nágrannakona mín heima en hún hafði misst af strætó svo hún var ekki farin út. Núna sit ég ein í íbúðinni hennar og bíð eftir að tíminn minn renni út og næsti aðili opni þvottaherbergið... kræst... ég er ekki einu sinni með símann á mér... ég hef stundum pælt í því hvað maður myndi gera ef maður læstist úti... og þar sem það er helgi núna þá er ekki hægt að hringja í stúdentagarðana og fá hjálp... eins gott að ég var ekki með neitt planað núna í dag... Einu sinni er allt fyrst.

24 apríl 2007

myndir

ég gleymdi bara að nefna það að ég hafði sett inn myndir... ;)

23 apríl 2007

Helgin og framhaldið..

Já ég fór sem sagt í áfmæli til Lottie á föstudaginn... sem var bara mjög fínt. Hitti fólk sem ég hef ekki hitt frekar lengi(mislengi). Hún var með mat og læti. Þegar ég kom þá sagði vinur hennar, ein gaurinn sem var mættur, já ert þú þessi frá Íslandi. Svo var annar seinna sem var að spá í hvaðan ég kæmi og ég fór í smá leik við hann og hann átti að giska... gekk ekki vel, nemdi örugglega flestu stóru/þekktu staðina í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en ég gaf honum hint um að það tæki ca 3 tíma að fljúga þanngað og það væri ekki hægt að komast þanngað á bíl og einhver sagði að það væri ískalt. Þá datt honum í hug ísland og svo allt í einu sagði hann eitthvað á íslensku svo ég svaraði honum á íslenksu "afhverju kanntu íslensku" og þá kom í ljós að gaurinn hefði átt íslenska kærustu hér áður fyrr... Svo þegar líða fór á kvöldið fórum við niður í bæ og skemmtum okkur bara konunglega. Slúður frá kvöldinu fer ekki hér inn :þ
Svo var annað partý á laugardaginn með nánast sama fólkinu, en það kvöld var ekki alveg jafn heppnað þar sem að Lottie fékk þá hugmynd að staupa 50% vodka áður en við lögðum af stað og endirinn var ekki góður... Ég sem sagt fór með hana heim til mín áður enn við komumst inn á staðinn sem við ætluðum á og svo skilaði hún áfenginu þegar heim var komið.
Ég ætlaði að vera rosalega duglega að læra um helgina en það varð ekkert úr því þar sem að ég var ekkert of mikið ein heima til að geta sest niður og farið að hugsa. Ég geri það á morgun, aðeins of þreytt núna, er byrjuð í praktík á barna-heyrnadeildinni og þar er eitthvað sem ég kvarta ekki yfir :D

En ég er semsagt búin að fá að vita að ég fái 100% að taka barnaheyrnarfræði kúrsinn i Lundi í haust, svo þar er ágætt að vita að ég hef alla vegana eitthvað að gera þar til í lok Okt svo er bara að vona og sjá hvort ég komist í hina kúrsana sem ég sótti um en það fæ ég ekki að vita fyrr en í sumar :S En það er alla vegana komið á hreint hvenær ég kem heim í sumar, 17 júní og á svo aftur flug út 19. ágúst, man ekki hvort ég var búin að nefna það hér en þá nefni ég það bara aftur.

20 apríl 2007

Gleðilegt sumar

Jæja það er kannski kominn tími til að skrifa eitthvað ég. Ég var heima í 3 vikur eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir en ég kom til baka fyrir tæpri viku síðan. Ég fór norður allar helgarnar á meðan ég var heima og svo var ég á HTÍ alla daga, ekki alveg planið en svona er þetta mikið að gera fyrir lokaverkefnið. Svo ég hafði ekki samband við voða marga, svo ykkur sem ég hafði ekki sambandi við... ekkert persónulegt.
Jón og Lilja komu svo með mér út á föstudaginn og voru hér fram yfir helgi. Þetta var bara hin fínasta heimsókn, það var svo gott veður að við vorum úti allan daginn alla daga... eða svona næstum. Ég fékk alla vegana lit :þ Ég held að við höfum rölt alla miðbæinn þveran og endilangan nokkrum sinnum til að skoða allt.
Svo þegar þau voru farin tók alvaran við... RITGERÐ... ég get nú ekki sagt að skrifa ritgerð sé akkurat "my thing"
Lottie á afmæli á morgun svo það er partý hjá henni og það er auðvitað búist við miklu fjöri.
Æ ég nenni ekki að skrifa meira...

