18 júní 2007

Heimkoma

Ég ákvað að heiðra þjóð mína á þjóðhátíðardaginn með komu minni, eftir viku ferðalag um Svíaríki með foreldrunum. Við fórum og heimsóttum foreldra Marie í Växjö, en áður fórum við og skoðuðum glerverksmiðjurnar, þið vitið: KostaBota, Orrefors og þetta flotta. Svo fórum við í Heim Astritar Lindgren, sem er auðvitað aðalega fyrir krakka en samt mjög gaman að koma þanngað. Við fórum í ferðalag út á Gotland, ferjan tekur einungis 3 tíma.. já þetta er ótrúlega langt í burtu. En það er mjög gaman að koma þanngað. Innribærinn, já það er múr í kringum bæinn, er allur í miðaldastíl. Öll húsin lítil og sæt, ég væri alveg til í að flytja út í eynna þegar ég fer á eftirlaun, sjáum til hvort ég muni eftir þessari setningu eftir 45 ár.
Við fórum líka í heimsókn til Marie á nýja heimilið hennar í Karlskrona. Hún er sem sagt alfarið flutt frá Gautaborg núna, sem er bara skrítið hún á að vera í Gautaborg. En við munum enn halda sambandi.

Já ég sem sagt kom heim í gær, úr hlýunni í kuldann :S
Kíkti niður í bæ í gærkvöldi með Lilju, Lindu og Gústa(Jón er ekki á landinu). Fyrst hitti ég bara fólk sem er búið að búa í Gautaborg, Bjössa frænda og Rakel konuna hans, svo hitti ég Söndru, Axel og Steinunni. Ég var farin að halda að eina fólkið sem ég þekkti á Íslandi væri fólk sem hefði búið í Gbg. Annars fékk ég næstum því menningarsjokk á röltinu í bænum hér, fólkið hér er einhvern vegin svo allt örðuvísi en svíarnir. Kannski er það eitthvað vegna þess að allir(eða svona næstum því) kappklæddir.

Svo er ég að fara að vinna á morgun. Ég ákvað að byrja ekki daginn eftir að ég kom heim. Gott að fá einn dag til að stilla sig af.

10 júní 2007

Orðin eitthvað...

Jæja núna er maður orðin eitthvað og komin með alvöru starfstitil... frk heyrnarfræðingur.
Öll fjölskyldan mín kom á fimmtudaginn, á föstudaginn var síðan farið í verslunarleiðandur og á þeim tíma tókst mér að brenna mig ágætlega á bakinu.
Á laugardaginn(í gær) var svo athöfnin, fyrst hittumst við flestar og drukkum saman freyðivín. Svo var sjálfathöfnin og þar héldum við Marie sitthvora ræðuna, mín var tekin upp á video svo það er aldrei að vita nema að hún komi á netið... lofa engu. En ég fékk mína Diplomu og er bara mjög sátt. Upp úr hádeginu settumst við fjölskyldan úti og skáluðum í kampavín. Þegar pabbi opnaði flöskuna var eitthvað verið að mana hann að skjóta tappanum út í loftið en hann vildi nú ekki drepan neinn og um leið og hann sagði þetta losnaði vírinn... og tappinn flaug um leið út í loftið og hvarf...
Svo seinna um kvöldið fórum við út að borða á fínann veitingastað með sjáfarréttum. Marie var þar með vinum og ættingjum en við fjölskyldan sátum saman. Þegar ég fór svo að sofa um kvöldið sofnaði ég um leið, enda mikið búið að gerast.

Það er búið að vera ótrúlega gott veður hérna sl daga svona frá 20° eftir sólarlag og upp í 34° um miðjan dag og heiðskýrt. Það er eiginlega of heitt hér :þ

Svo erum við að fara í Svíþjóðarferðalag á morgun og komum aftur til Gbg á laugardaginn. Svo er flug heim 17. júní, já á þjóðhátíðardaginn sjálfan.

Heyrumst seinna... Sólarkveðja :)

P.S. já ég er búin að óska eftir breytingu á starfsheiti í símaskránni, sjáum til hvenær það breytist :Þ

04 júní 2007

Var ég ekki í sömu stofu eða...?

Ég var að gagnrýna eitt verkefni í dag, frekar óþæginlegt að gagnrýna fólk sem maður umgengst. Ég þurfti sem sagt að gagnrýna Lottie og hennar meðskrifara Jennie.
Ég las verkefnið þeirra, á þriðjudaginn í síðustu viku, frekar svona létt í gegn og skrifaði niður ábendingar þar sem mér fannst það þurfa en það var ekkert alvarlegt. Svo á laugardaginn sat ég á bókasafninu í kannski rúma 2 tíma og skrifaði niður það sem ég ætlaði að segja. Mér fannst ég hafa kannski ekki alveg setið nógu mikið með þetta en ég nennti ekki meir á laugardaginn. Ég vissi svo ekki hvað ég ætti að gera meir svo ég lét þetta nægja.
Svo í dag var komið að gagnrýninni. Ég las það sem ég hafði skrifað niður og það gekk svona allt í lagi, stundum fannst mér ég eiga erfitt með að koma út úr mér það sem ég vildi segja eða meinti. Þetta gekk svona allt í lagi... að mínu mati alla vegana.
Eftir gagnrýnina komu svo allir (eða svona næstum því) og voru að segja hve vel þetta haf gengið og hve vel ég hefði gert það sem ég gerði. Lottie og Jennie töluðu jafnvel um að þær voru mjög ánægðar með þetta. Svo er ég í mjög miklum samskiptum við hana sem sér um kúrsinn(Eva) útaf þessu leiðbeinanda veseni. Svo ég sendi henni mail áðan útaf því og svo fæ ég til baka um hve VEL ég hefði gert gagnrýnina í dag og hve mikill persónuleiki var í þessu miðað við allt sem er í gagni... Og svo hugsa "jájá... var þetta virkilega svona merkilegt, og stóð þetta svona uppúr...ok"

Á laugardagskvöldið var ég bara heima, nennti varla neinu bara að slappa af. Svo hringdi pabbi úr bústaðnum en þá var hann, mamma, Jón og Lilja þar. Þau voru nýbúin að borða og ákváðu að hringa í mig og að mér skilst búin með alla vegana 2 lítra af rauðvíni(sá 3 kláraðist á meðan samtalinu stóð). Svo sátu þau þarna og ég hérna megin í Gautaborg við tölvuna og vorum að spjalla. Pabbi setti setti hátalarann á símann og við spjölluðum í rúma 2 tíma eða þanngað til þau ákváðu að fara út í pott. Það var næstum því eins og ég væri á staðnum, heyrði í öllum og allir heyrðu í mér :þ og umræðurnar ekki á verri endanum :)

03 júní 2007

Allt í rugli

Ég er búin að verja ritgerðina... gerði það á fimmtudaginn... ég get ekki sagt að þetta hafi verið falleg sjón. Og sem betur fer eru alli sem voru á staðnum sammála mér. Fyrst horfði ég á þegar hópurinn á undan varði sitt, en leiðbeinandi þeirra var síðan prófdómari minn. Prófdómarinn þeirra var hins vegar gamall læknir sem er örugglega bara að vinna ennþá vegna þess að honum þykir það gaman. Hann vissi hreinlega ekki hvað hann var að gera þarna og það kom í ljós á fyrstu mínútunum "hva? er það ekki ég sem er gagnrýnandi?" "nei þú ert prófdómari" svo þegar búið var að gagnrýna verkefnið og prófdómarinn tók við "vá þið sáuð bara fullt sem ég var ekki búin að taka eftir"...(halló var hann búinn að lesa verkefnið yfir??) Það var víst mikið að þessu verkefni samkvæmt gagnrýnendum en prófdómarinn hafði ekki tekið eftir helmingnum af því... Og auðvitað var leiðbeinandinn ánægður með verkefni síns hóps...

Svo fór leiðbeinandinn hinum meginn við borðið og fór að dæma mig... og vá hvað manneskjan breittist... Það var allt að og stór hluti af því er að hún og leiðbeinandinn minn eru greinilega ekki bestu vinir en það frétti ég eftir á. Og þar sem leiðbeinandinn minn var ekki á svæðinu hafði ég engann til að stiðja mig. Stelpurnar í bekknum hætta varla að segja hvað þetta hafi ferið ósanngjarnar dæmingar... þeas að munurinn á mér og hópnum á undan hvernig þetta fór fram var var gýfurlegur. En því miður er þetta bara svona... ég get kannski sagt að verkefnið mitt verður bara betra fyrir vikið.

En svona til að toppa alla vitleysu með leiðbeinadann minn þá verð ég að bæta einu við. Hann talaði um að þegar ég væri búin að verja myndi hann hjálpa mér að laga. Svo fæ ég e-mail frá honum á föstudaginn um að ég gæti sent honum það á mánudaginn þannig að ég spyr til baka hvænær hann vildi fá það til að geta lesið yfir. Þá fæ ég svarið "ég get lesið það á mánudagsmorguninn en svo fer ég til Heidelberg á mánudagskvöld og kem á miðvikudag" HALLÓ!!! ég á að skila á fimmtudaginn í síðasta lagi... og hann var búinn að segjast ætla að hjálpa mér þegar ég væri búin að verja... Hann fer alltaf í burtu á verstu tímunum... En sú sem sér um kúrsinn ætlar að hjálpa mér frá og með mánudeginum... þetta er eiginlega hætt að vera fyndið... og var það svo sem aldrei

26 maí 2007

Búin að skila

Ég skilaði lokaverkefninu kl 16 á fimmtudaginn... án nokkurs múkk frá leiðbeinandanum fyrr en kl 18:42 og þá þurfti hann endilega að gera "reply all" þanni að allir(ég, prófdómari, sú sem sér um kúrsinn, og gagnrýnendur) fengu að heyra kommentin hans... jeeejjj... sem sagt þetta gerði mig bara aðeins pirraðari en ég þegar var...
Ég get nú alveg viðurkennt það að þegar ég var búin að skila á fimmtudaginn þá fékk ég smá frákvarfseinkenni og þau voru enn til staðar í gær. Ég var bara eitthvað að dúlla mér... hefði svo sem alveg örugglega getað kíkt eitthvað á þessa ritgerð til að sjá hverju ég gæti breytt til að þókknast leiðbeinandanum en ég ákvað að láta hana bara alveg vera og kíkja svo kannski á ritgerðina eftir nokkra daga pásu.

Ég fór í bíó í gær á Freedom Writers. Bara hi fínasta mynd sem vekur upp ýmis konar tilfinningar, allt frá hlátir til gráturs(eða svona næstum því). Alveg þess virði að sjá hana ef maður fílar myndir sem eru byggðar á sannsögulegum atburði.

Ég fór að rölt í bænum í gær og rakst á þessa líka flottu skó, ég er ekki manneskja sem finnur skó svo auðveldlega. Ég þurfti reyndar að finna mér eitthvað til að vera í á útskriftinni en svo langt hef ég ekki komist. Ég er komin með skóna og núna er bara að finna eitthvað til að fera við skóna... kannski ekki rétt leið að finna skóna fyrst. En svona er lífið.

Það var einhver rafvirki að vesenast eitthvað hérna fyrir utan hjá mér í gær sem er svo sem í góðu lagi. Og svo seinni partinn þegar ég fór út sá ég að hann var búinn að hengja upp ljós fyrir ofan plönturnar hér fyrir ofan svona til að lýsa þær upp, sem er svo sem ekkert verra. Nema að þessar ágætu plöntur eru í eingu glæsilega ástandi... nær dauða en lífi... svo það er ekki mikið til að lýsa upp...

24 maí 2007

My life(ritgerða) story

Í dag 24. maí kl 16:00, GMT +2, á ég að skila inn lokaverkefninu í heyrnarfræði og ef allt gengur að óskum mun ég taka við titlinum Heyrnarfræðingur laugardaginn 9. júní 2007. Þegar ég byrjaði að læra hér í Gautaborg bjóst ég aldrei við að klára þetta, já svona eins og þegar ég bjóst ekki við að klára Mýró, Való og MH, eða svona hugsunin sá tími mun aldrei koma. En viti menn hann kom og núna er ég að klára BS-nám í útlöndum, eitthvað ég hafði ekki pælt í fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Ég get ekki sagt að þessi ritgerðaskrif mín hafi gengið áfallalaust. Samband mitt við leiðbeinandann hefur verið frekar brösótt þar sem að ég náði ekki alltaf í hann. Og hvað gerir maður þega maður ekki nær í þann sem á að hjálpa manni, jú maður gerir þetta bara einn. Svo þegar fór að nálgast lokin þá fór maður svona að reyna að hafa meira samband. Svo einn daginn(þriðjudagur fyrir rúmri viku) þegar ég var að fara að skila inn einu uppkasti þá hefur leiðbeinandinn samband við kennarann og er að hafa áhyggjur að ég hafi ekki sent honum neitt... HALLÓ...tala við mig!! ekki kennarann. Ég sendi honum svo uppkastið og bíð eftir svari sem kom á mánudaginn... HALLÓ!! Fyrst kvartar hann yfir því að ég hafi ekki samband og svo er hann bara eitthvað að dúlla sér í tæpa viku að lesa 4 bls... fyrir utan að svara ekki þeim spurningum sem ég spyr hann :S Svo tala ég við hann á mánudaginn í símann og þá segir hann mér að ég sé sein... hvað er málið hvar er hann búinn að vera sl mánuði... arrgh... svo frétti ég frá kennaranum, sem á þessum tíma punkti er farinn að hjálpa mikið, að leiðbeinandinn sé að fara til USA á miðvikudagskvöld... ok... takk fyrir að segja mér þetta fyrr(ég fékk líka að vita að hann hefði verið í fríi um daginn, fínt að vita það svona eftir á) Svo kemur miðvikudagsmorgun og ég fæ e-mail um að hann sé að fara í flug þann morguninn... jahá... miðvikudagskvöld varð allt í einu að miðkikudagsmorgni... ok... what do to? Hann ætlar að lesa ritgerðina á leiðinni til USA og mun svo hafa samband, en hann er ekki farsímafær fyrr en í fyrramálið(fimmtudag) og svo kom husgun eftir samtalið "að mínum tíma eða hans tíma" því það skipti mjög miklu máli sérstaklega þar sem að ég veit ekki hvort að hann sé á austur ströndinni eða vestur eða þar á milli sem þýðir 6-9 tíma mismun.

Og núna er ég sem sagt að býða eftir að hann sendi mér eitthvað... spurning hvort að það verði fyrir kl 16 að mínum tíma eða ekki.

Þannig að ég hef ekki mikið annað að gera núna en að bíða...til kl 16:00 til að senda þetta inn.

18 maí 2007

þreytt...

Jæja þetta er alveg að verða búið... eða þannig lítur það út. Ég á að skila ritgerðinni inn á fimmtudaginn í næstu viku og svo viku seinna mun ég verja ritgerðina, eftir það hef ég viku til að laga það sem er að. Og það er ótrúlegt hvað vikurnar fljúga áfram núna, ég held að hver sekúnda styttist með tímanu...
Ég var rosalega dugleg að koma mér upp á bókasafnið í skólanum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Svo á miðvikudagseftirmiðdag kom eitt heyrnatækjafyrirtæki og var með kynningu fyrir okkur og bauð okkur svo út að borða á frekar fínan veitingastað, sem er með frægustu rækjusamlokurnar í bænum. Það var skálað í hvítvín og ekkert sparað :Þ Eftir þetta fórum við í Liseberg og kepptum í svokölluðu 5-kamp en þar keppir maður í alls konar þrautum. Mitt lið vann... jíbbý!! Marie fékkk fyrst hugmynd til að kalla liðið okkar surprice... og ég bætti -land aftan við í smá gríni sem var samþykkt. En síðan var ákveðið að við myndum kalla okkur MACKT en það var samsettning af upphafstöfunum (makt þýðir máttur). Eftir Liseberg fórum við 5 saman upp í Skybar sem er á 23 hæð í háhýsi hér í borg. Í gær var frídagur hér eins og annarsstaðar sem þýðir að bókasöfn eru ekki opin. Ég var heima að læra *hóst*... ég næ því ekki alveg hvað ég var þreytt... það mætti halda að ég hefði verið á djamminu til 4. En ég lærði nú samt alveg eitthvað... ég meina þegar maður situr á sófanum með tölvuna á hnjánum allan daginn þá hlýtur eitthvaða að gerast :þ
Ég hélt að ég ætlaði ekki að geta komið mér á fætur í morgun en að lokum tókst það og ég var komin á bókasafnið kl 9:45 og sat fyrir framan tölvuna til 15:30... með smá matarpásu... við tölvuna. Þegar ég hætti var ég gjörsamlega búin... og er það enn. Svo það verður enginn lærdómur í kvöld... bara afslöppun... ætla að reyna að læra á morgun.
Ég ætti kannski að setj inn nýjustu myndirnar...

13 maí 2007

Stokkhólmur

Ég fór til Stokkhólms á seinni part mánudags og kom aftur til Gautaborgar á miðvikudagskvöld. Ég var að skoða barnadeildina á heyrnarmiðstöðinni á spítalanum á Huddinge. Ég vissi nokkurn vegin ekki neitt hvað ég var að fara að gera þarna en það rættist mjög úr heimsókninni, ég var þarna í 2 daga og fékk að ég held heilmikið út úr þessu. Á þriðjudaginn þegar ég var búinn rölti ég um miðbæinn í Stokkhólm og gerði góða tilraun til að týnast þar sem að ég var ekki með neitt kort og vissi ekkert hvert ég var að labba, ég fann götuna sem ég var að leita að(verslunargötuna) og rölti þar um og hélt svo eitthvað áfram og beygði hér og þar og svo allt í einu þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að ég var komin á götuna sem að ég bjó við, þvílík tilviljun. Eina málið var að ég var þar sem gatan byrjar en ég bjó á hinum endanum og þetta er frekar löng gata, ég rölti örugglega í hálftíma og allt í allt rölti ég um bæinn í 2,5 tíma.
Ég er svo búinn að vera að vinna í ritgerðinni og er búinn að fá að vita að ég á að verja ritgerðina 31. maí sem þýðir að ég þarf að vera búin að skrifa hana 24. maí... ég vona bara að það takist. 31. maí er fyrsti dagurinn sem við verjum ritgerðirnar og það þýðir að ég verð ein af þeim fyrstu... svo sem ágætt að vera búin að þessu. Ég hef þá líka lengri tíma til að laga það sem þarf mögulega að laga.
Ég var svo í grillpartýi í gær einhvers staðar sem maður getur kallað úti á landi, já þegar maður þarf að taka strætó í 30 og hluti af leiðinni er að maður sér bara tún og hesta, þá er maður komin upp í sveit hér... Ég get nú ekki sagt að ég hafi horft á mikið að Eurovision enda ekki alveg spennandi keppni. En við skemmtum okkur ágætlega í pratýinu og þetta hefði verið enn betra ef vissir hlutir hefðu ekki gerst en það er víst ekki hægt að "undo" vissa hluti.
Ég held að ég sé bara farin að hlakka til að fara heim í sumar og komast í burtu í smá stund.

06 maí 2007

það sem ekki kom fram

ég átti alveg eftir að bæta við hvernig þetta fór í gær...
Ég sem sagt beið heima hjá grannanum til kl 13, það er gott að hafa íslenska granna, svo fór ég niður í kjallara kl 13 til að bíða eftir næsta sem ætlaði að nota þvottahúsið. Svo kem ég niður og lít á hurðina og þá virðist hún ekki alveg lokið og svo sé ég bandið sem hangir á lyklakippunni fast á milli stafs og hurðar. Sem gerir það að verkum að það var ALDREI læst... hurðin náði ekki að skellast í lás eins og ég var alveg 110% viss um þar sem að hún er frekar þung, svo ég reyndi aldrei að opna...
Ég hló mikið af sjálfri mér í gær... þvílík vitleysa.
Svo núna er ég að þvo restina frá því í gær en í þetta skipti eru vasar á buxunum svo lyklarnir eru geymdir þar.

05 maí 2007

klaufi dauðans...

þetta er ekki alveg minn dagur í dag...
Ég var að þvo og það gerir maður niðri í kjallara hér í húsinu og auðvitað læsir maður íbúðinni sinni þegar maður fer niður í kjallara. Nema hvað, ég var að vesenast með þvottinn minn og ætla svo upp í íbúð aftur en nei... ég læsi lyklana inni í þvottaherberginu og það ganga ekki lyklar að hurðinni bara svona rafmagnslykill og ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera... klukkan rétt fyrir 12 og ég hef tímann til kl 13. Sem betur fer var íslenska nágrannakona mín heima en hún hafði misst af strætó svo hún var ekki farin út. Núna sit ég ein í íbúðinni hennar og bíð eftir að tíminn minn renni út og næsti aðili opni þvottaherbergið... kræst... ég er ekki einu sinni með símann á mér... ég hef stundum pælt í því hvað maður myndi gera ef maður læstist úti... og þar sem það er helgi núna þá er ekki hægt að hringja í stúdentagarðana og fá hjálp... eins gott að ég var ekki með neitt planað núna í dag... Einu sinni er allt fyrst.

24 apríl 2007

myndir

ég gleymdi bara að nefna það að ég hafði sett inn myndir... ;)

23 apríl 2007

Helgin og framhaldið..

Já ég fór sem sagt í áfmæli til Lottie á föstudaginn... sem var bara mjög fínt. Hitti fólk sem ég hef ekki hitt frekar lengi(mislengi). Hún var með mat og læti. Þegar ég kom þá sagði vinur hennar, ein gaurinn sem var mættur, já ert þú þessi frá Íslandi. Svo var annar seinna sem var að spá í hvaðan ég kæmi og ég fór í smá leik við hann og hann átti að giska... gekk ekki vel, nemdi örugglega flestu stóru/þekktu staðina í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en ég gaf honum hint um að það tæki ca 3 tíma að fljúga þanngað og það væri ekki hægt að komast þanngað á bíl og einhver sagði að það væri ískalt. Þá datt honum í hug ísland og svo allt í einu sagði hann eitthvað á íslensku svo ég svaraði honum á íslenksu "afhverju kanntu íslensku" og þá kom í ljós að gaurinn hefði átt íslenska kærustu hér áður fyrr... Svo þegar líða fór á kvöldið fórum við niður í bæ og skemmtum okkur bara konunglega. Slúður frá kvöldinu fer ekki hér inn :þ
Svo var annað partý á laugardaginn með nánast sama fólkinu, en það kvöld var ekki alveg jafn heppnað þar sem að Lottie fékk þá hugmynd að staupa 50% vodka áður en við lögðum af stað og endirinn var ekki góður... Ég sem sagt fór með hana heim til mín áður enn við komumst inn á staðinn sem við ætluðum á og svo skilaði hún áfenginu þegar heim var komið.
Ég ætlaði að vera rosalega duglega að læra um helgina en það varð ekkert úr því þar sem að ég var ekkert of mikið ein heima til að geta sest niður og farið að hugsa. Ég geri það á morgun, aðeins of þreytt núna, er byrjuð í praktík á barna-heyrnadeildinni og þar er eitthvað sem ég kvarta ekki yfir :D

En ég er semsagt búin að fá að vita að ég fái 100% að taka barnaheyrnarfræði kúrsinn i Lundi í haust, svo þar er ágætt að vita að ég hef alla vegana eitthvað að gera þar til í lok Okt svo er bara að vona og sjá hvort ég komist í hina kúrsana sem ég sótti um en það fæ ég ekki að vita fyrr en í sumar :S En það er alla vegana komið á hreint hvenær ég kem heim í sumar, 17 júní og á svo aftur flug út 19. ágúst, man ekki hvort ég var búin að nefna það hér en þá nefni ég það bara aftur.

20 apríl 2007

Gleðilegt sumar

Jæja það er kannski kominn tími til að skrifa eitthvað ég. Ég var heima í 3 vikur eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir en ég kom til baka fyrir tæpri viku síðan. Ég fór norður allar helgarnar á meðan ég var heima og svo var ég á HTÍ alla daga, ekki alveg planið en svona er þetta mikið að gera fyrir lokaverkefnið. Svo ég hafði ekki samband við voða marga, svo ykkur sem ég hafði ekki sambandi við... ekkert persónulegt.
Jón og Lilja komu svo með mér út á föstudaginn og voru hér fram yfir helgi. Þetta var bara hin fínasta heimsókn, það var svo gott veður að við vorum úti allan daginn alla daga... eða svona næstum. Ég fékk alla vegana lit :þ Ég held að við höfum rölt alla miðbæinn þveran og endilangan nokkrum sinnum til að skoða allt.
Svo þegar þau voru farin tók alvaran við... RITGERÐ... ég get nú ekki sagt að skrifa ritgerð sé akkurat "my thing"
Lottie á afmæli á morgun svo það er partý hjá henni og það er auðvitað búist við miklu fjöri.
Æ ég nenni ekki að skrifa meira...

26 mars 2007

Komin heim

Ég kom heim á föstudag eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir... og svar við spurningunni eða hvað maður á að kalla þetta frá fyrri færstu er að ég fékk Gordon Blu í vélinni, Icelandair gat auðvitað ekki brugðið út af vananum.

Ég fór upp í sumarbústað á laugardaginn með foreldrunum... það var svo sem ágætt að komast beint í sveitasæluna :) Við komum svo bara aftur í gær.
Svo fór ég í praktík(verknám) hjá HTÍ í dag og það gekk bara vel, þetta er nú svolítið öðru vísi en í Svíþjóð en það er bara jákvætt, Svíar geta stundum verið of harðir á reglurnar sínar, þeir elska nú einu sinni reglur... :þ En ég verð út vikuna á HTÍ svo ég ætti að verða orðin nokkuð góð í lok vinkunnar.

Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili... maður hefur svo lítið að segja þegar maður kemur heim í gamla hversdagsleikann...

23 mars 2007

Heimferð

Ég er á leiðinni heim í dag... akkúrat núna er held ég allt tilbúið og það er bara að bíða. Ég á að taka lestina kl 14:40 og svo fer flugið ca 20:10.

Ég er búin í öllum tímum í skólanum svo núna er það bara verknám og ritgerðarskrif. Síðasti tíminn var í gær og við bjuggumst við þvílíkum yfirheyrslum en þetta varð ekki jafn slæmt og við bjuggumst við, en samt var fólk alveg tekið fyrir :þ Ég og Lottie tókum bara kæruleysið á þetta og fórum á djammið á miðvikudagskvöldið (miðvikudagar kallast litli laugardagur), við áttum ekki að mæta í skólann fyrr en kl 13 svo þetta var í góðu lagi.

Ég veit ekki alveg hve mikið ég mun blogga á meðan ég er heima en það verður bara að koma í ljós. Ég fer aftur 13. apríl og þá koma Jón og Lilja með mér og verða hér í heimsókn í nokkra daga, sem er auðvitað ekkert annað en snilld... alltaf gaman að hafa gesti :D En Jón er að koma í fyrsta skipti í heimsókn til uppáhalds systur sinnar svo það ætti ekki að vera leiðinlegt :þ

Ég er svo óvön að ferðast á þessum tíma dags svo ég veit varla hvað ég á að gera af mér... Ég er svo vön að fara í lestina eldsnemma til að fara í hádegisflug en það er ágætt að breyta til stundum. Hvaða matur ætli verði í boði í vélinni... hingað til hef ég alltaf fengið gordon blu þegar ég er að koma frá Köben með vél sem leggur af stað í hádeginu... hmmm þetta verður spennandi...

Heyrumst á klakanum... !!! :o)

18 mars 2007

Djamm... :o)

Gott djamm svíkur aldrei...
Við vorum ss með smá partý heima hjá Cibbe gaurnum hennar Lottie og það kom alveg ágætlega mikið af fólki. Ég og fleiri tókum alla vegana slatta af myndum og hluti af þeim eru komnar á myndasíðuna. Svo fórum við á einn skemmtistað þarna rétt hjá og skemmtum okkur bara vel, en vá hvað ég finn fyrir því að vera búin að vera veik... vantaði mikla orku til að geta dansað eins og ég vildi. Ég tók mér smá pásu inni á milli og í eitt skiptið rölti ég aðeins um staðinn og það var engin smá athygli sem ég fékk bara vegna þess að ég var ein á röltinu.

Svo í dag hringdi Peter í mig, en við höfum ekki hisst lengi, og við fórum á kaffihús og spjölluðum. Lottie hringdi þegar hún var á leiðinni heim og ákvað að koma til okkar. Svo fórum við öll 3 og hittum einhverja vini hans Peter og horfðum á hokkí... ekki slæmt... liðið sem við héldum með vann :) Svo kom Lottie með mér heim en við þurftum að ræða málin aðeins frá því í gær... nauðsinlegt ... you know.. :þ

Annars býst ég við að þetta verði frekar busy vika og næsti vetur verður ákveðinn eitthvað út frá því hvað gerist í vikunni...

17 mars 2007

...sjálfsvorkun á háu stigi...

"Positiva"klubben antecknar:
Þetta var engin stutt flensa sem ruddi sér rúms hér um síðustu helgi. Ég er orðin ágætlega hress svona fyrir utan að ég hósta við og við og nefið vill ekki alveg sleppa takinu.
Maður á ekki að búa einn þegar maður er veikur það er eitthvað sem ég er búin að komast að, hrikalega er þetta búin að vera leiðinlega vika. Ég er nú samt búin að geta eitt tímanum í að læra, fyrst að klára eitt verkefnið sem átti að vera inn á miðvikudaginn og svo byrja á og klára hitt sem átti að vera komið inn á hádegi á föstudaginn(í gær) svo ég er ekki búin að sitja aðgerðarlaus. Sem betur fer var enginn skóli alla vikuna þannig að ég missti ekki af neinu. En þar sem að ég er búin að vera veik hef ég ekki mikið farið út nema rétt út í búð, sem gerir það að verkum að ég er ekki búin að hitta vinkonur/vini mína alla vikuna og hef verið mikið með sjálfri mér.
Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að gera með að ég er fara að koma heim eftir viku en mér leiðist hér núna. Ég hef fundið fyrir því að rétt áður en ég kem heim þá langar mig bara að lossna héðan en við þá hugsun bætist bara eitthvað við sem er enn dapurlegra... hvað hef ég heima?? Þegar að maður býr svona í útlöndum virðist það vera mjög algengt að fjarlægast allt og alla heima. Þannig að þegar ég flyt heim þarf ég að fara að byggja allt upp aftur, maður kannski passar engan veginn inn í gamla félagskapinn... ef hann er þá ennþá til. Maður á einhvern veginn hvergi heima... Við sjáum til hvernig þetta verður núna á meðan ég verð heima í 3 vikur.