26 mars 2007

Komin heim

Ég kom heim á föstudag eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir... og svar við spurningunni eða hvað maður á að kalla þetta frá fyrri færstu er að ég fékk Gordon Blu í vélinni, Icelandair gat auðvitað ekki brugðið út af vananum.

Ég fór upp í sumarbústað á laugardaginn með foreldrunum... það var svo sem ágætt að komast beint í sveitasæluna :) Við komum svo bara aftur í gær.
Svo fór ég í praktík(verknám) hjá HTÍ í dag og það gekk bara vel, þetta er nú svolítið öðru vísi en í Svíþjóð en það er bara jákvætt, Svíar geta stundum verið of harðir á reglurnar sínar, þeir elska nú einu sinni reglur... :þ En ég verð út vikuna á HTÍ svo ég ætti að verða orðin nokkuð góð í lok vinkunnar.

Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili... maður hefur svo lítið að segja þegar maður kemur heim í gamla hversdagsleikann...

23 mars 2007

Heimferð

Ég er á leiðinni heim í dag... akkúrat núna er held ég allt tilbúið og það er bara að bíða. Ég á að taka lestina kl 14:40 og svo fer flugið ca 20:10.

Ég er búin í öllum tímum í skólanum svo núna er það bara verknám og ritgerðarskrif. Síðasti tíminn var í gær og við bjuggumst við þvílíkum yfirheyrslum en þetta varð ekki jafn slæmt og við bjuggumst við, en samt var fólk alveg tekið fyrir :þ Ég og Lottie tókum bara kæruleysið á þetta og fórum á djammið á miðvikudagskvöldið (miðvikudagar kallast litli laugardagur), við áttum ekki að mæta í skólann fyrr en kl 13 svo þetta var í góðu lagi.

Ég veit ekki alveg hve mikið ég mun blogga á meðan ég er heima en það verður bara að koma í ljós. Ég fer aftur 13. apríl og þá koma Jón og Lilja með mér og verða hér í heimsókn í nokkra daga, sem er auðvitað ekkert annað en snilld... alltaf gaman að hafa gesti :D En Jón er að koma í fyrsta skipti í heimsókn til uppáhalds systur sinnar svo það ætti ekki að vera leiðinlegt :þ

Ég er svo óvön að ferðast á þessum tíma dags svo ég veit varla hvað ég á að gera af mér... Ég er svo vön að fara í lestina eldsnemma til að fara í hádegisflug en það er ágætt að breyta til stundum. Hvaða matur ætli verði í boði í vélinni... hingað til hef ég alltaf fengið gordon blu þegar ég er að koma frá Köben með vél sem leggur af stað í hádeginu... hmmm þetta verður spennandi...

Heyrumst á klakanum... !!! :o)

18 mars 2007

Djamm... :o)

Gott djamm svíkur aldrei...
Við vorum ss með smá partý heima hjá Cibbe gaurnum hennar Lottie og það kom alveg ágætlega mikið af fólki. Ég og fleiri tókum alla vegana slatta af myndum og hluti af þeim eru komnar á myndasíðuna. Svo fórum við á einn skemmtistað þarna rétt hjá og skemmtum okkur bara vel, en vá hvað ég finn fyrir því að vera búin að vera veik... vantaði mikla orku til að geta dansað eins og ég vildi. Ég tók mér smá pásu inni á milli og í eitt skiptið rölti ég aðeins um staðinn og það var engin smá athygli sem ég fékk bara vegna þess að ég var ein á röltinu.

Svo í dag hringdi Peter í mig, en við höfum ekki hisst lengi, og við fórum á kaffihús og spjölluðum. Lottie hringdi þegar hún var á leiðinni heim og ákvað að koma til okkar. Svo fórum við öll 3 og hittum einhverja vini hans Peter og horfðum á hokkí... ekki slæmt... liðið sem við héldum með vann :) Svo kom Lottie með mér heim en við þurftum að ræða málin aðeins frá því í gær... nauðsinlegt ... you know.. :þ

Annars býst ég við að þetta verði frekar busy vika og næsti vetur verður ákveðinn eitthvað út frá því hvað gerist í vikunni...

17 mars 2007

...sjálfsvorkun á háu stigi...

"Positiva"klubben antecknar:
Þetta var engin stutt flensa sem ruddi sér rúms hér um síðustu helgi. Ég er orðin ágætlega hress svona fyrir utan að ég hósta við og við og nefið vill ekki alveg sleppa takinu.
Maður á ekki að búa einn þegar maður er veikur það er eitthvað sem ég er búin að komast að, hrikalega er þetta búin að vera leiðinlega vika. Ég er nú samt búin að geta eitt tímanum í að læra, fyrst að klára eitt verkefnið sem átti að vera inn á miðvikudaginn og svo byrja á og klára hitt sem átti að vera komið inn á hádegi á föstudaginn(í gær) svo ég er ekki búin að sitja aðgerðarlaus. Sem betur fer var enginn skóli alla vikuna þannig að ég missti ekki af neinu. En þar sem að ég er búin að vera veik hef ég ekki mikið farið út nema rétt út í búð, sem gerir það að verkum að ég er ekki búin að hitta vinkonur/vini mína alla vikuna og hef verið mikið með sjálfri mér.
Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að gera með að ég er fara að koma heim eftir viku en mér leiðist hér núna. Ég hef fundið fyrir því að rétt áður en ég kem heim þá langar mig bara að lossna héðan en við þá hugsun bætist bara eitthvað við sem er enn dapurlegra... hvað hef ég heima?? Þegar að maður býr svona í útlöndum virðist það vera mjög algengt að fjarlægast allt og alla heima. Þannig að þegar ég flyt heim þarf ég að fara að byggja allt upp aftur, maður kannski passar engan veginn inn í gamla félagskapinn... ef hann er þá ennþá til. Maður á einhvern veginn hvergi heima... Við sjáum til hvernig þetta verður núna á meðan ég verð heima í 3 vikur.

Hvernig verður þetta svo næsta vetur... allur bekkurinn fluttur hingað og þanngað... Marie mun kannski flytja til Stokkhólms... Lottie fær líklega ekki vinnu í Gautaborg...

Vá hvað það er óhollt að vera ein heima í viku... sálfræðilega þeas. Það hjálpar ekki að ég týndi uppáhaldshúfunni minni í dag eða er nokkuð viss að henni hafi verið stolið *grenj*

En ég er að fara út í kvöld svo þetta ætti að skána... kannski að maður hitti einhver... :Þ ... je ræt...

12 mars 2007

Helgin... úfff

Það var nú eins gott að ekkert hafi verið planað þessa helgina... lá í veikindum alla helgina en er að ná mér núna en samt ekki orðin 100%. Lottie var líka veik en ég var með einkennin á undan henni þó að hún hafi orðið veik fyrr. Ég fór til hennar á föstudaginn, leigði dvd og eldaði mat handa henni enda var hún frekar slöpp. Ég fann fyrir einhverju smá en ekkert til að vera eitthvað að kvara yfir... bara smá hósti. En svo á laugardag var ég ekki alveg jafn hress en þá var Lottie eitthvað að hressast. Ég hringdi svo í Marie til að ákveða hvort að við myndum hittast allar hér eins og planað var en þegar hún heyrði hvernig við vorum þá ákvað hún að halda sig í burtu enda var hún sjálf byrjuð að fá eitthvað í hálsinn. Þannig að Lottie kom bara til mín og við horfðum á Sænsku söngvakeppnina eins og planið var. Svo var sunnudagurinn tekinn í að gera ekki neitt, bara að reyna að komast yfir veikluna sem gerist ekki hratt þegar maður er vannærður og að þorna upp, en hver hugsar skýrt þegar hann er veikur.
Sem betur fer er enginn skóli í dag(né alla vikuna) þannig að ég hef tíma til að slappa af og ná þessu rugli úr mér, annars skánaði ég heil mikið eftir ferðalagið mitt úr í apótek og matarbúðina. Svo ég býst við að vera orðin nokkuð góð á morgun ef nefið leyfir mér að byrja að nota það aftur.

05 mars 2007

Fínasta helgi

Þá er enn ein helgin afstaðinn...
Ég fór með Öllu í partý á föstudaginn til 2ja íslenskra stelpna sem búa hérna, þeirra Siggu og Jóhönnu. Mjög hressar stelpur, búnar að búa hér síðan í haust, aldrei að vita nema að maður hitti þær aftur.