Hvernig verður þetta svo næsta vetur... allur bekkurinn fluttur hingað og þanngað... Marie mun kannski flytja til Stokkhólms... Lottie fær líklega ekki vinnu í Gautaborg...

Vá hvað það er óhollt að vera ein heima í viku... sálfræðilega þeas. Það hjálpar ekki að ég týndi uppáhaldshúfunni minni í dag eða er nokkuð viss að henni hafi verið stolið *grenj*

En ég er að fara út í kvöld svo þetta ætti að skána... kannski að maður hitti einhver... :Þ ... je ræt...

12 mars 2007

Helgin... úfff

Það var nú eins gott að ekkert hafi verið planað þessa helgina... lá í veikindum alla helgina en er að ná mér núna en samt ekki orðin 100%. Lottie var líka veik en ég var með einkennin á undan henni þó að hún hafi orðið veik fyrr. Ég fór til hennar á föstudaginn, leigði dvd og eldaði mat handa henni enda var hún frekar slöpp. Ég fann fyrir einhverju smá en ekkert til að vera eitthvað að kvara yfir... bara smá hósti. En svo á laugardag var ég ekki alveg jafn hress en þá var Lottie eitthvað að hressast. Ég hringdi svo í Marie til að ákveða hvort að við myndum hittast allar hér eins og planað var en þegar hún heyrði hvernig við vorum þá ákvað hún að halda sig í burtu enda var hún sjálf byrjuð að fá eitthvað í hálsinn. Þannig að Lottie kom bara til mín og við horfðum á Sænsku söngvakeppnina eins og planið var. Svo var sunnudagurinn tekinn í að gera ekki neitt, bara að reyna að komast yfir veikluna sem gerist ekki hratt þegar maður er vannærður og að þorna upp, en hver hugsar skýrt þegar hann er veikur.
Sem betur fer er enginn skóli í dag(né alla vikuna) þannig að ég hef tíma til að slappa af og ná þessu rugli úr mér, annars skánaði ég heil mikið eftir ferðalagið mitt úr í apótek og matarbúðina. Svo ég býst við að vera orðin nokkuð góð á morgun ef nefið leyfir mér að byrja að nota það aftur.

05 mars 2007

Fínasta helgi

Þá er enn ein helgin afstaðinn...
Ég fór með Öllu í partý á föstudaginn til 2ja íslenskra stelpna sem búa hérna, þeirra Siggu og Jóhönnu. Mjög hressar stelpur, búnar að búa hér síðan í haust, aldrei að vita nema að maður hitti þær aftur.

Svo á laugardaginn var Marie með tapas-partý. Við vorum 10 saman og allir komu með sína smárétti og svo var auðvitað horft á söngvakeppnina(þetta var reyndar ekki úrslitaþátturinn). Ég og Lottie vorum þær einu úr bekknum en restin voru vinkonur Marie og vinir þeirra, sem var allt fólk mikið eldri en við svo manni fannst maður vera einhver smákrakki. Karlmennirnir litu út fyrir að vera 35+. En það skipti engu því að ég og Lottie vorum búnar að ákveða að fara í bæinn(Marie ætlaði að koma með okkur en hætti við vegna peningaleysis). Á leiðinni í bæinn komum við við hjá gaurnum hennar(eða deitinu) og vorum aðeins að spjalla við hann og vin hans. Ég var mjög stolt af sjálfri mér þegar við fórum þaðan út en ég mun ekki ræða það neitt sérstaklega hér, ég læt bara fólk ekki komast upp með hvaða vitleysu sem er :þ
Svo fórum við á einn skemmtistað og skemmtum okkur mjög vel, Lottie hitti gaur sem hún kannast eitthvað við og svo hitti ég Ragnar. Ég bjóst nú aldrei við að hitta einhvern sem ég þekki á djamminu hér... en aldrei að segja aldrei... Ragnar og vinir hans dönsuðu eitthvað með okkur en svo fóru vinir hans heim svo hann varð einn eftir með stelpunum
Líðan var mun betri í gær þegar ég vaknaði eftir djammið heldur en hún var um síðustu helgi, bara hress og fín. Ég setti inn myndir frá laugardagskvöldinu, Lottie var óð á myndavélina :þ

27 febrúar 2007

Það eru allir mannlegir...

Ég sem sagt svaf yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna kl 8:00 til að taka lífinu með ró kannski liggja í rúminu í smá stund áður en ég færi á færtur til að ná strætó kl 8:55 og vera mætt í tíma kl 9:20. En ég setti símann á 0:00 í staðinn(stillti símann eftir miðnætti) og vaknaði 9:25. Hoppaði upp úr rúminu fór í fötm, setti á mig smá maskara og kl var orðin 9:30, næsti strætó fer 9:35 í óvissu um að ég næði fékk ég mér morgunmat og fór svo út og náði örðum strætó kl 9:40 sem fer aðra leið. Var kom í skólann kl 9:55. Ég var hissa að ég hafði ekki fengið sms frá Marie kl 9:20 en komst svo að því að hún hafði sjálf verið sein og kom ca kl 9:35 en þá fékk ég sms. Það getur verið kostur að mætla alltaf á réttum tíma og á alla fyrirlestra því þá vita aðrir í bekknum að það er eitthvað að ef ég er ekki mætt þegar fyrirlesturinn byrjar.
En já ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessu námi sem ég hef sofið yfir mig(þannig að ekki væri hægt að redda neinu) og mætt seint.

Ég geri mér grein fyrir að sumir skemmta sér ágætlega við þessum fréttum, þess vegna ákvað ég nú að láta umheiminn vita af þessu :Þ Þetta er nú í fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég sef yfir mig og mæti þar af leiðandi seint í skólann...

26 febrúar 2007

Innipúki helgarinnar

Jæja kominn mánudagur og farinn
Ég og Lottie fórum á djammið á föstudaginn en það endaði ekki alveg skv planinu... Fyrst vorum við hjá henni í smá stund þar sem ég þurfti að hjálpa henni með klæðnaðinn og svo fórum við til mín og héldum áfram að koma okkur í stuð og svo fórum við í heimsókn til stráksins sem hún deitar og vin hans, en þeir voru bara edrú og ekkert á leiðinni út. Svo fórum við þaðan rúmlega hálf eitt á einn skemmtistað en þegar við vorum búnar að vera þar í röðinni í smá stund segir Lottie við mig "eigum við kannski bara að fara heim?" og ég endaði með að samþykkja það bara, en við vorum búnar að ákveða að hún myndi gista á sofanum hjá mér. Það var bara í raun fyrir bestu að við fórum heim. Ég endaði með að skila hluta af áfenginu og kvöldmatnum áður en ég fór að sofa. Ég hef aldrei þjáðst að þynnku eftir djamm hingað til en núna veit ég hvað það er. Þegar ég vaknaði um morguninn snérist allt í hringi og maginn í vonu skapi. Ég tók því nú bara rólega allan laugardaginn... ca um 15 leitið gat ég farið að horfa á tölvuskjáinn án þess að líða illa og þá var ég orðin góð í hausnum en maginn með mótþróa. Ég var heima allan daginn fyrir utan þegar ég fór og keypti mér kebab sem tók 15 mín. Ég fékk reyndar næturgest en Ragnar var á djamminu og vildi ekki labba heim enda frekar langt heim til hans úr bænum svo hann fékk að gista.
Á sunnudaginn var ég mest heima allan daginn nema að ég fór út i búð og það tók klukkutíma svo var ég bara heima og gera mest lítið... jú ég lærði smá... ég varð að gera eitthvað gáfulegt. Svo var ekki skóli í dag þannig að ég var bara heima :þ Var reynar að vinna í lokaverkefninu mínu, gera ýmsar æfingar í excel :) Ég skrapp svo í heimsókn til Lottie, gott að komast út.
Ég er mest hissa á að hvað helgin var fljót að líða og mér leiddist ekki neitt, þó að flestir hafi ekki verið heima eða uppteknir um helgina. Það getur stundum bara verið gott að taka því rólega og gera EKKERT.

22 febrúar 2007

Bullu-Sprengi-Öskudagur... búið

Ég er alla vegana ekki búin að fá flensuna ennþá sem er auðvitað bara gott mál og vona að ég sleppi við hana.

Ég bakaði bollur um síðustu helgi, já maður verður að fá bollur í útlandinu, þær sænsku eru ekki alveg nógu góðar. Svo var ég með bollukaffi hér fyrir nokkra íslendinga, eða íslendingana mína eins og ég hef nefnt hópinn að undanförnu :þ, þe Alla, Ragnar, Gauti, Bjössi og Rakel. Rakel var nú bara í heimsókn hjá Bjössa sínum en fékk auðvitað að fljóta með. Svo bauð ég Marie og Lottie líka upp á bollur en ekki á sama tíma og íslendingunum. Marie hafði smakkað þær hjá mér áður og fannst þær mjög góðar... Lottie vara að smakka þær í fyrsta skipti og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Það snjóaði bara hér í gær, flestum (alla vegana mér) að óvörum. Þetta var nú ekki svo mikil snjókoma þannig séð... varði bara í langan tíma. En alla vegna þá fór allt almenningssamgögnukerfið hér í rúst allt að 40 mín seinkun á sporvögnum og stundum komu 2-3 í röð. Þegar það snjóar hér að einhverju smá viti þá er eins og íbúarnir hér hafi aldrei séð snjó og vita ekki alveg hvað á að gera með þetta hvíta.

Svo er það bara djamm á föstudaginn... Lottie er rosalega mikið fyrir að djamma núna undanfarið og ekki kvarta ég... Við eigum bara eftir að redda okkur fyrirpartýi :þ

17 febrúar 2007

flensa eða ekki

Góðan og blessaðan daginn...
Ég er sem sagt búin að vera með illt í hálsinum síðan á miðvikudagskvöld og einkennin eru þau að það er vont að kyngja og ekkert annað, jú var smá slöpp á fimmtudag en það var kannski bara vegna þess að ég mátti það, frí í skólanum og svona. En ég er orðin frekar þreytt á þessu... von bara að þetta verði ekkert meira. Það er fullt af fólki í kringum mig veikt eða búið að vera veikt... nenni því ekki núna.

Annars vorum við í skólanum í gær á fyrirlestri þar sem dani var að fyrirlesa fyrir okkur. Í byrjun spurði hann hvort hann ætti að tala dönsku eða ensku, þeir sem sögðu eitthvað upphátt sögðu honum að tala bara dönsku og við myndum svo spyrja ef við skyldum hann ekki. Ég gat auvitað ekki beðið um ensku "HALLÓ!!! ég lærði dönsku í 7 ár!!" þannig að ég sá þetta bara sem ögrun að reyna að skilja... ég var reyndar sú eina í bekknum sem hafði séð þetta sem hann var að tala um. En svo allt í einu heyrðist hljóð frá hinum sem ekki hafa sænsku sem móðurmál... þær treystu sér engan vegin að reyna að skilja dönskuna og vildu frekar ensku. Þær hafa nú haldið því fram áður að skilja ekki ensku, svona þegar við vorum að byrja í náminu og ég talaði bara ensku. En vá hvað ég var stollt af sjálfri mér að vera ekki sú sem var með tungumálavandamál núna... hihihihi!!!
Svo þegar maðurinn byrjaði að tala þá var ég nú nokkuð viss um að ég hefði skilið dönskuna hans betur... vá hvað maður inn var með mikinn danskan hreim... það tók smá stund að stilla sinn til að geta skilið manninn.

Annars er planið að baka bollur í dag þar sem bolludagurinn er jú á mánudaginn, maður verður að sjá til þess að hinir íslendingarnir á svæðinu fái bollur :þ Annar bað Marie líka um bollur svo ég er að koma svíunum upp á þetta líka... Þeir hafa svo sem sínar eigin bollur en þær eru ekki næstum því eins góðar, rúnstykki með rjóma möndlumassa og flórsykri ofaná. Jæja best að koma sér út í búð og kaupa hráefnin.

14 febrúar 2007

Já já

Jæja það er besta að skrifa eitthvað hérna.
Ég kom til baka til Svíþjóðar á sunnudaginn en ég var heima í viku. Það gekk bara vel að safna þeim upplýsingum sem ég þurfti fyrir utan að ég hafði ekki lista með öllum börnunum. Þannig að ég notaði tíman og fór á leikskólan Sólborg, en þetta var vinnustaðaheimsókn í sambandi við kúrs sem ég var í fyrir jólin. Það var ekkert smá gaman að kíkja á leikskólan... var þar í 4 tíma og var alveg búin eftir á. Væri alveg til í að kíkja aftur í heimsókn en við sjáum til, þá væri það meira á mínum eigin forsendum. En þarna var notað bæði táknmál og talað mál svo allir starfsmennirnir á deildinni kunnu táknmál. Ég fór svo með 4 krökkum í táknmálssögustund þar sem heyrnarlaus kona sagði sögu, og þá voru þau ekki með tækin á sér á meðan. Svo var einn strákur að reyna að ná sambandi við annan með því að kalla á hann en það gekk auðvitað engan veginn. Svo þegar við fórum aftur til hinna þá réttu 2 strákar með heyrnartækin sín eins og ekkert væri sjálfsagðara en að ég gæti hjálpað þeim með að setja tækin á/í eyrun. Það var svo sem ekkert vandamál fyrir mig en þeir vissu það ekkert... þeir skildu ekkert afhverju ég var þarna í raun.

Svo er nýr kúrs byrjaður núna sem inniheldur svona sitt lítið af hverju... og 2 frekar stór verkefni sem hef ekki alveg fattað enn út á hvað ganga enda þjáðist ég af athyglisbresti á háu stigi á mánudaginn í skólanum, sem gerði það að verkum að fattðai engan veginn hvað var í gangi á meðan fyrirlestrinum stóð. Ég vona bara að ég finni mér eitthvað skemmtilegt að gera um helgina :þ

06 febrúar 2007

Heima á Íslandi

Já ég er sem sagt ekki búin að skrifa neitt hér frekar lengi... svo ég ætla að skrifa eitthvað núna...

Á föstudaginn fór ég og Lottie í partý til gaura sem komu í partýið til mín um daginn í smá stund áður en við fórum í bæinn. Lottie tókst að hösla einn gaurinn og fór á deit með honum á fimmtudag svo okkur tókst að næla okkur í partý hjá þeim. Þetta var bara fínasta partý og svo fórum við á djammið. Á laugardagskvöldið vorum við Lottie og Marie svo með smá tapas-kvöld og horfðum saman á 1 hluta af sænsku söngvakeppninni. Þær fóru svo í bæinn en ég ákvað að sleppa því þar sem ég átti að taka rútu kl 7:30 til Osló. Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að gleyma hinum ýmsu hlutum... t.d. snyrtidótinu mínu, hleðslutæki fyrir mp3 spilarann og fl.