Svo á laugardaginn var Marie með tapas-partý. Við vorum 10 saman og allir komu með sína smárétti og svo var auðvitað horft á söngvakeppnina(þetta var reyndar ekki úrslitaþátturinn). Ég og Lottie vorum þær einu úr bekknum en restin voru vinkonur Marie og vinir þeirra, sem var allt fólk mikið eldri en við svo manni fannst maður vera einhver smákrakki. Karlmennirnir litu út fyrir að vera 35+. En það skipti engu því að ég og Lottie vorum búnar að ákveða að fara í bæinn(Marie ætlaði að koma með okkur en hætti við vegna peningaleysis). Á leiðinni í bæinn komum við við hjá gaurnum hennar(eða deitinu) og vorum aðeins að spjalla við hann og vin hans. Ég var mjög stolt af sjálfri mér þegar við fórum þaðan út en ég mun ekki ræða það neitt sérstaklega hér, ég læt bara fólk ekki komast upp með hvaða vitleysu sem er :þ
Svo fórum við á einn skemmtistað og skemmtum okkur mjög vel, Lottie hitti gaur sem hún kannast eitthvað við og svo hitti ég Ragnar. Ég bjóst nú aldrei við að hitta einhvern sem ég þekki á djamminu hér... en aldrei að segja aldrei... Ragnar og vinir hans dönsuðu eitthvað með okkur en svo fóru vinir hans heim svo hann varð einn eftir með stelpunum
Líðan var mun betri í gær þegar ég vaknaði eftir djammið heldur en hún var um síðustu helgi, bara hress og fín. Ég setti inn myndir frá laugardagskvöldinu, Lottie var óð á myndavélina :þ

27 febrúar 2007

Það eru allir mannlegir...

Ég sem sagt svaf yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna kl 8:00 til að taka lífinu með ró kannski liggja í rúminu í smá stund áður en ég færi á færtur til að ná strætó kl 8:55 og vera mætt í tíma kl 9:20. En ég setti símann á 0:00 í staðinn(stillti símann eftir miðnætti) og vaknaði 9:25. Hoppaði upp úr rúminu fór í fötm, setti á mig smá maskara og kl var orðin 9:30, næsti strætó fer 9:35 í óvissu um að ég næði fékk ég mér morgunmat og fór svo út og náði örðum strætó kl 9:40 sem fer aðra leið. Var kom í skólann kl 9:55. Ég var hissa að ég hafði ekki fengið sms frá Marie kl 9:20 en komst svo að því að hún hafði sjálf verið sein og kom ca kl 9:35 en þá fékk ég sms. Það getur verið kostur að mætla alltaf á réttum tíma og á alla fyrirlestra því þá vita aðrir í bekknum að það er eitthvað að ef ég er ekki mætt þegar fyrirlesturinn byrjar.
En já ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessu námi sem ég hef sofið yfir mig(þannig að ekki væri hægt að redda neinu) og mætt seint.

Ég geri mér grein fyrir að sumir skemmta sér ágætlega við þessum fréttum, þess vegna ákvað ég nú að láta umheiminn vita af þessu :Þ Þetta er nú í fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég sef yfir mig og mæti þar af leiðandi seint í skólann...

26 febrúar 2007

Innipúki helgarinnar

Jæja kominn mánudagur og farinn
Ég og Lottie fórum á djammið á föstudaginn en það endaði ekki alveg skv planinu... Fyrst vorum við hjá henni í smá stund þar sem ég þurfti að hjálpa henni með klæðnaðinn og svo fórum við til mín og héldum áfram að koma okkur í stuð og svo fórum við í heimsókn til stráksins sem hún deitar og vin hans, en þeir voru bara edrú og ekkert á leiðinni út. Svo fórum við þaðan rúmlega hálf eitt á einn skemmtistað en þegar við vorum búnar að vera þar í röðinni í smá stund segir Lottie við mig "eigum við kannski bara að fara heim?" og ég endaði með að samþykkja það bara, en við vorum búnar að ákveða að hún myndi gista á sofanum hjá mér. Það var bara í raun fyrir bestu að við fórum heim. Ég endaði með að skila hluta af áfenginu og kvöldmatnum áður en ég fór að sofa. Ég hef aldrei þjáðst að þynnku eftir djamm hingað til en núna veit ég hvað það er. Þegar ég vaknaði um morguninn snérist allt í hringi og maginn í vonu skapi. Ég tók því nú bara rólega allan laugardaginn... ca um 15 leitið gat ég farið að horfa á tölvuskjáinn án þess að líða illa og þá var ég orðin góð í hausnum en maginn með mótþróa. Ég var heima allan daginn fyrir utan þegar ég fór og keypti mér kebab sem tók 15 mín. Ég fékk reyndar næturgest en Ragnar var á djamminu og vildi ekki labba heim enda frekar langt heim til hans úr bænum svo hann fékk að gista.
Á sunnudaginn var ég mest heima allan daginn nema að ég fór út i búð og það tók klukkutíma svo var ég bara heima og gera mest lítið... jú ég lærði smá... ég varð að gera eitthvað gáfulegt. Svo var ekki skóli í dag þannig að ég var bara heima :þ Var reynar að vinna í lokaverkefninu mínu, gera ýmsar æfingar í excel :) Ég skrapp svo í heimsókn til Lottie, gott að komast út.
Ég er mest hissa á að hvað helgin var fljót að líða og mér leiddist ekki neitt, þó að flestir hafi ekki verið heima eða uppteknir um helgina. Það getur stundum bara verið gott að taka því rólega og gera EKKERT.