Annars kom ég á klakann á sunnudaginn eftir ferðalagið í gegnum Noreg, það er svo fyndið að hlusta á norsku... sérstaklega þegar að maður er vanur sænsku.
Svo núna þessa vikuna er ég uppi á HTÍ að skoða sjúkraskírslur barna sem geind eru með heyrnarskerðingu 2002 til 2006. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma. Á 2 dögum er ég búin að fara í gegnum 25 stk. Tíminn líður hratt en vinnan gengur hægt :S

31 janúar 2007

praktík og komment

Það má segja að það er búið að vera ágætlega mikið að gera hjá mér sl. daga. Á sunnudaginn fór ég í keilu með nokkrum kunningjum(Lottie, Peter, Dansken, Henrik og Söru) er búin að setja myndir inn á netið.
Svo er ég í praktík á Sahlgrenska sjúkrahúsinu þessa vikuna og það gengur bara vel, er reyndar frekar þreytt því þetta er ekkert auðvelt. Svo í gær eftir praktíkina fór ég í bæinn með Lottie, hún þurfti að finna föt til að vera í á deiti sem hún er að fara á á morgun og svo fyrir djamm á föstudaginn... Við vorum í Vera Moda í ca 1,5 tíma og fengum þessa þvílíku hjálp frá afgreiðslukonunni, fundum 2 outfit fyrir Lottie, góður árangur :)
Svo er djamm á föstudaginn og svo hin sænska Melodifestivalen á laugardaginn... svo er bara ferðalag heim á klakann á sunnudag :)

Samtal í hádeginu í gær:
Inngagnur: ég var í "vinnustaðaheimsókn" á sahlgrenska, og fylgdi einni sem er að vinna þar í 2 daga, í einni af fyrstu vikunum mínum hér í Svíþjóð og kunni þá enga eða svolítið sem enga sænsku.
Aðalatriði:
Ég ákvað að spyrja þá sem ég hafði fylgt hvort húnm myndi eitthvað eftir mér því að hún leit út fyrir að muna EKKERT hver ég var.
Ég: ég veit ekki hvort þú manst það en ég var hér í vinnustaðaheimsókn í 2 daga á minni fyrstu önn...
Hún: Nei ég man það nú ekki, maður hittir svo mikið af nemum hérna svo ég geti ekki sagt að ég muni það en ég kannast við andlitið...
En það var önnur íslensk stelpa hérna fyrir nokkrum árum en hún kunni enga sænsku, hún hætti.
Ég: uuu... nei það er ég!!
Hún: nú!!!
Svo skammaðist hún sín frekar mikið fyrir þetta... hihihi

Og svo svona í lokin þá vil ég bara óska Huldu og Gumma til hamingju með litla drenginn!! af myndunum af dæma er hann rosalega sætur og ég býst ekki við að myndirnar ljúgi :) Ég mun setja heimasíðuna hans á link hérna hjá hinum fljótlega.

27 janúar 2007

Partý

Fyrsta partýið mitt afstaðið og það heppnaðist bara vel, rúmlega helmingur íslendingar og þá tæplega helmingur svíar. Það er þegar búið að biðja mig um að halda annað partý og það er ekkert mál :)
Ég er nú bara frekar löt eftir gærkvöldið. Við fórum á einn skemmtistað og ég fór heim ca hálf 4, skemmti mér bara mjög vel. Svo þegar ég var rétt að koma heim þá fattaði ég að ég hafði bara tekið lykilinn af íbúðinni, en málið er að hann gengur ekki að útidyrahurðinni þar er notaður raflykill(og ég veit það) svo ég endaði með að hringja bjöllunni í einni íbúð þar sem ég sá að var kveikt og sá fólk á ferli.

Ég er búin að setja inn myndir á netið og líka myndir frá jólum og partýinu sem ég var í hjá Perter um daginn...hér

19 janúar 2007

Stolt en...

Ég var að fá út úr tölfræðiprófinu áðan og ég var með 17 rétt af 18 og er því mjög stolt af sjálfri mér. Ég veit ekki enn um neina aðra í bekknum sem var með jafn hátt eða hærra. En þetta var svo leiðinleg villa!!!... innsláttar villa í reiknivélina ...aaarrgh
Ég fékk 3,6*0,25=3,85 og hefði ég hugsað aðeins þá hefði ég vitað að þetta var ekki rétt. Ég held að ég hafi aldrei tekið stærðfræðipróf þar sem mér tekst ekki að gera einhverja svona klaufavillu. Það sem er mest böggandi að ef ég hefði slegið þetta rétt inn þá hefði ég fengið ALLT rétt á prófinu!!!

Ég held að ég sé með þessi álög á mér að gera heimskar villur á stærðfræðiprófi.

Svo er íslendingapartý í kvöld kannski einhverjir svíar líka.

18 janúar 2007

Projektplan

ritgerðaráætlun... er það góð íslenskþýðing, beinagrind finnst mér ekki alveg hljóma rétt... úff ég er að verða allt of útlensk.

Ég sem sagt var að verja ritgerðaráætlunina mín í gær... svona svipað og þegar maður ver lokaverkefni, bara aðeins óformlegra en þetta er gert til að æfa okkur fyrir þegar við þurfum að verja ritgerðina okkar í vor og gagnrýna einhverja aðra.
Mér gekk alla vegana mjög vel og er ég mjög ánægð með það. Ég þurfti mjög lítið að laga, sérstaklega miðað við aðra í bekknum. Einhverjar sem fengju verkefni frá heyrnardeildinni á spítalanum vissu ekki alveg hvað þær voru í raun að fara að skrifa um og þurftu oft að svara spurninum við "veit það ekki" sem er auðvitað engan vegin nógu gott. Hjá einum hóp komst upp um ritstuld en þær vildu ekki viðurkenna það, þetta er auðvitað alvarlegt mál en það er ekki gert svo mikið í því núna þar sem þetta er áætlun fyrir verkefnið. En ef þetta kemst upp aftur í vor eru þær í djúpum sk...

Ég fór í partý og svo út á djammið um síðustu helgi. Peter var með partý þar sem vinur hans, dansken(sem er að mínu mati aðeins og langsótt gælunafn) og bauð mér að koma, maður neitar auðvitað ekki partýi. Ég þekkti svo sem ekki marga þarna en skemmti mér bara vel.
Við fórum svo í bæinn á skikkanlegum tíma. Svo á leiðinni nefndi ég í smá gríni að það væri eftirpartý heima hjá mér... maður býr nú einu sinni í bænum :þ
Svo ég var tekin á orðinu eftir djammið og Peter og "dansken" komu til mín eftir djammið. Ég held að það hafi verið aðalega vegna þess að það var rigning og þeir nenntu ekki að bíða eftir strætó. Þetta var ekki beint partý en ég fékk 2 næturgesti. Vá hvað gaurar geta verið viðkvæmir fyrir hárum á sjálfum sér og öðrum karlmönnum. Málið er að báðir voru í blautum buxum svo þeir fóru úr þeim og sátu saman í sófanum undir teppi og voru svo að röfla um hvað þeim fyndist hárin á löppunum ógeðsleg.

Svo fékk ég símhringinu í gær og það var Peter að spurja hvort ég vildi koma í biljard með sér, bróður sínum og "dansken". Svo ég ákvað að skella mér. Við vorum 2 og 2 í liði. Ég með bróðurnum, og við unnum alla leikina, en ég get alveg viður kennt það að það var ekki mér að þakka.

Það er svo sem ekkert plan komið fyrir þessa helgi en við sjáum bara til hvað verður úr henni. Svo er ég bara að fara að byrja á BS-ritgerðinni eftir helgi... vá hvað tíminn líður hratt.

13 janúar 2007

Próf

Vá ég held að ég geti sagt núna að ég hafi verið í mínu síðasta prófi fyrir BS-gráðuna í heyrnarfræði... vá!!
Önnin klárast í næstu viku en þá erum við að fara að "verja" beinagrindina/planið fyrir lokaverkefnið okkar. Hver og einn hópur(sumir hópar telja bara einn einstakling, eins og minn t.d.) er búinn að gera beinagrind(eða projektplan) fyrir verkefnið þar sem við skrifum inngang(bakgrunn) og tilgang með verkefninu, spurningalista sem mun verða svaraður í verkefninu ofl. Og á þriðjudag og miðvikudag mun einn hópur gagnrýna verkefni annans hóps, og svo þarf sá hópur sem er gagnrýndur kannski að laga eitthvað hjá sér og skila því inn, sama verður gert í vor þegar við erum búinar að skrifa BS-ritgerðina. Um helgina þar ég ss að lesa það plan sem ég mun gagnrýna á þriðjudag.
Svo eftir næstu viku byrjar ný önn og þá er bara að gjöra svo vel og byrja að safna meiri upplýsingum fyrir rigerðina og plana hana eitthvað. Svo vikuna þar á eftir fer ég í praktík og þar á eftir kem ég heim og verð í viku, ég ss kem 4. feb og fer aftur að morgni 11.feb. Það er svo böggandi að vera ekki heima heila helgi til að komast norður, en ég mun líklegast fara norður þegar ég kem heim í vor eða kringum páskana en þá verð ég líklegast í 3 vikur á klakanum :)
Það var svolítið skrítið að vera bara búin að vera hér í 3 sólahringa þegar ég var búin að kaupa mér ferð afur heim... :)

10 janúar 2007

Hæhæ

Vá hér hef ég ekkert skrifað mjööög lengi...
Ég var sem sagt í Växjö um jólin og það var bara mjög fínt og notalegt. Ekki alveg jafn formlegt eins og ég er vön en samt þæginlegt og heimilislegt. Jólasveinninn kom meira að segja... :þ
Svo fór ég heim Annan í Jólum... alltaf voðalega gott að koma heim. Svo kom Marie til mín 29. des og var til 3.jan... Hún viðikenndi fyrir mér að ég hefði haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að það væri svolítið erfitt að útskýra fjölda flugelda á gamlárskvöld. En hún var mjög ánægð með áramótin sín.
Svo fór ég aftur til Gautaborgar þann 7.jan og þá hófst lærdómurinn... Við áttum að byrja á planinu fyrir lokaverkefnið okkar, en mér tókst ekki að gera mikið heima þar sem ég var einhvern vegin föst. Svo fór ég á smá fund með kennaranum mínum sem leysti alla þá hnúta sem festu mig. Þannig að í gær sat ég við tölvuna allan daginn og gerði þetta verkefni sem ég hafði átt að gera dagana 2.-5.jan það tókst. Við eigum að skila þessu inn í dag fyrir kl 16. Leiðbeinandi minn fyrir lokaverkefnið mun vonandi fara yfrir þetta í dag svo ég hafi möguleika á að skila þessu inn í ágætu lagi.
Núna er bara að læra fyrir tölfræðipróf á föstudaginn.

Annars vil ég bara óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla :)

16 desember 2006

Mikilvægi sænskrar málfræði...

Ég og Marie vorum að læra á mánudaginn uppi í skóla fyrir prófið sem var sl þriðjudag. Og við erum eitthvað að tala um námsefnið, þar á meðal heyrnartæki. Ég á alltaf í vandræðum þegar ég á að setja "en/ett" fyrir framan orðið "hörapparat" ég segi þetta alltaf vitlaust... maður á að segja en hörapparat en ég segi svo oft já eða oftast ett hörapparat... sem er örugglega vegna þess að á íslensku er þetta hvorukyn. En alla vegana við fórum eitthvað að ræða þetta og svo segi ég: "ég myndi aldrei segja hörapparatet, ég veit að maður á að segja hörapparaten" Og þá segir Marie allt í einu "en bil - bilen, et bord - bordet... ætli það sé einhver regla til um að ef maður segir en fyrir framan að þá endi orðið á -en líka þegar það er með áherslu???" Ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið. Ég man alveg eftir að hafa lært þetta í dönsku að þetta væri regla, og mér finnst þetta mjög sjálfsögð regla. En... svíinn sjálfur hafði ekki hugmynd um þessa reglu og þetta er örugglega eina eða eina af fáum málfræðireglunum sem hafa engar undantekningar. Hún hafði bara lært í skólanum að það væri engin regla yfir að orð væri annað hvort samkyn eða hvorukyn.
Svo varð hún auðvitað að spyrja stelpurnar í bekknum daginn eftir og vitið með nokkrar voru bara alveg sammála um að hafa ekkert heyrt um þetta.

Þetta segir mikið hvað svíar vita mikið um sænskamálfræði.

12 desember 2006

Horfið...

Hvað er lægra en að stela jólapappír?? Já sem sagt ég og Sandra vorum að rölta um í bænum áðan og ég keypti jólapappír í síðustu búðinni áður en við fórum heim til mín. Þegar ég kom heim var enginn jólapappír í pokanum en ég man vel eftir að hafa haldið á pokanum og horft á pappírsrúlluna upp úr pokanum. Við röltum alla leiðina til baka en enginn pappírsrúlla. Ég vil ss halda því frama að einhver hafi tekið rúllurnar upp úr pokanum án þess að ég tæki eftir því... þegar við löbbuðum fram hjá einhverju fólki... mér finnst frekar ólíklegt að rúllurnar hafi bara dottið uppúr eins og mér datt í hug í fyrstu...

Nú er jólaandinn alveg að gera sig eða þannig.

Best að skrifa eitthvað...

Nohh... ég var bara með nettengingu alla helgina... hvað er að gerast?? Ég er búin að vera nettengd stannslaust í viku. Ætli nýja snúran sé betri en sú gamla??

En annars var ég á jólahlaðborði uppi í skóla á föstudaginn. Fyrst um morguninn var ég í mótatökuprófi, þeas próf í að taka mót af eyrum. Við fengum 3 tilraunir og við þurftum að ná 2 mótum sem voru 99% í lagi, ég þurfti bara að taka 2 mót því mín bæði fyrstu voru innan marka... flestir þurftu að taka 3... sumir náðu ekki einu sinni eftir 3 tilraunir.
Síðan fór ég og Marie út í búð að versla í matinn fyrir hlaðboðið og svo fórum við heim til hennar að elda matinn. Áður en ég fór upp í skóla fór ég svo heim að taka mig til.
Um tíu/hálf ellefu leitið var ég alveg á því að fara út á djammið en svo þegar klukkan fór að nálgast miðnætti og ég var enn uppi í skóla þá komst ég að því að ég myndi ekki meika að fara út að skemmta mér... labbirnar alveg búnar og ég orðin mjög þreytt eftir langan dag.
Restin af helginni var bara notalega, reyndi að þykjast læra smá þar sem ég var að fara í próf... og það próf var ég í áðan og gekk vara vel. Mér fannst ég kunna efnið nokkuð vel svo löngunin til að læra var ekki mikil. Svo þegar ég kom í prófið áðan sá ég að við þurftum að ná 70% rétt til að ná, óvenju hátt %, en ég hef engar áhyggjur.