22 febrúar 2007

Bullu-Sprengi-Öskudagur... búið

Ég er alla vegana ekki búin að fá flensuna ennþá sem er auðvitað bara gott mál og vona að ég sleppi við hana.

Ég bakaði bollur um síðustu helgi, já maður verður að fá bollur í útlandinu, þær sænsku eru ekki alveg nógu góðar. Svo var ég með bollukaffi hér fyrir nokkra íslendinga, eða íslendingana mína eins og ég hef nefnt hópinn að undanförnu :þ, þe Alla, Ragnar, Gauti, Bjössi og Rakel. Rakel var nú bara í heimsókn hjá Bjössa sínum en fékk auðvitað að fljóta með. Svo bauð ég Marie og Lottie líka upp á bollur en ekki á sama tíma og íslendingunum. Marie hafði smakkað þær hjá mér áður og fannst þær mjög góðar... Lottie vara að smakka þær í fyrsta skipti og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Það snjóaði bara hér í gær, flestum (alla vegana mér) að óvörum. Þetta var nú ekki svo mikil snjókoma þannig séð... varði bara í langan tíma. En alla vegna þá fór allt almenningssamgögnukerfið hér í rúst allt að 40 mín seinkun á sporvögnum og stundum komu 2-3 í röð. Þegar það snjóar hér að einhverju smá viti þá er eins og íbúarnir hér hafi aldrei séð snjó og vita ekki alveg hvað á að gera með þetta hvíta.

Svo er það bara djamm á föstudaginn... Lottie er rosalega mikið fyrir að djamma núna undanfarið og ekki kvarta ég... Við eigum bara eftir að redda okkur fyrirpartýi :þ

17 febrúar 2007

flensa eða ekki

Góðan og blessaðan daginn...
Ég er sem sagt búin að vera með illt í hálsinum síðan á miðvikudagskvöld og einkennin eru þau að það er vont að kyngja og ekkert annað, jú var smá slöpp á fimmtudag en það var kannski bara vegna þess að ég mátti það, frí í skólanum og svona. En ég er orðin frekar þreytt á þessu... von bara að þetta verði ekkert meira. Það er fullt af fólki í kringum mig veikt eða búið að vera veikt... nenni því ekki núna.

Annars vorum við í skólanum í gær á fyrirlestri þar sem dani var að fyrirlesa fyrir okkur. Í byrjun spurði hann hvort hann ætti að tala dönsku eða ensku, þeir sem sögðu eitthvað upphátt sögðu honum að tala bara dönsku og við myndum svo spyrja ef við skyldum hann ekki. Ég gat auvitað ekki beðið um ensku "HALLÓ!!! ég lærði dönsku í 7 ár!!" þannig að ég sá þetta bara sem ögrun að reyna að skilja... ég var reyndar sú eina í bekknum sem hafði séð þetta sem hann var að tala um. En svo allt í einu heyrðist hljóð frá hinum sem ekki hafa sænsku sem móðurmál... þær treystu sér engan vegin að reyna að skilja dönskuna og vildu frekar ensku. Þær hafa nú haldið því fram áður að skilja ekki ensku, svona þegar við vorum að byrja í náminu og ég talaði bara ensku. En vá hvað ég var stollt af sjálfri mér að vera ekki sú sem var með tungumálavandamál núna... hihihihi!!!
Svo þegar maðurinn byrjaði að tala þá var ég nú nokkuð viss um að ég hefði skilið dönskuna hans betur... vá hvað maður inn var með mikinn danskan hreim... það tók smá stund að stilla sinn til að geta skilið manninn.

Annars er planið að baka bollur í dag þar sem bolludagurinn er jú á mánudaginn, maður verður að sjá til þess að hinir íslendingarnir á svæðinu fái bollur :þ Annar bað Marie líka um bollur svo ég er að koma svíunum upp á þetta líka... Þeir hafa svo sem sínar eigin bollur en þær eru ekki næstum því eins góðar, rúnstykki með rjóma möndlumassa og flórsykri ofaná. Jæja best að koma sér út í búð og kaupa hráefnin.

14 febrúar 2007

Já já

Jæja það er besta að skrifa eitthvað hérna.
Ég kom til baka til Svíþjóðar á sunnudaginn en ég var heima í viku. Það gekk bara vel að safna þeim upplýsingum sem ég þurfti fyrir utan að ég hafði ekki lista með öllum börnunum. Þannig að ég notaði tíman og fór á leikskólan Sólborg, en þetta var vinnustaðaheimsókn í sambandi við kúrs sem ég var í fyrir jólin. Það var ekkert smá gaman að kíkja á leikskólan... var þar í 4 tíma og var alveg búin eftir á. Væri alveg til í að kíkja aftur í heimsókn en við sjáum til, þá væri það meira á mínum eigin forsendum. En þarna var notað bæði táknmál og talað mál svo allir starfsmennirnir á deildinni kunnu táknmál. Ég fór svo með 4 krökkum í táknmálssögustund þar sem heyrnarlaus kona sagði sögu, og þá voru þau ekki með tækin á sér á meðan. Svo var einn strákur að reyna að ná sambandi við annan með því að kalla á hann en það gekk auðvitað engan veginn. Svo þegar við fórum aftur til hinna þá réttu 2 strákar með heyrnartækin sín eins og ekkert væri sjálfsagðara en að ég gæti hjálpað þeim með að setja tækin á/í eyrun. Það var svo sem ekkert vandamál fyrir mig en þeir vissu það ekkert... þeir skildu ekkert afhverju ég var þarna í raun.

Svo er nýr kúrs byrjaður núna sem inniheldur svona sitt lítið af hverju... og 2 frekar stór verkefni sem hef ekki alveg fattað enn út á hvað ganga enda þjáðist ég af athyglisbresti á háu stigi á mánudaginn í skólanum, sem gerði það að verkum að fattðai engan veginn hvað var í gangi á meðan fyrirlestrinum stóð. Ég vona bara að ég finni mér eitthvað skemmtilegt að gera um helgina :þ

06 febrúar 2007

Heima á Íslandi

Já ég er sem sagt ekki búin að skrifa neitt hér frekar lengi... svo ég ætla að skrifa eitthvað núna...

Á föstudaginn fór ég og Lottie í partý til gaura sem komu í partýið til mín um daginn í smá stund áður en við fórum í bæinn. Lottie tókst að hösla einn gaurinn og fór á deit með honum á fimmtudag svo okkur tókst að næla okkur í partý hjá þeim. Þetta var bara fínasta partý og svo fórum við á djammið. Á laugardagskvöldið vorum við Lottie og Marie svo með smá tapas-kvöld og horfðum saman á 1 hluta af sænsku söngvakeppninni. Þær fóru svo í bæinn en ég ákvað að sleppa því þar sem ég átti að taka rútu kl 7:30 til Osló. Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að gleyma hinum ýmsu hlutum... t.d. snyrtidótinu mínu, hleðslutæki fyrir mp3 spilarann og fl.

Annars kom ég á klakann á sunnudaginn eftir ferðalagið í gegnum Noreg, það er svo fyndið að hlusta á norsku... sérstaklega þegar að maður er vanur sænsku.
Svo núna þessa vikuna er ég uppi á HTÍ að skoða sjúkraskírslur barna sem geind eru með heyrnarskerðingu 2002 til 2006. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma. Á 2 dögum er ég búin að fara í gegnum 25 stk. Tíminn líður hratt en vinnan gengur hægt :S

31 janúar 2007

praktík og komment

Það má segja að það er búið að vera ágætlega mikið að gera hjá mér sl. daga. Á sunnudaginn fór ég í keilu með nokkrum kunningjum(Lottie, Peter, Dansken, Henrik og Söru) er búin að setja myndir inn á netið.
Svo er ég í praktík á Sahlgrenska sjúkrahúsinu þessa vikuna og það gengur bara vel, er reyndar frekar þreytt því þetta er ekkert auðvelt. Svo í gær eftir praktíkina fór ég í bæinn með Lottie, hún þurfti að finna föt til að vera í á deiti sem hún er að fara á á morgun og svo fyrir djamm á föstudaginn... Við vorum í Vera Moda í ca 1,5 tíma og fengum þessa þvílíku hjálp frá afgreiðslukonunni, fundum 2 outfit fyrir Lottie, góður árangur :)
Svo er djamm á föstudaginn og svo hin sænska Melodifestivalen á laugardaginn... svo er bara ferðalag heim á klakann á sunnudag :)