Ég set inn myndir af jólahlaðborðinu fljótlega, ég gleymdi að taka myndir frá byrjun svo það eru ekki of margar myndir. En ég setti myndir af því þegar ég fór út með Peter og vinum hans um daginn, ég er ekki alveg að fíla sjálfa mig á þessum myndum enda var ég búin að drekka þó nokkuð þegar þær voru teknar :þ

04 desember 2006

#$&@#! net en góð helgi

Ég missti aftur internettenginguna á föstudaginn og var því netlaus aðra helgina í röð. Tengingin datt út fyrir kl 17 á föstudaginn og auðvitað er netþjónustan ekki opin á föstudögum eins og ég sagði í síðasta bloggi, svo mín var netlaus um helgina.

En helgin var samt fín, fyrir utan smá raddleysi af völdum kvefs. Á föstudaginn fór ég út með strák sem ég kannst aðeins við í gegnum Ragnar og Möggu, hef reyndar ekki séð hann síðan í fyrra haust, og 2 vinum hans. Þegar ég mætti á svæðið pantaði ég Smirnoff Ice og þegar ég spurði hvað hann kostaði þá sagði þjónninn við einn gaurinn við borðið "á ég að setja þetta á sameiginlega reikninginn" gaurinn svarði játandi. Svo seinna pantaði hann 2 diska með Tryffle og auðvitað kampavín með... svo aðra kampavín og aðra svo shot fyrir alla á boðinu(4) og svo eina kampavín í viðbót. Gaurarnir höfðu svo drukkið 1-2 bjóra áður en ég kom svo reikningurnn var upp á rúmlega 1600 sænskar krónur... Og mín var orðin full. Svo ákváðum við að fara eitthvað annað til að dansa en við vonum búin að býða í röð í svolítinn tíma og það var farið að renna af manni smá þá komst ég að því að kostaði 100kr að koma inn svo ég ákvað að sleppa því og fara heim. Sem var örugglega sniðugt því þegar ég vaknaði hafði ég svo gott sem misst röddina.

Á laugardaginn fór ég svo með Marie, bróður hennar, konu hans og 2 börnum raddlaus í Liseberg. Við skemmtum okkur bara vel. Svo borðaði ég heima hjá Marie en ákvað svo að fara heim og hvíla mig og sérstaklega röddina.
Röddin er skítsæmilega í dag mun betri en á laugardag en verri en á föstudag... þetta er allt að koma.

29 nóvember 2006

Netið komið upp aftur...

Það er alveg ótrúlegt hvað er óþæginlegt að vera án internets, ég er alveg háð því. Á fimmtudaginn var ég að snúa við skrifborðinu hjá mér og það tognaði aðeins á netsnúrinni... ekkert sérstaklega mikið... en þegar ég leit svo á tölvuna var ekkert netsamband. Ég hélt að ég hefi kannski eyðilag snúruna, eitthvað í tölvunni eða tengngilinn. Þetta geriðst það seint að ég vildi ekki banka upp á hjá nágrönnunum til að athuga hvort allt væri í lagi. Þannig að þegar ég kom heim úr praktíkinni á föstudaginn bankaði ég upp á hjá íslenskri konu sem býr næstum því við hliðina á mér, ein íbúð á milli okkar, hún var ekkert smá hissa að sjá íslending :þ Ég fékk að prufa snúruna mína og tölvuna í nettengingunni hjá henni og allt var í lagi. Þannig að ég var búin að útiloka allt nema tengilinn. Og það var auðvitað búið að loka skrifstofunni hjá stúdentagörðunum, hún lokar 15:30. En ég skildi eftir skilaboð á símsvaranum. Svo ég var netlaus alla helgina... :( Á mánudaginn var enginn búinn að hafa samband við mig né koma í íbúðina og kíkja á tengilinn og þar sem ég kom heim eftir kl.16 þýddi ekkert að hringja. Í gær í hádeginu hringdi ég og mér var sagt að einhver frá þeim væri að vinna í húsinu í dag(miðv.d) Þegar ég kom heim í dag hafði ekkert gerst. Þannig að ég ákvað að ryksuga... þegar ég var búin að ryksuga leit ég á tölvuna og þá var einhver búinn að senda mér skilaboð á MSN... netið var komið í lag... stuttu seinna fékk ég svo e-mail frá internetþjónustunni um að þetta ætti að vera komið í lag og vandmálið hafði verið "link-flap".... En netið er komið í lag og það er það sem skiptir máli...

Með þessa íslensku konu, Þóru... ég hef vitað af henni síðan ég flutti inn en ekki haft ástæðu til að banka upp á. Þegar ég fór út á föstudagskvöldið var hún einmitt á leiðinni út líka... og á leiðinni á sömu stoppistöð og að fara út á sama stað ;p Svo í sporvagninum kom Siggi inn svo allt í einu vorum við 3 íslengingar saman í sporvagninum af tilviljun, þetta gerist ekki oft. Svo hitti ég Þóru á ganginum áðan. Fyrst sé ég hana ekki í 2 mánuði og svo hitti ég hana 3x á tæpri viku!!

Ég alla vegana komin í samband við umheiminn aftur... :D

19 nóvember 2006

Myndir af sófanum

Núna eru myndir af sófanum komnar inn á myndasíðuna :)

Í gær var milli 20 og 25° hita munur á Íslandi og Gautaborg... þetta er klikkun...
Mælinn minn sagði +10° en mbl.is sagði -10° í Rvk og -15° á Akureyri.

En ég er að fara á jólamarkaðinn í Liseberg á eftir, en það mun líklega vera í fyrsta skipti þar sem ég mun ekki frjósa á tánum og á puttunum á Jól í Liseberg.

18 nóvember 2006

SÓFI

ég er komin með sofa :)

ég tek myndir fljótlega og set hér inná.

Þreytt - þreytari - þreyttust

Þá er fyrsta vikan af praktíkinni(verknáminu) búin. Það er alveg órtúlega hvað það tekur á að breyta til og fara að "vinna" rúma 8 tíma á dag og þurfa að vera vel vakandi allan tíman. Þegar ég mætti í morgun þá veit ég ekki hvert leiðbeinandi minn ætlaði, ég settist í stólinn inni hjá henni og leit út fyrir að hara sofið í max 2 tíma. Ég lifði á svefgalsa í dag, en ég og leiðbeinandinn skemmtum okkur vel sama yfir því og hæfilega alvarlegar þegar þarf. En ég hef orðið þreyttari með hverjum deginum, það skipti engu hvenær ég fór að sofa. Málið er bara að slappa af um helgina og safna orku til að takast á við næstu viku.

Svo fékk ég ánægjulegustu hringingu áðan í langan tíma. Sófinn minn sem ég búinn að bíða eftir í 7 vikur kom í búðina áðan og það er auka útkeyrsla á morgun svo ég fæ sófa á morgun. JÚÚHHÚÚÚ.... JIBBÝÝÝ!!!!

Svo fékk ég pakka frá mömmu áðan en hún quiltaði fyrir mig dúk á mataborðið og hann er bara mjög flottur, passar vel.

Svo á morgun þarf ég að taka til og þarf að vera búin að því um hádegi, því sófinn kemur um 13 eða 14. Svo þegar sófinn er kominn get ég farið að raða almennilega. Og þá er íbúðin bara að veða fullkomin.

Ég ætti að fara að koma mér í rúmið... það lokkar mig alla vegana...

09 nóvember 2006

Sænskar möppur og gatarar


Hvaða vitleysingur fann upp sænska holukerfið fyrir möppur, gatarana og möppurnar!?!

Ég þoli ekki þessar möppur og þessa gatara... það komast kannski 2mm blaðabunki í gatarann til að gata og ef það er fræðilega að koma þessu í gegnum blöðin og svo lokst þegar maður kemst í gegn á fer þetta ekki til baka og blöðin eru föst í gataranum... Svo er ekki hægt að vera með þessara gatara í einhverri standard stærð, götin fara mis mikið inn á pappírinn

Og svo þessar helv. möppur... já við förum ekkert út i það...

Þessar möppur sem eru á Íslandi eru svokallaðar EU-möppur... en HALLÓ.. ég hélt að svíþjóð væri í EU.

08 nóvember 2006

Þreyta...

Það er ótrúlegt hvað það getur tekið á að vera í skólanum heilan dag. Ég var alveg búin áðan þegar ég kom heim enda fór kvöldið alveg í að slappa af, fyrir utan þegar ég fékk æðiskast í að flokka skóladótið mitt loksins. Það var nú enginn æsingur í því en núna er allt skóladótið sem var óflokkað fyrir í 9 bunkum sem ég á svo eftir að fara í gegnum.
Annars þá held ég að svefnrútínur mínar sé farnara að brenglast, ég er farin að vakna á miðri nóttu... eða svona hálf vakna... og er ekki viss hvað klukkan er. Það skiptir ekki málið hvað ég horfi mikið á klukkuna... ég hef ekki hugmynd hvað klukkan er í raun og veru alla vegana þá tekur smá tíma að fatta það. Td. í fyrrinótt vaknaði ég(að ég held) ca 2:20 en þurfi að vakna 7:15 og var að hafa áhyggjur af því að ég hafði sofið yfir mig.... ég meina HAAALLLLLÓÓÓ.... Þetta gerðist aftur sl nótt en ég man ekki hvað klukkan var þegar ég vaknaði.

Annars býst ég við að fá sófann í næstu viku... vá hvað ég hlakka til...
Ég byrja svo í praktík(verklegu) í næstu viku, ég bæði hlakka til og kvíð fyrir. En við ætlum að hittast nokkrar stelpur um helgina og djamma smá saman svona áður en við förum í praktíkina þar sem að við erum allar á sitthvorum staðnum og munum ekki hittast of mikið.

En bakið er orðið þreytt núna og heimtar að fá að leggjast í rúmið... svo ég læt undan.

03 nóvember 2006

Kuldinn getur verið þæginlegur

Hér er orðið kalt en við sjáum bara til hve lengi þette helst.
Eftir skóla í gær ákvað ég að rölta aðeins um í bænum áður en ég færi heim. Það var kallt og dimmt en samt einhver þæginlegur andi. Þetta minnti mig á þegar maður er að rölta í bænum fyrir jól, kalt og myrkur en samt koma ljósin frá búðagluggunum og lýsa upp, maður labbar um dúðaður til að verða ekki kalt. Sem betur fer eru búðirnar ekki farnar að skreyta með jólaskrauti en þær eru nú samt farnar að selja jólaskraut, IKEA byrjaði að selja jólaskraut í septemer, sem er heldur snemma fyrir minn smekk.
Það er enginn skóli hjá mér í dag svo ég er að spá í að fara að rölta aðeins í bænum og taka því rólega.
Heimalærdómurinn má bíða þar til um helgin :þ

Svo ætlum við Alla að kíkja saman út að borða í kvöld, en það er frekar langt síðan við hittumst. Ég hef ekkert séð hana eftir að ég flutti... og ég flutti fyrir mánuði síðan... það er ss mjög mikið að gera hjá henni og svo var hún líka heima á klakanum.

01 nóvember 2006

Snjór...


Fyrsti snjórinn í vetur... ef snjó má kalla. Alla vegana á eru 0°C úti og það fer kannski niður fyrir frostmark af og til.

Þetta er mynd út um gluggann hjá mér

29 október 2006

Rólegur sunnudagur

Eitthvað stóð bloggfærslan á sér í gær... en hún á að vera komin inn núna.

Núna er klukkan komin yfir í vetrartíma svo það er bara klukkutíma munur á íslandi og svíþjóð... þvílíkur munur... :D

Partýið í gær var bara vel heppnað, 11 íslendingar, 4 svíar og einn finni. Auðvitað var farið í að kenna íslensku á staðnum og saman stóð það af misfögrum orðum.

Það er búið að rigna mikið síðustu daga en í dag er heiðskýrt og 8°C, ennþá hef ég ekki séð hitamælinn fara undir 7° svo þetta er langt haust. Ég hef verið að lesa nokkur blogg í morgun og það hljómar eins og veðrið á klakanum sé ekki alveg það sem maður óskar sér. Þessar bloggfærslur gera það að verkum að ég þakka fyrir það veður sem ég hef hér.

Annars ætla ég að koma mér fyrir fyrir framan sjónvarpið, setja Nonna og Manna í spilarann og fara að sauma krosssauminn minn. Já, ég ss stóð í því seinni part sumars að setja N&M á digitalform. Og fyrir ykkur sem þekkja samband mitt við N&M ... jájá hlægið bara... mér finnst þetta alla vegana mjög heimilislegt.

28 október 2006

Helgi...jibbý

Loksins er þessi langþráða helgi komin... verst bara hvað hún er stutt :/
Ég var sem sagt í prófi í gær í áfanganum Pedagogik och psykologi i audiologisk rehabilitering eða í grófri þýðingu kennslu- og sálfræði í heyrnarfræðilegri endurhæfingu. Ég get nú ekki sagt að mér hafi gengið vel á prófinu þar sem að maður veit ekki almennilega hvað kennarinn er að sækjast eftir. En þetta voru svona ritgerðarspurningar þar sem möguleiki er á að maður misskilji spurningarnar gjörsamlega en í raun er ekkert beinlíns rangt svar þeas ef maður skilur spurninguna rétt. Við sjáum bara til hvernig mér gekk.... ég nenni bara ekki að taka þetta próf aftur.

Svo í gærkvöldi fór ég á tónleika þar sem Sandra og bandið hennar Moskvitsj var að spila, en það var rosalega flott hjá þeim. En fyrir þá sem ekki vita þá samanstendur þetta band af 80% íslendingum og 20% svía (en svíinn er kærasti Söndru). En tónleikarnir í gær voru samasettir af íslendingum, svíum og finnum. Ég dýrka að hlusta á finna tala sænsku þeir erum með svo skíran hreim... flestir. Eftir tónleikana var sett á almenn tónlist úr Ipod og við vorum að dansa og spjalla til 4.

Síðast liðina daga er búið að vera að tala um í fréttum að það væri að koma stormur hingað til Svíþjóðar og allir að hafa áhyggjur af þessum stormi sem átti að vera nóttina milli fimmtud. og föstudags. Það kom smá vindur og svo var þetta búið, í gærkvöldi var bara mjög gott veður.

Svo er ég að fara í blöndu af útskrifta og afmælispartý hjá íslendingi (Krissi) sem ég kannast aðeins við í gegnum Söndru.

Ég læt heyra í mér seinna.

23 október 2006

Ýmislegt...

Lesa... lesa... lesa... já það er mikið að gera... og að mínu mati aðeins of mikið.
Og ofan á skólann þá er ég að hugsa fram og til bara um hvað ég ætti að gera næsta ár... og á einni viku er ég örugglega búin að vera í ca. 3 hringi með það... svo ég veit ekkert hvað ég að gera. Ef einhver hér í svíaríki gæti nú bara sagt mér að "þetta virkar svona" "þú getur valið að gera þetta svona eða hin segin" "þú getur athugað þarna til að sjá hvað þú hefur áhuga á"... og svona fleiri góðar upplýsingar en ekki "Farðu heim og hugsaðu þetta aðeins betur"... það er nefnilega erfitt að hugsa eitthvað lengra þegar manni vantar grundvallar upplýsingar...

Hrikalega verð ég fegin þegar þessi vikar er búin og prófið á föstudaginn er búið. En prófið mun innihalda eingöngu ritgerðarspurningar og ég get ekki sagt að það sé mín sterkasta hlið... síður en svo.

Mér finnst veðrið hérna mjög furðulegt... það er seinni partur október og það er 15° hiti, það var mun kaldara á þessum tíma í fyrra man ég, ég held að ég hafi séð minnst 7°. Laufin eru enn á trjánum og frekar græn.

Mig langar í bíó....
Mig langar að kíkja í heimsókn heim...

Ég hlakka til að komast í praktíkina eftir 3 vikur því þá get ég slappað af þegar ég kem heim á daginn og ekki hafa áhyggjur að þurfa að lesa e-ð eða gera e-ð verkefni.

13 október 2006

Miðbær

Ég var að komast að því áðan hvar ég verð í praktíkinni ... og ég lenti þar sem ég valdi sem fyrsta val... Aleris, en það einkafyrirtæki. Mér finnst æðislegt að þurfa ekki að vera á sjúkrahúsi, svo er þetta bara í ca 5 mín göngufjarlægð heiman frá mér :D Þannig að ég mun vera mikið í miðbænum... get t.d. skroppið heim í hádeginu...

Sandra var að kalla mig miðbæjarrottu um daginn... en á meðan ég verð í praktíkinni þá verð ég eins og þeir sem búa í 101 og vinna í 101.

Svo var ég að fá heimild áðan fyrir að gera lokaverkefnið mitt á Íslandi og annað verkefni þar sem við þurfum að standa fyrir framan hóp og vera með smá fyrirlestur. En fyrirlestraverkefnið þurfum við bara að vera búnar að gera áður en við klárum námið, svo ég þarf að velja mér hóp og umræðu efni og þegar það er komið er bara að velja dagsetningu þegar ég er heima á klakanum.

11 október 2006

10 dagar

Þá er ég búin að búa hér á Kronhusgötunni í 10 daga og mér líður bara mjög vel hér. Er enn að býða eftir mataborðinu og sófanum en það styttist alltaf í það.

Ég er búin að vera að vesenast eitthvað með myndaalbúmin og er að dunda við að setja myndir á netið. Er einmitt búin að finna mjög auðvelda leið til að setja þetta inn á netið svo nú fer ég að gera það oftar. Ég ætla lík að setja inn myndirnar frá því í vor/vetur sem ég setti aldrei inn, þar má t.d. nefna Berlínar myndirnar.

Það er frekar mikið að gera í skólanum núna, aðalega að lesa, ég héld að því meira sem ég hef að lesa því minna les ég. Þetta stafar örugglega af því að ég sé ekki fram á að geta klárað að lesa þetta allt saman og þá einhvern vegin "gefst ég bara upp". En ég ætla að gera góða tilraun í dag að lesa... og baka í leiðinni ;)

05 október 2006

Myndir

Loksins er ég búin að setja inn nýjar myndir... var að fatta að ég hef ekki sett inn nýjar myndir síðan í janúar.

En myndir af íbúðinni eru komnar inn... undir: Myndir 2006 -> Kronhusgatan

Reyni að setja inn fleiri myndir fljólega með upprifjun frá feb til sept

03 október 2006

FLUTT!!!

Já ég er flutt... jibbýýý!!!!

Ég fékk lyklana af íbúðinni á sunnudaginn svo við fórum 2 ferðir á bílnum sem pabbi var með á leigu. Komumst nánast með allt í þeim ferðum og meira að segja dýnuna svo ég svaf fyrstu nóttina í íbúðinni á sunnudagsnótt(mánudagsmorgun)

Svo leigðum við flutningabíl á mánudaginn og kláruðum að flytja stóruhlutina sem ekki komust í bílinn. Svo var auðvitað farið í IKEA og það 2x eða í raun 3x en síðasta skiptið var bara til að kaupa það sem var uppselt.

Svo er pabbi búinn að vera rosalega duglegur að setja saman IKEA dótið mitt og mamma á heiðurinn að því hvernig raðað er upp í skápa.

Mér tókst svo að detta í stiganum áðan og skella bakinu í þrepin... frekar vont... en segir maður ekki bara fall er farar heill...

En annars þá er ég mjög ánægð með mig hér og plana ekki að flytja héðan fyrr en ég flyt heim.
Ég þarf reyndar að bíða í 2 vikur eftir að fá matarborð og stóla og 5-6 eftir að fá sófan minn... en ég lifi það af.

Ég ætla svo að taka myndir fljólega og setja inn á netið...

28 september 2006

Allt að gerast...

Vá ég er ekkert búin að skrifa hér í langan tíma... ég hélt að það væri kannski vika síðan ég skrifaði síðast en úps!! nei það eru 2 vikur...

Ég er sem sagt að fara að flytja á mánudaginn(2.okt) og mig hlakkar alveg ótúlega mikið til. Mamma og Pabbi ætla að koma og hjálpa mér að flytja, en mamma var alveg á því að þegar ég myndi fá íbúð þá kæmi hún og hjálpaði mér að innrétta. Þau koma á laugardaginn og svo verður líklegast farið í IKEA á sunnudaginn í ýmislegt keypt og skoðað og auðvitað klárað að pakka því sem á eftir að pakka. En þegar ég var í köben fyrir 2 vikum þá var enginn tími til að verlsa svo ég fékk þá frábæru hugmynd að hitta þau í Köben... fara að verlsa og keyra svo upp til Gautaborgar. Það er nefnilega miklu meira úrval í Köben en hér.

Núna er ég að reyna að koma mér í að annað hvort læra fyrir prófið á morgun eða að pakka... ég held að ég reyni alla vegana að læra eitthvað fyrst því ég hef meiri tíma til að pakka. Og fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því þá á ég mjög erfitt með að pakka........

Ég get ekki lofað að blogga áður en ég flyt...

14 september 2006

Mikið að gera

Það verður mikið að gera hjér mér næstu daga. Á morgun er ég að fara að leiðbeina 3ja annar nemum en þeir eru að fara að heyrnarmæla fyrsta alvöru sjúklinginn sinn, ég man alveg hve stressuð ég var í fyrra. En núna er ég engan vegin stressuð enda búin að vera að ræða við og mæla "sjúklinga" í allt sumar.
Eftir það tek ég lest til Köben þar sem að ég hitti mömmu og pabba á flugvellinum. Svo á laugardagsmorgun kemur fjölskyldan frá US, Chris, Carol, Lee og Jack. Ég hef ekki séð Carol og strákana síðan páskana '04 en þeir eru víst annsi breyttir.
Svo mun ég fara með þau 4 til Gautaborgar á sunnudaginn en m&p fara heim. Svo hef ég mánudag og þriðjudag til að sýna þeim "heimaborga". Þarf reynar að komast á fyrirlestur á þriðjudag en ég veit hvað ég ætla að láta þau gera á meðan. Þau fara svo með lest um kvöldmatarleitið á þriðjudag.

Og þar sem að ég er komin með íbúð þá ætlar mamma að koma með nokkur búsáhöld sem að ég á heima en hef ekki komið með hingað út... kannski aðalega vegna lítils pláss í tösku :þ

En tími til að koma sér í rúmið, langur dagur á morgun.

12 september 2006

Loksins...

jæja eftir rúmlega ársbið þá fékk ég loksins íbúð og af þeim völdum er ég alveg í skýjunum. Hún er alveg niðri í miðbæ, svona 101 dæmi. Þetta er í gamla bænum, rétt við síkið, en húsið var samt byggt 2004. Ég hef ekki séð íbúðina sjálfa ennþá en stigagangarnir eru mjög fínir og allt mjög hreinlegt. Ég fæ að flytja 1. okt... mögulega 1-2 dögum áður. Ég var eiginlega búin að útiloka að ég fengi þessa íbúð en svo bara allt í einu lá bréf í póstkassanum og viti menn... Þannig að það eru bar rúmar 2 vikur þanngað til að ég flyt. Ég þarf bara að plata nokkra til að hjálpa mér væri gott að hafa 1-2 stráka upp á rúmið annars er þetta ekki mikið að flytja, býst við að komast með allt í einni ferð. En það verður tómlegt í íbúðinni fyrst um sinn þar sem það eru ekki nein húsgögn innifalin eins og ég hef núna en þá er bara að fara í IKEA og versla en það verður að vera eitthvað sem ég get hugsað mér að eiga til frambúðar og flytja með heim.

Annars er bara allt ágætt að frétta... ég er að fara á söngleikinn Cats á morgun í Gautaborgar Operunni en þetta er afmælisgjöf frá Marie, hlakka mikið til :)

Og að heilsunni er það að frétta að lyfjakúrinn kláraðist á sunnudag, mér fannst ég svo versna aftur í gær. En í dag var ég ekki með neina verki eins og þá sem hafa verið að bögga mig sl vikur. En ég er ennþá nefmælt sem er auðvitað frekar þreytandi og svo var ég komin með í hálsinn í morgun en ég vona áð ég nái því úr mér fljótlega.

07 september 2006

Kabúmm... eða svona næstum því

Jæja það gerðist eitthvað í gær.... ég var heima og svo allt í einu fann ég að var orðin betri, það var eiginlega furðulegt hvað þetta geriðst hratt. Svo var ég ágæt í skólanum í morgun en þegar leið á fyrirlesturinn var ég farin að þreytast og fá þennan skemmtilega höfuðverk. Allt skánaði þetta nú þegar ég koma heim og ég til og með fékk löngun til að elda mat og borða eitthvað gott en það hefur ekki gerst sl vikur. Þannig að ég held að ég sé að skána mjög mikið, kinnholurnar eru ennþá frekar aumar en að kemur og fer.

Svo var ég rosalega dugleg að þvo í dag sem var löngu orðin þörf. Ég held að ég þurfi að losa mig við einhvern fattnað sem ég hef ekki notað í langan tíma. Ég veit ekki hvort ég á að koma þessu heim að bara láta þetta hverfa... Mér finnst eins og ég hafi ekkert pláss í fataskápnum þó að hann sé nú frekar stór :S

05 september 2006

Af kinnholubólgu og lyfjum...

Önnur skólavikan byrjuð og þriðja vika í kvefi að byrja.... Athygli mín í skólanum er svona miðað við ástand. Lyfin virðast hafa einhver áhrif á mig þannig að ég fer svolítið út úr heiminum. Tók eftir því á laugardagskvöldið þegar ég og Gauti vorum í mat hjá Öllu, og við vorum að spila að ég var ekki alveg með á nótunum þó að spilin hafi ekki verið flókin, skíta kall og kankan. Sama var uppi á teningnum þegar við vorum að spila hjá Ragnari á sunnudagskvöldið, setti t.d. -11 stig á alla röðina og einnig á þann sem sat hjá þá umferðina....
Í skólanum finn ég að ég heyri allt sem kennarinn segir en það virðist ekki festast nógu vel og stundum dett ég hreinlega alveg út. Það skrýtnasta er að þegar tíminn er að verða búinn þá skána ég alltaf.

Það mætti halda að maður væri á einhverju fylleríi hérna.

Svo ef einhver er tilbúinn til að skipta um höfuð í nokkra daga þá er það vel þegið, að þeim kröfum að það höfuð sé ekki með illt í kinnholunum, illt í gagnaugunum, ekki með þrýstinga á tennur í efri gómi og að því fylgi ekki nefmæli.

Svo er málið að vakna snemma í fyrramálið og kjósa, alla vegana að gera aðra tilraun. Það virkaði ekki síðast, mögulega vegna þess að tölvan mín var ekki stillt á rétt tímabelti. Það má alla vegna gera aðra tilraun.
Við Íslendigar er auðvitað létt klikkuð en að það er allt í lagi... það er ekkert gaman að vera eins og aðrir.

01 september 2006

Lasarus

Í morgun þegar ég vaknaði var ég búin að gefast upp fyrir þessu kvefi og tók þá ákvörðun að fara til læknis. Ég hringdi á heilsugæslustöðina og fékk tíma seinni part dags. Ég fékk sem sagt stimpilinn "LASIN" hjá lækninum, greining: kinnholubólga, lausn: pensilínkúr í 10 daga slímhimnulosandi töflur... Svo gekk ég þaðan út með þennan líka flotta ósýnilega e-lyfseðil, sem að er svo sniðugur að upplýsingarnar fara beint gagnagrunn hjá Apótekinu. Svo ég tók stefnuna á Apótekið og fjárfesti í þessum lyfjum.

Ég er nú alveg klár á því að ef maður fer til læknis þá verður maður bara veikari. Þá hefur maður líka fengið heimild til að líta út fyrir að vera lasin og meiglaður.

En ég ætla að vona að þessu lyf hafi áhrif og ég skáni eitthvað yfir helgina.

30 ágúst 2006

Skólinn kominn á skrið

Já sem sagt skólinn er byrjaður en ég hef lítið getað lært fyrir skólann þar sem ég hef verið mjög lítið frísk sl daga. Og eins og einhverjir vita þá get ég ekki sleppt því að mæta í skólann þó að ég sé frekar mikið kvefuð og hálf lúin. Sem sagt ég er búin að vera í skólanum í 3 daga og hef ekki lesið neitt fyrir tímana né svarað spurningunum sem á að fara yfir, þó að það sé hálfpartinn ætlast til þess. Stundum skil ég ekki alveg hvernig ég hef komist í gegnum skóladaginn því að meiri hlutinn af því sem kennarinn segir næ ég engu samhengi. En það sem heldur mér lifandi í gegnum skóladaginn er Íbúfen (sem minnkar hausverk sem stafar af hósta og sníti), Otrivin (sem opnar nefið svo að ég hafi fræðilegan möguleika á að anda), pappírsþurrkur (til að losna við það sem nefið framleiðir eins og því sé borgað fyrir það) og svo hálstöflur til að minnka hóstaköstin sem ég á til að fá í tíma.
Ég meina þetta er að verða rugl, ég sem hélt að særindin í hálsinum eftir djamm á Menningarnótt hefði bara verið út af sígarettureik. En neeeei.... þetta er orðið af hálsbólgu/kvefi sem er búið að standa yfir í 11 daga núna og þeir verða fleiri, síðan á laugardag hef ég ekki fundið neina lykt en ég vona að það fari að koma til baka bráðum, og þar með hefur bragðskinið ekki verið upp á sitt besta heldur.
Ég held að ég sé búin að prufa flest húsráð... sofa með hærra undir höfði, sem gerði það að verkum að vöðvarnir í hálsinum og upp í höfuð stirðnuðu og bjuggu til höfuðverk, anda að mér gufu undir handklæði, gengur mis vel þar sem nefið er ekki alltaf tilbúið til samvinnu, fara snemma að sofa... og fl.

En planið er að vinna upp, það sem ég átti að vera búin að gera fyrir tímana í dag og í gær, á föstudaginn og um helgina.

Ég ætlaði að vera ótrúlega sniðug og vakna smá snemma í morgun og kjósa Magna en komst síðan að því að ég virðist ekki geta það héðan úr svía ríki. Þegar í reyndi í gegnum MSN þá stóð Voting closed, og á heimasíðunni ýtti ég á VOTE en þar voru bara upplýsingar um hvernig ég ætti að kjósa... "ýttu á VOTE á forsíðunni og kjóstu þann sem þér líst best á" Svo því miður gat ég ekki kosið en við vonum bara að þetta hafi genguð vel.