Samtal í hádeginu í gær:
Inngagnur: ég var í "vinnustaðaheimsókn" á sahlgrenska, og fylgdi einni sem er að vinna þar í 2 daga, í einni af fyrstu vikunum mínum hér í Svíþjóð og kunni þá enga eða svolítið sem enga sænsku.
Aðalatriði:
Ég ákvað að spyrja þá sem ég hafði fylgt hvort húnm myndi eitthvað eftir mér því að hún leit út fyrir að muna EKKERT hver ég var.
Ég: ég veit ekki hvort þú manst það en ég var hér í vinnustaðaheimsókn í 2 daga á minni fyrstu önn...
Hún: Nei ég man það nú ekki, maður hittir svo mikið af nemum hérna svo ég geti ekki sagt að ég muni það en ég kannast við andlitið...
En það var önnur íslensk stelpa hérna fyrir nokkrum árum en hún kunni enga sænsku, hún hætti.
Ég: uuu... nei það er ég!!
Hún: nú!!!
Svo skammaðist hún sín frekar mikið fyrir þetta... hihihi

Og svo svona í lokin þá vil ég bara óska Huldu og Gumma til hamingju með litla drenginn!! af myndunum af dæma er hann rosalega sætur og ég býst ekki við að myndirnar ljúgi :) Ég mun setja heimasíðuna hans á link hérna hjá hinum fljótlega.

27 janúar 2007

Partý

Fyrsta partýið mitt afstaðið og það heppnaðist bara vel, rúmlega helmingur íslendingar og þá tæplega helmingur svíar. Það er þegar búið að biðja mig um að halda annað partý og það er ekkert mál :)
Ég er nú bara frekar löt eftir gærkvöldið. Við fórum á einn skemmtistað og ég fór heim ca hálf 4, skemmti mér bara mjög vel. Svo þegar ég var rétt að koma heim þá fattaði ég að ég hafði bara tekið lykilinn af íbúðinni, en málið er að hann gengur ekki að útidyrahurðinni þar er notaður raflykill(og ég veit það) svo ég endaði með að hringja bjöllunni í einni íbúð þar sem ég sá að var kveikt og sá fólk á ferli.

Ég er búin að setja inn myndir á netið og líka myndir frá jólum og partýinu sem ég var í hjá Perter um daginn...hér

19 janúar 2007

Stolt en...

Ég var að fá út úr tölfræðiprófinu áðan og ég var með 17 rétt af 18 og er því mjög stolt af sjálfri mér. Ég veit ekki enn um neina aðra í bekknum sem var með jafn hátt eða hærra. En þetta var svo leiðinleg villa!!!... innsláttar villa í reiknivélina ...aaarrgh
Ég fékk 3,6*0,25=3,85 og hefði ég hugsað aðeins þá hefði ég vitað að þetta var ekki rétt. Ég held að ég hafi aldrei tekið stærðfræðipróf þar sem mér tekst ekki að gera einhverja svona klaufavillu. Það sem er mest böggandi að ef ég hefði slegið þetta rétt inn þá hefði ég fengið ALLT rétt á prófinu!!!

Ég held að ég sé með þessi álög á mér að gera heimskar villur á stærðfræðiprófi.

Svo er íslendingapartý í kvöld kannski einhverjir svíar líka.

18 janúar 2007

Projektplan

ritgerðaráætlun... er það góð íslenskþýðing, beinagrind finnst mér ekki alveg hljóma rétt... úff ég er að verða allt of útlensk.

Ég sem sagt var að verja ritgerðaráætlunina mín í gær... svona svipað og þegar maður ver lokaverkefni, bara aðeins óformlegra en þetta er gert til að æfa okkur fyrir þegar við þurfum að verja ritgerðina okkar í vor og gagnrýna einhverja aðra.
Mér gekk alla vegana mjög vel og er ég mjög ánægð með það. Ég þurfti mjög lítið að laga, sérstaklega miðað við aðra í bekknum. Einhverjar sem fengju verkefni frá heyrnardeildinni á spítalanum vissu ekki alveg hvað þær voru í raun að fara að skrifa um og þurftu oft að svara spurninum við "veit það ekki" sem er auðvitað engan vegin nógu gott. Hjá einum hóp komst upp um ritstuld en þær vildu ekki viðurkenna það, þetta er auðvitað alvarlegt mál en það er ekki gert svo mikið í því núna þar sem þetta er áætlun fyrir verkefnið. En ef þetta kemst upp aftur í vor eru þær í djúpum sk...