En núna er þetta orðið nóg að rugli hjá mér og er ég því að spá í að fá mér kvöldmat.

27 ágúst 2006

Í Gautaborg, Erla kom og farin

Maður átti sem sagt að treysta einum einn daginn og hinum hinn daginn....

Ég er sem sagt komin til Gautaborgar aftur og ég verð að viðurkenna að það er bara þæginlegt enda tel ég mig ekki vera í útlöndum þegar ég er hér.

Erla frænka kom með mér en hún er farin núna. Við gerðum ýmislegt á meðan hún var hér, fórum í verslunarleiðangur, Liseberg, Universeum, 2x í bíó og löbbuðum alveg ótrúlega mikið um bæinn. Veðrið var bara fínt mest allan tíman, 20° hiti einhver sól, lítil rigning nema á nóttunni. En í dag er heilmikil rigning.

Ég hef verið með hálsbólgu og kvef sl. viku en ég hef lítið látið það aftra mér enda fæ ég að borga fyrir það í dag. Hálsinn er aumur eftir alla hóstana og nefið er mjög aumt eftir alla hnerrana og snítingarnar og þar af auki mikið stíflað. Ég hef alveg verið hressari en ég er í dag. En skólinn byrjar á morgun svo ég verð að vera orðin góð, þannig að dagurinn í dag er tekinn í afslöppun. Er að fara á eftir til Marie að hanga yfir sjónvarpinu hennar á meðan hún er í vinnunni og læt hana svo vorkenna mér þegar hún kemur heim... segi bara svona :þ

22 ágúst 2006

Hverjum á maður að treysta...




Weather.com eða MSN/NBC weather??... ég bara spyr
Ég veit ekki hvort þetta sést vel en Weather.com segir: Wed: light rain, thu: light rain, Fri: showers, Sat: showers, Sun: showers og Mon: showers
MSN segir: Wed: sprinkles, Thu: Shower/clear, Fri: Clear, Sat: Clear, Sun: Fair og Mon: clear.

Við alla vegna sjáum til hvor hefur réttara fyrir sér og hefur betri spámenn að störfum

21 ágúst 2006

Á leiðinni út 23. ágúst

já ss eftir 2 sólahringa fer ég til Gautaborgar aftur... og ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega bara fegin því að komast aftur út af misjöfnum ástæðum sem ekki verða taldar upp hér :þ

Skólinn byrjar þann 28. ágúst sem er eftir viku. En Erla frænka ætlar að koma með mér út og vera hjá mér í nokkra daga... það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn :) Svo munið að þið eruð velkomin!!!

08 júlí 2006

Lítið hefur verið og verður skrifað í sumar

Jæja ekki hefur ferðasagan komið enn... ég býst ekki við að hún komi nema í munnlegu formi. Þannig að þeir sem ekki hafa þegar heyrt hana, meiga biðja um hana á munnlegu formi... nenni ekki að skrifa hana niður.

Annars er ég búin að vera heima í 4 vikur núna og er að vinna hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands(HTÍ) fyrir þá sem ekki vita.

Ég ætla ekki að skrifa mikið hér í sumar, enda hef ég ekki nennt því hingað til.

Ég hætti að vinna 18. ágúst og fer út til Svíþjóðar aftur 20. eða 23. ágúst. Ég nenni ekki að taka ákvörðun um brottför alveg strax. Býst samt við að það verði 23.

Ef þið vitið ekki hvað ég er að bralla þessa dagana en hafði áhuga þá endilega hafið samband. Það er alltaf gaman að heyra í fólki sem maður hefur ekki heyrt í legni. Og auðvitað líka því fólki sem maður heyrir oft í. En jæja ég er hætt þessu núna... kem með eitthvað meira eftir ca. mánuð ;þ

12 júní 2006

&@#$#@$%&#

Heimferið breyttist úr stuttri 5 tíma ferðalagi (þar með talið bið á velli) yfir í martröð sem endaði heima 10 tímum eftir áætlun, með viðkomu í Köben.

Ferðasagan kemur seinna...

P.S. Öll þau blóts orð sem ég á í mínum orðaforða voru notuð að meðaltali 20 sinnum í gær en auðvitað fengu nokkur að njóta sín betur en önnur...

11 júní 2006

Heimleið

Jæja þá er komið að heimferðardeginum. Hildur er búin að vera hér síðan á miðvikudag og við erum búinar að vesenast alveg fullt. Fórum upp í skóla og settum hana í heyrnarmælingu með fínni niðurstöðu, svo buðum við Marie í mat um kvöldið. Á fimmtudaginn fórum við til Borås í dýragarðinn þar sem var bara mjög fínn, náttúran er mikið notuð þe það er ekki búið að taka skóginn í burtu allstaðar og fl. Á föstudaginn fórum við í Universeum og svo í bæinn að versla með góðum árangri. Í gær var svo farið í Liseberg með Marie og Jenny vinkonu hennar, vorum þar í 5 tíma og skemmtum okkur mjög vel, sumir fóru oftar í tækin en aðrir en það var líka í góðu lagi. Eftir Liseberg var svo kíkt aðeins aftur niður í bæ til að finna það sem átti eftir að finna og sú bæjarferð endaði einnig með góðum árangri. Í gærkvöldi var svo komið að því að pakka og það tók sinn tíma að vara en gekk samt ótrúlega vel.

Þegar við vorum að vakna í morgun fékk ég svo sms frá Vilmari, sem er að koma frá Íslandi með sömu vél og við förum með, um að það væri 2 tíma seinnkun frá klakanum vegna tæknilegra örðuleika sem hljómar alltaf hughreystandi. Þannig að við förum ekki í loftið fyrr en 15:30 en ekki 13:30 eins og áætlað var... og eins og maður segir á góðri sænsku FY FAN!!!! En ég þarf að hitta Marie niðri í bæ til að láta hana fá lykilinn minn og verð þá lyklalaus þar sem Ragnar er með hinn... vesen... en jæja ég vona að ég komi ekki mikið seinna heim en planið er núna 16:20.
Sjáumst á Íslandi...!! :o)

04 júní 2006

skólinn búinn og vika í heimkomu

Heimaprófið sem við áttum að fá í fyrramálið kom á mailinu í morgun kl 10:15. Svo það var bara farið í að kíkja á prófið svo var auðvitað tekin pása til að fara út í sólbað. Svo var prófið klárað seinni partinn og sent inn. Það er svona bæði góð og slæm tilfynning að senda þetta inn, en ég er alltaf hrædd um að fatta að ég gerði eitthvað vitlaust. Ég er rosalega stolt að hafa ekki haft samband við neinn til að fá hjálp, ég veit að einhverjar ætla að hittast uppi í skóla á morgun og gera prófið saman, sem mér finnst rangt. En annars þá er skólinn bara búinn... það er mjög skrítin tilfynning en ég er ekki alveg að fatta það. En það er bara ein vika þar til að ég kem heim en í áður en það gerist kemur J Hildur í heimsókn, hún kemur á miðvikudaginn en það verður gaman að fá hana í heimsókn.

Í gærkvöldi fór ég með Ragnari í partý með nokkrum vinum hans. Ég var eina stelpan en það var bara fínt, gaman að sjá hvernig strákar hegða sér þegar það er ekki of mikið að stelpum nálægt. Við kíktum svo aðeins niður í bæ en fórum samt snemma heim... ég ætlaði nú einu sinni að læra í dag fyrir prófið sem við áttum að fá á morgun, þannig að í staðinn fyrir að læra fyrir prófið þá tók ég bara prófið. Vinur Ragnars bauð mér að hringja í sig ef mig langaði einhvern tíman á djammið því hann fer á djammið flesta föstudaga og laugardaga en honum finnst Ragnar ekki fara alveg nógu oft. Ekki það að ég hafi símanúmerið hjá þessum gaur, þá var þetta aðeins of seint því maður er nú að koma heim... en það er aldrei að vita nema að maður hafi upp á honum í haust þegar maður er í djamm fíling :Þ sjáum bara til... kannski kynnist maður einhverjum nýjum djammara... En það er fáránlega langt síðan ég hef farið á djammið.... Svo það verður djammað í sumar!!! milli þess að ég fer norður.

31 maí 2006

verklegt OAE og fundur

Ég hafði svolítið gaman af kennaranum mínum í morgun. Við vorum í LAB(verklegu) að æfa okkur á OAE en það er mæling á hljóðum sem kuðungurinn gefur frá sér þegar hann tekur við hljóðum, td ef þú sendir inn hljóð sem er 65 dB þá sendir kuðungurinn út hljóð til baka sem er 20 dB. En alla vegana þá gerist þetta bara á þeim sem eru með kuðunginn í lagi. Þegar við mælum fáum við að vita við hvaða tónhæð hljóðið sem kemur út er, og það finnst visst bil þar sem er eðlilegt að vera á, ef maður er undir heyrir maður ekki nógu vel. En mín svör voru öll yfir þessu eðlilega bili, svo ég sagði til kennarast áður en ég sýndi henni niðurstöðurnar að ég væri ekki alveg með eðlileg svör og þegar hún sá svörin þá sagði hún "ohh... þið Íslendingar... Sko þetta hérna bil(og benti á bilið fyrir eðlileg svör) er gert út frá fólki út um allan heim... en þið Íslendingar eruð einhver staðar hér fyrir ofan" En þetta er auðvitað bara gott og þýðir að kuðungurinn minn virkar mjög vel ;o)
Svo æfðum við okkur líka á öðru tæki sem virkar aðeins öðru vísi og þar voru öll mín svör mjög örugg eða 99%(en þau gátu ekki orðið 100%, var ekki pláss fyrir 3 tölur) og tónninn var líka hærri en hjá flestum, td þá var hæsti tónninn hjá Marie sá sami og lægsti minn :oÞ Vá!! hvað ég er ánægð með kuðunginn minn í hægra eyranu :P

Ég fór svo á nemendafélagsfund þar sem við erum að koma okkar deild inn í nemendafélagið, þannig að það er gott að vita hvernig þetta virkar. Ég held að ég hafi bara fengið slatta af góðum upplýsingum. Var ekki komin heim fyrr en kl 21 :/ en ég er að fara að mæla sjúklinga á morgun og á að vera mætt upp á spítala kl 8:00 til að skipta um föt... já við eigum að vera í sjúkrahúsfötum... ekki alveg mín deil. Fyrst áttum við að mæta kl 7:30 en svo hringdi fyrsti sjúklingurinn og sagðist ekki geta komið fyrr en kl 8:30 en ekki kl 8. En þar sem við höfum 2 tíma fyrir hvern sjúkling þá hef ég engar áhyggjur af þessu að sá fyrsti hafi bara 1,5 tíma, í raun á þetta ekki að taka nema 30 mín í mestalagi fyrir þá sem eru vanir og það er ekkert vesen. En Inger(kennari) var mjög ánægð að geta sagt mér að ég þyrfti ekki að mæta fyrr en kl 8 því ég hafði verið að röfla um hvað það væri snemmt að mæta kl 7:30 ... :Þ

En núna ætla ég að fara að undirbúa mig fyrir morgundaginn... heyrumst seinna :D

30 maí 2006

Langur dagur...

Þar sem að ég svaf greinilega aðeins of lengi á sunnudagsmorgun þá átti ég frekar erfitt með að sofna á sunnudagskvöldið... sem var ekki alveg sniðugt.
Ég þurfti svo að vakna snemma til að fara í skólann, því hann er enn í gangi. Ég var mætt í skólann kl 8:3o eins og venjulegt er. Svo var skólinn til 16, sem er mjög langur dagur. Það var svo búið að planan partý fyrir útskriftarnema, en ég var ein af þeim sem var í að plana eða þeas hjálpa til. Svo eftir tíman fórum við beint inn í matsal að gera allt tilbúið og það tók allan þann tíma sem var þannað til að partýið átti að byrja eða kl 17. Svo fór fólkið að tínast inn og þegar átti að fara að setjast niður og byrja að borða þá var ákveðið að gera miða, þar sem tveir og tveir miðar voru eins (með sama orðinu sem öll auðvitað tengjast heyrnarfræðinni :þ). Ég lenti með stelpu af fyrsta ári sem er uppalin í Noregi en foreldrar hennar eru frá Pakistan, ég sem hélt að hún væri ættleitt þar sem hún talaði ekki með neinum hreim.
Svo var borðað og farið í leiki til að hrista mannskapinn aðeins saman, ég get alla vegana sagt að ég kannast aðeins betur við þær af 1. ári núna sem er auðvita bara fínt að geta heilsað þeim á göngunum.
Klukkan hálf níu fór fólk eitthvað að tígja sig heim en við vorum nokkur eftir til að ganga frá, svo þegar það var búið fórum við auðvitað að spjalla og héldum svo út og stoppuðum svo rétt hjá strætóstoppistöðinni til að halda áfram að spjalla og þegar ein var farin í strætó röltum við á sporvagnastoppi stöðina og spjölluðum við eina þar til sporvagninn kom, svo fórum við með innkaupakerruna sem hafði verið notuð til að bera matinn í og röltum svo á næstu stoppistöð þar sem ég fór í sporvagn og rölti svo heim... á leiðinni heim var ég viss um að klukkan væri rétt að verða 22 en þegar ég kom heim komst ég að því að kl var 23 og ég hafði ætlað að kíkja á verkefni sem við ætluðum að gera í skólanum í dag. En það varð lítið úr því... sofnaði við miðnætti... vaknaði kl 8. og var þokkalega rugluð í morgun... heilinn fór ekki í gang fyrr en um 11 leitið.
En við hittumst í skólanum kl 10 og ég tók seinni strætóinn í staðinn fyrir þann fyrri eins og ég var búin að ákveða, því að ég var svolítið meigluð og ruglaði þessum ágætu tímum saman; vera mætt 5 mín í eða leggja af stað 5 mín í... Svo var auðviða strætó seinn :S
En verkefnið gekk vel, svo ég var komin heim fyrr en ég bjóst við, sem var auðvitað bara gott mál... En ég er þreytt núna og ætla að reyna að fara snemma að sofa því það er LAB(verklegt) á morgun kl 8:30 og svo á ég að mæla "sjúkling" á fimmtudaginn og á að vera mætt 7:30 :S

En þetta er nóg í bili...

24 maí 2006

Að beiðni Huldu...

já.. sem sagt Huldu leiðist í vinnunni og vill að ég bloggi... ég hef svo sem lítið að segja núna en ég skal reyna... :)
Ég man ekki hvort ég var búin að láta vita hér hvenær ég kem heim en ég geri það bara hér með ... sem sagt þann 11. júní kl 14:20 og í dag eru ss 18 dagar þanngað til, vá hvað ég verð fegin að komast heim.
Skólinn klárar hjá mér 5. júní með heimaprófi, þeas við fáum það um morguninn á netið og svo höfum við tíma til kl. 16 að skila því inn... hefið frekar vilja fá það á föstudeginum en kennarinn ætlar víst að semja prófið þarna um helgina :/
Svo kemur J Hildur í heimsókn til mín 7. júní og verður hér þanngað til við förum saman heim og það beint frá Gautaborg jíbbíkóla... loksins beint flug... engin 4 tíma lest til Köben kl 7:50 að morgni. Ég er nú ekki alveg ákveðin hvenær ég fer út aftur en það verður eitthvað í kringum miðjan ágúst eða rétt eftir miðjan.

Það er búið að vera rigning og rok hérna í ca 2 vikur og ég er orðin þokkalega þreytt á því... kannski hjálpar þegar maður á að vera að læra... en það má nú aðeins breyta til...
Það lítur út fyrir að það eigi að batna um helgina... ég bara rétt vona það.

Fyrir Eurovision voru við með partý hjá Ragnari á fimmtudeginum, þe frjálsíþróttaliðið(Ragnar, Gauti, Alla, Bjössi og Rakel) og svo ég og Vilmar. Svo á laugardeginum vorum við 4 heima hjá Marie en þá voru hlutföllin jöfn... örugglega í fyrsta skipti, 2 sænskar og 2 íslenskar. Alla kom nefnilega með mér. Við vorum með 3ja rétta máltíð og svo nammi.... Við skemmtum okkur bara vel... alla vegana ég :) og urðum bara sáttar við úrslitin. Ég held að Eurovision sé aðeins að breytast... ekki lengur þessi staðlaða uppskrift af lögum, þe eins og sænskalagið sem var ekta eurovisionlag.

Ég var rosalega dugleg (að mínu mati) og fór í sund í morgun. Ég er að spá í að gera þetta einu sinni í viku þanngað til ég fer heim og svo er spuring hvort maður heldur þessu ekki bara áfram í sumar, sérstaklega þegar það er gott veður. Gott að taka smá sundsprett eftir vinnu.

Það er mikið af íslendingum að fara heim núna. Bjössi og Rakel fluttu heim í dag, Gauti fer heim snemma í næstu viku(þriðjudag ef ég man rétt), Sandra á sunnudaginn... og ég ekki einu sinni búin með önnina... en þetta er að fara að klárast...

Jæja þetta verður að vera nóg fyrir Huldu í bili... hún getur þá skoðað þetta næst þegar henni leiðist í vinnunni, þar sem að ég veit að hún er farin úr vinnunni núna að skemmta sér :)

18 maí 2006

Ein orið þreytt á útlanda verunni í bili

það er alveg 10 dagar síðan ég skrifaði síðast svo það er eins gott að maður fari að koma sér að verki...

Það sem mun fylgja hér á eftir er líklega aðalega vegna skólaleiða eftir veturinn, svo það ber ekki að taka of alvarlega, en við komumst að því frekar eftir 3 mánuði hvort þetta var bara skólaleiði, þegar tíminn er kominn til að kveðja Ísland eftir sumarið.

Og áður en þið haldið lengra vil ég benda á að þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir (þe þá sem þykir vænt um sænskt þjóðfélag eins og það leggur sig)

Eins og kannski margir vita er orðið "problem" eitt mestnotaða orðið í sænsku enda gengur þjóðfélagið út á eitt stórt sálfræðilegt problem. Þeir sem eru að vinna og eru kannski orðnir þreyttir á vinnunni, bæði andlega og líkamlega, fara til læknis og fá sjúkraleyfi í staðinn fyrir að leita sér að annari vinnu eða öðrum vinnustað bara svona til að breyta til.
Og svo þeir sem eru í skólanum gera verið endalaust þreyttir og eiga erfitt með að koma þegar búið er að skipuleggja hópvinnu. Og aðrir svíar vorkenna þeim þreyttu bara og segjast skilja svo vel, sem hjálpar auðvitað ekki, þreytta manneskjan fær bara minna samviskubit yfir því að vera 4 tímum of seint. Hin manneskjan sem vær vorkun fær lítið samviskubit fyrir að svara ekki hringum né sms-um um ákvörðun um að hittast daginn eftir og svo ekki láta sjá sig, hafði reyndar samband þegar fyrirfram ákveðni tíminn var búinn.

Það er ekki eins og þetta sálarlega þreytta lið geti ekki slappað af eins og það vill eftir 2-3 vikur og það í tæpa 3 mánuði, því fæstir vinna á sumrin og þeir sem gera það vinna eiginlega ekki neitt. Og svo er auðvitað kvartað yfir hvað þau fá lítinn pening í styrk(frá ríkinu) og í lán.... HALLÓ þið fáið þó ókeypis pening sem þið þurfið ekki að borga til baka... og sumarvinna gæti kannski aukið inneignina í bankanum.

Stundum held ég að ég sé að smitast af þessum problem-sjúkdómi... þar sem ég er nú einu sinni að kvarta yfir því að aðrir séu að kvarta. En ég held að rúmir 2 mánuðir í burtu hjálpi mikið, en tæpir 10 mánuðir (þó með pásum) er ofmikið. Vona að pásurnar verði fleiri (eða lengri) á næsta ári.

Heima er best...

08 maí 2006

Og enn skín blessuð sólin..

Ég er ekki alveg vön því að hafa sama veðrið í marga daga í röð, núna er búið að vera sól, heiðskírt og 20-25°C í 4 daga og verður það líklegast á morgun líka. Auðvitað á maður ekki að vera að kvarta yfir veðrinu, en það má alveg koma svona einn og einn skýdagur inn á milli með 15°C bara svona til þess að breyta til.
Þetta veður er sérstaklega erfitt þegar maður ætti að vera duglegur og sitja inni og læra, lesa greinar og skrifa 2 verkefni þar sem það er því miður ennþá mánuður eftir af skólanum. Ég var að tala um þetta veðurbreytingarleysi við Marie í dag og hún sagði að ég þyrfti bara að læra að það sé hægt að sitja inni og læra þó að það sé gott veður úti, ég held að ég velji breytileikan frekar :þ

Annars þá vorum við(hálfur bekkurinn) í heimsókn í Kannebäcksskolan í dag, en það er grunnskóli fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur. Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Þar er heyrnarlausum og heyrnarskertum skipt í tvennt, þeas þeir sem nota táknmál eru í sér bekk og þeir sem nota talmál eru sér, allir bekkirnir eru ca 5-10 nemendur og 2 kennarar. Tæknin er alveg þvílík í skólanum en fyrir þá nemendur sem nota talmál er kennarinn með hljóðnema sem sendir í gegnum FM-kerfi eða T-spóli-kerfi(fyrir þá sem þekkja), og svo er annar sem nemendurnir nota, þannig að vinnu umhverfið er mjög gott.
Síðan fengum við að fara inn í tónlistarherbergi, þar sem gólfið er á púðum og undir gólfinu eru 96 hátalarar. Svo þegar kveikt er á tónlist eða bara einhverju örður þá titrar gólfið eins og það sé mjög sterkur bassi, þó að tónlistinn sjálf hafi ekki mikinn bassa. En þetta herbergi er notað til að læra að þekkja takt ofl. Við settumst nokkrar í gólfið og það var eiginlega svolítið óþæginleg tilfinning.
Núna langar mig bara að vita hvernig þetta er heima til að geta borið saman og kannski komið með einhverjar tillögur :þ Ég get varla beðið eftir að klára þetta nám og fara að vinna... en þar sem ég er eiginlega búin að ákveða að taka eitt aukaár þá verð ég að bíða aðeins lengur. En ég fæ nú aðeins að fikta í þessu í sumar :D

06 maí 2006

Sól, sól skín á mig...

Vá það er búið að vera æðislegt veður hérna sl daga 20-30°C og heiðskírt(alla vegana í gær og í dag)... æðislegt!! Við vorum í 3 tímapásu í skólanum í gær, þe helmingurinn af bekknum, svo við fórum út og sátum þar í 2 tíma... enda fékk mín smá lit. Svo eftir skóla fórum við Marie og Sofia og keyptum okkur ís í ísbúð sem er í verksmiðjunni fyrir Triump ísinn en þá fær maður risakúlur í staðinn fyrir þessar litlu sem maður fær í bænum og svo settumst við niður og höfðum það gott.

Ég er búin með dansinn fyrir þessa önnina, ég tók upp tíma núna í vikunni og sl viku, því ég missti svo mikið úr þegar ég var á þessum ferðalögum mínum. Þannig að í þessari viku dansaði ég 4 daga í röð. Vá ég skil ekki hvernig fólk getur gert þetta dagsdaglega, ég var alveg búin í líkamanum. En það er líka gott að púla smá. Svo ætla ég að reyna að vera dugleg á línuskautunum í sumar sérstaklega þar sem að ég er bara í 8-16 vinnum

Sem minnir mig á það; ég kem heim þann 11. júní ef einhver skildi vera að pæla í því. Og verð til 16. eða 20. ágúst... það er ekki alveg ákveðið.

Svo í sambandi við commenta-kerfið... Karól virtist ekki alveg nógu hrifin... :þ Undir "choose an identity" veljið þið bara "Other" og fyllið í það sem þið viljið eða veljið "Anonymous" en skrifið þá nafnið í "commentið" :D
Ég nenni ekki að vera að fara inn á síðuna til að athuga hvort einhver hafi skrifað, núna fæ ég e-mail.... Og Egill það þýðir ekkert að kvarta í þetta skiptið, þetta er ekki svo fljókið :Þ

30 apríl 2006

Breyting

Ég er sem sagt búin að breyta síðunni aðeins... ekki alveg eins og ég hafði ætlað en smá breyting alla vegana. Það er á planinu að breyta henni aftur yfir í eitthvað sem er sérhannað fyrir mig(af mér), ekki bara eitthvað tilbúið.

Því miður hurfu öll commentin þar sem ég tók aftur upp "blogger"-commentin til þess að fá upplýsingar um að einhver hafi skrifað eitthvað.

Ef einhver veit hvernig maður á að fjarlægja þennan Blogger-NavBar þarna efst uppi þá má hinn sami láta mig vita ;)
Eða hvernig maður á að setja mynd eftst á síðuna undir/bakvið titilinn?

Og ef einhver er tilbúinn til að hjálpa mér að hanna nýtt útlit þá má alveg hafa samband.

29 apríl 2006

Með engil og djöful á sitthvorri öxlinni

Vá hvað það getur verið erfitt þegar manni langar að dansa en nennir því samt engan veginn. Ég er búin að dansa mikið þessa vikuna til að taka upp tíma sem að ég missti úr þegar ég var heima og í Berlín. Á miðvikudaginn var ég búin að ákveða að fara í dans en ég nennti því eiginlega ekki ég ákvað að koma mér af stað en var alltaf nærri búin að snúa við... Svo þegar ég átti 2m eftir í hurðina þá hugsaði ég "kannski er dansinn ekki á sama tíma og ég er vön á mánudögum!!!" og viti menn ég hafði rétt fyrir mér ég var 10-15 mín of sein og of mikið búið af upphituninni svo ég ákvað að fara bara heim. Djöfullinn vann í þetta skiptið en engillinn stóð sig samt mjög vel að sannfæra mig. Ég hef bara aldrei séð neinn mæta of seint í tíma, svo ég gat ekki hugsað mér að troða mér þarna inn.

Annar þá voru mamma og pabbi hér um dagin... svolítið langt síðan ég hef skrifað... Það var mjög gott að fá þau í heimsókn, mér tókst reyndar aldrei að fá þau að ferðast um í sporvagni en það verður bara að láta reyna á það næst :þ
Það er mjög gott að fá foreldra sína í heimsókn af og til, þá eignast maður kannski hluti sem maður hefur verið að spá í að kaupa en talið sig getað verið án í smá tíma í viðbót ;) Við fórum til Marstrand sem er lítil eyja hér rétt fyrir norðan Gautaborg en á henni eru engir bílar en eitt stórt virki sem létt er að týnast í ef maður skilur ekki kortið eða einfaldlega hefur það ekki. Svo var auðvitað farin ein ferð í IKEA og keypt skápahurð og stóll. Kíktum á Volvo-safnið sem ekki var auðvelt að finna enda voru göturnar, skiltin og kortið ekki alveg sammála. Svo fórum við út að borða á Heaven 23 sem er fínn veitingastaður sem minnir mig á Perluna nema hann snýst ekki... en með gott útsýni af 23ju hæð. Mjög góður matur.

Ég fór á IceAge 2 með Öllu á miðvikudaginn, þetta er mjög góð mynd :) Ég ætlaði að vera búin að horfa á hina aftur áður en ég færi en hef ekki haft tíma.

Ég er núna í barna-heyrnarfræði sem er mjög áhugaverð að mínu mati... fullt að lesa. Við vorum að heyrnarmæla(screena) börn á leikskóla í gær, bara svo við fengjum að æfa okkur. 2 saman í hóp og hvor mældi 2 börn. Ég og Marie vorum saman, ég tók fyrsta strákinn og það var ekkert vandamál enda skildi hann vel fyrir mælin, taka kubb úr pokanum og leggja hann niður í tilteknar holur þegar hljóð heyrðist í hátalaranum. Svo kom næsti stákur sem Marie mældi, með þessar líka geðveiku lamba krullur í hárinu... hann var svo sætur.. tók smá tíma að fatta hvað hann ætti að gera en svo kom það og þá sagði hann í hvert skipti sem tónn heyrðist "jag hörde det!"(ég heyrði þetta)... þvílík dúlla. Svo átti ég að taka næsta en við ákváðum að það væri betra að láta Marie mæla hann því hann var ekki með sænsku sem móður mál og ekki var víst hve mikið hann skildi. Hann skildi örugglega ekki hvað hann ætti að gera svo það endaði með því að hann beinti á heyrað þegar hljóð heyrðist. Svo síðasta barnið var stelpa sem var mjög feimin, fóstran þurfi að koma með inn í herbergið. En mér tókst vel að ná til hennar og allt gekk vel. Marie vill meina að börnum líði vel í kringum mig og þess vegna sér hún mig vel fyrir sé sem barnaheyrnarfræðing, sem er auðvitað bara gott mál :)
Jæja þetta er nóg í bili... reyni að skrifa aftur fljótlega og setja inn myndir ;)

19 apríl 2006

Komin frá Berlín og m&p á leiðinni

Það var mjög gaman í Berlín. Ég og Alla lögðum af stað þanngað á miðvikudaginn eftir hádegi. Fyrst fórum við með lest til Köben og flugum svo þaðan. Flugvöllurinn í Berlín(1 af 3) var þannig að við þurftum að fara út í rútu sem flutti okkur upp að flugstöðvarbyggingunni. Okkur tókst svo að finna underground-ið og kaupa viku miða í almenningssamgögnu kerfið og koma okkur á réttan stað. Ég nenni ekki alveg að skrifa alla ferða söguna hér en ég get svona sagt þetta í grófum dráttum.
Við sáum Berlínarmúrinn eða það sem er eftir af honum, ég held að áhugi minn á að sjá múrinn hafi verið aðeins misskildur í byrjun. Ég vildi bara sjá hann en ég hafði engan áhuga á mynjagripum um múrinn. Svo sá ég líka Brandenburgar hliðið, þinghúsið (fór inn), Postamer plats, Under den Linden, Dýragarðinn, kastalana í Postam, kyrkju sem eyðilagðist í stríðinu og... ég er örugglega að gleyma einhverju.

En mamma og pabbi eru að koma á eftir og þau verða hér til mánudags. Ég býst ekki við að skrifa mikið hér á meðan þau eru hér. En ég mun setja inn myndir frá Berlín fljótlega.

Skrifa meira seinna