Ég fór í partý og svo út á djammið um síðustu helgi. Peter var með partý þar sem vinur hans, dansken(sem er að mínu mati aðeins og langsótt gælunafn) og bauð mér að koma, maður neitar auðvitað ekki partýi. Ég þekkti svo sem ekki marga þarna en skemmti mér bara vel.
Við fórum svo í bæinn á skikkanlegum tíma. Svo á leiðinni nefndi ég í smá gríni að það væri eftirpartý heima hjá mér... maður býr nú einu sinni í bænum :þ
Svo ég var tekin á orðinu eftir djammið og Peter og "dansken" komu til mín eftir djammið. Ég held að það hafi verið aðalega vegna þess að það var rigning og þeir nenntu ekki að bíða eftir strætó. Þetta var ekki beint partý en ég fékk 2 næturgesti. Vá hvað gaurar geta verið viðkvæmir fyrir hárum á sjálfum sér og öðrum karlmönnum. Málið er að báðir voru í blautum buxum svo þeir fóru úr þeim og sátu saman í sófanum undir teppi og voru svo að röfla um hvað þeim fyndist hárin á löppunum ógeðsleg.

Svo fékk ég símhringinu í gær og það var Peter að spurja hvort ég vildi koma í biljard með sér, bróður sínum og "dansken". Svo ég ákvað að skella mér. Við vorum 2 og 2 í liði. Ég með bróðurnum, og við unnum alla leikina, en ég get alveg viður kennt það að það var ekki mér að þakka.

Það er svo sem ekkert plan komið fyrir þessa helgi en við sjáum bara til hvað verður úr henni. Svo er ég bara að fara að byrja á BS-ritgerðinni eftir helgi... vá hvað tíminn líður hratt.

13 janúar 2007

Próf

Vá ég held að ég geti sagt núna að ég hafi verið í mínu síðasta prófi fyrir BS-gráðuna í heyrnarfræði... vá!!
Önnin klárast í næstu viku en þá erum við að fara að "verja" beinagrindina/planið fyrir lokaverkefnið okkar. Hver og einn hópur(sumir hópar telja bara einn einstakling, eins og minn t.d.) er búinn að gera beinagrind(eða projektplan) fyrir verkefnið þar sem við skrifum inngang(bakgrunn) og tilgang með verkefninu, spurningalista sem mun verða svaraður í verkefninu ofl. Og á þriðjudag og miðvikudag mun einn hópur gagnrýna verkefni annans hóps, og svo þarf sá hópur sem er gagnrýndur kannski að laga eitthvað hjá sér og skila því inn, sama verður gert í vor þegar við erum búinar að skrifa BS-ritgerðina. Um helgina þar ég ss að lesa það plan sem ég mun gagnrýna á þriðjudag.
Svo eftir næstu viku byrjar ný önn og þá er bara að gjöra svo vel og byrja að safna meiri upplýsingum fyrir rigerðina og plana hana eitthvað. Svo vikuna þar á eftir fer ég í praktík og þar á eftir kem ég heim og verð í viku, ég ss kem 4. feb og fer aftur að morgni 11.feb. Það er svo böggandi að vera ekki heima heila helgi til að komast norður, en ég mun líklegast fara norður þegar ég kem heim í vor eða kringum páskana en þá verð ég líklegast í 3 vikur á klakanum :)
Það var svolítið skrítið að vera bara búin að vera hér í 3 sólahringa þegar ég var búin að kaupa mér ferð afur heim... :)

10 janúar 2007

Hæhæ

Vá hér hef ég ekkert skrifað mjööög lengi...
Ég var sem sagt í Växjö um jólin og það var bara mjög fínt og notalegt. Ekki alveg jafn formlegt eins og ég er vön en samt þæginlegt og heimilislegt. Jólasveinninn kom meira að segja... :þ
Svo fór ég heim Annan í Jólum... alltaf voðalega gott að koma heim. Svo kom Marie til mín 29. des og var til 3.jan... Hún viðikenndi fyrir mér að ég hefði haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að það væri svolítið erfitt að útskýra fjölda flugelda á gamlárskvöld. En hún var mjög ánægð með áramótin sín.
Svo fór ég aftur til Gautaborgar þann 7.jan og þá hófst lærdómurinn... Við áttum að byrja á planinu fyrir lokaverkefnið okkar, en mér tókst ekki að gera mikið heima þar sem ég var einhvern vegin föst. Svo fór ég á smá fund með kennaranum mínum sem leysti alla þá hnúta sem festu mig. Þannig að í gær sat ég við tölvuna allan daginn og gerði þetta verkefni sem ég hafði átt að gera dagana 2.-5.jan það tókst. Við eigum að skila þessu inn í dag fyrir kl 16. Leiðbeinandi minn fyrir lokaverkefnið mun vonandi fara yfrir þetta í dag svo ég hafi möguleika á að skila þessu inn í ágætu lagi.
Núna er bara að læra fyrir tölfræðipróf á föstudaginn.

Annars vil ég bara óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla :)